Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 39

Morgunblaðið - 29.04.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 39 MINNINGAR ✝ Þórarinn Guð-laugsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. ágúst 1931. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaugur Brynjólfsson, skip- stjóri og útgerðar- maður í Vestmanna- eyjum, f. 23. júlí 1890, d. 30. desem- ber 1972, og Val- gerður Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 8. mars 1895, d. 29. september 1937. Þau eignuðust sjö börn sem hér verða tilgreind í aldursröð: Hall- dóra, f. 1920, d. 1998, Brynjólfur Gunnar, f. 1921, d. 1949, Guðrún Bríet, f. 1923, Ingibjörg, f. 1925, Ásta Kristný, f. 1926, og Guð- mundur, f. 1929. Fyrir átti Guð- laugur tvö börn með fyrstu konu sinni, Höllu Jónsdóttur, f. 1886, d. 1918, og eru þau Sveinbjörn Ósk- ar, f. 1914, d. 1994, og Halla Berg- steina, f. 1918, d. 1997. Árið 1958 kvæntist Þórarinn Þorgerði Unu Bogadóttur ljós- móður, f. 25. júlí 1931, d. 29. jan- úar 2002, en foreldrar hennar voru Sigrún Jónsdóttir og Bogi Theódór Björnsson er bjuggu á Skagaströnd og á Akranesi. Þau son, f. 8.2. 1952. Hans maki er Gerður Guðnadóttir, f. 8.11. 1951. Þau eiga tvö börn: a) Sesselja, f. 11.12. 1978, og b) Ingvar, f. 28.11. 1980. Þórarinn ólst upp í Vestmanna- eyjum. Hann missti móður sína ungur og fluttist með föður sínum til Reykjavíkur 12 ára gamall 1943. Hann var í sveit undir Eyja- fjöllum á sumrin og að loknu skyldunámi stundaði hann sjó- mennsku, aðallega frá Vestmanna- eyjum. 18 ára gamall hóf hann störf á norskum og þýskum frakt- skipum og bjó bæði í Noregi og Þýskalandi um átta ára skeið. Á þessum skipum sigldi hann um öll heimsins höf og upplifði mörg æv- intýri. Hann flutti aftur til Íslands 1957 og lærði húsasmíðar og öðl- aðist meistararéttindi í þeirri grein. Árið 1958 kvæntist hann Þorgerði og fljótlega fluttust þau á Skagaströnd þar sem Þórarinn starfaði við smíðar og rak tré- smíðaverkstæði. Árið 1965 fluttu þau suður á Seltjarnarnes og 1966 til Grindavíkur. Þar rak Þórarinn trésmíðaverkstæði og starfaði við smíðar, bæði við venjulegar hús- byggingar og einnig byggði hann mikið fyrir fiskvinnslufyrirtækin á staðnum. Árið 1991 fluttu þau til Keflavíkur og síðustu ár starfsæv- innar starfaði hann hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli við við- hald á húsnæði hersins. Hann hætti störfum 1999 fyrir aldurs sakir. Þórarinn verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þórarinn og Þorgerð- ur Una eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sæ- björg Brynja, f. 8. ágúst 1958, gift Pétri Stefánssyni, f. 22.2. 1957. Þau eiga þrjú börn: a) Eygló, f. 11.12. 1978, b) Stefán Þór, f. 9. 12. 1982, og c) Unnar Már, f. 30.3. 1994. 2) Sigrún, f. 29. maí 1963, gift Ólafi Þorra Gunnarssyni, f. 19.12. 1958. Þau eiga tvö börn: a) Þórir Már, f. 24.9. 1985, og b) Ól- ína Dröfn, f. 18. 12. 1989. 3) Guð- laugur, f. 5. júní 1965, kvæntur Kristínu Elfu Ingólfsdóttur, f. 2. 7. 1965. Þau eiga fjögur börn. a) Sjöfn, f. 14.10. 1989, b) Albert, f. 10.9. 1993, c) Agnes, f. 22.5. 1997, og d) Berglind Una, f. 23.11. 2001. Áður átti Þorgerður tvö börn. 4) Birna Sólveig Lúkasdóttir, f. 27.12. 1949, gift Ellerti Karli Guð- mundssyni og eignuðust þau fimm börn. a) Bogi Theódór, f. 13.4. 1968, maki Þórhildur Helga Þór- leifsdóttir. Þau eiga þrjú börn. b) Guðmundur Karl, f. 19.8. 1972, maki Helga Jónína Andrésdóttir. Þau eiga eina stúlku. c) Jón Ingi, f. 1.12. 1979, d) Björn, f. 18.5. 1983. d. 29.5. 1983, og e) Sylvía Rún, f. 15.7. 1984. 