Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 31 HÆKKUN sjávarstöðu um allt að 90 sentímetra til ársins 2100, sem skýrsla Norðurskautsráðsins sýndi og var birt í Reykjavík í fyrra, mun auka verulega tíðni og áhrifamátt hættulegra flóða og leiða til þess að þau stærstu munu ná lengra inn til landsins en áður hefur þekkst. Því er ráðlegt að sveitarfélögin og ríkið geri ráð fyrir hækkandi sjávar- stöðu í sínum skipulagsákvörðun- um. Þetta kom fram í fyrirlestri Trausta Valssonar, prófessors við Háskóla Íslands, á ráðstefnu sem haldin var í húsi Verkfræðideildar HÍ í gær um áhrif sjóflóða og hækkunar sjávarstöðu á skipulag. Auk skólans stóðu Skipulagsstofn- un og Siglingastofnun að ráðstefn- unni, sem var öllum opin. Trausti vitnaði til niðurstaðna vísindamanna um að land væri að síga um ca 15 sentímetra á öld á Suðvesturlandi en risi hins vegar allverulega á Suðausturlandi. Vegna hækkunar á sjávarborði hefði í skipulagsreglugerð verið mælt með 50 cm meiri hæð á ný- framkvæmdum við strönd en 65 cm á lágsvæðum, þar sem hætt er við sjávarflóðum. Ábendingar um að tillit skyldi taka til þessara þátta hefðu komið inn í skipulagslög á árunum 1997 og 1998 en Trausti sagði erfiðlega ganga að fá nægt tillit tekið til þessa hjá ýmsum sveitarfélögun. Þarf að komast inn í skipulagsdrög Samkvæmt niðurstöðum Norð- urskautsráðsins um 90 cm hækkun sjávarborðs til ársins 2100 sagði Trausti að eðlilegast væri að ráð- lögð hæð skipulagsreglugerðar á lágsvæðum hækkaði úr 65 í 105 cm. „Þó skýrslan miði við árið 2100 eru líkur taldar á að hlýnunin haldi áfram fram yfir það ár. Í ljósi þess virðist ráðlegt að sveitarfélög og ríki geri ráð fyrir enn meiri hækk- un sjávarstöðu á lágsvæðum þegar um skipulagsákvarðanir er að ræða, sem munu hafa áhrif langt fram í tímann. Þarf þetta að kom- ast inn í þau skipulagsdrög sem áætlað er að verði lögð fram á Al- þingi nú í vor,“ sagði Trausti. Hann sagði ennfremur að sú staðreynd að flestar lægðir nálguðust landið úr suðvestri þýddi að sjávar- flóðahætta á Ís- landi væri lang- mest á svæðinu frá Akranesi og austur um til Víkur í Mýrdal. Það hversu land væri víða lágt á þessu svæði hefði leitt til þess að sjávarflóð hefðu orðið hér með ca 11 ára millibili. Trausti sagði það sérstakt áhyggjuefni að náttúrulegar brim- varnir við ströndina myndu sum- staðar láta undan. Brimið yrði þá fljótt að skola lausum jarðvegi á haf út, jafnvel á stórum svæðum. „Gæti þetta t.d. gerst á svæðum lauss jarðvegs í Flóanum eða Ölf- usinu. Með þessu mundu síðan sjávarflóð sumstaðar ná alllangt inn til landsins og gætu jafnvel tek- ið í sundur vegi og mengað vatns- ból,“ sagði Trausti ennfremur. Kvosin í hættu ef ekkert er að gert Hann nefndi nokkra staði á höf- uðborgarsvæðinu sem væru í hættu vegna sjávarflóða, ef engar ráðstafanir yrðu gerðar. Í fyrsta lagi er það Kvosin, en árið 2100 er talið að í hverju stórstraumsflóði verði sjórinn við Reykjavíkurhöfn 50–60 cm hærri en landið í Kvos- inni. Það myndi þýða flóð í mið- borginni ef ekkert væri að gert. Sagði Trausti að í ljósi þessa þyrfti t.d. að endurskoða skipulag ráð- stefnu- og tónlistarhússins við Austurhöfnina, sem ætti að hafa undir sér tvöfaldan bílakjallara. Af öðrum lágsvæðum nefndi Trausti m.a. Álftanesið, vestasta hluta Sel- tjarnarness, bryggjuhverfið í Graf- arvogi og áætlaðar landfyllingar við Gufunes, Granda og Ánanaust. Í erindi sínu greindi Snorri Baldursson hjá Náttúrufræðistofn- un Íslands frá viðamikilli alþjóð- legri skýrslu um hækkun sjávar- stöðu sem von væri á á næstu vikum. Hefur skýrslan verið fjögur ár í vinnslu og 300 vísindamenn komið nálægt henni, þar af 10 ís- lenskir. Birtir hafa verið útdrættir úr skýrslunni og þeir m.a. sýnt að hitastig mun hækka verulega á næstu 100 árum og mun meira á