Morgunblaðið - 29.04.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing-
is, er ásamt fleiri þingmönnum í opin-
berri heimsókn hjá danska þinginu.
Heimsókninni lýkur í dag.
Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þeim hefði verið tekið af-
ar vel í heimsókninni og þeir átt
gagnleg og góð skoðanaskipti við for-
seta danska þjóðþingsins, Christian
Mejdahl, og fleiri úr forsætisnefnd-
inni. Jafnframt hefðu þeir fundað
með Elisabeth Arnold, formanni Evr-
ópunefndar danska þjóðþingsins,
Connie Hedegaard, umhverfis- og
samstarfsráðherra Norðurlandanna
og Bertel Haarder menntamála-
ráðherra.
„Við höfum átt mjög góða fundi
með öllu þessu fólki þar sem hefur
verið komið inn á Evrópumál meðal
annars og sameiningu sveitarfélaga
sem er mikið mál hér í Danmörku
núna eins og raunar hjá okkur Ís-
lendingum líka. Eins ræddum við
orku- og umhverfismál og annað það
sem mönnum lá á hjarta,“ sagði Hall-
dór.
Hann sagði að viðræðurnar við
Bertel Haarder menntamálaráð-
herra hefðu verið mjög upplýsandi.
Þar hefði hann meðal annars komið
inn á ýmsar breytingar á danska
skólakerfinu sem hann hefði ákveðið
að beita sér fyrir, en þær sneru meðal
annars að aukinni áherslu á kennslu í
danskri tungu, ekki hvað síst hjá
börnum innflytjenda, til þess að þau
hefðu möguleika á að mennta sig og
njóta sín í þjóðfélaginu. Hann hefði
líka komið inn á samskipti Íslands og
Danmerkur og hefði lýst áhuga sín-
um á því að bæta dönskukennslu á Ís-
landi.
„Ég tel að heimsókn eins og þessi
sé mjög gagnleg. Við vinnum mjög
vel með Dönum á margvíslegum svið-
um á alþjóðavettvangi og reynslan
sýnir að góð tengsl milli þingmanna
geta skipt miklu máli fyrir báðar
þjóðirnar,“ sagði Halldór ennfremur.
Með Halldóri í för eru alþingis-
mennirnir Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Einar K. Guðfinnsson og
Hjálmar Árnason.
Ljósmynd/Carsten Snejbjerg
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ræddi meðal annars við forseta danska þjóðþingsins, Christian Mejdahl, í
opinberri heimsókn þingmannanefndar Alþingis. M.a. var rætt um Evrópumál og sveitarstjórnarmál.
Þingmannanefnd í opinberri
heimsókn í danska þinginu
BJÖRN Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, átti 13. apríl sl.
fund með fulltrúum aðgerðahóps
gegn kynbundnu ofbeldi. Fram
kemur í tilkynningu frá ráðuneyt-
inu að hópurinn hafði í mars sent
ráðuneytinu erindi og tillögur um
aðgerðaáætlun gegn kynbundnu of-
beldi.
„Þar er meðal annars lagt til að
unnið verði að heildarendurskoðun
kynferðisbrotakafla hegningarlaga
og lagt til að kynferðisbrot gegn
börnum sæti ekki fyrningu. Dóms-
og kirkjumálaráðuneytið hefur hug
á því að vinna úr þeim tillögum sem
hópurinn lagði fram og hefur í dag
[miðvikudag] tilkynnt allsherjar-
nefnd Alþingis um þau áform sín,
en nefndin hefur nú meðal annars
til meðferðar frumvarp til breyt-
ingar á almennum hegningarlögum
og snertir fyrningarfrest kynferð-
isbrota gegn börnum.“
Dóms- og kirkju-
málaráðuneytið
Unnið verð-
ur úr tillög-
um aðgerða-
hópsins
ALLS hafa 14 þúsund einstaklingar
sett nafn sitt á undirskriftalista þar
sem íslenskir þingmenn eru hvattir
til þess að afnema fyrningarfrest á
kynferðisbrotum gegn börnum.
Forsvarsmenn verkefnisins Blátt
áfram afhentu Bjarna Benedikts-
syni, formanni allsherjarnefndar Al-
þingis, listana á þriðjudag.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, hefur
lagt fram frumvarp að lögum þar
sem fyrningarfrestur á þessum
brotum er felldur niður, en Bjarni
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að eftir þá vinnu sem fram
hefði farið í nefndinni kæmi að hans
mati ekki til greina að samþykkja
það frumvarp óbreytt. Bjarni segir
að til greina komi að senda tillög-
urnar til dómsmálaráðuneytisins
þar sem verið er að vinna úr til-
lögum aðgerðahóps gegn kyn-
bundnu ofbeldi. Með því væri
tryggt að mál
sem vörðuðu
kynferðisbrot
yrðu skoðuð
heildstætt en
meðal þess sem
aðgerðahópurinn
hefði lagt áherslu
á væri að afnema
fyrningu kyn-
ferðisbrota gegn
börnum.
