Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TILKYNNT var í gær að Ásdís
Halla Bragadóttir hefði verið
ráðin forstjóri BYKO en undir
fyrirtækið heyrir einnig Elko,
Húsgagnahöllin og Intersport.
Ásdís Halla hefur verið bæj-
arstjóri Garðabæjar í tæplega
fimm ár og oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórn frá 2002.
Ásdís Halla tekur við starfi for-
stjóra hinn 27. maí af Jóni Helga
Guðmundssyni, eftir að hafa sett
nýjan bæjarstjóra inn í bæj-
arstjórastarfið. Hún mun sitja
sem bæjarfulltrúi út þetta kjör-
tímabil en hvorki sitja í nefndum
né ráðum á vegum bæjarins.
Í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi sagði Ásdís Halla að
Jón Helgi Guðmundsson, for-
stjóri BYKO, hefði komið til
hennar fyrir nokkru og boðið
henni starfið. „Mér fannst það þá
þegar mjög spennandi. Þetta er
mjög áhugavert fyrirtæki með
víðtæka starfsemi bæði hér á
landi og erlendis. Þetta var svo
einstakt tækifæri að mér fannst
ekki annað koma til greina en að
þiggja starfið,“ sagði hún. End-
anlega hefði verði gengið frá
ráðningunni í starfið í fyrrakvöld.
„Ég hef fylgst með starfsemi
þessa fyrirtækis eins og annarra
stórra fyrirtækja á Íslandi og
fundist Jón Helgi og samstarfs-
fólk hans vera að gera góða hluti.
Þarna ríkir mikill metnaður og
jafnframt virðist vandað til
verka. Þetta er fyrirtæki sem
byggir á traustum grunni, fyr-
irtækið nýtur mikils traust og
það er hluti af því sem gerði
starfið heillandi. Ég veit að þarna
er mikið af hæfileikaríku starfs-
fólki sem margt hefur verið lengi
hjá fyrirtækinu sem sýnir þann
trúnað sem er milli starfsfólksins
og fyrirtækisins,“ sagði hún. „Ég
er mjög þakklát fyrir það traust
sem mér sýnt með þessu.“
Líka samkeppni í Garðabæ
Þetta verður í fyrsta skipti sem
Ásdís Halla tekst á við rekstur
stórs einkafyrirtækis. „En ég er
framkvæmdastjóri í stóru sveit-
arfélagi og þó að það sé annars
eðlis þá nýtist sú reynsla í þetta
starf,“ sagði hún. Í viðskiptalífinu
væri mikil samkeppni en sam-
keppnin væri engu minni í stjórn-
málum. Aðspurð sagði hún að
þetta ætti líka við um Garðabæ
þó að þar hefðu sjálfstæðismenn
verið í meirihluta um áratuga-
skeið, raunar frá því bæjarfélagið
leit dagsins ljós í núverandi
mynd. Eins og fyrr segir verður
Ásdís Halla áfram bæjarfulltrúi
út þetta kjörtímabil. Aðspurð
sagði hún að það yrði ekki endi-
lega auðvelt að samrýma for-
stjórastarfið og starf sitt sem
bæjarfulltrúi. Það myndi þó ein-
falda málið að hún mun hvorki
sitja í nefndum né ráðum bæj-
arins.
