Morgunblaðið - 29.04.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 29.04.2005, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG get ekki orða bundist yfir „blaðamennskunni“ á DV. Ég er aðstandandi eins piltanna í málinu sem kom upp um fyrri helgi þar sem 2 piltar tóku þann þriðja upp í bíl og skutu á hann með gas- byssu vegna fíkniefnaskuldar. Atburðurinn vakti skiljanlega óhug meðal þjóðarinnar og þá sér- staklega þeirra Akureyringa sem hafa verið svo barnalegir að trúa því að ekkert þessu líkt geti gerst í bænum þeirra. Þessir þrír piltar eru allir fórnarlömb að mínu mati. Þessum fíkniefnaheimi má líkja við sýkt sár. Það myndu ekki kall- ast góð vinnubrögð hjá lækni að stinga grunnt á sárinu og hleypa út örlitlu af greftri en skilja svo allt eftir opið án nokkurrar með- ferðar. Nei, það sem þarf er að komast að ástæðunni fyrir sýking- unni, bakteríunni, sem lifir góðu lífi og sýkir allt í kringum sig, meir og meir. Kemur að skuldadögum Þeir sem eru orðnir háðir fíkniefn- um þurfa að skaffa þau á einhvern hátt og í þessum viðskiptum. Við- komandi þarf á einhvern hátt að fjármagna þessi kaup því það kemur að skuldadögum svo hann selur næsta manni, líka upp á krít og kunningsskap, en þegar hann þarf síðan að standa skil á því sem hann keypti og getur það ekki verður málið alvarlegra og til þess að bjarga eigin skinni er reynt að ná í peninga hjá skuldunautunum með hvaða hætti sem er til þess að komast hjá því að verða fórnar- lamb sjálfur. Þetta er sorgleg staðreynd. Ég vona svo sannarlega að þessir drengir vakni nú upp við vondan draum og sjái að nú er komið nóg. Ég veit að innst inni er þetta ekki líf sem nokkur kýs að lifa. Allir þessir drengir (og stúlkur) sem föst eru í þessu líf- erni eiga foreldra og fjölskyldu sem vill allt gera til þess að hjálpa þeim. En almannaálitið er misk- unnarlaust. Það þarf bæði skyn- semi og hugrekki til þess að rétta þessu unga og ógæfusama fólki hjálparhönd þegar þess gerist þörf. Önnur saklaus fórnarlömb í svona málum eru fjölskyldurnar og þá sérstaklega systkini gerend- anna því þeir fá enga samúð hjá almenningi, þvert á móti, menn eru mjög fljótir að dæma. Hræðsluáróður En skrif mín hér eru fyrst og fremst til þess að gagnrýna „blaðamann“ DV og aðra sem að blaðinu standa fyrir fréttaflutning af þessu máli. Í fyrsta lagi eru forkastanlegar fyrstu fréttir af málinu, bæði nafn- og myndbirt- ingar sem eru svo ruglingslegar og vitlausar sem nokkuð getur verið. Þarna blandast t.d. inn ein- staklingar sem hafa ekkert með þetta mál að gera og eru m.a.s. nafngreindir. Forsíðuyfirskriftin „Við stútum honum bara þegar hann kemur út“ er til þess eins gerð að hræða aðstandendur fórnarlambsins því þessi orð urðu til í huga „fréttamannsins“ en voru ekki sögð af gerendunum. Í blaðinu daginn eftir koma svo fleiri fréttir af þessu máli þar sem „blaðamaðurinn“ reynir að klóra í bakkann með því að leiðrétta fyrri vitleysu og þá þarf hann að búa til örlítið meiri spennu með því að ljúga því til að drengirnir hefðu heimtað borgun fyrir greinina og verið með hótanir, þegar sann- leikur málsins er sá að þegar ann- ar pilturinn hringir í DV til þess að kvarta yfir þessu viðtali, sem er 90% uppspuni þá dirfist „blaða- maðurinn“ að segja við hann: „Hvað, fannst þér þetta ekki „cool“? Okkur hérna fannst þetta líta miklu betur út svona.