Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 114. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Eldað af fingrum fram Matarkistan við grillið með Bjarna Jóhannessyni Daglegt líf Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Fornbílunum fjölgar  Reiði í umferðinni  GPS-vegaleiðsögukort væntanleg Íþróttir | Krafa um breytingar í körfunni  Keflavík lá á Skaganum Ferskleiki og gæði íslenskrar matvöru gerir hana að úrvals kosti fyrir heimilin í landinu. JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem fagnar sigri í Evrópukeppni í körfuknattleik. Hann skoraði 9 stig í sigri rússneska liðsins Dynamo St. Pétursborg gegn BC Kiev frá Úkraínu í FIBA-Evrópukeppninni, en leikurinn fór fram í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöld. Jón Arnór og félagar skoruðu 85 stig gegn 74 stig- um Kænugarðsliðsins en Dynamo-liðið fór í gegnum keppnina án þess að tapa leik. Á myndinni lyftir Jón Arnór sigurverðlaununum hátt á loft ásamt Ognj- en Askrabic og Mate Milisa. Jón er ekki sá fyrsti úr sínum systkinahóp sem verður Evrópumeistari en elsti bróðir hans, Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, hefur þríveg- is fagnað Evrópumeistaratitli, tvívegis í EHF-keppninni og einu sinni í Meistaradeildinni sem leikmaður þýska liðsins Magdeburg. Ólafur á mögu- leika á að bæta fjórða titlinum í safnið sem leikmaður Ciudad Real sem leikur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona um helgina. Þar með er enn sá möguleiki fyrir hendi að íslenskir bræður fagni Evrópu- meistaratitli í liðsíþrótt á sömu leiktíð en slíkt hefur aldrei gerst áður hjá íslenskum íþróttamönnum. / C1 Jón Arnór Evrópumeistari Reuters EINGÖNGU einbýli verða á legudeildum nýs Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) og á þar að vera hægt að sinna sjúklingi allan dvalartíma hans á sjúkrahúsinu. Lífvísindasetur Háskóla Ís- lands, aukin áhersla á göngu- og dagdeildir, einn bráðakjarni þar sem öll bráðastarfsemi sjúkra- hússins verður til húsa eru meðal áherslna í sam- keppnisgögnum fyrir nýjan spítala, sem heil- brigðisráðherra afhenti sjö hönnunarhópum, sem taka þátt í skipulagssamkeppni svæðisins, í gær. Gangi framkvæmdaáætlun eftir verður hægt að gangsetja skurðgröfurnar og hefjast handa við byggingu sumarið 2008. Nýjar hugmyndir um hönnun spítala verða hafðar að leiðarljósi við bygginguna. Þær byggj- ast á rannsóknum sem sýna að með einbýlum megi lágmarka flutning sjúklinga innan sjúkra- húsa og þar með draga úr kostnaði, minnka sýk- ingarhættu til muna og fækka legudögum. Ný hugsun „Þetta krefst nýrrar hugsunar og nýrra vinnu- aðferða,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson, for- stjóri LSH. „Sennilega þarf að taka tillit til þess- arar nýju hugmyndafræði við menntun heilbrigðisstarfsmanna. Með tímanum mun eign- arhaldshugsunin, „þetta er deildin mín“, víkja vegna þess að hugmyndin er sú að sjúklingurinn leggist inn á einbýli, sem verða þannig útbúin að ekki þarf að flytja sjúklinginn meðan á legunni stendur. Gert verður ráð fyrir að hægt verði að sinna öllum þörfum sjúklinganna upp að gjör- gæslu, í hverju einasta herbergi. En það mun taka tíma að innleiða þessa nýju hugsun, það er margra ára vinna.