Morgunblaðið - 29.04.2005, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Níels-dóttir fæddist að
Balaskarði í Laxárdal
í Austur-Húnavatns-
sýslu 15. desember
1922. Hún lést á Dval-
arheimilinu Skjóli 21.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þóra Emilía
Grímsdóttir f. 28.
september 1894, d. 3.
september 1967 og
Níels Hafstein Jóns-
son, f. 16. október
1887, d. 22. desember
1974. Systur Sigríðar
eru Maren, f. 16. janúar 1922 og
Hrefna, f. 21. janúar 1924, d. 6. júlí
2003. Hálfbróðir Sigríðar var Jó-
hann Guðmundsson,
f. 25. nóvember 1917,
d. 11. mars 1980. Sig-
ríður ólst upp hjá
föðurfólki sínu á Hofi
út á Skaga í Austur-
Húnavatnssýslu en
fluttist suður til
Reykjavíkur 17 ára
gömul, þar sem hún
vann ýmis verslunar-
og skrifstofustörf.
Sigríður var barn-
laus en ól upp systur-
son sinn Edward
ásamt móður sinni og
Hrefnu systur sinni.
Sigríður verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Nú hefur elsku Sigga, móðursystir
mín, loksins fengið hvíldina eftir erfið
veikindi.
Sigga ólst upp ásamt eldri systur
sinni Maren, móður minni, á Hofi rétt
utan við Skagaströnd. Þegar foreldr-
ar þeirra slitu samvistum fluttist
yngsta systirin, Hrefna, ásamt móður
sinni suður til Reykjavíkur en eldri
systurnar tvær urðu eftir hjá föður-
fólki sínu. Áður hafði hálfbróðir
þeirra, Jóhann Guðmundsson, flust
til föðurfólks síns. Ég veit að syst-
urnar söknuðu móður sinnar og
systkina mikið og eru til hjartnæm
bréf sem sanna það. Við 17 ára aldur
fluttist Sigga suður til Reykjavíkur til
ömmu og systra sinna. Móðir mín
giftist og stofnaði heimili í Reykjavík
en Sigga og Hrefna bjuggu með móð-
ur sinni þar til hún lést 1967. Þegar
ég fæddist, elsta barn foreldra
minna, háttaði fljótlega svo til að ég
fór að vera meira og meira hjá ömmu,
Siggu og Hrefnu en frá 7 ára aldri
fluttist ég alfarið til þeirra og bjó þar í
8 ár. Má segja að ég hafi átt 3 mæður
auk ömmu.
Sigga starfaði alla tíð við verslun-
ar- og skrifstofustörf og var mjög
stolt af því að vera ein af fyrstu með-
limum félags verslunar- og skrif-
stofumanna. Sigga var góður starfs-
kraftur og vel liðin bæði af
vinnufélögum og viðskiptavinum.
Lengst af starfaði hún í skóverslun
Hvannbergsbræðra og muna margir
eftir henni þaðan en seinna hóf hún
störf hjá Árna Fannberg í SKF kúlu-
legusölunni og starfaði þar þar til hún
ákvað að hætta er hún varð 70 ára.
Þær systur Sigga og Hrefna voru
ætíð nefndar í sömu andránni enda
bjuggu þær saman í rúmlega 60 ár.
Það varð Siggu því afar erfitt þegar
Hrefna lést fyrir tæpum tveimur ár-
um og jafnaði hún sig aldrei á því. Það
er sárt að viðurkenna það en Sigga í
rauninni þráði það heitast að komast
sem fyrst til Hrefnu systur sinnar.
Nú þegar báðar móðursystur mín-
ar eru farnar finn ég fyrir miklu
tómarúmi þrátt fyrir ég hafi fyrir
löngu vitað að hverju stefndi. Þær
voru alltaf til staðar þegar ég þurfti á
þeim að halda, bæði sem barn og eftir
að ég óx úr grasi. Alltaf höfðu þær of-
urtrú á öllu sem ég tók mér fyrir
hendur.
Ég kveð nú eina af mæðrum mín-
um, hana Siggu. Ég mun ávallt varð-
veita í huga mér allar góðu stundirn-
ar með henni, alla þá þolinmæði sem
hún sýndi mér er hún aðstoðaði mig
við lærdóminn þrátt fyrir langan
vinnudag.
Guð varðveiti þig að eilífu, elsku
Sigga.