Ásdís Halla hefur verið virk í
flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins
frá 15 ára aldri og hefur oft verið
spáð miklum frama í landsmála-
pólitík. Aðspurð hvort ákvörðun
um að taka við stjórnartaum-
unum hjá BYKO þýði að hún sé
hætt í pólitík sagði hún: „Ég hef
aldrei tekið ákvörðun fyr
allt. Og ég hef aldrei teki
ákvörðun að helga líf mit
Þegar ég er að fara í svo
andi starf þá hvarflar ekk
að mér en að einbeita mé
og velta ekki öðru fyrir m
sagði hún og bætti við að
hefði aldrei tekið undir b
ingar annarra um hugsan
frama sinn í landsmálapó
Samheldinn hópur
Aðspurð sagði Ásdís H
hún hefði fengið mikil og
brögð við þessari ákvörðu
Flestir hefðu sýnt því ski
hún vildi takast á við kre
starf á nýjum vettvangi o
ákvörðun hennar. Þó hefð
sjálfstæðismenn sagst my
eftir henni úr bæjarstjóra
stólnum. Áður en tilkynn
ráðninguna greindi hún ý
nánum samstarfsmönnum
að þetta væri niðurstaðan
meðal formanni Sjálfstæð
isflokksins, Davíð Oddssy
„Maður hættir ekki sem b
arstjóri í Garðabæ þar se
stæðisflokkurinn er með
meirihluta án þess greina
manni flokksins frá því,“
hún. Davíð hefði tekið he
og óskað henni velfarnað
starfi.
Aðspurð hvað stæði up
starfi hennar sem bæjars
sagði Ásdís Halla: „Það e
yndislega samstarf við fr
fólk. Í bæjarstjórninni, á
arskrifstofunum, embætt
og starfsmenn stofnana G
bæjar og við félaga mína
stæðisflokknum í Garðab
hef ekki áður kynnst svon
heldnum hópi og fólki sem
sig jafnmikið fram um að
angri fyrir samfélagið. Þa
að vera hluti af því í fimm
upplifa svona mikla vinát
einlægni í samstarfi er ei
sem mun ylja mér um hja
ur um ókomna tíð. Þetta
að vera algjörlega einstak
sagði Ásdís Halla Bragad
Ásdís Halla Bragadóttir hættir sem bæjarstjóri
Garðabæjar og tekur við starfi forstjóra BYKO
„Aldrei tekið þá
ákvörðun að helga
líf mitt pólitík“
Ásdís Halla Bragadóttir hættir
sem bæjarstjóri í Garðabæ og tek-
ur við starfi forstjóra BYKO.
„SVEITARFÉLÖGIN verða að
hafa meiri samvinnu í brunamálum
og sérstaklega í eldvarnaeftirliti,“
sagði dr. Björn Karlsson bruna-
málastjóri í samtali við Morgun-
blaðið í gær, en allir slökkviliðs-
stjórar landsins sækja nú tveggja
daga langa ráðstefnu á Egilsstöð-
um. Hörð gagnrýni kom fram á ráð-
stefnunni í garð eftirlitsaðila með
byggingaframkvæmdum og bygg-
ingaraðila, eldvarnaeftirlits og
sveitarfélaganna í landinu fyrir slæ-
leg vinnubrögð sem sköpuðu stór-
hættu.
Guðmundur Gunnarsson, yfir-
verkfræðingur Brunamálastofnun-
ar, gagnrýndi m.a. húseigendur og
byggingaraðila í kynningu á
skýrslum sem Brunamálastofnun
hefur látið vinna um stórbruna á
ábyrgð sína. Þá væri eldva
lit máttlaust og víða virtist
vera til. Húsráðendur kæm
með að hunsa kröfur eldva
lits og jafnvel í skjóli sveita
Húseigendur bera fulla
„Við þurfum að taka ok
bæði Brunamálastofnun og
liðin í landinu, en ekki síst
þeirra bygginga sem ver
reisa í landinu,“ sagði Bjö
eru eigendur sem bera fu
gera ábyrgð á því að farið
um og þeir bara axla ekki þ
Það borgar sig fyrir byg
endur og atvinnurekendur
með þetta í lagi. Þótt þei
fullu tryggðir og fái rekstr
ingu, eignatryggingu, v
ingu og allt saman borgað u
eftir bruna, eru meira en h
líkur á því að fyrirtækin fa
inn innan tveggja ára.“
iðnaðar- og atvinnuhúsnæði á síð-
ustu árum. Þær fjalla um brunana í
Faxafeni, á Ólafsvík, Blönduósi, hjá
Hringrás og nú síðast í Grindavík,
en þar brann fiskimjölsverksmiðja
Samherja í febrúar sl. Í Grindavík-
urskýrslunni, sem ekki er endan-
lega lokið, kemur m.a. fram að eig-
endur byggingarinnar hafi ekki virt
ábyrgð sína á brunavörnum hússins
og krafa slökkviliðsstjóra um úr-
bætur var ekki virt. Þá hafi ekki
verið til samþykktar teikningar af
byggingunni, byggingareftirlit hafi
verið takmarkað og byggingar-
fulltrúi og byggingarstjóri ekki far-
ið eftir þeim fáu teikningum sem
fyrir lágu og finnist um bygginguna.
