Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá 25 fé-
lagsmönnum í Samfylkingunni í
Kópavogi.
„Við undirritaðir félagar í Sam-
fylkingunni í Kópavogi, sem starfað
hafa í framvarðasveit flokksins, ým-
ist sem bæjarfulltrúar, nefndarmenn
og trúnaðarmenn til margra ára, lýs-
um stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur í kosningu til formanns
flokksins.
Ingibjörg Sólrún hefur sýnt það
og sannað að hún er búin miklum
forystuhæfileikum. Við lítum á hana
sem framtíðarforingja Samfylking-
arinnar.“
Undir yfirlýsinguna skrifa, Arn-
þór Sigurðsson, Ása Richardsdóttir,
Bjarni Pálsson, Brynhildur Flóvens,
Guðmundur R. Jónsson, Guðmundur
Örn Jónsson, Guðmundur Oddsson,
Halldór Björnsson, Hafsteinn Karls-
son, Heiðrún Sverrisdóttir, Helga E.
Jónsdóttir, Hjörleifur Hringsson,
Hulda Finnbogadóttir, Kristinn Ó.
Magnússon, Kristín Jónsdóttir,
Kristín Pétursdóttir, Kristján Guð-
mundsson, Rannveig Guðmunds-
dóttir, Sigrún Jónsdóttir, Sólveig
Helga Jónasdóttir, Steingrímur
Steingrímsson, Svala Jónsdóttir,
Svandís Skúladóttir, Sverrir Jóns-
son og Þráinn Hallgrímsson.
25 forystumenn í
Kópavogi styðja
Ingibjörgu Sólrúnu
REFSINGAR yfir þremur sakborn-
ingum í Landssímamálinu, svokall-
aða, stærsta fjárdráttarmáli sem um
getur hér á landi, voru mildaðar með
dómi Hæstaréttar sem féll í gær. Árni
Þór Vigfússon og Kristján Ragnar
Kristjánsson voru dæmdir fyrir
hylmingu með því að taka við fé sem
Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum að-
algjaldkeri Landssímans og bróðir
Kristjáns Ragnars, dró sér úr rekstri
fyrirtækisins, halda því ólöglega og
nýta það í eigin þágu og félaga sem
þeir áttu að hluta eða öllu leyti. Taldi
Hæstiréttur að Árna Þór og Kristjáni
Ragnari hefði ekki getað dulist að
fjárstreymið var óeðlilegt.
Árni Þór var í Hæstarétti dæmdur
í 15 mánaða fangelsi og Kristján
Ragnar hlaut 18 mánaða dóm. Í hér-
aði hlutu báðir tveggja ára fangels-
isdóm.
Ragnar Orri Benediktsson var
dæmdur fyrir peningaþvætti, með því
að taka við samtals 3,3 milljónum
króna frá Sveinbirni, framselja tékka
að upphæð 22 milljónir sem runnu til
ýmissa aðila og loks fyrir að taka við
um sex milljónum sem runnu til
einkahlutafélags hans. Hæstiréttur
taldi að ekki yrði fullyrt að hann hefði
haft ásetning til að hylma yfir brot
Sveinbjörns en honum hefði þó ekki
átt að dyljast að atferli hans var ekki
eðlilegt. Þetta var metið honum til
„stórfellds gáleysis“ og var hann
dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og
mildaði Hæstiréttur þar með refsingu
hans um fimm mánuði. Fjárdráttur
Sveinbjörns Kristjánssonar nam alls
rúmlega 261 milljón króna. Brotin
voru talin stórfelld og án hliðstæðu.
Fyrir þau hlaut hann í héraði 4 1⁄2 árs
fangelsi og áfrýjaði hann ekki dómn-
um. Samkvæmt ákæru nam heildar-
fjárhæð greiðslna, sem bárust frá
Sveinbirni til Árna Þórs og Kristjáns
Ragnars, 163,5 milljónum. Auk þess
runnu um 20 milljónir til tveggja
einkahlutafélaga sem þeir áttu aðild
að en fyrir það var ekki ákært. Þeir
neituðu báðir að hafa nokkuð vitað um
að fjármunirnir voru ekki fengnir
með löglegum hætti og gerðu þeir
báðir lítið úr þekkingu sinni á fyrir-
tækjarekstri og fjármögnun á þess-
um tíma enda hafi þeir aðeins verið 23
ára gamlir.
Ekki venjulegt fjárstreymi
Í dómi Hæstaréttar segir að nið-
urstaða málsins ráðist af því hvað telj-
ist sannað um vitneskju þeirra um
heimildir Sveinbjörns til að ráðstafa
þessu fé. Telur rétturinn að Kristjáni
Ragnari hafi ekki getað dulist að fjár-
streymið frá Landssímanum var ekki
venjulegt fjárstreymi frá lánastofnun
og er m.a. bent á að hann átti í marg-
víslegum viðskiptum við önnur fyrir-
tæki og við lánastofnarnir. Þá yrði að
teljast algjörlega útilokað að Árni Þór
hafi ekki gert sér grein fyrir því að
viðskipti hans og Kristjáns Ragnars
við Sveinbjörn aðalgjaldkera voru
þeim síðastnefnda algjörlega óheimil.
Á þessum tíma hafi Árni Þór eignast
íbúðarhúsnæði og aukið hlutabréfa-
eign sína og auk þess hafi verulegar
fjárhæðir farið um reikninga sem
hann átti hjá lánastofnunum. Ganga
yrði út frá því að hann hafi fengið yf-
irlit yfir þessa reikninga og getað
fylgst með þeim. Þá hafi Árni Þór átt
frumkvæði að því að kaupa hlutabréf í
félaginu Urði-Verðandi-Skuld en
samkvæmt gögnum málsins voru
fengnar rúmlega fimm milljónir úr
sjóðum Landssímans sem voru lagðar
inn á reikning hans.