“ Og hverjum er svo trúað? Ekki þess- um ungu mönnum sem hengdir hafa verið upp sem glæpamenn, þeir eiga greinilega ekkert gott skilið. Nei, því miður eru alltaf einhverjir sem halda að blaða- mennska snúist um að koma frétt- um til almennings, eins réttum og hægt er. Það trúa því líklega ekki margir að „fréttamenn“ ljúgi hreinlega til þess að gera frétt- irnar meira krassandi og í hvaða tilgangi, jú, til þess eins að selja blaðið. Það er ekki mjög langt síðan móðir ungs manns sem gekk um á Akureyri vopnaður riffli, hafði í sakleysi sínu samþykkt að veita „fréttamanni“ DV viðtal en sá sig knúna til þess að birta leiðréttingu í sjónvarpsdagskránni á Akureyri þar sem hún segir að yfirskriftin sem birt var hafi ekki komið frá henni, eins og látið var líta út fyr- ir, heldur hafi það verið eitthvað sem „blaðamaðurinn“ hafi fundið upp. Mér er spurn , hver er til- gangurinn með svona „fréttaflutn- ingi“? DV ætlar að skera upp herör gegn fíkniefnasölum og handrukk- urum og er það vel. Fréttaflutn- ingurinn þarf samt að vera nálægt sannleikanum, að öðrum kosti eyðileggur hann meira en hann bætir. Ég get ekki kallað það rannsóknarblaðamennsku að velta sér upp úr því sem allir vita, snúa því og breyta þar til „fréttin“ er orðin þeim að skapi, en langt frá sannleikanum. En það er svo erf- itt við að eiga, sögusagnir herma að þeir sem græða mest á eymd þessa unga fólks komi aldrei ná- lægt fíkniefnum sjálfir, séu „fyrir- myndarborgarar“ sem enginn grunar. Ef „blaðamenn“ DV myndu koma upp um þessa menn myndi ég verða fyrst manna til þess að hrósa þeim. Ólýsanleg sorg Fátt er í lífinu sársaukafyllra en að horfa á eftir barninu sínu verða fíkniefnum að bráð. Sorginni sem því fylgir er erfitt að lýsa með orðum og í raun þarf fólk að hafa gengið í gegnum þetta ferli til að skilja fullkomlega þessa sorg. En eins og ég sagði hér að ofan, vonin er sem betur fer ennþá til staðar og ég vona hið besta fyrir hönd allra þessara ungu manna sem komu að þessu máli á ein- hvern hátt. „Blaðamanninum“ unga á DV vorkenni ég samt mest af öllum, hans innræti lýsir „skítlegu eðli“ eins og einhver komst að orði og því miður efast ég stórlega um að einhver meðferð sé til við því! HALLVEIG FRIÐÞJÓFSDÓTTIR, Akureyri. Hver er tilgangurinn með svona „fréttaflutningi“? Frá Hallveigu Friðþjófsdóttur: ÞETTA góðkunna vísuorð Egils Jónassonar frá Húsavík kom í hug- ann, þegar karlakórinn Hreimur úr Þingeyjarsýslum var auglýstur í Háskólabíói nú í mánaðarlokin. Sú er þetta ritar, naut nú á dög- unum vorhátíðar þeirra heima í héraði og skemmti sér kon- unglega. Dag- skráin stóð á fjórða tíma og maður fann ekki fyrir því að hún væri löng. Þarna var allt í senn, vel þjálfaðar raddir, samstilltur kór, góðar út- setningar, fín tónlist, góð stjórn og gífurleg sönggleði. Allt þetta smitaði áheyrendur. Sem sagt: Gaman. Það sem var nýtt í þessu öllu sam- an var, að Ragnar Bjarnason okkar allra söng þarna í fyrsta sinni á langri ævi með karlakór. Þetta var ótrúleg upplifun og ekki auðvelt að lýsa, en góð og ljúf var hún. Útsetningarnar voru á ábyrgð þeirra Faulknerhjóna, stjórnend- anna, sem eru náttúrulega fyrir löngu orðnir Þingeyingar og verða ekkert annað um ókominn tíma fyrir snilli sakir. Raggi á auðvitað glæstan feril skammarstrika frá barnæsku úr Þingeyjarsýslum, en hann var í sveit á Kópaskeri sem krakki og er það mál manna, að þingeyska loftið hafi gert honum gott á framabrautinni. Það er nú sagt svo, að séu Þing- eyingar ekki eðlismontnir, þurfi þeir að þykjast vera það til að standa undir nafni. Í þetta sinn var undirrituð veru- lega montin af því að vera Þing- eyingur og þurfti ekkert að þykjast. Vísan góða hans