Guðmundur sagði að byggingareft-
irlit hjá sveitarfélögum virkaði ekki
almennt. Hús væru í mörgum til-
fellum byggð án leyfis, teikninga og
eftirlits og byggingastjórum og
meisturum virtist einatt sama um
Gagnrýnir sveitarfélög, byggingaraðila og eigen
Eigendur bera
óskoraða ábyrgð
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
STAÐA FRIÐARGÆSLULIÐA
Tryggingastofnun hefur ekkigreitt friðargæsluliðunum,sem slösuðust í sprengjuárás
í Kabúl í Afganistan í haust, bætur.
Forsendan að baki ákvörðun
Tryggingastofnunar er sú að frið-
argæsluliðarnir þrír hafi ekki verið
í vinnunni þegar árásin var gerð og
því særst í frítíma sínum. Á meðan
annað kemur ekki í ljós hlýtur
staða þeirra, sem starfa á vegum
Íslensku friðargæslunnar, að vera í
algerri óvissu.
Eins og kemur fram í viðtali við
Steinar Örn Magnússon og Hauk
Grönli, sem særðust í sprengju-
árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl
23. október sl. ásamt Stefáni Gunn-
arssyni, í Morgunblaðinu í dag
stóðu þeir í þeirri trú að þeir væru
tryggðir frá því þeir fóru frá Ís-
landi til að gegna friðargæslustörf-
um þar til þeir sneru aftur og höfðu
ekki ástæðu til að ætla annað.
Arnór Sigurjónsson, yfirmaður
íslensku friðargæslunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í október
að íslensku friðargæsluliðarnir
hlytu góðan undirbúning, vel væri
farið yfir alla áhættuþætti með
þeim og þeir væru vel tryggðir.
Það liggur í augum uppi að því
fylgir áhætta að taka að sér störf
við friðargæslu. Það eitt að frið-
argæslu sé þörf ber því vitni að á
viðkomandi stað sé ástand ótryggt.
Þegar átök brjótast út eða framin
eru hryðjuverk er ekki spurt hvort
þeir, sem eru á vettvangi, séu í frí-
tíma sínum eða vinnunni. Vissulega
er hægt að takmarka hættuna á því
að eitthvað gerist – og það á við um
árásina í Kjúklingastræti – en það
er aldrei hægt að eyða allri hættu,
sérstaklega ekki á stöðum á borð
við Afganistan og Írak. Friðar-
gæsluliði er alltaf á vettvangi vinnu
sinnar, hvort sem hann er á vakt
eða ekki.
Ragna Haraldsdóttir, lögfræð-
ingur á sjúkratryggingasviði á
slysadeild Tryggingastofnunar,
segir í Morgunblaðinu í gær að
samkvæmt ákvæðum almanna-
tryggingalaga séu einungis atvik,
sem verði í vinnutíma, bætt. Í svör-
um utanríkisráðuneytisins, sem er
vinnuveitandi mannanna þriggja,
hafi komið fram að ferð þeirra í
Kjúklingastræti hafi ekki tengst
vinnu þeirra og því væri þeim synj-
að um bætur.
Með stofnun Íslensku friðargæsl-
unnar var farið inn á verksvið, sem
er nýtt fyrir Íslendingum, og ekki
hægt að ætlast til þess að hægt sé
að sjá alla hluti fyrir. Það er hins
vegar augljóst að ekki er hægt að
ætlast til þess af fólki að fari það á
hættuslóðir eigi það ekki rétt á bót-
um komi eitthvað fyrir – hvort sem
það er í vinnunni eða frítíma.