Vill ekki samþykkja
frumvarpið óbreytt
„Áskoranirnar tökum við alvar-
lega og þær hvetja okkur til þess að
gaumgæfa málið,“ segir Bjarni.
„Við höfum verið með þetta mál á
dagskrá nokkrum sinnum í vetur.
Við höfum farið yfir umsagnir og
fundað með umsagnaraðilum. Við
höfum lagt í töluverða vinnu í vetur
vegna þessa máls, en niðurstaða
mín er að það sé ekki hægt að klára
málið án þess að það taki breyt-
ingum.“
„Jafnvel þó maður geti verið efn-
islega sammála því að horfa þurfi til
þeirra sérstöku aðstæðna sem eru
uppi þegar kemur að kynferðisbrot-
um gegn börnum og ungmennum –
og horfa þurfi til þess að viðkom-
andi gerir sér oft ekki grein fyrir
því að brotið var gegn honum fyrr
en hann hefur náð fullum þroska,
og jafnvel enn síðar – tel ég engu að
síður alls ekki sjálfsagt að fella
fyrningu slíkra brota niður í öllum
tilvikum.“
Gæta þarf að samræmi í lögum
að mati Bjarna. Samkvæmt hegn-
ingalögum séu það eingöngu brot
sem ævilöng refsing liggur við sem
ekki fyrnast. „Jafnvel þótt ég úti-
loki ekki að vikið verði frá þessari
meginreglu þá finnst mér það mjög
umhugsunarvert ef það á að gilda
jafnt fyrir þau brot sem tiltölulega
væg refsing liggur við og hin sem
þyngri refsingu varða. Hámarks-
refsing samkvæmt sumum þeirra
brota sem frumvarpið tekur til er
t.d. 2 ár.“
Afhentu þingmönnum
14 þúsund undirskriftir
Bjarni
Benediktsson
Vilja afnema fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
LÖGGJÖF um kynbundið ofbeldi þarf að taka til
heildarendurskoðunar. Þetta kemur fram í drög-
um að aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi
sem hefur verið komið á framfæri við dóms- og
kirkjumálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið,
menntamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið.
Það var aðgerðahópur gegn kynbundnu ofbeldi
sem vann drögin en hópurinn var stofnaður í
framhaldi af 16 daga átaki gegn kynbundnu of-
beldi sem sextán félagasamtök og stofnanir
stóðu fyrir sl. haust. Dómsmálaráðuneytið ætlar
að vinna úr tillögunum en það hefur áður fundað
með aðgerðahópnum.
Í drögum að aðgerðaáætluninni er sérstök
áhersla lögð á heildarendurskoðun löggjafar um
kynbundið ofbeldi. M.a. er lagt til að kynferð-
isbrot gegn börnum fyrnist ekki en frumvarp
þess efnis liggur nú fyrir á Alþingi. Einnig er
lagt til að hækka kynferðislegan lögaldur úr fjór-
tán árum í 15 eða 16 líkt og á Norðurlöndunum
og að refsimörk í kynferðisbrotum miðist við
upplifun brotaþola fremur en við ofbeldismann-
inn og aðferð hans við að beita ofbeldinu.
Meðferðarúrræði fyrir
ofbeldismenn verði styrkt
Hópurinn telur mikilvægt að mál vegna kyn-
bundins ofbeldis sæti opinberri ákæru. Í dag er
það undir konu komið hvort hún kærir heimilis-
ofbeldi eða ekki en hópurinn telur eðlilegt að hið
opinbera sæki ofbeldismanninn til saka og þá
sérstaklega þegar börn eru á heimilinu. „Heim-
ilisofbeldi er ekki aðeins brot gegn konunni
einni, heldur samfélaginu í heild,“ segir í drög-
unum.
Hópurinn leggur jafnframt til að meðferðar-
úrræði fyrir ofbeldismenn verði styrkt. Nefnir
hann m.a. að verkefnið Karlar til ábyrgðar verði
endurvakið sem fyrst en það var lagt af vegna
fjárskorts.
