Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BYGGING NÝS SPÍTALA
M
iðað við tímaáætlun
sem gerð hefur
verið fyrir upp-
byggingu Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss
(LSH), gætu framkvæmdir við fyrsta
áfanga sjúkrahússins, sem er bráða-
kjarni, hafist sumarið 2008. Áætlað
er að þessi kjarni, sem m.a. inniheld-
ur bráðamóttöku, gjörgæslu og
skurðdeildir, muni kosta tæpa 13
milljarða en í heild er áætlað að
bygging nýs spítala við Hringbraut
kosti tæpa 37 milljarða króna. Fram
hefur komið að vilji sé til þess hjá
stjórnvöldum að hagnaður af sölu
Símans verði m.a. nýttur til bygg-
ingar spítalans. Þó er enn ekkert í
hendi hvað það varðar, en eigi fram-
kvæmdir að geta hafist um mitt ár
2008, þarf ríkisstjórnin að vera búin
að tryggja fjármögnun spítalans, og
veita heimild til áframhaldandi
skipulagsvinnu og framkvæmda, í
október á næsta ári.
Nýr spítali frá grunni
„Við lítum á þetta sem fyrsta stóra
skrefið að þeim raunveruleika að hér
muni rísa nýr spítali frá grunni,“
sagði Jóhannes M. Gunnarsson, for-
stjóri LSH, í gær þegar heilbrigð-
isráðherra, Jón Kristjánsson, afhenti
hönnunarhópunum sjö sem valdir
hafa verið til þátttöku í samkeppni
um skipulag byggingarlóðar LSH,
skipulagslýsingu. „Það eru rétt fimm
ár síðan spítalarnir í Reykjavík voru
sameinaðir,“ sagði Jóhannes enn
fremur. „Megin hugsunin sem lá þar
að baki og náðist sátt um var sú að
byggður yrði einn öflugur háskóla-
spítali. Þeim spítala var valinn staður
hér við Hringbrautina.“
Skipuð hefur verið sjö manna dóm-
nefnd sem fara mun yfir tillögur hóp-
anna og er Ingibjörg Pálmadóttir,
fyrrverandi heilbrigðisráðherra, for-
maður hennar. Þátttakendur eiga að
skila dómnefnd tillögum sínum eigi
síðar en 8. september nk. og úrslit
verða tilkynnt 6. október. Ekki er um
að ræða eiginlega hönnun bygging-
anna, heldur skila hóparnir tillögu að
skipulagi fyrir skipulagssvæðið í
heild og nánari skilgreiningu á skipu-
lagi nýs spítala á lóðinni. Munu þeir
m.a. þurfa að taka tillit til þátta er
varða aðkomu, samspils og sveigj-
anleika deilda og byggingu þeirra
með stækkunarmöguleika í huga
sem og tengingu við HÍ sem hefur
unnið í náinni samvinnu við LSH að
undirbúningnum. Reiknað er með að
í öðru þrepi skipulagsvinnunnar
verði nánari útfærsla bygginga gerð
sem og útlit þeirra hannað. Að sögn
heilbrigðisráðherra hefur ekki verið
ákveðið hvort farið verði í aðra skipu-
lagskeppni um frekari hönnun
húsanna.
Lykilorðið er sveigjanleiki
Eitt helsta lykilorðið í þeirri hug-
myndafræði sem liggur að baki
byggingu nýja spítalans er sveigj-
anleiki í staðsetningu og stærð
deilda. Gert er ráð fyrir að spítalinn
verði byggður upp af stöðluðum ein-
ingum sem auðvelt er að breyta og
laga að breyttri starfsemi í framtíð-
inni. Þá á við hönnunina að gæta að
birtu og útsýni, nýjustu upplýs-
ingatækni, sem m.a. hefur í för með
sér að allar sjúkrastofur verða net-
tengdar, og að hugað verði sér-
staklega að sýkingavörnum, kennslu
og rannsóknum og aðstöðu fyrir
starfsmenn.
