Morgunblaðið - 29.04.2005, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Þ
ingflokkur Framsókn-
arflokksins reið á
vaðið í vikunni og
birti upplýsingar um
fjárhagsleg tengsl sín
og eigur. Sannarlega virðing-
arvert framtak og ber að hrósa
framsóknarmönnum fyrir. Þeir
sögðust hafa verið að bregðast
við kröfum úti í þjóðfélaginu og
einnig var haft eftir þingflokks-
formanninum að þeir hefðu verið
búnir að fá sig fullsadda af róg-
burði og gróusögum. Því hefði
verið ákveðið að leggja spilin á
borðið og upplýsa almenning um
fjárhagslega hagsmuni sína.
Í ljósi þessa finnst mér
athyglisvert hvað fjölmiðlar hafa
lítið vitnað í þessar eftirsóttu
upplýsingar og lítil umræða verið
um þær. Næg hefur umferðin á
vef flokksins verið, hátt í 50 þús-
und flettingar á tveimur tímum
einn daginn. Því rýndi ég í gögn-
in.
Við fyrstu sýn er kannski ekki
að undra að lítið hafi verið vitnað
í þau. Upplýsingarnar eru ekki
miklar og greinilegt að þing-
menn Framsóknarflokksins eru
ekki áhættufíklar að braska með
eigin fé. Ekki nema að þeir eigi
eftir að birta meira. En þegar
nánar er að gáð kemur eitt og
annað forvitnilegt og skemmti-
legt í ljós, sem mér finnst segja
dálitla sögu um þróun Fram-
sóknarflokksins. Fyrir það fyrsta
er augljóst að flokkurinn, í öllu
falli þingmenn hans, hefur ekki
lengur þau sterku tengsl við
samvinnuhreyfinguna og hann
hafði áður. Af tólf þingmönnum
eru aðeins þrír sem segjast eiga
aðild að kaupfélagi. Halldór Ás-
grímsson nefnir Kaupfélag Aust-
ur-Skaftfellinga, Jón Krist-
jánsson á hlut í Kaupfélagi
Héraðsbúa og Valgerður Sverr-
isdóttir á heilar þúsund krónur í
Kaupfélagi Eyfirðinga svf. Og
aðeins einn þingmaður, Hjálmar
Árnason, á stofnfé í sparisjóði.
Engir tilgreina eignir í sameign-
arfélögum og svo virðist sem
framsóknarþingmenn hafi lítið
sem ekkert fjárfest í fasteignum.
Aðeins tveir tilgreina slíkar eign-
ir. Þeir hafa sömuleiðis lítið kom-
ið nálægt sjálfstæðri atvinnu-
starfsemi, sem og makar þeirra.
Hlutabréfaeign þingmanna
flokksins er óveruleg en formað-
urinn, Halldór Ásgrímsson, hefur
verið einna duglegastur á mark-
aðnum. Búið var að upplýsa um
eign hans í útgerðarfyrirtækinu
Skinney-Þinganesi á Höfn en til
viðbótar á hann hluti í sex fé-
lögum, m.a. deCode, líkt og
Magnús Stefánsson og maki
Jóns.
Eitt er það hlutafélag sem
vekur sérstaka athygli á listum
framsóknarmanna en það er
Skúlagarður hf. Í því félagi eiga
sex þingmenn hlut, eða helm-
ingur þingflokksins. Fyrst hélt
ég að hér væri um að ræða hið
fornfræga félagsheimili við Öx-
arfjörð, og þingmennirnir verið
látnir rita undir hlutafjárloforð á
þorrablóti, en svo safaríkur er
sannleikurinn ekki. Mun þetta
félag hafa verið stofnað um höf-
uðstöðvar flokksins við Hverfis-
götu. Gott nafn á félaginu engu
að síður. Svo eru þarna for-
vitnileg félög eins og Tíguls-
félagið ehf., sem Guðni Ágústs-
son tilgreinir. Guðni er með
húmorinn á réttum stað þegar
hann nefnir áhugamannafélög
sem hann á aðild að, þ.e. Hrúta-
vinafélagið og Þristavinafélagið.
Það ætti að vera skylda hvers
landbúnaðarráðherra að vera
meðlimur í Hrútavinafélaginu en
til að mismuna ekki búgreinum
ætti hann að sjálfsögðu að vera í
fleiri slíkum félögum, séu þau á
annað borð til.
Framsóknarflokkurinn hefur
ekki aðeins verið samofinn sögu
samvinnuhreyfingarinnar heldur
einnig ungmennafélaganna í
landinu. Þingflokkurinn ber örlít-
inn keim af þessu þar sem fimm
þingmenn nefna aðild sína að
ungmenna- og íþróttafélögum.
