Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÆÐIV
ER
K
Hugbúnaðarverkfræði
Tölvunarfræði
Tölvuverkfræði
Rafmagnsverkfræði
Vélaverkfræði
Iðnaðarverkfræði
Efnaverkfræði
Byggingarverkfræði
Umhverfisverkfræði
VERKFRÆÐIDEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
www.verk.hi.is
Nánari upplýsingar og rafræn
umsóknareyðublöð á www.hi.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
15
2
9
2
HÁSKÓLATORG Háskóla Íslands
(HÍ) verður tekið í notkun í lok
ársins 2007, samkvæmt áætlun um
framkvæmdina sem ráðgert er að
hefjist næsta vor. Í gær var hald-
inn kynningarfundur með kepp-
endum um hönnun og byggingu
Háskólatorgs HÍ. Á fundinum
voru afhent gögn varðandi keppn-
ina og farið með fulltrúa keppenda
í vettvangsskoðun um fyrirhuguð
byggingarsvæði. Einnig var und-
irritaður þjónustusamningur bygg-
ingarnefndar Háskólatorgs og
Arkitektafélags Íslands um lokaða
samkeppni um Háskólatorg.
Fimm aðilar voru valdir, að
loknu forvali, til að keppa um
hönnun og byggingu Háskólatorgs
HÍ í alverktöku. Þeir eru alverk-
taki Íslenskir aðalverktakar hf. og
hönnun Ingimundur Sveinsson og
Ögmundur Skarphéðinsson. Al-
verktaki Ístak hf. og hönnun Stud-
io Grandi, Steve Christer. Alverk-
taki Keflavíkurverktakar hf. og
hönnun Arkþing, Sigurður Hall-
grímsson. Alverktaki ÞG verktak-
ar ehf. og hönnun Gláma Kím ehf.,
Sigurður Halldórsson. Alverktaki
JB – byggingarfélag ehf. og hönn-
un Ormar Þór Guðmundsson.
Kostar 1.600 milljónir
Byggingarkostnaður hefur verið
ákveðinn 1.600 milljónir með virð-
isaukaskatti og er alverktaka og
hönnuðum ætlað að leggja fram
lausn miðað við kröfu- og þarfalýs-
ingu fyrir þá fjárhæð. Tillögurnar
verða eingöngu metnar út frá
hönnunarlegum forsendum, því
verktaki ber ábyrgð á að þær séu
innan kostnaðarmarka. Ráðgert er
að Félagsstofnun stúdenta eignist
20% Háskólatorgs HÍ og mun FS
selja húsnæði sitt við Hringbraut
til að fjármagna það. Happdrætti
HÍ fjármagnar hluta fram-
kvæmdanna og Háskóli Íslands
mun selja fasteignir við Aragötu
og Oddagötu til að afla fjár í verk-
efnið. Þá leggur Háskólasjóður
Eimskipafélags Íslands fram 500
milljónir. „Mikilsvert framlag frá
Háskólasjóði Eimskipafélags Ís-
lands gerir Háskólanum nú kleift
að hefjast handa við undirbúning
fyrir framkvæmdir við Torgið með
samþykki og stuðningi stjórn-
valda,“ skrifar Páll Skúlason há-
skólarektor í ávarpi sem fylgir
kröfu- og þarfalýsingu verkefn-
isins.
Í verkinu felst hönnun og bygg-
ing tveggja nýbygginga á lóð HÍ
við Suðurgötu. Samtals verða þær
um 8.000 m2 með um 200 rýmum.
Háskólatorg I verður á þremur
hæðum, samtals um 5.000 m2, og
staðsett milli aðalbyggingar HÍ og
íþróttahúss skólans. Tenging úr
henni verður við Lögberg. Í Há-
skólatorgi I eiga að vera m.a.
kennslustofur, lesrými, skrifstofur
fyrir þjónustustofnanir HÍ, Happ-
drætti HÍ, Bóksala stúdenta,
skrifstofa Félagsstofnunar stúd-
enta og veitingaaðstaða. Há-
skólatorg II verður á tveimur
hæðum, samtals um 3.000 m2, og
staðsett milli Odda, Lögbergs og
Nýja Garðs. Byggingin mun tengj-
ast Odda og Lögbergi. Hún á að
hýsa m.a. skrifstofur fyrir starfs-
menn og nemendur, lesrými fyrir
meistaraprófsnema, doktorsnema
og grunnnema auk rannsókn-
arstofa. Áætluð stærð tengibygg-
inga er allt að 500 m2.