Á nýjum spítala við Hringbraut er
t.d. gert ráð fyrir einbýlum sjúkling-
anna, lífvísindasetri Háskóla Íslands
(HÍ) og LSH, öflugum bráðakjarna,
aukinni áherslu á göngu- og dag-
deildir og góðri aðstöðu fyrir starfs-
fólk. Við skipulagningu starfsem-
innar á að miðast við að þarfir
sjúklingsins séu ávallt í miðdepli á
nútímalegu háskólasjúkrahúsi, líkt
og segir í samkeppnislýsingunni. Þá
segir að áhersla eigi að vera lögð á
náttúrulega birtu og útsýni þar sem
því verði viðkomið.
500 rúma legudeildir
Samkvæmt samkeppnislýsing-
unni, sem afhent var í gær, er gert
ráð fyrir að á byggingarlóð LSH við
Hringbraut, sem afmarkast að norð-
an af Eiríksgötu, Barónsstíg og
gömlu Hringbraut, og að sunnan af
nýrri Hringbraut, rísi 500 rúma há-
skóla- og bráðaspítali á næstu árum
en byggingarlandið er 17,44 ha. Til
viðbótar verður á sjúkrahúsinu 65
rúma geðdeild, 80 rúma sjúklinga-
hótel, 24 rúma gjörgæsludeild, 22
rúma gjörgæsla nýbura, 24 rúma
gæsludeild og 10 rúma geð-
gjörgæsludeild. Í áætlun LSH er
gert ráð fyrir að unnt verði að fjölga
almennum rúmum spítalans úr 500 í
600 og geðdeildarrúmum úr 65 í 105,
en allar slíkar áætlanir eru byggðar á
starfsemistölum sjúkrahússins fyrir
árið 2025. Til grundvallar samkeppn-
islýsingunni er ítarleg greining stýri-
nefndar notendavinnu LSH en að
þeirri vinnu komu um 300 starfs-
menn sjúkrahússins. Er þar sett
fram áætlun um aðgerðafjölda, rúm-
afjölda á einstökum deildum sem og
nauðsynleg tengsl starfseminnar
innbyrðis.
Aðeins tvær byggingar
sem ekki má rífa
Á lóðinni mega LSH og stofnanir
HÍ sem tengdar eru LSH vera með
samtals 171.300 m² byggingarmagn
og þurfa skipulagstillögurnar að
sýna það. Nú er LSH með um 60 þús-
und m² á lóðinni og HÍ um 10 þúsund
m². Bílageymslur, sem áætlað er að
verði að stórum hluta neðanjarðar
eru ekki meðtaldar í þessu bygging-
armagni.
Heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið hefur ekki tekið afstöðu til
þess hvaða byggingar á svæðinu
skuli víkja en gamli Kennaraskólinn
við Barónsstíg er friðaður og hefur
ráðuneytið ákveðið að gamli Land-
spítalinn frá árinu 1930 skuli standa
og að tryggð verði góð ásýnd að
framhlið hans, eins og segir í sam-
keppnisgögnum. Aðrar byggingar
geta vikið, sjái hönnuðir hag í því.
Þá er hönnuðum bent á að taka til-
lit til að á gildandi aðalskipulagi er
gert ráð fyrir jarðgöngum undir
Þingholtin, svokölluðum Holts-
göngum.
Eingöngu einbýli
Ein helsta nýjungin á nýja spít-
alanum verður að eingöngu verða
byggð einbýli fyrir sjúklingana og
heyra því fjölbýli, eins og þekkjast
víða inni á sjúkrahúsinu í dag, sög-
unni til. Einbýli hafa m.a. í för með
sér að flutningur sjúklinga milli
deilda verður nánast úr sögunni sem
aftur felur í sér minni hættu á með-
ferðarmistökum og sýkingum.
