Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 27 MENNING Hagkvæmari og einfaldari skannar á glæsilegu tilboði Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem veita þér faglega ráðgjöf við val á rétta skjalaskannanum. Síminn er 569 7700 og netfangið er prentlausnir@nyherji.is ������� ��� � ���������� �� � ��� ��������� � ���� ��� ���� � �������������� Canon DR2080C skjalaskanni Frumritamatari: 50 bls. Afköst: 20 bls. á mín. Tvíhliða skönnun. Tenging: USB 2. Tilboðsverð 59.900 kr. Listaverð 89.900 kr. Takmarkað magn. Tilboðin gilda til 30. maí 2005. Söluaðilar um land allt SKJALASKANNAR FYRIR SKRIFSTOFUNA Canon DR3080C skjalaskanni Frumritamatari: 100 bls. Afköst: 40 bls. á mín. bæði í lit og svarthvítu. Tvíhliða skönnun. Tenging: SCSI 2/USB2.0 Tilboðsverð 229.900 kr. Listaverð 269.900 kr. NÝI söngskólinn „Hjartansmál“ er starfræktur í Ými, tónlistarhúsi við Skógarhlíð 20 í Reykjavík. Nem- endur skólans eru rúmlega 90 og kennslu annast um tuttugu kenn- arar. Skólinn fagnar 10 ára afmæli í ár og í tilefni af því verður margt að gerast hjá kennurum og nemendum næstu vikur. Nýlega setti Óperu- deildin upp óperuna Cosi fan tutte eða Skóli elskendanna eftir Wolf- gang Amadeus Mozart í styttri gerð og var sýningunni mjög vel tekið af áhorfendum, að sögn skólastjórans Guðbjargar Sigurjónsdóttur. Allir fá að njóta sín Í skólanum er leitast við að gera vel við einstaklingana sem þar nema og hlúa að hverjum og einum. Guð- björg segir að mikil áhersla sé á að skólinn sé persónulegur. Stærð skól- ans gefur kennurum og nemendum tækifæri til að vinna náið saman og telur Gunnar Guðbjörnsson, kennari við skólann og óperusöngvari, það vera sérstöðu skólans. Hann útskýrir það frekar með dæmi úr nýafstaðinni óperusýningu þar sem flestir nem- endur úr framhaldsdeild skólans tóku þátt. Kennarar skólans eru reynslu- miklir og koma víða að. Gunnar og Guðbjörg eru sammála um að þó að hæfir kennarar séu mikilvægir og geti haft áhrif á söng nemendanna þá séu það nemendurnir sjálfir sem gera skólann að því sem hann er í dag. „Bestu kennararnir eru þeir sem láta fólkið finna hjá sjálfum sér það sem það þarf að læra – að það læri að læra,“ segir Gunnar um mik- ilvægi kennslunnar. Annar reynslu- mikill kennari við skólann er hljóm- sveitarstjórinn og píanóleikarinn Gerrit Schuil en hann segir skólann vera þeim kostum prýddur að vera laus við alla uppgerð. Gunnar tekur undir orð kollega síns og ítrekar að í skólanum fái einstaklingarnir að blómstra á sínum forsendum. Að þeirra mati er mjög mikilvægt að hafa í huga, þegar talað er um söng- nám, að þegar fólk stendur á sviði og ætlar að syngja, þá er það einungis spurning um hvort viðkomandi geti eða geti ekki sungið, ekki um próf eða gráður. Gerrit talar um að Ís- lendingar séu syngjandi þjóð og það sér dýrmætt að mennta og hvetja fólk á öllum aldri í söng og tónmennt. Verndari skólans er Sigurður Dem- etz en hann hefur haft mikil áhrif á söngmennt á Íslandi frá því hann flutti hingað til lands árið 1955. Skráningu fyrir næsta skólaár að ljúka Vegna afmælisársins verða, auk fyrrnefndrar óperusýningar, haldnir tvennir tónleikar. Kammertónleikar verða mánudaginn 2. maí þar sem nemendur koma fram ásamt hljóð- færaleikurum og dægurlagatónleikar verða haldnir 10. maí þar sem flutt verða lög eftir Jón Múla Árnason. Þrjár deildir eru í skólanum, áhugadeild sem er öllum opin, ung- lingadeild og einsöngsdeild. Nýlega sigraði nemandi skólans, Hrund Ósk Árnadóttir, í söngkeppni framhalds- skólanna. Einungis er hægt er að sækja um nám við skólann gegnum rafræna Reykjavík og áhugasömum er bent á að fara inn á www.reykjavik.is og sækja um þar fyrir 30. apríl fyrir skólaárið 2004–2005. Söngur | Söngskólinn Hjartansmál fagnar tíu ára afmæli sínu með tónleikahaldi og óperusýningu Kennarar söngskólans Hjartansmál saman komnir í Ými. Að læra að læra Eftir Guðrúnu Birnu Kjartansdóttur gudrunbirna@mbl.is Frekari upplýsingar um skólann er að finna á www.songskoli.is BIRGIR Sigurðsson hefur skrifað kennsluleikrit um ævi Friedrich Nietzsche, um hluta heimspekikenn- inga hans og hvernig þær eftir dauða hans eru mistúlkaðar og misnotaðar í þágu nasismans. Í formi verksins er hann þó ekki hallur undir Nietzsche, að minnsta kosti ekki þá kenningu hans að allt líf sé barátta um vald og barátta andstæðra viljakrafta. Þar er engin hefðbundin dramatísk at- burðarás með átökum milli persóna er leiða til ris og falls. Það er í fjórtán atriðum sem skipta má í þrjá meg- inkafla: Kynningu á heimspeki Nietzsche gegnum ást þá er hann leggur á rússnesku stúlkuna Lou Salome; þróun Nietzsche yfir í geð- veiki; starf Elísabetar systur hans að því að gera hann að stjörnu á himni nasismans. Eini gerandinn í þessu verki er El- ísabet, og sú eina sem stjórnast af því sem Nietzsche kallaði grunnhvöt mannlegrar tilveru, viljanum til valds. Hún hrekur með lygum bróð- ur sinn útí einsemd sem leiðir til geð- veilu og nær þannig valdi yfir honum. Hún endurskapar verk Nietzches að honum látnum með svikum, lygum og prettum svo þau falli að kalli tím- ans eftir „mystískum þjóðlegum Messíasi“. Gegn gjörðum Elísabetar rís varla nokkur maður nema þá helst utansviðs. Öllu vindur fram eft- ir hennar vilja nær átakalaust og er því lítt leikrænt. Hér ræður orðið ríkjum. Stefán Baldursson, einsog búast mátti við, kýs hinsvegar að líta svo á að hann sé að setja upp Henrik Ibsen og það gerir hann auðvitað á sinn pena stofumáta. Strikar út þær sen- ur er vísa út í samfélagið, reynir af eljusemi að skapa einfalda heil- steypta karaktera, búa til „sitúasjón- ir“, og stundum fáránlegar tákn- myndir einsog þegar Nietzche á frjálsu falli niður í geðveiluna er gerður að táknmynd Krists á kross- inum og nokkurs konar dr. Stock- mann. Þegar allt um þrýtur – eða kannski í tilraun til að vera nútíma- legur – hallar Stefán sér að öðrum Skandínava, Thorbjörn Egnér, og lætur leikara svífa einsog í Dýrunum í Hálsaskógi – eða dansa hjákátlega í skiptingum með leikmuni undir pen- um útsetningum á tónlist Wagners sem Nietzsche fyrirleit. Og undarleg er lögnin og grunnhyggin á flestum kvenpersónunum í þessari guðrækn- islegu veröld nítjándu aldar. Og enn undarlegra að láta Björn Thors gera trúð úr tónskáldinu, vini Nietzsches, og kippa þar með fótunum undan síð- asta hluta verksins. Hilmir Snær Guðnason dregur upp í byrjun einsog beinast liggur við mynd af Nietzsche sem nærsýnum, veikluðum manni, sem er ekki alveg af þessum heimi og sem kallar á um- hyggju umhverfisins. Hann gerir auðvitað margt vel. Til dæmis hvern- ig hann reynir af klaufaskap að nálg- ast ungu stúlkuna Lou. Annað miður. Kumrandi hlátur hans á eftir hverri vel orðaðri setningu, kæfir hugs- unina að baki og kæfir gleði áhorf- andans yfir hugsuninni. Verst þó hversu einfalt þessi persóna er mót- uð, og þessi ofuráhersla á tilfinn- ingasemi, sem í geðveilunni leiðir auðvitað til þess að Hilmir Snær velt- ir bara innyflunum í sjálfum sér yfir áhorfendur. Pínlegt er það, pínlegt fyrir þennan góða leikara og pínlegt fyrir áhorfandann. Og upp í hugann kemur Sigfús Daðason og orð sem hann lét falla eftir eina af þessum sýningum í Iðnó í gamla daga þegar frussað var af mikilli innlifun yfir áhorfandann allt aftur á tíunda bekk: Oft langaði mig til að skríða undir sætið. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur að- alhlutverkið, Elísabetu, persónu- sköpun hennar er ekki eins einlit, margt er gert vel, einkum í fyrri hlutanum, þar sem maður veit ekki alveg hvar maður hefur þessa konu sem augsýnilega elskar bróður sinn og vill ekki missa. En það hefði mátt, textinn gefur tækifæri til þess, und- irbyggja betur „vilja hennar til valds“ yfir bróðurnum, ástæður fyrir því að hún þróast út í ofbeldisfullt skrímsli. Það ætti hins vegar ekki að vera leyfilegt að leggja það á nokk- urn leikara að leika skrímsli seinni hlutans án nokkurs andstæðings, án nokkurra forsendna annarra en þeirra að Elísabet sé geðveik – þó Birgir Sigurðsson geri það hér og Stefán Baldursson styðji hann í því. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir einsog oft áður gerir áhorfandanum lífið bærilegt og gefur leikurunum ýmsa möguleika á að leika sér, þó það sé að verða að leiðum kæk að all- ir verði að standa á húsgögnunum í leikmynd hennar. Rauðan, eldrauðan kassa, með risaháum hurðum á hlið- unum, byggir hún inn í sviðið, og ljósbláan bakvegg með fjórum stórum gluggum. Þýska stofu þar- sem allir veggirnir eru hreyfanlegir og hreyfast utan um Nietzsche og fyrir augum Nietzsche og eru heimur Nietzche þarsem hann lokast inni að lokum. Á móti því rauða teflir hún líka djúpgrænu, sem verður í seinni- hlutanum í nasistaheimi Elísabetar eiturgrænt í svargrárri kuldalegri víðáttu nasismans. Hún nýtur að- stoðar Örnu Valsdóttur vídeólista- manns til að vísa út fyrir leikmynd- ina, út fyrir stofuleikinn, bæði inní skemmtilega rómantíska fantasíu og kuldalegan veruleika. Fillippía El- ísdóttir lætur ekki sinn hlut eftir liggja og gerir einstaklega fallega og vel unna búninga sem spila vel á móti leikmyndinni og hefðu lyft, stutt og stækkað leikarana í annarri sýningu. Ég er ekki sérfræðingur í kenn- ingum Friedrich Nietzsche. Og eftir að hafa horft á þessa sýningu er ég ekki miklu nær. Hvaða merkingu eiga eiginlega áhorfendur að lesa út- úr henni? Hvað vilja menn eiginlega segja okkur? Að vondar konur hafi haft það lengi fyrir stafni að eyði- leggja viðkvæma snillinga? Ekki er það nú neitt nýtt. Eða að vondar kon- ur hafi verið ástæðan fyrir því að nasistar komust til valda í Þýska- landi? Og því beri okkur að varast að konur fái völd? Eða er þetta allegóría um vonda dramatúrga? Hvar er dínamítið? Ég bara spyr? Oft langaði mig að skríða undir sætið LEIKLIST Þjóðleikhúsið Eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjóri Stefán Baldursson. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Filippía El- ísdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Víd- eólist: Arna Valsdóttir. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Björn Thors, Baldur Trausti Hreinsson, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Kristbjörg Kjeld, Guðrún S. Gísla- dóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, Kjartan Guðjónsson, María Pálsdóttir og Jóhannes Haukur Jó- hannesson. Stóra sviðið, miðvikudag 27. apríl kl. 20. Dínamít María Kristjánsdóttir „Ég er ekki sérfræðingur í kenningum Friedrich Nietzsche. Og eftir að hafa horft á þessa sýningu er ég ekki miklu nær. Hvaða merkingu eiga eiginlega áhorfendur að lesa út úr henni? Hvað vilja menn eiginlega segja okkur?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.