Árni Magnússon er í Ungmenna-
félaginu Vesturhlíð, Magnús er í
Ungmennafélaginu Víkingi í
Ólafsvík, Valgerður er í íþrótta-
félaginu Magna á Grenivík,
Hjálmar er í stjórn Knatt-
spyrnudeildar Keflavíkur og Siv
Friðleifsdóttir er í Badminton-
hópnum Lurkunum. Siv er óum-
deilanlega „félagsmálafrík“ þing-
flokksins því hún á aðild að
hvorki fleiri né færri en 19 fé-
lögum og samtökum, m.a. með-
limur númer 1208 í Bifhjóla-
samtökum lýðveldisins,
Sniglunum.
Ég ítreka fyrri orð mín um að
hrósa beri framsóknarmönnum
fyrir að veita þessar upplýsingar.
Mættu fleiri þingflokkar fylgja í
kjölfarið en þess skal getið að
Vinstri-grænir segjast hafa haft
allt sitt bókhald opið, bara ef ein-
hver ber sig eftir því. En eftir
lesturinn á vef Framsókn-
arflokksins leið mér svolítið eins
og verið væri að gera nett grín
að manni. Ég sé þingflokkinn
fyrir mér á fundi ákveða þetta og
segja með hæðnisglotti: „Við höf-
um ekkert að fela, látum þau
bara hafa það óþvegið!“
Að öllu gríni slepptu þá segja
þessar upplýsingar okkur að
ekki er eftir svo miklu að slægj-
ast, eftir allt saman. Þingmenn
vita sem er að þeir geta starfs
síns vegna ekki tengst atvinnulífi
og hagsmunasamtökum nema að
takmörkuðu leyti. Síðan má deila
um hversu miklar upplýsingar á
að gefa upp og hve langt á að
fara út fyrir borð þingmannsins.
Þannig finnst mér ástæðulaust
að þingmenn upplýsi um eigur
maka sinna.
Til að koma í veg fyrir hags-
munaárekstra og tortryggni í
garð þingmanna er þó betra að
hafa sem mest uppi á borðum.
Framsóknarmenn hafa sett sér
ákveðnar reglur, um leið og þeir
hafa óskað eftir samhæfðum
reglum Alþingis. Verði þær regl-
ur settar er afar brýnt að þing-
menn gefi þá upp allar umbeðnar
upplýsingar. Ekki má gefa upp
eitt og fela annað. Þá geta þing-
menn alveg eins sleppt þessu og
haft sín einkamál áfram í friði.
Er eftir miklu
að slægjast?
Fyrst hélt ég að hér væri um að ræða
hið fornfræga félagsheimili við Öxar-
fjörð, og þingmennirnir verið látnir rita
undir hlutafjárloforð á þorrablóti, en
svo safaríkur er sannleikurinn ekki.
VIÐHORF
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Margir sem eiga eða hafaátt Toyota-bifreið ættuað kannast við hjóninÁsgeir Jamil Allansson
og Báru Einarsdóttur, sem hafa sér-
hæft sig í bílapörtum fyrir Toyotur
en þau hafa rekið saman bílaparta-
sölu í Rauðahvammi í sextán ár.
Bærinn Rauðihvammur stendur
skammt frá Rauðavatni í svokölluðu
Norðlingaholti og nú hafa borgaryf-
irvöld ákveðið að byggja á þessu
svæði og því hafa Jamil og Bára ver-
ið skikkuð til að fara. Allt skal jafnað
við jörðu og nýjar og háreistar
blokkir rísa.
Langt og erfitt stríð
„Við erum mjög ósátt við að vera
neydd til að fara héðan. Hugtakið
eignarréttur virðist vera merking-
arlaust og við höfum öðlast alveg
nýja sýn á lýðræðið sem við héldum
að væri ríkjandi í þjóðfélagi okkar.
Við vorum þvinguð til að setjast að
samningaborði um sölu á eignum
okkar, með vonlausa samnings-
aðstöðu því okkur var sagt að ef við
ekki semdum yrði þetta tekið eign-
arnámi. Ég veit að við vorum rosa-
lega erfið í þessum samningum og
við tókum þátt í óskemmtilegu stríði.
Við töpuðum í þessu stríði og við það
finnst okkur við hafa tapað vissu
sjálfstæði. Okkur þykir vænt um
þennan stað og svæðið hér í kring,
hér ólst ég upp í hálfgerðri sveit og
miklu frelsi, ég hjólaði mikið og lék
mér sem barn í Rauðhólunum og
móðir mín hefur búið hér alla tíð frá
því að hún og faðir minn festu kaup á
Rauðahvammi fyrir tæpum fjörutíu
árum,“ segir Jamil sem hefur kynnst
mörgu misjöfnu í þessu stríði sem
hann segist þó vera feginn að loks sé
lokið.
Sonur landnema
Sagan hefur á vissan hátt end-
urtekið sig nú þegar Jamil og Bára
eru hrakin burt frá Rauðahvammi,
því faðir Jamils, Alí Allan Shwaiki,
var landflótta Palestínumaður frá
Hebron sem hrökklaðist frá sínu
heimalandi og flutti til Íslands árið
1966. Þessi landnemi settist að í
Rauðahvammi nokkrum árum síðar
og var þar fyrst með nokkur þúsund
hænur en stofnaði seinna bílaparta-
sölu. Alí eignaðist íslenska konu og
fjögur börn, lagði sig fram um að að-
lagast nýju landi og varð nýtur þjóð-
félagsþegn.