Áhersla er lögð á að þjónusta Neyðarmóttöku
vegna nauðgunar verði styrkt en eins og áður
hefur komið fram varð niðurskurður til þess að
staða yfirlæknis var lögð af og ekki er lengur
boðið upp á félagsráðgjöf. „Sú skerðing á starf-
semi Neyðarmóttökunnar sem átti sér stað árið
2004 var ekki í neinu samræmi við þá þekkingu
sem fyrir liggur. Nauðgun er svo alvarlegt áfall
að samkvæmt rannsóknum þjást 80% af þeim
sem leita til Neyðarmóttökunnar af áfallaröskun.
Það var því óverjandi að taka félagsráðgjafa út
úr því teymi sem mætir konum í bráðaþörf,“
segir í drögunum þar sem jafnframt er lagt til að
Neyðarmóttakan verði styrkt þannig að hún geti
einnig veitt fórnarlömbum annars kynbundins
ofbeldis, s.s. heimilisofbeldis og mansals, þjón-
ustu.
Löggjöf um kynbundið ofbeldi verði endurskoðuð
FJÁRLAGANEFND Alþingis
fundaði í gær með fulltrúum Ríkis-
endurskoðunar. Tilgangur fundarins
var að fara yfir skýrslu Ríkisendur-
skoðunar, frá árinu 2003, um sölu
ríkisbankanna. „Við fórum yfir þetta
með Ríkisendurskoðun. Þetta var
mjög góð yfirferð,“ segir Einar Odd-
ur Kristjánsson, varaformaður
nefndarinnar.
Hann segir það vilja nefndarinnar
að fá einnig til sín fulltrúa fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
til að fjalla um sama mál. Sá fundur
er fyrirhugaður í kringum 9. maí nk.
Auk þess er gert ráð fyrir því að
fulltrúar Ríkisendurskoðunar hitti
nefndina aftur. „Samstaða er um það
í nefndinni hvernig við högum vinnu-
brögðum í þessu máli.“
Óheppilegt
Lúðvík Bergvinsson, fulltrúi Sam-
fylkingarinnar í fjárlaganefnd Al-
þingis, segir það afar óheppilegt að
ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórð-
arson, skyldi hafa fundað með Hall-
dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra,
fyrir fund sinn með nefndinni í gær.
Lúðvík segir að ríkisendurskoðandi
hafi verið kallaður á fund nefndar-
innar til að fara yfir störf fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu
og störf ráðherranefndar um einka-
væðingu, en forsætisráðherra eigi
sæti í síðarnefndu nefndinni.
Lúðvík tekur fram að hann viti
ekki hvað hafi farið fram á fundi ráð-
herrans og ríkisendurskoðanda.
Steingrímur Ólafsson, upplýsinga-
fulltrúi í forsætisráðuneytinu, segir
að tilefni fundar ráðherra og ríkis-
endurskoðanda hafi ekki verið fund-
ur fjárlaganefndar í gær.
Ætla að
hitta
einkavæð-
ingarnefnd
FUNDUR sameiginlegrar þing-
mannanefndar EES fór fram á
Nordica hóteli sl. mánudag. Að sögn
Gunnars I. Birgissonar, formanns
Íslandsdeildar þingmannanefndar
EFTA, var á fundinum m.a. rætt um
bann á innflutningi fiskimjöls frá Ís-
landi til Evrópusambandsríkjanna í
fóður fyrir jórturdýr.
Gunnar segist hafa tekið málið
upp á síðasta fundi nefndarinnar og
aftur núna. Ákveðið hafi verið að
kalla eftir vísindalegum rökum í mál-
inu fyrir næsta fund nefndarinnar,
vísindalegar athuganir hafi sýnt að
engin mengun sé í íslenska mjölinu.
EFTA-ríkin komi að
ákvarðanatöku
Þá ræddu nefndarmenn refsitolla
á norskan eldislax sem Norðmenn
hafa nú kært til Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar, fjallað var um um-
hverfismál almennt, og styrki til fá-
mennari byggðarlaga á norður-
slóðum.
Að sögn Gunnars var sömuleiðis
fjallað um hvernig EFTA-löndin geti
komið að ákvarðanatöku á tilskipun-
um sem innleiddar eru á Evrópska
efnahagssvæðinu.
„Ég held að það sé vilji um að við
komum meira að þeirri ákvarðana-
töku,“ segir Gunnar. Fundurinn hafi
tekið jákvætt í það.
Næsti fundur þingmannanefndar-
innar verður haldinn í nóvember nk.
Fjallað um
bann á inn-
flutningi
fiskimjöls
Fundur sameigin-
legrar þingmanna-
nefndar EES
♦♦♦