Þinn fóstursonur
Edward Kiernan.
Sigga frænka, móðursystir mín,
lést á Skjóli aðfaranótt 21. apríl. Hún
átti við erfiðan sjúkdóm að stríða síð-
ustu árin sem fljótlega sneyddi hana
minni og sjálfstæði.
Það var erfitt að horfa upp á vanlíð-
an hennar og óvissuna sem þjáði hana
og sáran söknuð hennar eftir systur
sinni Hrefnu sem lést 6. júlí 2003.
Þær systurnar voru þrjár og fædd-
ust á Balaskarði í Laxárdal í Austur-
Húnavatnssýslu. Í bernsku voru þær
aðskildar þegar leiðir foreldra þeirra
skildu.
Yngsta dóttirin, Hrefna, fluttist
suður til Reykjavíkur með móður
sinni en eldri dæturnar, Sigga, og
móðir mín, Maren, sem var elst
þeirra, voru sendar til föðurfólks síns
á Hofi á Skaga. Á unglingsaldri flutti
móðir mín og síðar Sigga til Reykja-
víkur, þar sem mæðgurnar fjórar
sameinuðust. Móðir mín var sú eina
þeirra systra sem giftist og eignaðist
börn, en Sigga og Hrefna hugsuðu
um móður sína, sem þá var orðin
sjúklingur.
Eftir lát hennar í september 1967
bjuggu þær systur saman eftir sem
áður enda voru þær ætíð óaðskiljan-
legar.
Alltaf var talað um þær báðar í
sömu andránni eða eins og lítill
frændi kallaði þær svo skemmtilega,
Sigga Hrefna og Hrefna Sigga.
Það var alltaf gott að koma við hjá
Siggu og Hrefnu, þar var svo mikill
friður og rólegheit. Alltaf var vel tek-
ið á móti okkur systkinunum þó að við
gerðum ekki alltaf boð á undan okk-
ur. Það var sama á hvaða tíma við
komum, alltaf var borið á borð allt
það besta sem þær áttu til. Sigga sló í
gegn með matseldinni og súkku-
laðitertan hennar Hrefnu var uppá-
hald allra.
Þegar ég var í upplestrarfríi fyrir
stúdentspróf fékk ég að vera hjá
Siggu og Hrefnu, eða stelpunum eins
og þær voru alltaf kallaðar, til þess að
fá frið við upplesturinn. Það fór þó
ekki alltaf sem skyldi því ég var óvön
kyrrðinni og átti til að sofna yfir bók-
unum. Í þau 35 ár sem liðin eru hef ég
búið erlendis en alltaf var jafngaman
að koma heim og til þeirra systra þar
sem ævinlega var boðið til veislu fyrir
mig og fjölskyldu mína.
Hrefna frænka var ætíð heilsulítil
og orðin mikill sjúklingur síðustu ár-
in.
Dvaldi hún mikið á spítala en alltaf
beið Sigga óþreyjufull eftir að fá hana
heim aftur. Má segja að Hrefna hefði
aldrei getað verið svona lengi heima
fyrir ef Sigga hefði ekki hugsað svona
vel um hana. Aldrei kvartaði samt
Sigga, þó að hún vekti heilu næturnar
og væri orðin líkamlega og andlega
uppgefin.
Hún hafði áhyggjur af Hrefnu og
hugsaði aðeins um hvað hún gæti
gert fyrir hana. Það var reyndar ekki
fyrr en Hrefna fór á spítalann í síð-
asta sinn að við systkinin gerðum
okkur grein fyrir hversu Siggu hafði
farið aftur.
Sigga og Hrefna höfðu mikið yndi
af að fara í leikhús, á tónleika og að
ferðast um landið. Sigga keyrði bílinn
og Hrefna vísaði leiðina. Sigga var
sjálfstæð og alltaf dugleg að bjarga
sér.
Hún talaði bæði góða ensku og
dönsku, þó að hún hefði litla formlega
framhaldsskólamenntun. Þetta kom
sér vel þegar þær fóru til útlanda
saman sem þær gerðu í nokkur
skipti.
Síðustu árin hef ég verið svo lán-
söm að geta komið oft heim og þá að-
allega til að heimsækja mömmu og
þær systurnar. Mamma flutti á
Hrafnistu sl. haust sem gaf þeim
tækifæri til þess að hittast oftar þar
sem Sigga var þá komin á Skjól.