Samkvæmt útboðs- og samn-
ingsskilmálum verður eitt helsta
markmið nýju bygginganna að
þétta svæði HÍ, tengja byggingar
og mynda miðju háskólasvæðisins,
sem byggist á hugmyndinni um
háskóla sem samfélag í kringum
torg. Þá hugmynd má rekja til
Grikklands til forna, en hug-
myndir um byggingu Há-
skólatorgs við Háskóla Íslands
komu fyrst fram í kringum 1980,
að því er segir í ávarpi háskóla-
rektors með kröfu- og þarfalýs-
ingu verkefnisins. Torgið verður
vinnustaður fjölda nemenda og
starfsmanna skólans og mun það
bæta mjög starfsaðstöðu í skól-
anum. Gert er ráð fyrir að um
1.500 nemendur, gestir og starfs-
menn geti verið samtímis á Há-
skólatorginu.
Dómnefnd skipuð
Formaður dómnefndar er Ingj-
aldur Hannibalsson prófessor og
aðrir nefndarmenn eru Inga Jóna
Þórðardóttir, fulltrúi þjóðlífs í há-
skólaráði, Guðrún Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri Félagsstofn-
unar stúdenta, Jarþrúður Ás-
mundsdóttir, fulltrúi stúdentaráðs,
og Guðmundur R. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrar- og fram-
kvæmdasviðs HÍ, sem einnig sitja
í byggingarnefnd Háskólatorgs.
Þá hefur Arkitektafélag Íslands
tilnefnt arkitektana Þorstein
Gunnarsson FAI og Þorvald S.
Þorvaldssson í dómnefndina. Sér-
legur ráðgjafi dómnefndar er til-
nefnd Hildigunnur Haraldsdóttir
FAI.
Skipulagsuppdráttur sem sýnir staðsetningar Háskólatorgs I og II, afmarkaðar með bláum brotalínum, með tilliti
til bygginga Háskóla Íslands. Uppdráttinn gerði Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf.
Háskólatorg Háskóla Íslands
tekið í notkun haustið 2007
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HÁSKÓLATORG Háskóla Íslands
verður miðpunktur starfsemi skól-
ans, þar sem allt háskólafólk fær til-
efni til að hittast, að mati Páls Skúla-
sonar rektors. Páll ávarpaði fundinn
í gær áður en gögn vegna sam-
keppni um hönnun og byggingu Há-
skólatorgsins voru afhent. Hann
sagði það hafa verið stefnu Háskóla
Íslands frá upphafi að byggja sjálf-
bærar byggingar, líkt og aðalbygg-
ing HÍ er. Þegar hún hafi verið tekin
í notkun 1940 hafi verið gert ráð fyr-
ir að hún myndi nægja starfsemi há-
skólans töluvert fram á 21. öldina.
Síðan hafi háskólinn reist margar
byggingar á háskólalóðinni undir
deildir skólans.
Páll sagði að eitt af því sem gerði
háskóla að háskóla væri að hann
ætti að vera samfélag ólíkra fræði-
greina. Fjölbreytni í fræðastarfsemi
ætti að vera einn af styrkleikum há-
skóla. „Þessi fjölbreytni byggist á
því að þeir sem eru í háskóla-
umhverfinu, fulltrúar hinna ýmsu
ólíku fræðigreina, hittist og ræði
málin, blandi geði og eigi samneyti. Í
mínum huga er megintilgangur Há-
skólatorgsins að vera staður þar
sem allt háskólafólk á sér erindi og
fær tilefni til að hittast, bæði með
formlegum og óformlegum hætti.“
Páll sagðist vænta þess að á Há-
skólatorginu verði iðandi mannlíf
háskólafólks og annarra. Það hafi
lengi verið draumur háskólafólks að
fá Háskólatorg.
„Það er mikill hátíðisdagur hjá
okkur í dag að sjá þennan draum
byrja að verða að veruleika,“ sagði
Páll í upphafi fundarins í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
Lengi verið draumur um
iðandi mannlíf á Háskólatorgi
Páll Skúlason háskólarektor (til vinstri) og Þórarinn Þórarinsson, formaður Arkitektafélags Íslands (lengst til
hægri), undirrituðu í gær samning um fyrirkomulag samkeppni um hönnun og byggingu Háskólatorgs.