“ Mestmegnis undir eitt þak Hvorki er gert ráð fyrir að langtímaendur- hæfing, sem er að Grensási, né langtímameðferð geðsjúkra, sem nú er á Kleppsspítala, flytjist. Öldrunarstarfsemin verður áfram á Landakoti. Hins vegar flytur öll starfsemi LSH, sem nú er í Fossvogi, á Hringbraut og einnig barna- og ung- lingageðdeildin, sem er nú á Dalbraut. Einu skilyrðin, sem sett eru varðandi eldra húsnæði á byggingarlóðinni, er að gamli Kenn- araskólinn, sem er friðaður, verði ekki rifinn og að gamli Landspítalinn, sem Guðjón Samúelsson teiknaði, standi óhaggaður og fái að njóta sín. Hönnunarhópar skipulags LSH hafa fengið samkeppnisgögn í hendur Fækka legudögum og spara peninga með einbýli Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Fjölnota einbýli/24–26 Jerúsalem. AFP, AP. | Vladímír Pútín Rússlandsforseti reyndi í gær að fullvissa ísraelska ráðamenn um að Ísrael stafaði ekki hætta af fyrir- hugaðri sölu á rússneskum flug- skeytum til Sýrlands og samstarfi Rússa við Írana í kjarnorkumálum. Pútín ræddi við Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, í þrjár klukkustundir í Jerúsalem í gær. Þeir samþykktu að auka samstarf landanna í baráttunni gegn hryðju- verkum og samvinnu á sviði há- tækni. Pútín tókst þó ekki að fullvissa ísraelska ráðamenn um að Ísrael stafaði „alls engin hætta“ af nýrri gerð loftvarnaflugskeyta sem Rúss- ar hyggjast selja Sýrlendingum. Ísr- aelar óttast að flugskeytin komist í hendur herskárra hreyfinga sem hafa notið stuðnings sýrlenskra stjórnvalda. Aðeins varnarvopn Pútín lagði áherslu á að flugskeyt- in væru varnarvopn. „Það eina sem þið gætuð gert til að verða fyrir þessum flugskeytum væri að ráðast á Sýrland. Viljið þið gera það?“ Moshe Katsav, forseti Ísraels, sagði að enn væri ágreiningur milli ríkjanna í þessu máli. Hann kvaðst hins vegar vera sátt- ari við loforð Pútíns um að beita sér fyrir því að Íranar framleiddu ekki kjarnavopn. Pútín sagði að Rússar vildu aðeins aðstoða Írana við að hagnýta kjarnorkuna í friðsamleg- um tilgangi en væru andvígir því að þeir auðguðu úran sem hægt væri að nota í kjarnavopn. Reuters Pútín og Moshe Katsav, forseti Ísr- aels, við móttökuathöfn í Jerúsalem. Pútín reyn- ir að sefa áhyggjur Ísraela BANDARÍKJAMENN óttuðust að Norðmenn kynnu að þróa eigin kjarnavopn á fyrstu árunum eftir síð- ari heimsstyrjöldina og beittu þá þrýstingi til að hindra það, að sögn fréttavefjar Aftenposten í gærkvöldi. Aftenposten segir að þetta komi fram í grein sem Olav Njølstad, yf- irmaður rannsóknadeildar Nóbel- stofnunarinnar, leggi fram á ráð- stefnu í Ósló í dag. Ástæða þess að Bandaríkjamenn höfðu þessar áhyggjur var að Norðmenn fluttu út þungt vatn og stóðu framarlega í þró- un kjarnorkunnar. Norðmenn áttu þegar árið 1951 tilraunakjarnaofn sem aðeins Bandaríkin, Bretland, Kanada, Rússland og Frakkland höfðu yfir að ráða á þessum tíma. Óttuðust norsk kjarnavopn ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri í Garðabæ, hefur ákveðið að hætta sem bæjar- stjóri til að taka við starfi forstjóra BYKO. Þetta var tilkynnt í gær. Ás- dís Halla hefur verið bæjarstjóri í fimm ár og oddviti sjálfstæðismanna frá 2002. Jón Helgi Guð- mundsson, aðal- eigandi Norvikur, móðurfélags BYKO, og fráfarandi forstjóri BYKO, mun áfram gegna starfi forstjóra Nor- vikur-samsteypunnar. Ásdís Halla sagðist hafa fengið mik- il og góð viðbrögð við þessari ákvörðun sinni, flestir hefðu sýnt henni skilning og stutt hana. „Þetta var svo einstakt tækifæri að mér fannst ekki annað koma til greina en að þiggja starfið,“ sagði hún./Miðopna Bæjarstjóri til BYKO Ásdís Halla Bragadóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.