5) Bogi Ingvar Trausta- Ég ætla að minnast tengdaföður míns, hans Dúdda, og þakka honum allt gamalt og gott. Það var undarleg tilfinning að vera hjá honum á spítalanum, vit- andi það að þetta væru síðustu klukkutímar hans í þessu lífi. Svona aðstæður fá mann til að hugsa mikið út í lífið og tilgang þess og hvernig við nýtum þessa lífdaga sem okkur eru gefnir. Dúddi átti að mörgu leyti sér- staka ævi. Hann fæddist í Vest- mannaeyjum og þar missir hann móður sína aðeins sex ára gamall. Móðurmissirinn hefur vafalaust haft áhrif á hann ævilangt. Tólf ára gam- all flutti hann til Reykjavíkur með föður sínum og systkinum en var sendur í sveit austur undir Eyjafjöll á sumrin. Ungur að árum fluttist hann svo til Noregs og síðar til Þýskalands þar sem hann starfaði við siglingar á millilandaskipum. Dúddi ferðaðist því víða um heim og hafði frá mörgu að segja sem upp gat komið á svona ferðalögum. Það var mjög líklegt að ef ákveðið land eða borg barst í tal þá hefði hann verið þar. Kom þá saga frá staðnum og því sem hann hafði upplifað þar. Dúddi giftist Þorgerði Unu eða Gerðu eins og hún var jafnan kölluð árið 1958. Þau voru afar samrýnd og skemmtileg hjón. Þegar þau kynnt- ust var hún við nám í Ljósmæðra- skólanum en Dúddi var að læra húsasmíðar, en ævistarf sitt helgaði hann smíðastarfinu. Gerða lést árið 2002 og það reyndist Dúdda erfitt. Söknuðurinn var mikill. Tengdapabbi var einstaklega ljúf- ur maður og barngóður. Svona einn af þeim sem aldrei sagði nei, og allt- af var hann boðinn og búinn að að- stoða okkur við þær framkvæmdir sem við höfum staðið í í gegnum ár- in. Þá var hann á við tvo því honum féll aldrei verk úr hendi. Dúddi átti einstaklega gott með að tala við fólk. Oft á ferðalögum var hann byrjaður að spjalla við kallana á höfninni um lífið á staðnum. Fjöl- skyldunni þótti það líka dálítið fynd- ið að þetta gerðist einnig á ferðalög- um hans um Danmörku og Þýskaland enda bjó hann að góðri tungumálakunnáttu. Dúddi og Gerða reyndust okkur alltaf vel og börnin okkar minnast afa og ömmu sem léku við þau og fóru með þau í ævintýraferðir í sveitina eða í fjöruna. Þegar þau voru heimsótt spurðu börnin fljót- lega afa sinn hvort hann ætti spýtur og nagla og þá var draumurinn að fara út í bílskúr að smíða með afa. Kvöldið sem Dúddi kvaddi var einstaklega fallegt og bjart vorveð- ur. Himinn var heiður og vindur var nokkur úr norðri. Fyrir mann sem vanur var ævintýrum og ferðalögum voru þetta einstakar aðstæður til að leggja upp í langferð, góður byr og skyggnið gott. Ég og fjölskyldan mín kveðjum Dúdda með miklum söknuði en vitum að nú er hann kominn til Gerðu og væntanlega sitja þau saman á fallegum stað. Ég vil því þakka þér, elsku Dúddi minn, fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur og börnin biðja að heilsa góð- um afa. Kristín Elfa Ingólfsdóttir. Í dag kveðjum við kæran bróður og vin. Okkur er það mjög erfitt og minningarnar hrannast upp allt frá því að við vorum ung og fram á síð- asta dag. Við viljum þakka fyrir allar heim- sóknirnar og umhyggjuna í gegnum tíðina fyrir okkur og fjölskyldu okk- ar. Góður Guð varðveiti þig, kæri vin- ur. Elsku Sæbjörg, Sigrún, Gulli, Bogi, Binna og fjölskyldur, við vott- um ykkur innilegustu samúð okkar. Guðrún Bríet (Bíbí) og Jónas. Nú er komið að kveðjustund. Með örfáum orðum langar okkur að minnast góðs frænda og vinar. Okkar fyrsta minning er þegar frændi okkar sem bjó í útlöndum og kunni að tala útlensku kom í heim- sókn og gaf okkur systrum stórar dúkkur með alvöruhár. Eftir að við stækkuðum og eignuðumst fjöl- skyldur okkar áttum við margar góðar stundir saman, bæði í Lúx- emborg og á Íslandi, og þær varð- veitast nú í minningunni. Kæru vinir, Sæbjörg, Sigrún, Gulli, Bogi, Binna og fjölskyldur, þið eigið alla okkar samúð á þessari erf- iðu stundu. Valgerður (Vala), Örn (Öddi), Ólína og Páll (Palli). Elsku besti afi minn, nú ertu bara farinn og kemur aldrei aftur og það er alveg ofsalega erfitt að kyngja því. Ég mun sakna þín mjög mikið því við vorum vinir, bestu vinir. Við brölluðum ansi margt saman, sér- staklega þegar þið amma áttuð heima á Grenó. Þá var allt svo miklu meira öðruvísi. Þegar amma Gerða dó þá breytt- ist þú, þú saknaðir ömmu svo mikið, amma var svo góð, stundum ströng en alltaf góð, amma meinti það sem að hún sagði og hún passaði upp á þig, elsku besti afi. Nú ert þú búinn að hitta hana ömmu og líka alla hina, mömmu þína og Binna bróður þinn sem þú saknaðir mjög mikið alla tíð. Ég og mamma biðjum að heilsa öllum sem halda utan um þig núna, elsku besti afi minn, og við vitum að núna líður þér vel. Guð geymi þig, afi minn. Bestu kveðjur. Þinn Unnar Már. „Hann afi var að skilja við okkur fyrir um tíu mínútum.