Egils Jónassonar á ákaflega vel við ferðalag Hreims suður, því sú meinloka hefur komist inn hjá þjóðinni að Skagfirðingar einir geti sungið. Einhver sagði á vorhátíðinni, að nú mættu Heimismenn, úr Skaga- firði, fara að vara sig og fékk þá svarið, að það væri of seint, þeir þyrftu alvarlega að taka sig á. Þeir væru orðnir reiðskjótar Þingeyinga. Vísan er svona eins og undirrituð lærði hana í bernsku: Eigi er kyn þótt veður vont verði í Húnaþingum, þegar um landið þingeyskt mont þeysir á Skagfirðingum. (E.J.) Góða skemmtun í Háskólabíói þann þrítugasta. Post scriptum: Kæru Hreims- menn. Er það ekki fötlun að heita nafni svo líku öðru karlakórsnafni? Gæti kórinn ekki heitið Juliet, sem væri flott, eða bara Bob? ÞÓREY GUÐMUNDSDÓTTIR, prestur. ,,Þegar um landið þingeyskt mont þeysir á Skagfirðingum“ Frá Þóreyju Guðmundsdóttur: Þórey Guðmundsdóttir ATHYGLI gamals móðurmáls- kennara vakti leiðari Morgunblaðs- ins 16. apríl sl. til varnar hinni svo- nefndu hreintungustefnu, en tilefnið var fyrirlestur á ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur þar sem því var haldið fram að hreintungusinnar væru óvinir „,lítilla mála“. Ef taka ætti gagnrýna afstöðu í þessu efni þyrfti vænt- anlega að skilgreina nánar hvað við er átt með orðinu hreintungu- stefna og þá jafnframt hvaða mál teljast „lítil“ samkvæmt skilgrein- ingu, en þar sýnist fleira geta komið til en fjöldi málnotenda. Hvað sem því líður virðist mér ástæða til að taka undir það með leiðarahöfundi að sú rótgróna hefð að velja nýjum hugtökum og fyrirbærum íslensk heiti með gegnsærri merkingu hafi orðið tungunni til eflingar og íslenskri menningu til sóma. Og ég er svo bjartsýnn að trúa því að þeirri stefnu sé ekki hætta bú- in sem stendur, einkum vegna vax- andi kunnáttu landsmanna í erlend- um málum. Nú vita svo að segja allir að tölvubréf og tölvupóstur eru ís- lensk orð og auðskilin, en ímeil er andkannalegt í íslenskum texta. Og varla dettur nokkrum lengur í hug af fordildarástæðum að „sýna lærdóm sinn“ með því að nota erlend orð í stað íslenskra. Hraustlega var það að vísu mælt hjá Einari Ben. að orð væri „á Ís- landi til“ (og átti þar við íslensku) „um allt sem er hugsað á jörðu“. Samt mun reynast erfitt að afsanna þau orð hans. Þessar vangaveltur um „hreintungustefnu“ leiða hug að hinu almenna viðfangsefni, meðferð máls- ins og hugtökunum málrækt og mál- vöndun. Sumum kann að sýnast sá lækur bakkafullur, en þegar litið er í dagblöð og hlýtt á aðra mótandi fjöl- miðla sést að aðgæsluþörfin er söm við sig. Jákvæðar leiðbeiningar fá lít- ið rúm, og lítið er gert til að vekja at- hygli á þeim (í mörgum auglýsingum frá Morgunblaðinu að undanförnu hef ég ekki heyrt minnst á ágæta pistla Jóns G. Friðjónssonar, en von- andi hefur það farið fram hjá mér). Eitt dæmi af mörgum um óvandað mál er merkingarrugl. Á sl. ári of- bauð mér svo sú nýjung að nota orðið eftirmáli (kk.et.) í stað orðsins eftir- mál (hk.ft.) að ég leyfði mér að biðja dagblað sem hafði dæmi um slíkt að birta stutta ábendingu. Ég gekk margsinnis eftir því að ábendingin yrði birt, en fékk ólundarviðbrögð og gekk mér þó gott eitt til. Þetta þótti mér enn undarlegra vegna þess að þá nýverið hafði eftirmáli umdeildr- ar bókar verið mjög til umræðu í fjöl- miðlum! Í umræðum um málvöndun er af- staða til málbreytinga ofarlega á baugi. Oft hefur verið bent á að hlut- verk málfræði sé að kanna hvernig málið er; ekki hvernig það eigi að vera. Samt hefur það ætíð orðið nið- urstaða íslenskra skóla að miða