„Pabbi fór út til Palestínu árið
1986 með fjölskyldu sína og seldi því
partasöluna en leigði út aðstöðuna.
Hann var nýrnasjúklingur og fékk
heilablóðfall stuttu eftir að hann
kom aftur hingað heim ári síðar. Þá
var sá aðili sem hafði leigt partasöl-
una hættur, og var allt bíladótið
hreinsað út. Þremur árum síðar
stofnuðum við Bára okkar partasölu
hér, en pabbi lést skömmu síðar.“
Bílategundir og fólk
Þau byrjuðu á að selja parta í hinar
ýmsu bílategundir en eftir nokkur ár
ákváðu þau að vera eingöngu með
Toyota-bílaparta. „Við fundum fljótt
að það er nánast hægt að flokka fólk
eftir því hverrar tegundar bíllinn er
sem það ekur. Af okkar við-
skiptavinum voru Toyota-eigendur
þægilegasta, kurteisasta og þakklát-
asta fólkið. Og þess vegna einbeitt-
um við okkur að þeirri bílategund,
okkur finnst skipta máli að það sé
gaman í vinnunni og jákvætt and-
rúmsloft. Eigendur Benz-bíla voru
til dæmis svo miklir sérviskupúkar
og þeir sem áttu Range Rover voru
mjög erfiðir,“ segja Jamil og Bára
og hlæja að þessum vísindum sínum.
Bílahald og dýrahald
Þau fluttu heimili sitt frá Rauða-
hvammi fyrir tíu árum, því þeim
fannst of mikið ónæði af því að eiga
heima á sama stað og fyrirtækið.
„Fólk var bankandi hér upp á í tíma
og ótíma. En mamma og ein systir
mín hafa búið hér allan tímann. Við
segjum stundum að við séum bíla-
bændur því Corollurnar eru okkar
rollur og Carinurnar kanínur.“ En
það skortir ekki bráðlifandi dýr í
kringum þau. Hundarnir eru sjö og
stórvaxin tíkin Svala sem heldur til á
pílapartasölunni, biður ævinlega um
klapp á kollinn frá viðskiptavinum.
Einnig eru þau með tíu íslenskar
hænur, nokkrar kanínur og fiska.
Jamil heldur bréfdúfur og ein þeirra
er orðin 25 ára, en nýlega náði fálki
annarri jafnöldru hennar og lauk
þar hennar langa dúfulífi. Á nýju
partasölunni þeirra Jamils og Báru
sem er í Grænumýri 3 í Mosfellsbæ,
ætla þau að hafa stóran talandi páfa-
gauk.
Skráin er í kollinum
Að flytja bílapartasölu er mikið verk
því mikið safnast upp af bílum þó svo
að nokkrum sé hent í hverri viku.
Þau hjón keyptu kranabíl fyrir ári
og hafa verið að flytja smátt og
smátt síðan þá. „Hér voru 150 bílar
og 110 vélar þar fyrir utan. Við erum
búin að henda hátt í hundrað bílum
og allt tekst þetta að lokum.“ Níutíu
prósent þeirra bíla sem þau selja
parta úr eru tjónabílar sem þau
kaupa af tryggingafélögunum og
Jamil hefur yfirsýn í kollinum yfir
alla þá hluti sem þau eiga á lager,
hverju hafi verið lofað og hvað sé á
leiðinni inn. Og þegar síminn hringir
og spurt er um ákveðinn hlut af
ákveðinni árgerð í ákveðna tegund
af Toyota-bíl, þá flettir Bára upp í
kollinum á manni sínum. Þetta eru
samhent hjón sem horfa björtum
augum til framtíðar, þó að ekki hafi
mátt miklu muna að þau lokuðu end-
anlega þegar í ljós kom að þau
þyrftu að fara.
„Þetta fyrirtæki er í raun barnið
okkar og við eigum svo mikið af við-
skiptavinum sem hafa haldið tryggð
við okkur í öll þessi ár og margir
þeirra eru orðnir vinir okkar. Það er
fyrst og fremst þeim að þakka að við
ákváðum að halda áfram með bíla-
partasöluna.“
FLUTNINGAR | Bílabændur brottrækir úr Norðlingaholti
Morgunblaðið/Eyþór
Hjónin Bára og Jamil finna réttu bílapartana fyrir viðskiptavinina sína.
Bílarnir eru þeirra
rollur og kanínur
Í nágrenni Rauðavatns eru hjón í óða önn að flytja burt allt sitt hafur-
task á milli þess sem þau afgreiða bílaparta. Kristín Heiða Kristins-
dóttir leit inn í kaffi hjá Báru og Jamil sem segja að það sé hægt að
flokka fólk eftir því hvernig bíla það eigi.
khk@mbl.is