“ Þó að ég hefði í raun átt von á þessu símtali var ég alls ekki tilbúin að taka þess- um fréttum. Hann elsku afi Dúddi er farinn og ég mun ekki sjá hann aftur. Þegar amma dó fyrir rúmum þremur árum leið mér alveg eins, hálftóm að innan því mér fannst eitthvað vanta. Þegar ég fer að hugsa til baka uppgötva ég mér til mikilla furðu að allar helstu minningar mínar um afa eru frá því að ég var lítil stelpa. Afi hafði óþrjótandi þolinmæði gagn- vart okkur litlu grísunum. Honum þótti fátt skemmtilegra en að kenna okkur að spila og varð þá helst fyrir valinu ólsen, ólsen eða veiðimaður en þegar komið var nóg af því tók við steliþjófur eða kasína. Afa þótti líka gaman að segja sögur og ég þreyttist aldrei á að heyra söguna um stelpuna sem var að fara í ferða- lag. Eftir því sem ég varð eldri fækk- aði spila- og sögustundunum en í staðinn tóku við almennar umræður um allt milli himins og jarðar, t.d. Íslandsklukku Halldórs Laxness en afa þótti mikið til þess koma þegar hann heyrði að ég þyrfti að lesa hana fyrir skólann. En því eldri sem ég varð því færri urðu samveru- stundirnar, þær voru þó samt alveg jafndýrmætar og þær sem ég átti þegar ég var yngri. Eitt af því sem ég mun sakna mest er hláturinn hans afa en þegar hann hló heyrðist eiginlega ekki neitt en axlirnar á honum hristust svo skemmtilega að maður varð að hlæja með honum. Elsku afi Dúddi, eins sárt og það er að kveðja þig þá veit ég að núna líður þér miklu betur, þú ert orðinn hraustur aftur og hefur ömmu þér við hlið. Ég þakka þér fyrir allar þær dásamlegu minningar sem þú gafst mér. Þín Eygló Pétursdóttir. ÞÓRARINN GUÐLAUGSSON Ástkær systir okkar og mágkona, SVANHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, Vesturholtum, Þykkvabæ, verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 30. apríl nk. kl. 13.00. Sigmar Óskarsson, Ingimunda Þorvaldsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Sigurður Óskarsson, Margrét Ólafsdóttir, Gunnar G. Baldursson, Óskar Ólafsson, Sigríður Valdimarsdóttir, Guðjóna Ólafsdóttir, Haraldur Gunnarsson, Ármann Ólafsson, Bjarnveig Jónsdóttir, Anna Ólöf Ólafsdóttir, Garðar Óskarsson, Hulda Katrín Ólafsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur bróðir okkar, SNORRI PÉTURSSON, til heimilis í Hátúni 10b, lést miðvikudaginn 13. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey, föstudaginn 22. apríl, að ósk hins látna. Snorri var jarðsunginn frá Krirkjubæ í Hróars- tungu og jarðsettur í heimagrafreit að Litla Bakka í sömu sveit. Aðalbjörg Pétursdóttir, Margrét Pétursdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON, Víkurbraut 30, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju mánu- daginn 2. maí klukkan 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta hjúkrunardeild Skjólgarðs njóta þess. Aðalheiður Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, pabbi, sonur og bróðir, ÓLAFUR ARNAR HILMARSSON, Skólavegi 24, Fáskrúðsfirði, sem lést sunnudaginn 24. apríl, verður jarð- sunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. maí kl. 14:00. Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir, Þórunn Alda Ólafsdóttir, Helgi Snævar Ólafsson, Björgvin Snær Ólafsson, Þórunn Ólafsdóttir, Sigurbjörg, Berglind og Bryndís. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, HELGI BERGS fyrrverandi bankastjóri, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík aðfara- nótt fimmtudagsins 28. apríl. Helgi Már Bergs, Dóróteha Bergs, Sólveig Bergs, Ævar Petersen, Elín Bergs, Ólafur Ragnarsson, Guðbjörg Bergs, Viðar Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.