norðurhveli jarðar en annars stað- ar. Litlar líkur á öðru Básendaflóði Básendaflóðið við Eyrarbakka árið 1799 bar nokkrum sinnum á góma á ráðstefnunni í gær, enda stærsta sjávarflóð Íslandssögunnar að því er heimildir herma. Er talið að yfirborð sjávar hafi þá hækkað um heila sex eða sjö metra. Sveinn Valdimarsson verkfræðingur kynnti rannsóknir þeirra Jónasar Elíassonar um líkur á sjávarflóð- um, til lengri tíma litið, á suðvest- urhorni landsins. Sveinn sagði hverfandi líkur á því að álíka flóð og árið 1799 myndi skella á strönd- um Íslands á komandi árum. Hins vegar mætti búast við fimm metra háum flóðum einu sinni til tvisvar á öld, og oftar ef sjávarstaðan héldi áfram að hækka. „Þannig verður Kvosin til vandræða eftir eina eða tvær aldir,“ sagði Sveinn brosandi en bætti við að auðveldlega mætti bregðast við með hærri sjóvarnar- görðum og landfyllingum. Gísli Viggósson hjá Siglinga- stofnun kynnti upplýsingakerfi sem stofnunin starfrækir um veður og sjólag og getur reiknað út flóða- hæðir á mörgum stöðum kringum landið. Hann sýndi í sínu erindi tölvumyndir yfir sjávarflóð sem skall á suðurströnd landsins 9. jan- úar árið 1990. Olli flóðið miklu tjóni í Vestmannaeyjum og í Grindavík og Þorlákshöfn. Gísli sagði að hefði djúp lægð, sem fór yfir landið, farið örlítið vestar hefði það getað þýtt mikil flóð í höfnunum við Faxaflóa. Fjallað var um áhrif hækkaðrar sjávarstöðu á skipulag á höfuð- borgarsvæðinu og voru þau sögð töluverð á næstu áratugum, ef spár vísindamanna gengju eftir. Þannig sagði skipulags- og byggingar- fulltrúi Hafnarfjarðar, Bjarki Jó- hannesson, að hækkandi sjór myndi hafa áhrif á mannvirki við ströndina í Hafnarfirði. Til að standast svonefnd 100 ára flóð, sem í framtíðinni gætu orðið tíðari, þyrfti að gera ráðstafanir. Hægt er að nálgast flest erindin á ráðstefnunni frá í gær á með- fylgjandi tengli á vefsíðu Háskól- ans. Áhrif allt að 90 cm hækkunar á sjávarstöðu til ársins 2100 rædd á ráðstefnu í Reykjavík í gær Morgunblaðið/Júlíus Hætt er við að sjávarflóð líkt og hér varð í Grindavíkurhöfn fyrir fjórum árum verði algengari á næstu áratug- um, gangi spár vísindamanna eftir. Huga þarf að hækkun sjávarborðs við hönnun mannvirkja í framtíðinni. Trausti Valsson Mælst til þess að sveitarfélögin og ríkið geri ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu í sínum skipulagsákvörðunum Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is TENGLAR ............................................. www.hi.is/page/flod Aukin tíðni og máttur hættulegra flóða rir lífið ið þá tt pólitík. na krefj- ki annað ér að því mér,“ ð hún ollalegg- nlega ólitík. Halla að góð við- un sinni. ilning að efjandi og stutt ðu sumir yndu sjá a- t var um ýmsum m frá því n, þar á ð- yni. bæj- em Sjálf- hreinan a for- sagði enni vel ar í nýju pp úr í stjóri er þetta ábært bæj- ismenn Garða- í Sjálf- æ. Ég na sam- m leggur ð ná ár- að að fá m ár og ttu og itthvað artaræt- er búið kt,“ dóttir. Björn segir ráðstefnuna á Egils- stöðum, sem fram er haldið í dag, fyrst og fremst snúast um að efla samstarf slökkviliða og fá stærri slökkvilið til að aðstoða hin minni í auknum mæli, sérstaklega hvað eld- varnaeftirlit varðar. Meðal umfjöll- unarefna í dag eru bruninn í Fiski- mjöli og lýsi í Grindavík, kynning Alcoa á framkvæmdum við álver í Reyðarfirði, áhættumat og slökkvi- starf í veggöngum, brunavarnir í landbúnaði og umræður um sam- vinnu slökkviliða. Björn segir þvingunarúrræði slökkviliðs gagnvart eldvörnum þung í vöfum og erfitt að nota þau. „Í lögum um brunavarnir er það svo að slökkviliðsstjóri má beita vissum þvingunarúrræðum, s.s. loka mann- virki ef stórhætta liggur fyrir eða beita dagsektum. Þetta er eitthvað notað en ekki nægjanlega og vilji er til að gera úrræðin skarpari og nýta þau betur.