móð- urmálskennslu við tiltekið málkerfi þar sem ekki er tekið tillit til ýmissa algengra breytinga frá ýmsum tím- um og þær ekki „viðurkenndar“ sem vandað mál. Skáld og rithöfundar forðast einnig að taka slíkar breytingar upp í verkum sínum nema þá sem stílbrögð og til per- sónulýsingar. Sam- komulag er því um þessa niðurstöðu enda vandséð hvernig hægt er að vera án hennar. Og varla verður deilt um það að sú fastheldni sem ríkt hefur við þá stefnu að tryggja beri með öllum ráðum sam- einingu um eitt mál, bæði til daglegra og opinberra nota, hefur forðað landsmönnum frá ýmsu ójafnrétti sem aðgreint málfar og mál- lýskumunur leiðir til. Hvaða skoðun sem menn hafa á einstökum málbreytingum er sú samræming, sem felst í því að miða við tiltekið kerfi, fé- lagsleg nauðsyn. Þeim mun nauðsyn- legra er að allir málnotendur tileinki sér það og miði við það í máli sínu. Hvernig verður best staðið að mál- vöndun? Ábyrgð fjölmiðla er mest og því er metnaður þeirra og aðhald að þeim mikilvægast. Líklega eru áhrif sjónvarps sterkust, og auk fordæmis virðist það búa yfir vannýttri tækni til að koma ábendingum á framfæri á einfaldan og aðgengilegan hátt. Þar næst er síaukin menntun kennara og strangar kröfur til þeirra um vand- aða málnotkun, kunnáttu og skilning á því hvernig leiðbeiningar nái best til barna og unglinga. Samstarf og samráð við foreldra er mikilvægt á þessu sviði sem öðrum. Bóklestri má síst af öllu gleyma, og allra síst nú í samkeppni hans við sjónvarpsskjáinn. Svo að aftur sé vik- ið að málbreytingum sem orðið hafa en ekki hlotið viðurkenningu sem vandað mál er mikilvægt að mínum dómi að um þær sé rætt af þekkingu og skilningi og án fordóma. Ósam- kvæmni er ekki æskileg. Samt benda rannsóknir til að meiri hluti unglinga hafi vanist á svokallaða „þágufalls- sýki“ í málfari sínu enda þótt tiltekin notkun þágufalls í stað annarra falla hafi ekki verið „viðurkennd“ í skólum landsins og ekki heldur í fjölmiðlum eða opinberri stjórnsýslu. Bent hefur verið á hættu á félagslegri aðgrein- ingu af þessum sökum; þeim mun meiri þörf er á sameiginlegri stefnu. Hér sýnist mér þörf á hreinskiln- islegum umræðum í skólunum og e.t.v. víðar þar sem breytingin verði skýrð af yfirvegun og þau rök gegn henni, sem enn eru tekin gild, vegin og metin. Fyrir okkur, sem andvíg erum breytingunni, væri það vit- urlegra en að láta sem hún sé ekki til. Leiðbeiningar um málnotkun eru vandasamt verk. Ég veit ekki hvort aðferðir við þær hafa verið kannaðar með tilliti til árangurs en ástæða virðist mér til þess. Mig langar að lokum að benda á eitt atriði sem ég tel mikilvægt en hef ástæðu til að ótt- ast að ekki sé nógu oft haft í huga: Persónulegt málfar er viðkvæmt mál, og dæmi veit ég um að vanhugsuð en vel meint tilraun til að leiðrétta aðra hafi haft félagslega óæskilegar afleiðingar. Áríðandi er að beita jákvæðri til- sögn fremur en aðfinnslum eða fram- setningu sem skilst eins og aðfinnsl- ur. Þegar leiðrétta þarf er nauðsyn- legt að geta skírskotað til málkerfis- ins svo að ekkert verði túlkað sem geðþótti. Til þess þarf að kenna það í einfaldri mynd en þó fullnægjandi til rökstuðnings. Mestu varðar að stað- góð þekking eflist og ráði ferð. Í um- róti nýríks samfélags þarf varðstöðu um að til hennar verði ekkert sparað. Um málvöndun Kristinn Kristmundsson fjallar um móðurmálið Kristinn Kristmundsson ’Mestu varðarað staðgóð þekking eflist og ráði ferð.‘ Höfundur er fv. skólameistari. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.