Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.04.2005, Qupperneq 36
Fréttir í tölvupósti 36 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÍFELLT fleira fólk í Garðabæ, sem ekki verður enn vart við um- ferðarhávaða frá Reykjanesbraut, gerir sér nú orðið ljóst, að eftir tvöföldun brautarinnar með mis- lægum gatnamótum mun hraði og umferðarþungi vaxa gífurlega og þar með hávaðinn. Innan fárra ára, þegar umferðin sem nú er nær 25.000 bílar, verður komin í 50.000 bíla á sólarhring verð- ur svo enn farið að huga að breikkun brautarinnar í sex ak- reinar. Þá er komin braut sem ber 72.000 bíla og þá mun áhrifa- svæði brautarinnar ná yfir stóran hluta bæj- arins. Vegna þessa getur verðmæti íbúð- arhúsa austan línu sem draga má um Karlabraut orðið 15– 20% lægra en ella og eignirnar torseldari. Og gleymum ekki því sem ekki verður metið til fjár, þ.e. heilsu og líðan fólks og almennt góðri ímynd um búsetu- skilyrði í bænum. Markaðs- verðmæti húsa á áhrifasvæði brautarinnar er nú a.m.k. 10 millj- arðar króna. Verðfall á þeim gæti orðið 1,5–2 milljarðar, til að rík- issjóður geti sparað nokkur hundr- uð milljónir króna, e.t.v. andvirði 10 einbýlishúsa. Tímamót urðu ár- ið 2003 með úrskurði umhverf- isráðherra, því þá var staðfest að miða skuli við að hljóðstig í íbúð- arhverfum og útivistarsvæðum verði ekki hærra en 55 dB(A), sem er helmingur þess hávaða sem Vegagerðin hafði áður miðað við, 65 dB(A). Úrskurðurinn skapar íbúum skýran lagalegan rétt sem þeir hljóta að verja og stjórnvöld að virða. Fundir Hagsmunasamtakanna með Vegagerðinni hafa verið gagnlegir og hafa fulltrúar hennar leitast við að koma til móts við íbúa í ýmsu. Meðal annars hafa hljóðmanir lækkað úr 18 metra hæð yfir landi í 13,5 metra. Man- irnar lækkuðu sem sagt úr því að vera á við 7 hæða blokk í það að vera á við 5 hæða blokk. Á þessum tíma datt mér í hug að endurnefna bæinn „Fjallgarðabæ“. Þá hefur verið tekið vel í lagfæringar á móts við Sunnuflöt, rétt sunnan gatnamóta við Vífilsstaði, með lengingu manar þar. Hins vegar þybbast Vegagerðin enn við að lækka veginn. Augljóst er að ef vegurinn verður lækkaður geta hljóðmanir lækkað jafnmikið. Brautin færi vel í landinu, útsýni yrði ekki skert og íbúar Bæjargils næst brautinni vestanverðri slyppu við að búa í skugga hljóð- varnarveggja. Viðbætur við hljóð- varnir yrðu auðveldar þegar kem- ur að þreföldun vegarins. Án lækkun- ar verður hins vegar óframkvæmanlegt að samræma þreföldun úrskurðinum. Að lækka veginn einfald- an er til sparnaðar, því lækkun tvöfalds vegar eftir fáein ár, þegar kemur að þref- öldun, þýðir mikla só- un almannafjár. Í ársbyrjun 2003 upplýsti Vegagerðin í bréfi til umhverfis- ráðherra að áætlaður kostnaður við lækkunina væri um 600 m.kr. og var það mat verk- fræðistofunnar Hnits. Síðar var önnur stofa fengin til að votta að þessi kostnaður væri 12–1300 m.kr. Verra var þó að Vegagerðin ætlaði að hefja framkvæmdir án þess að sýna fram á að úrskurð- urinn yrði uppfylltur. Stofnunin taldi sig geta beitt „sértækum að- gerðum“, jafnvel inni á lóðum ein- stakra húsa og með breytingum á einstökum húsum. Hagsmuna- samtökin töldu framkvæmdaleyfi við þessi skilyrði ólögmætt og gera bæinn meðábyrgan fyrir skaða og alla bæjarbúa þar með óbeint skaðabótaskylda. Forsvars- menn bæjarins voru vel á verði og synjuðu um framkvæmdaleyfið. Þegar málið var komið í öngstræti brást samgönguráðherra fljótt og vel við og setti það í óháða