“ Í gögnum Brunamála- stofnunar kemur fram að 1981 til 2004 hafi bætt brunatjón tvöfaldast sé mið tekið af föstu verðlagi. arnaeftir- t það vart must upp arnaeftir- arstjórna. a ábyrgð kkur taki, g slökkvi- eigendur rið er að örn. „Það ulla og al- sé að lög- þá ábyrgð. ggingaeig- r að vera ir séu að rartrygg- vélatrygg- upp í topp helmings- ri á haus- ndur húsnæðis harðlega fyrir trassaskap Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Um 50 manns sátu ráðstefnu slökkviliðsstjóra á Egilsstöðum í gær og var hiti í umræðunni. Í forgrunni er dr. Björn Karlsson brunamálastjóri. „ÉG rak mig í dag og réði annan,“ sagði Jón Helgi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri BYKO, en undir það heyra einnig Hús- gagnahöllin, Elko og Intersport, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Átti hann þar við að hann hafi gengið frá ráðningu Ásdísar Höllu Bragadóttur í starf forstjóra í sinn stað. Spurður hvers vegna fyrirtækið hafi fengið Ásdísi Höllu til að sinna þessu starfi segir Jón Helgi: „Ég hef mikla trú á henni sem leiðtoga og stjórnanda. Ég hlakka mikið til að fá að vinna með henni og fá hana til liðs við okkur enda öflug kona.“ Jón Helgi sagði að hann yrði áfram forstjóri Norvikur-samsteypunnar, móðurfélags BYKO, Húsgagnahallarinnar, Elko, Inter- sports, Kaupáss o.fl. Hann hefur undanfarið sinnt yfirstjórn nokkurra dótturfyrirtækjanna líka, en sagði að með þessari breytingu verði þau sjálfstæðari undir stjórn Ásdísar Höllu. Mikið álag fylgdi því að stýra svo mörgum fyrirtækjum og því hafi hann skimað eftir öflugu fólki í nokkurn tíma. „Með þessu erum við að búa til ákveðin kynslóðaskipti í BYKO og [þeim fyrirtækjum] sem því tengist.“ Leitaði að leiðtoga og stjórnanda Jón Helgi Guðmundsson NÆR öruggt er að Gunnar Einarsson verði nýr bæjarstjóri Garðabæjar þegar Ásdís Halla Bragadóttir lætur af störfum í lok maí, en fjallað verður um tillögu meirihluta Sjálf- stæðisflokks þar að lútandi á fundi bæjarráðs nk. þriðjudag. Gunnar hefur starfað sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar síð- astliðin tíu ár. „Meirihlutinn virðist hafa kunnað að meta mín störf þar og óskaði eftir því við mig að ég sinnti þessu verkefni. Ég tók mér smá tíma til umhugsunar, en sagði svo bara já, og er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og mun reyna að leysa þetta eins vel og ég get,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Spurður um væntanlegar breytingar í Garðabæ undir hans stjórn sagði Gunnar: „Það er erfitt að segja á þessari stundu. Ég mun að sjálfsögðu fram- fylgja núverandi stefnu, en það verða alltaf áherslubreytingar með nýj- um mönnum. Ég mun leggja áherslu á að vera í mjög góðu sambandi við bæjarbúa og vera sýnilegur.“ Gunnar sagði að í starfi sínu hafi hann lagt mikla áherslu á starf barna og ungmenna, sem eflaust muni fylgja honum í nýtt embætti. „En auðvitað er ég bæjarstjóri allra bæjarbúa, eldri borgurum fer fjölgandi og það þarf að sinna þeim vel. Auk þess eru mjög spennandi málefni fram undan í skipulagsmálum, ég nefni þar miðbæinn sér- staklega sem stórt verkefni á því sviði. [...] Ég mun í mínum störfum leggja mikla áherslu á það að vera í góðu samstarfi við starfsmenn bæjarins og að dreifa valdinu.“ Spurður hvort ráðning hans sem bæjarstjóra þýði að hann muni sækjast eftir forystuhlutverki í sveitarstjórnarmálum Sjálfstæðisflokks- ins í Garðabæ fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sagði Gunnar það óráðið á þessum tímapunkti. „Það eina sem ég stend frammi fyrir núna er að taka að mér þessa bæjarstjórastöðu og sinna henni eins vel og ég get. Framtíðin verður að skera úr um annað.“ „Alltaf áherslu- breytingar með nýjum mönnum“ Gunnar Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.