Morgunblaðið - 02.04.2005, Page 63
Sýnd kl. 2 og 4 Ísl. tal.
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000
553 2075
- BARA LÚXUS
☎
Sýnd kl. 8 og 10.10
SV mbl
Will Smith er
Sýnd kl. 3, 5.30 ,8 og 10.30
S.V. Mbl.
K&F X-FM
ÓÖH DV
Sýnd kl. 2 og 4 með íslensku tali
Kvikmyndir.is.
R E E S E W I T H E R S P O O N
Stjarnan úr Legally Blonde
og Sweet Home Alabama
í yndislegri mynd.
VANITY
THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR
S.V. MBL
ÓÖH DV
Kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali
K&F X-FM
Sýnd kl. 5.45 8 og 10.30
Frábær grínmynd
fyrir alla fjölskylduna
r r rí
f rir l fj lsk l
S.V. MBL.
K&F X-FM
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára.
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l
Eileen Atkins, Jim Broadbent, Gabriel Byrne,
Romola Garai, Bob Hoskins, Rhys Ifans, James
Purefoy, Jonathan Rhys Meyers
Ó.H.T Rás 2
Ó.H.T Rás 2
Sýnd kl. 4 og 6 m.ísl. tali
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
ÓÖH DV
SK DV
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára.
HÆTTULEGASTA
GAMANMYND ÁRSINS
J.H.H. kvikmyndir.com
T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R .
A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u
JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS
A FILM BY LOIS LETERRIER
JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS
A FILM BY LOIS LETERRIER
Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 5.45 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ
SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA
FEMME NIKITA
Hann var alinn upp sem
skepna og þjálfaður til að
berjast. Nú þarf hann
að berjast fyrir lífi sínu!
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ
SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA
FEMME NIKITA
Hann var alinn upp sem
skepna og þjálfaður til að
berjast. Nú þarf hann
að berjast fyrir lífi sínu!
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 63
Sagan Kalli á þakinu er eftirAstrid Lindgren og verðurleikgerð eftir bókinni sett
upp í Borgarleikhúsinu. Grallarinn
Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson,
leikur titilhlutverkið.
„Þeim sem standa að sýningunni
fannst ég passa vel í þetta. Hlut-
verkið hentar mér og ég kann vel
við það. Maður getur alltaf séð
sjálfan sig í flestum hlutverkum og
ég sé sjálfan mig ágætlega í þessu
hlutverki,“ segir Sveppi. Þetta er
langstærsta sviðshlutverk hans til
þessa en hann var með í uppsetn-
ingunni á Fame í fyrra.
„Það hefur alltaf verið draumur
að leika á sviði,“ segir Sveppi, sem
hefur nóg að gera því meðfram
þessu er hann í fullri sjónvarps-
vinnu við þáttinn Strákarnir.
Hann segir Kalla á þakinu vera
vinsæla persónu í Svíþjóð en hér
hafi hann fallið í skuggann af Línu
langsokki og Emil í Kattholti.
„Kalli á þakinu er kall sem býr í
húsi uppi á blokk. Þar er hann bú-
inn að smíða lítið hús og til að
komast heim til sín er hann með
þyrluspaða á bakinu og getur flog-
ið. Hann kynnist litlum strák sem
býr á efstu hæð í húsinu. Strák-
urinn er pínu einmana, langar í
hund og á bráðum afmæli en það
mega ekki vera hundar í fjölbýli,“
segir Sveppi en Sigurbjörn Ari Sig-
urbjörnsson leikur strákinn sem
heitir Brói.
„Ég og Brói verðum ágætis vin-
ir. Það trúir enginn að Kalli sé til
nema Brói því Brói hefur séð hann.
Þetta er dálítið erfitt líf fyrir Bróa
litla. Kalli er náttúrulega brjálaður.
Hann er alltaf að drasla til og
skellibrella, eitthvað að fíflast.“
Þessi fíflalæti höfðuðu til Sveppa.
„Þetta er ýktur ég. Hann fer alveg
yfir línuna í ruglinu.“
Gaman að fíflast
með krökkum
Sveppi er spenntur fyrir því að
leika fyrir krakka. „Ég held að það
sé skemmtileg áskorun því þeir eru
oft hörðustu gagnrýnendurnir. Ef
krökkum finnst ekki gaman í leik-
húsi fara þeir að tala saman eða
vilja fara heim. Þeir segja ná-
kvæmlega það sem þeim finnst,“
segir hann.
„Þetta verður spennandi. Ég hef
nú einu sinni leikið fyrir krakka.
Þá var ég í leikriti sem hét Hrói
höttur og var í Húsdýragarðinum
fyrir mörgum árum. Svo hef ég
verið að vinna á leikskóla. Ég hef
voða gaman af því að fíflast í
krökkum. Kalli á þakinu er svo
fjörugt leikrit. Ég er fljúgandi um
Borgarleikhúsið megnið af tíman-
um,“ segir Sveppi, sem er reyndar
ekki byrjaður að læra að fljúga þó
það styttist í það. Flugið leggst vel
í Sveppa og er hann ekkert sér-
staklega kvíðinn.
Mikið pælt í smáatriðunum
Óskar Jónasson leikstýrir verk-
inu en Sveppi og hann hafa unnið
saman áður í Svínasúpunni. „Hann
hefur ekki verið mikið að leikstýra
á sviði og ég hef ekki verið að leika
á sviði. Við erum báðir að hoppa í
djúpu laugina.“
Sveppi ber Óskari góða söguna.
„Hann elskar þau verkefni sem
hann tekur að sér og gefur sig allt-
af 100% í þetta. Hann pælir mikið í
smáatriðunum og sættir sig ekki
við neitt fyrr en það er orðið full-
komið.“
Óskar, Sigurbjörn og Sveppi
byrjuðu að hittast í nóvember. „Við
byrjuðum þá að lesa yfir handritið
og pæla aðeins í þessu. Við erum
búnir að gefa okkur góðan tíma í
þetta,“ segir hann en félögunum
kemur öllum vel saman.
„Núna er allt komið á fullt. Öll
sviðsmyndin er komin og við erum
farin að æfa á Stóra sviðinu. Þetta
er allt að gerast.“
Leiklist | Barnaleikritið Kalli á þakinu sett upp í Borgarleikhúsinu
Sveppi er fljúgandi
furðuhlutur
Það þarf sannkallaðan
æringja til að leika
Astrid Lindgren-
persónuna Kalla á
þakinu. Inga Rún
Sigurðardóttir komst
að því að Sveppi upp-
fyllir öll skilyrði.
Kalli á þakinu er mikið fyrir grín og sprell alveg eins og Sveppi.
Miðasala á Kalla á þakinu hefst í
dag. Leikritið verður frumsýnt í
Borgarleikhúsinu 21. apríl.
ingarun@mbl.is