athug- un hjá verkfræðistofunni Línu- hönnun. Vegna þessara öruggu viðbragða beggja aðila hillir nú undir farsæla lausn. Niðurstaða Línuhönnunar hefur verið kynnt samgönguráðherra, bæjaryfirvöldum og Hagsmuna- samtökunum. Með lækkun veg- arins má uppfylla úrskurð um- hverfisráðherra með óyggjandi hætti. Engin hús í bænum verða útundan varðandi hávaðamörk og engin skerðing verður á útsýni. Engin vandkvæði eru fyrirséð þegar að þreföldun vegarins kem- ur. Ekki er hætta á verðfalli. Lagt er til að nota styrktan jarðveg í hljóðmanir. Hann er ódýrari og betri hljóðvörn en steinsteyptir veggir og hefur þann kost fram yfir jarðvegsmanir að geta verið brattari og þrengir því að hljóðinu nær veginum. Því þurfa slíkar hljóðvarnir ekki að vera eins háar. Þessi mesta hrað- og þungaflutn- ingabraut landsins færi vel í land- inu og bæjarbúar yrðu lítt varir við hana í aðliggjandi hverfum. Íbúar Bæjargils slyppu við að búa í skugga af hljóðvegg sem næði upp í 8,5 metra hæð m.v. landið, en fengju þess í stað grasi vaxna brekku sem næði ekki ofar en nú- verandi tréþil. Útfæra má styrkta jarðveginn þannig að hann verði vaxinn gróðri, einnig á þeirri hlið sem að veginum snýr. Mati Línuhönnunar ber saman við mat Hnits svo til upp á krónu. Það kostar ekki nema um 600 m.kr. að lækka veginn. Samkeppni hefur leitt til þess að oftast er um þessar mundir boðið í verk undir kostnaðaráætlun. Hagstæðasta boð gæti orðið á bilinu 80–85% af kostnaðaráætlun og má gera því skóna að kostnaðurinn verði innan við 500 m.kr. Skattgreiðendur og kjósendur á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nær tveir þriðju hlutar landsmanna búa, horfa um þessar mundir agndofa á eftir 80% af framkvæmdafé Vegagerðarinnar fara í umdeild verkefni utan svæð- isins. Þeir hugleiða þessi mál í kyrrstæðum bílum sínum á Reykjanesbrautinni í Garðabæ, við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og á leið um Mosfellsbæ. Ég beini þeirri ósk til þing- manna og bæjarstjórnarmanna að taka á þessu máli með íbúum. Þetta er hagkvæm lausn og vönd- uð og táknræn fyrir það sem koma skal. Garðbæingar hljóta að fagna fram komnum tillögum Línuhönn- unar og treysta ráðamönnum til góðra verka. Góð tíðindi fyrir Garðbæinga Ragnar Önundarson fjallar um vegagerð í Garðabæ ’Þetta er hagkvæmlausn og vönduð og táknræn fyrir það sem koma skal.‘ Ragnar Önundarson Höfundur er sjálfstæðismaður í Garðabæ. Æ FLEIRI nota reiðhjól sem aðalfarartæki til og frá vinnustað. Betri búnaður og hlífðarföt ásamt batnandi aðstöðu til hjólreiða gera það að verkum að ekkert er því til fyrirstöðu að hjóla allt árið um kring. Í samfélagi þar sem streita og tímaskortur er stórvandamál eru hjólreiðar líka val- kostur sem vert er að skoða. Þær eru marg- ar ástæðurnar sem gefa má fyrir því að leggja einkabílnum og taka fram reiðhjólið. Hér verður tæpt á þremur þeirra; sparn- aði, umhverfisáhrifum og heilsubót. Gefum okkur að hjólað sé 10 km til og frá vinnu, 300 daga ársins eða 3000 km árlega. Miðað við núver- andi bensínverð (um 110 kr./l) er sparnað- ur vegna eldsneytis- kaupa 35.000 krónur á ári miðað við meðalbíl í innanbæjarakstri (10,6 l/100 km). Auk þess má gera ráð fyr- ir viðhalds- og rekstrarkostnaði um 130.000 krón- ur. Verði hinn nýi siður til þess að heimilisbílum fækki um einn marg- faldast sparnaðurinn vegna gjalda, trygginga, afskrifta o.s.frv. en kostnaður við rekstur á með- aldýrum fjölskyldubíl er yfir 700.000 krónur