Það vildi svo til að ég var á landinu
þegar Siggu versnaði skyndilega og
er ég þakklát fyrir að hafa getað setið
hjá henni síðustu stundirnar.
Elsku frænka mín, nú ertu komin
til Hrefnu, systur þinnar, eins og þú
þráðir og hvílir við hlið hennar. Ég
þakka þér allar góðu samverustund-
irnar og megir þú hvíla í friði.
Elsku mamma mín, ég veit að þú
saknar Siggu, en ég veit líka að þú ert
sátt við skilnaðinn því eins og þú
sagðir var hún orðin svo þjáð og
hennar tími kominn að kveðja þennan
heim.
Erla.
SIGRÍÐUR
NÍELSDÓTTIR
Mér þykir svo erfitt
að kveðja þig og ég veit
eiginlega ekki hvernig
ég á að gera það, en
innst inni veit ég að
þetta er ekki endanleg kveðjustund
því við munum hittast seinna á betri
stað og þá fáum við tækifæri til að
kynnast hvort öðru betur. Við
kannski þekktumst ekki rosalega vel
en eins og ég þekkti þig þá varstu al-
veg yndislegur og virkilega góður
maður og það var alltaf svo gott að
koma til þín, þú varst alltaf svo glað-
ur að sjá mann þegar þú opnaðir
dyrnar og brostir út að eyrum.
Við eigum okkur kannski ekki
mikið af minningum um hvort annað
en ég gleymi því aldrei þegar ég kom
til þín sl. aðfangadag og bankaði upp
á hjá þér með lítinn pakka frá mér og
Önnu Rakel og þegar þú opnaðir
dyrnar þá brostirðu svo breitt og
varst svo glaður og það var hægt að
sjá glampa á smágleðitár í augunum
þínum, elsku afi minn.
Mér þykir svo sárt að þurfa að
kveðja þig svona snemma og þar sem
við náðum ekki að kynnast hvort
öðru betur er það enn erfiðara en
það hjálpaði mér alveg rosalega mik-
ið að vera hjá þér á spítalanum og
tala við þig þar. Mér finnst eins og
við höfum náð að kynnast hvort öðru
aðeins betur og mér þykir vænt um
þær stundir sem ég var þar hjá þér
GUNNÞÓR
PÉTURSSON
✝ Gunnþór Péturs-son fæddist á Ár-
skósströnd 20. febr-
úar 1938. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans sunnudag-
inn 24. apríl síðast-
liðinn. Útför hans fer
fram frá Neskirkju í
dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
og ég mun alltaf geyma
þær í hjartanu mínu.
Ég veit að Guð ætlar
þér stóra hluti á himn-
um og þar mun þér líða
miklu betur og þú munt
verða umfaðmaður af
gömlum ættingjum og
vinum. Svo geturðu
alltaf litið niður til okk-
ar og passað upp á okk-
ur. Elsku afi minn, ég
mun minnast þín sem
alveg yndislegs og góð-
hjartaðs manns sem
hefur gengið í gegnum
ýmislegt, bæði gott og
slæmt, sem fylgir þessu lífi víst líka.
Ég mun sakna þín óendanlega
mikið og ég vona bara að þú hafir
kvatt þessa veröld okkar kvalalaust
og í sátt við sjálfan þig og alla aðra.
Ég þakka þér fyrir þær stundir sem
við áttum saman og ég geymi þær í
hjarta mínu þar til við hittumst næst.
Góða nótt og Guð geymi þig, elsku
Gunnþór afi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Sunna.
Elsku langamma.
Nú ert þú orðinn engill sem passar
okkur. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum með þér, kex-
kökurnar, sokkana og vettlingana.
Við munum minnast og hugsa til
þín, elsku amma.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái að spilla.
(Páll Jónsson.)
Þín langömmubörn,
Guðjón Vilberg, Árni
Fannberg og Guðný Olga.
BJÖRG
ANTONÍUS-
DÓTTIR
✝ Björg Antoníusdóttir fæddistá Hlíð í Lóni 5. febrúar 1917.
Hún lést á hjúkrunardeild Heil-
brigðisstofnunar Suðausturlands
á Höfn 13. apríl síðastliðinn og var
útför hennar gerð frá Hafnar-
kirkju 22. apríl.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningargreinar