Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE TILBOÐ Amerískar lúxus heilsudýnur TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 72.000.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is B jarni Jóhannesson grillar reglu- lega allt árið um kring, en yfir sumarmánuðina er grillið í stöð- ugri notkun á heimilinu. Fjöl- skyldan er með stórt gasgrill í bakgarðinum ásamt palli með borði, stólum og gashiturum og þau borða gjarnan þar úti, auk þess sem þau halda reglulega grillveislur í garðinum. Bjarni segist vanur að elda af fingrum fram og að það eigi líka við þegar hann grillar, en er þó tilbúinn að deila uppskriftum og aðferðum við nokkra af uppáhalds grillréttum heimilis- ins. Meðal þeirra er heitreyktur lax sem hann býr til í sérstökum stál heitreykingarkassa (fæst í veiðibúðum), T-beinssteik með veiði- ferðasósu, sterk svínarif, grilluð lúða og satay- kjúklingapinnar sem þau hjónin kynntust í Malasíu og vísar Bjarni raunar á konu sína, Herdísi Guðjónsdóttur, varðandi þá uppskrift enda kunni hún hana mun betur en hann. Þegar Bjarni er beðinn um ráð handa þeim sem ekki eru eins vanir við grillið þá nefnir hann fyrst viðveru. „Viðvera skiptir máli. Það þýðir ekki að grilla og skreppa frá, það virkar aldrei,“ segir Bjarni og bætir því við að það sé einnig mjög nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma. Eins nefnir hann mikilvægi þess að passa hitastillingu vel og mælir til dæmis með því að nota hliðarhitara – sem eru á stærri gas- grillum – þegar kjúklingur eða annar við- kvæmur matur er grillaður til að hann eldist vel í gegn án þess þó að brenna. Á æskuheimili Bjarna var grillað á kolagrilli sem móðurbróðir hans smíðaði. „Ég var alinn upp við þetta sem krakki, en þá var þetta ekki stundað mikið. Bróðir mömmu sem var járn- smiður smíðaði kolagrill í kringum 1960. Þá voru tekin steinkol úr kjallaranum, sem var af- gangur frá því að það var olíukynding í húsum. Grillið var notað í veiðiferðum og það voru allt- af grillaðar kótilettur, með salti, pipar og smjöri. Þó við færum ekki nema til Þingvalla, þá var það tekið með og grillaðar kótilettur,“ segir Bjarni og býður svo upp á sýnishorn af því sem hann, og þau fjölskyldan, grilla í garð- inum. Heitreyktur lax Beinhreinsuð laxaflök eru marineruð í salti (helst Maldon sjávarsalti), sykri og pipar, og graslauk ef vill. Laxinn látinn liggja í þessu í kæli í nokkrar klukkustundir, jafnvel yfir nótt. Sag sett í botninn á heitreykingarkassanum og sítróna eða lime kreist yfir laxinn rétt áður en hann er settur ofan í kassann sem svo er lagð- ur beint ofan á brennarann á grillinu og hafður þar á háum hita í 20 mínútur. Sömu aðferð má nota til að heitreykja sil- ung, og einnig gæsabringur og svartfugls- bringur. Borið fram með spínatsósu eða piparrót- arsósu. Spínatsósa 1 pakki rjómaostur 1 pakki spínat, frosið eða nýtt slatti sykur ögn af múskati ögn af sjávarsalti Spínat soðið, vatn látið renna af því og sett í matvinnsluvél. Rjómaosti bætt út og síðan sykri og hrært í. Loks múskat og salt, en bara lítið. Blandan er síðan hituð en má ekki sjóða. Borið fram volgt. Köld piparrótarrjómasósa sýrður rjómi piparrót, í pakka eða rifin fersk hunang eða sykur sjávarsalt Öllu blandað saman og smávegis þeyttur rjómi settur saman við áður en sósan er borin fram. Svínarif Svínarif soðin í stórum potti í 45 mínútur og síðan látin standa í heitu vatninu í 15–30 mín til viðbótar, svo að kjötið sé orðið þannig að það detti næstum af beinunum. Vatnið sem rifin eru soðin í á að vera mjög sterkt og vel kryddað og má nota margs konar krydd til þess, svo sem kjötteninga, piparkorn, chilipipar, karrí eða annað sem til er, aðalatriðið er að soðið sé sterkt og vel salt. Síðan er búinn til grilllögur eftir smekk – svo sem sambland af barbeque sósu, tómatsósu, sterku sinnepi eða öðru – og rifin sett í poka með leginum. Þá eru þau grill- uð þangað til þau eru vel brúnuð. Með þessu eru borin fram hrísgrjón, og salat búið til úr eplum, hvítkáli, ananas, majonesi og sítrónu- safa. Matreiða má kjúklingaleggi og vængi með sama hætti, en þeir eru ekki soðnir eins lengi, eða í 30 mínútur. T-beinssteikur Fimm sentimetra þykkar T-beinssteikur eru kryddaðar með Montreal kryddi frá McCormic tveimur tímum áður en þær eru settar á grillið. Með þessu eru bornir fram grillaðir kornstönglar, bakaðar kart- öflur og sósan hans Jóns, félaga Bjarna, sem er ávallt vinsæl í veiðiferðum. Veiðiferðasósa 1 piparostur 1 peli rjómi laukur lúka af sveppum Laukur og sveppir brúnaðir í smjöri. Ost- urinn bitaður og settur út í. Þegar osturinn byrjar að bráðna er rjómanum blandað saman við og svo er sósan krydduð til með salti, pipar og smá kjötkrafti. Sósan er góð með öllum grillmat. Grilluð lúða Stór stykki af smálúðu smurð með olíu og krydduð með cajun-kryddi áður en þau eru sett beint á grillið. Borið fram með kartöflum og remúlaði. Satay-kjúklingapinnar Kjúklingur skorinn í passlega bita og settur í marineringuna, þetta má gera kvöldið áður en grillað er. Grillpinnar lagðir í vatn, kjötið þrætt upp á þá og grillað. Borið fram með hnetusósu. Marinering 1 tsk. sykur 1 tsk. cummin 1 tsk. koriander 1 tsk. lemon grass ½ tsk. kanill 2 msk. ristaðar hnetur Allt ofangreint er marið saman við 4 msk. olíu, 1 msk. turmerik og einn smátt skorinn rauðlauk. Hnetusósa 1 msk. engifer 1 bolli sykur 1 msk. galangal 1 rauðlaukur 2 stilkar lemon grass 3 tsk. chilli 300 g ristaðar hnetur salt Maukað saman.  MATARKISTAN | Bjarni Jóhannesson heitreykir lax, grillar T-beinssteikur, svínarif, lúðu og satay-kjúklingapinna Vanur að elda af fingrum fram Morgunblaðið/Golli Bjarni Jóhannesson er hér við grillið ásamt syni sínum, Jóhannesi. Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.