Einbýlin verða rúmgóð og þannig
útbúin að hægt verður að annast
sjúklinga á sömu stofu allan tímann
sem þeir dveljast á sjúkrahúsinu, að
undanskilinni dvöl á gjörgæsludeild-
um. Hvert herbergi verður með að-
stöðu fyrir snyrtingu, böðun og rými
fyrir nauðsynlegustu hjúkr-
unarvörur og allar nauðsynlegar
lagnir til staðar. Ættingjum verður
gert kleift að dveljast á herbergj-
unum. Á þessum eins manns stofum,
Hönnunarhópum afhent samkeppnislýsing um skipulag byggingarsvæðis Landspítala
Fjölnota einbýli og náin
tengsl við Háskóla Íslands
Bygging nýs sjúkrahúss við Hringbraut, þar sem allar legudeildir
verða með björtum og rúmgóðum einbýlum fyrir sjúklinga, gæti
hafist sumarið 2008. Sunna Ósk Logadóttir kynnti sér grunn-
hugmyndir um skipulag sjúkrahússins sem byggja m.a. á sveigj-
anleika, öflugum tengslum við Háskóla Íslands og spám um þróun
þjónustu sjúkrahússins og mannfjöldans til ársins 2025.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skipulagssvæðið afmarkast af Snorrabraut, Eiríksgötu, Barónsstíg, Hringbraut að norðanverðu og að sunnan af
legu nýrrar Hringbrautar. Gamla Landspítalalóðin er innan lóðarinnar, Umferðarmiðstöðin og Læknagarður.
Landspítalinn og Háskóli Íslands leggja sérstaka áherslu
á eftirfarandi skipulagsatriði við hönnun nýs spítala:
Komið verði á bráðakjarna til að skapa nálægð bráða-
móttöku, myndgreiningar, skurðstofa og gjörgæslu.
Nauðsynlegt er að hægt verði að loka af hluta spít-
alans ef upp kemur farsótt. Einnig þarf að huga að
sömu áhersluatriðum varðandi skurðstofur, gjör-
gæsludeildir og bráðamóttöku.
Legudeild fyrir smitsjúkdóma þarf að vera staðsett og
útbúin þannig að hægt verði að taka sjúklinga beint
inn á deildina án þess að þeir fari um almenna inn-
ganga spítalans.
Gert er ráð fyrir sérstöku dag- og göngudeild-
arhúsnæði. Þar verða m.a. skurðstofur fyrir dag-
skurðaðgerðir, speglunaraðstaða o.fl. Nauðsynlegt er
að þar verði miklir vaxtar- og stækkunarmöguleikar
(50%).
Komið verði upp góðri samvirkni milli rannsókna á
vegum HÍ og rannsóknardeilda LSH í lífvísindasetri.
Lífvísindasetur og heilbrigðisvísindadeildir eru á þeim
hluta lóðarinnar sem teygir sig í vesturátt að HÍ.
Sjúklingahótel á lóðinni þarf að vera vel staðsett með
tilliti til aðgengis gesta hótelsins að þjónustu spítalans
og aðkomu frá samgönguleiðum.
Leiðir starfsmanna eiga að vera stuttar milli starfsein-
inga spítalans. Innangengt skal milli allra bygginga
LSH á lóðinni. Flutningaleiðir eiga að vera aðskildar
fyrir vörur, sjúklinga og almenna umferð.
Skipulag stoð- og þjónustudeila á að vera þannig að
sem best rekstrarhagkvæmni náist og að skipulagið
taki fullt tillit til þarfa klínískra deilda og þjónustu við
sjúklinga. Þá skal staðsetning stoð- og þjónustudeilda
hafa að markmiði að flutningaleiðir verði sem stystar.
Bílastæði og bílastæðahús verði með góðu aðgengi að
aðalanddyri spítalans. Aðgengi allra að spítalanum
verði gott.
Sérstök áhersluatriði við skipulag