Í dómi Hæstaréttar segir að brot
þeirra Árna Þórs og Kristjáns Ragn-
ars séu stórfelld og upphæðin eigi sér
ekki hliðstæðu í öðrum dómsmálum.
Refsing Kristjáns Ragnars var
þyngri þar sem hann hafði að mestu
umsjón með fjármálum þeirra. Ellefu
daga gæsluvarðhaldsvist dregst fá
dómnum.
Bogi Nilsson ríkissaksóknari sótti
málið. Verjandi Árna Þórs var Gestur
Jónsson hrl., verjandi Kristjáns
Ragnars var Ásgeir Þór Árnason hrl.
og verjandi Ragnars var Sigmundur
Hannesson hrl.
Málið dæmdu Markús Sigur-
björnsson, Garðar Gíslason, Guðrún
Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen
og Hrafn Bragason.
Hæstiréttur mildar refsingu í umfangsmesta fjárdráttarmáli sem um getur hér á landi
Gat ekki dulist
hvað var á seyði
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í lík-
fundarmálinu svonefnda í Neskaup-
stað og voru þeir Grétar Sigurðar-
son, Jónas Ingi Ragnarsson og
Tomas Malakauskas allir dæmdir í
2½ árs fangelsi hver. Til frádráttar
kemur 32 daga gæsluvarðhald sem
mennirnir þrír sátu í meðan á rann-
sókn málsins stóð.
Þremenningarnir voru allir sak-
felldir fyrir brot á lögum um ávana-
og fíkniefni með því að hafa staðið að
innflutningi á rúmlega 220 grömm-
um af amfetamíni sem Litháinn
Vaidas Jucevicius tók að sér að flytja
til landsins. Jucevicius veiktist dag-
inn eftir komu sína til landsins og
lést þremur dögum síðar vegna stíflu
í mjógirni af völdum fíkniefnapakkn-
inganna. Mennirnir létu hjá líða að
koma honum til hjálpar og eftir að
hann lést fluttu þeir lík hans til Nes-
kaupstaðar og sökktu því þar í sjó.
Fyrir þetta voru þeir dæmdir fyrir
brot gegn lífi og líkama og fyrir
ósæmilega meðferð á líki.
Aðeins Malakauskas játaði að hafa
staðið að fíkniefnainnflutningnum.
Jónas Ingi hélt því fram að hann
hefði engan þátt átt í fíkniefnainn-
flutningnum og ekki vitað af því að
lík Jucevicius væri aftan í jeppa sem
hann var í þegar hann og Grétar óku
með líkið til Neskaupstaðar, hvað þá
að hann hefði tekið þátt í að sökkva
því í höfninni og raunar hefði hann
ekki vitað af því að það hefði verið
gert. Grétar Sigurðarson var eini
sakborningurinn sem var viðstaddur
dómsuppkvaðninguna í gær. Í viðtöl-
um við fjölmiðla kvaðst hann veru-
lega ósáttur við að hafa hlotið jafn
þunga refsingu og þeir Malakauskas
og Jónas Ingi. Rétt hefði verið að
meta það honum til hagsbóta að
hann hefði verið samvinnuþýður við
lögreglu. Ragnheiður Harðardóttir
sótti málið af hálfu ríkissaksóknara.
Verjandi Grétars var Brynjar Níels-
son hrl., verjandi Malakauskas var
Björgvin Jónsson hrl. og verjandi
Jónasar Inga var Sveinn Andri
Sveinsson hrl. Málið dæmdu Markús
Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason,
Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur
Claessen og Hrafn Bragason.
Refsingar í líkfundarmál-
inu staðfestar af Hæstarétti
Morgunblaðið/Þorkell
Grétar Sigurðarson, einn af þeim sem dæmdir voru í líkfundarmálinu,
finnst að hann hefði átt að fá vægari dóm en aðrir sakborningar í málinu.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.isUNGUR ökumaður þykir hafa
sloppið vel þegar bíll sem hann
ók lenti út af veginum um
Norðurárdal í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar í Borg-
arnesi hafði maðurinn verið við
malbikunarvinnu á Reyðarfirði
en lagt af stað áleiðis til
Reykjavíkur um klukkan 14.
Þegar hann kom í Norðurárdal-
inn, um átta klukkustundum
síðar, virðist hann hafa verið
uppgefinn á akstrinum, a.m.k.
sofnaði hann undir stýri og ók
út af. Eftir áreksturinn kvikn-
aði í bílnum en aðvífandi flutn-
ingabílstjóri náði að slökkva.
Við þessa utanvegarferð rifnaði
hjólabúnaður undan bílnum og
er hann gjörónýtur. Ökumað-
urinn var í bílbelti og virtist
hafa sloppið með skrámur.
Dottaði
undir
stýri og
ók út af
BÓNUS til starfsmanna Impregilo
við Kárahnjúkastíflu var 19,46% ofan
á öll laun í marsmánuði. Kom þetta
fram á nýlegum fundi fastanefndar
verkalýðsfélaganna og Impregilo á
virkjunarsvæðinu, og greint er frá á
vefsíðu Starfsgreinasambandsins.
Á fundinum var farið yfir eldri
ágreiningsatriði og ábendingar
verkalýðsfélaganna og úrbætur
Impregilo í þeim efnum. Aðallega
var rætt um bónusmál, aðbúnað og
vinnutíma. Á vef SGS segir að að-
búnaður hafi batnað verulega fá því
fyrir áramót. Starfsfólk í mötuneyti
hafi m.a. breytt vaktafyrirkomulagi.
19,46% bónus við
Kárahnjúkastíflu