á ársgrundvelli (viðmiðunartölur fengnar hjá FÍB). En fjármunir eru ekki það eina sem spara má með þessum hætti. Miðað við sæmilegar aðstæður í þéttbýli á annatíma má ætla að það taki hjólreiðamanninn um eina klukkustund að hjóla þessa 10 km en ökumann bílsins um 40 mínútur. Tímasparnaður ökumannsins er um 20 mínútur á dag eða 100 klukku- stundir á ári miðað við ofangefnar forsendur. Þær vinnustundir duga ekki til að fjármagna og reka bíl. Hjólreiðamaðurinn hefur að auki slegið tvær flugur og lokið við þá lágmarks, daglegu líkamsþjálfun sem mælt er með. Þannig sparar hann tíma og getur rólegur sinnt fjölskyldu eða öðrum áhugamálum það sem eftir lifir dags. Umhverfi Bílar menga. Koltvísýrings-, ryk- og hávaðamengun eru meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á heilsu og líð- an fólks. Hljóðvist er vaxandi vandamál í þéttbýli. Viðvarandi hávaði er streituvaldur sem ógnar heilsu og lífsgæðum. Vandamál vegna hljóð- vistar eru mest í tengslum við um- ferð á stofnbrautum í þéttbýli. Nítján prósent íbúa Reykjavíkur telja sig verða fyrir óþægindum vegna hávaða og borgin veitir ár- lega fjölda fjölskyldna, sem búa við óviðunandi ástand, styrk til hljóð- einangrunar. Ryk þyrlast undan dekkjum bíla og úr útblástursrörum. Ryk er eitt helsta loftmengunarvandamál í Reykjavík og ár hvert fer magn þess oft yfir viðmiðunarmörk. Í þessu ryki eru efni sem geta valdið óþægindum og veikindum í önd- unarfærum. Koltvísýringurinn veldur gróður- húsaáhrifum með ófyrirsjáanlegum áhrifum á veðurfar í framtíðinni. Ökumaðurinn okkar sendir frá sér 740 kg af koltvísýringi árlega. Ef viðkomandi hyggst grípa til mótvæg- isaðgerða og binda sinn koltvísýring í jarðvegi þarf hann að rækta skóg á um 0,2 hekturum (2000 m²) lands. Heilsubót Það er ekki til ein- hlítt svar við því hversu mikið fólk þarf að hreyfa sig. Eitt er þó víst að allir verða að hreyfa sig eitthvað til að halda heilsu og líða vel. Samkvæmt rann- sóknum Hjartaverndar duga 30 mínútur á dag til að minnka hættu á hjarta og æðasjúkdóm- um um þriðjung. Hreyfingin er auk þess talin hafa áhrif á tíðni krabbameina og styrkja ónæmiskerfið. Samkvæmt næringarráðleggingum Lýðheilsustöðvar er mælt með dag- legri hreyfingu í 45–60 mínútur á dag. Ýmsum óar líklega við svo mikilli hreyfingu dag hvern, en þá verður að hafa í huga að hér er ekki endilega um að ræða stranga lík- amsþjálfun, heldur einnig alla með- alröska hreyfingu yfir daginn. Hreyfingin þarf ekki að vera sam- felld í 45 mínútur á hverjum degi heldur getur verið um að ræða nokkur styttri tímabil. Dagleg hreyfing eykur efnaskipti og brennslu sem ásamt hollu matar- æði er lykilatriði til að sporna við offitu. Ávinningurinn af reglulegum hjólreiðum er ekki einvörðungu betri líkamleg líðan og minni líkur á veikindum. Hreyfingin léttir lund og bætir geð enda talin ein mik- ilvægasta forvörnin þegar kemur að geðsjúkdómum og andlegri heilsu. Regluleg hreyfing, á borð við það að hjóla til vinnu, stuðlar þannig að lengra og um fram allt betra lífi. Niðurlag Það er vissulega gaman að keyra góðan bíl og ástæðulaust að gera lítið úr mikilvægi hans í samfélagi nútímans. En hann er líka ógn við heilsufar almennings víða um heim þannig að stjórnvöld og stofnanir leita nú leiða til að stemma stigu við fjölgun bíla. Hjólreiðar eru valkostur. Hér að ofan eru þrjár ástæður til að dusta rykið af reiðhjólinu og halda af stað. Víst er að ástæðunum fjölgar þegar menn finna taktinn og ánetj- ast þessum ferðamáta. Auðvitað eru annmarkarnir líka fyrir hendi en er ekki þess virði að reyna og meta síðan hvort verði ofaná, kost- irnir eða gallarnir? Hjólað til vinnu – nokkrar flugur í einu höggi Haukur Þór Haraldsson fjallar um gildi hjólreiða Haukur Þór Haraldsson ’Þær eru marg-ar ástæðurnar sem gefa má fyrir því að leggja einka- bílnum og taka fram reið- hjólið.