Óvissunni, sem hefur skapast við
það að friðargæsluliðunum, sem
særðust í Kabúl, var synjað um
bætur, verður að eyða.
STUÐNINGUR FYRIR
ÞÁ SEM ÞURFA HANN
Skýrsla sú, sem Tryggvi Her-bertsson, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands,
hefur unnið um fjölgun öryrkja á Ís-
landi, hlýtur að vekja marga til um-
hugsunar. Þar er fjallað um þá þver-
sögn að þrátt fyrir góðan aðgang
allra að heilbrigðisþjónustu og mikl-
ar framfarir í læknavísindum hefur
þeim, sem teljast öryrkjar, fjölgað
stórlega hér á landi á undanförnum
árum. Einkum hefur ungum öryrkj-
um fjölgað, sem verður að teljast
sérstakt áhyggjuefni.
Tryggvi færir sannfærandi rök
fyrir því í skýrslu sinni að ástæð-
urnar fyrir fjölgun öryrkja séu ekki
nema að takmörkuðu leyti heilsu-
farslegar, heldur eigi þær sér aðrar
ástæður. Vegna hertra krafna um
arðsemi á vinnumarkaði sé þeim
afkastaminnstu ýtt út af honum og
þeir endi oft sem öryrkjar eftir
langt atvinnuleysi, enda séu örorku-
bætur betri en atvinnuleysisbætur.
Þá sé fjárhagslegur hvati til þess
fyrir þá allra lægst launuðu að
reyna að fá örorkumat, af því að
bæturnar séu hærri en lægstu laun-
in. Nýr örorkumatsstaðall hafi vald-
ið því að einstaklingar, sem áður
voru á vinnumarkaði, geti nú sótt
um örorkulífeyri þrátt fyrir að
starfsgeta þeirra hafi lítið sem ekk-
ert skerzt.
Stjórnmálamenn verða að taka
þessar upplýsingar til vandlegrar
skoðunar. Sú vinna, sem átt hefur
sér stað undanfarin ár í því skyni að
bæta kjör öryrkja, sem rík þörf var
á, átti auðvitað aldrei að leiða til
þess að fólk, sem er fært um að
vinna fyrir sér, hætti því og færi
þess í stað að þiggja örorkubætur.
Gefa þarf gaum að ýmsum þeim
tillögum, sem Tryggvi Herbertsson
setur fram, t.d. um að á ný verði
tekið tillit til starfsþreks og aflahæf-
is við örorkumat og að fólki verði
leyft að halda hluta bóta sinna er
það fer aftur á vinnumarkað. Þá er
afar brýnt að grípa til aðgerða til að
efla endurhæfingu og starfsþjálfun,
ekki sízt hjá ungu fólki, til að koma
því aftur út á vinnumarkað. At-
vinnulífið verður að axla sinn hluta
af ábyrgðinni með því að bjóða störf,
sem geta hentað þeim sem vilja
vinna en eru e.t.v. ekki færir um að
vinna fullan vinnudag.
Mikilvægt er að þessi vinna fari
fram í góðu samstarfi við öryrkja og
samtök þeirra. Það er mikilvægt
fyrir þá, sem raunverulega þurfa á
aðstoð samfélagsins að halda til að
framfleyta sér og fjölskyldu sinni,
að tekið verði fyrir að fólk þiggi ör-
orkubætur á fölskum forsendum.
Haldi sú þróun, sem Tryggvi lýsir,
áfram, mun þeim annars vegar
fækka sem stunda atvinnu og standa
undir velferðarkerfinu og hins vegar
munu ríkisútgjöld til þessa mála-
flokks halda áfram að þenjast út.
Öryrkjabandalag Íslands hefur enda
lýst sig reiðubúið til að ráðast að
rótum vandans, sem Tryggvi lýsir í
skýrslu sinni.