‘ Höfundur starfar á Lýðheilsustöð. FIMMTUDAGINN 14. apríl sl. fóru um 90 lífsleikninemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurlands í menningarferð til Reykjavíkur með kennurum sínum. Þessar ferðir eru fastur liður í skóla- starfinu og heppnast yfirleitt með ágætum. Svo var einnig nú. Þó urðum við í ferðinni fyrir reynslu sem kom okkur nokkuð á óvart og er tilefni þessara skrifa. Í nemendahópnum að þessu sinni er ung- ur maður sem bund- inn er við sérútbúinn hjólastól. Í honum fer hann allra sinna ferða í skólanum og skýst jafnvel út í sjoppu ef svo ber undir. Grandalaus pöntuðum við hjóla- stólabíl til Reykjavíkurferðar og héldum að þar með væri allt klapp- að og klárt. Okkur datt ekki í hug að neinar hindranir biðu okkar þeg- ar í helstu menningarstofnanir höf- uðborgarinnar kæmi. Raunin varð þó önnur. Reyndar vildi svo til að flestir helstu viðkomustaðir okkar voru nýleg eða nýendurnýjuð hús. Í Hafnarhúsinu og Þjóðminjasafni gekk allt að óskum. Í Alþingi var málum bjargað fyrir horn. Lyftan upp á þingpalla kemur í sumar. Kringlan gerði engan mannamun og tók okkur opnum örmum. En svo fór að versna í því. Við höfðum nefnilega gerst svo djörf að ætla á leik- sýningu í Þjóðleikhús- inu, og í ljós kom að það er ekki leikhús allrar þjóðarinnar. Allt hefði reyndar bjargast ef við hefðum ætlað á sýningu á Stóra svið- inu, en svo var ekki. Smíðaverkstæðið var okkar ákvörðunar- staður. Var okkur tjáð að enginn möguleiki væri að koma okkar manni í námunda við leiksýninguna í þeim sal. Við snerum okkur til Þjóðleik- hússtjóra sem kom með lausn sem við sættumst á að þessu sinni, að hetjan okkar færi á 2. sýningu á Koddamanninum á Litla sviðinu. Þar væri aðgengi fyrir fatlaða mögulegt. Okkur brá þó í brún þegar við sáum þessa svokölluðu aðstöðu fatl- aðra þar. Inngangurinn er um óhrjálegar dyr bakatil, stallur upp að fara sem taka þarf á ferðinni (ekki þægilegt fyrir viðkvæman lík- ama) og einungis lítið skot rétt inn- an við dyrnar sem þeim fatlaða er ætlað. Þar verður hann að halda sig til loka sýningarinnar, því ekkert kemst hann frá í hléi. Og þó hann sjái allvel á sviðið er hann varla meðal áhorfenda, heldur líkt og að hurðarbaki, sem endurspeglar kannski viðhorf okkar hinna í garð þeirra sem eiga um sárt að binda í samfélaginu. Nú er ekki ætlunin að áfellast neinn í þessu sambandi. Aðalatriðið er að víða eru aðgengismál fatlaðra enn í ólestri. Við tökum bara ekki eftir því fyrr en við rekum okkur á. Öll ættum við að skammast okkar fyrir að gera ekkert í málunum, því oft þarf ekki annað en viljann til verksins og augun til að sjá hvar ryðja þarf hindrunum úr vegi. Víkka dyr. Smíða skábraut. Stund- um þarf ekki annað en að muna eft- ir þeim sem ekki eru heilir heilsu og vilja svo gjarnan vera með. Þá fyrst verður menningin fyrir okkur öll. Menning fyrir (næstum) alla Gísli Skúlason fjallar um aðgengi fyrir fatlaða ’Aðalatriðið er að víðaeru aðgengismál fatl- aðra enn í ólestri.‘ Gísli Skúlason Höfundur er kennari á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.