Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 16
Reykjahverfi | Mikil frjósemi er í fénu á sumum bæjum í Þingeyj- arsýslu þar sem burður er hafinn og virðist sem marglembi sé að verða algengt. Þrílembi telst orð- ið ekki til tíðinda, en fjórlembi er enn frekar sjaldgæft. Á Ein- arsstöðum í Reykjahverfi er mik- ið af lömbum, en þar eru komnar tvær fjórlemur og búast má við a.m.k. einni fjórlembu enn að sögn ábúenda. Á myndinni má sjá Guðnýju J.Buch sinna ann- arri fjórlembunni með tvo hrúta og tvær gimbrar og greinilega er í nógu að snúast. Búast má við að reynt verði að venja a.m.k. eitt lambið undir aðra kind ef færi gefst, en sauðburðurinn á Ein- arsstöðum er langt kominn og óvíst um einlembur. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fjórlembi í Reykjahverfi Sauðfé Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes |Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Mjólkurverðlaunin voru nýlega afhent hjá Norðurmjólk og röðuðu eigendur gömlu og litlu fjósanna sér á verðlaunabekk eins og oft áður. Þeir sem enn mjólka með gamla fötukerfinu halda einnig sinni góðu fram- leiðslu og hampa verðlaunum. Eitt fötubú í Þingeyjarsveit fékk sérstök verðlaun, stóra kristalsskál, fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk í tíu ár og er þar ekki tækninni fyrir að fara. Svo virðist sem stóru fjósin eigi ekki mögu- leika á sömu gæðum mjólkur eins og venju- legu búin þrátt fyrir alla þá miklu fjárfest- ingu sem þeim fylgir, tölvur og annan búnað sem eiga að gera allt betra. Í reglu- gerðafarginu sem kúabændur búa við, hafa margir þessir litlu gefist upp og hætt bú- skap og fleiri eiga eftir að hætta.    Norðanáttin kom kunnuglega fyrir sjón- ir, en eftir mildan aprílmánuð hefur verið krapahríð og rok gnauðað á gluggum þessa fyrstu daga í maí sem liðnir eru. Svo kalt hefur verið að snjórinn sem kom í hretinu á dögunum, bráðnar vart í sólinni yfir hádag- inn. Farfuglarnir hafa verið heldur kulda- legir, norpað við hús og læki og gæsirnar setið í krapinu og reynt að reita þau fáu grænu strá sem komin eru.    Kornbændur voru ekki allir búnir að koma fræi sínu niður og bíða eftir betri tíð. Vonin um gott haust heldur þeim við efnið en kornuppskera var með besta móti á síðasta ári og hver hefði trúað því á hafís- og kal- árunum að kornrækt yrði veruleiki í Þing- eyjarsýslum.    Landbúnaðarnefnd Húsavíkurbæjar fundaði nýlega með bændum í Reykja- hverfi um það að girða af töluvert land í Reykjaheiði til uppgræðslu. Í fyrstu var í bígerð að girða af allt Saltvíkurland en bú- ist er við að væntanleg girðing verði ekki svo stór, vegna mikils kostnaðar auk þess sem bændur vilja nýta hluta landsins. Sum- ir lögðu til á fundinum að græða upp án þess að girða eins og gert hefur verið en til þess að ná meiri sátt í málinu við alla aðila verður eitthvað girt enda leggja Land- græðslan og Húsgull mikið upp úr því. Úr sveitinni LAXAMÝRI EFTIR ATLA VIGFÚSSON FRÉTTARITARA Stelpuskákmót Olísog TaflfélagsinsHellis fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2 í Reykja- vík, í dag og hefst kl. 13. Mótið er opið fyrir allar stelpur 16 ára og yngri og fer skráning fram á www.hellir.com. Samhliða flokknum fer fram sér- stakur drottningarflokkur þar sem fjórar af sterk- ustu skákkonum landsins mætast. Í stelpuskákmótinu munu m.a. taka þátt þær Elsa María Þorfinnsdóttir, Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. Í drottningarflokknum tefla Lenka Ptácníková stór- meistari kvenna, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Ís- lands og margfaldur Ís- landsmeistari kvenna, Guðlaug Þorsteinsdóttir sem einnig er margfaldur Íslandsmeistari og Sig- urlaug R. Friðþjófsdóttir. Stelpuskákmót Handverksfólk úrfélagsmiðstöðinnií Hraunbæ 105 í Reykjavík sýnir afrakstur vetrarstarfsins á morgun, sunnudag, og á mánudag. Á sýningunni eru fjöl- breyttir munir sem fólkið hefur unnið að í tóm- stundastarfinu. Gréta Stefánsdóttir og Elín Guð- mundsdóttir voru að leggja lokahönd á muni sína fyrir uppsetningu sýningarinnar. Þær eru öflugum hópi handa- vinnufólks og í næsta her- bergi voru útskurð- armeistararnir að ljúka sínum verkum. Handa- vinnusýningin verður opin á morgun kl. 13 til 17 og á mánudag kl. 9 til 17. Kaffi- veitingar eru á staðnum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sýna handavinnuna Jón Ingvar Jónssonlék sér með hætti.Fyrst aldarháttur: Lífið allt er unaðslegt og algjör veisla. Töfraorðið nú er neysla. Síðan sofandaháttur: Svaf ég vært og vel mig dreymdi í vorsins skímu, orti á meðan eina rímu. Þá aulaháttur: Er hrein og fögur Hugrún lá í heitu baði, kom ég mér á Kjarvalsstaði. Boðháttur: Þessi kokteill þykir mér nú þurr og skrýtinn. Best að fá sér bara einn lítinn. Þvergirðingsháttur: Til iðju verð ég eflaust seint af öðrum dreginn, á móti öllu einhvern veginn. Nafnháttur: Tómas, Pétur, Trausti, Gunnar, Tryggvi, Orri, Heimir, Friðbert, Halldór, Snorri. Málsháttur: Trauðla stendur teinrétt lengi tré án róta. Mergjar til skal beinið brjóta. Af afhendingu pebl@mbl.is Rangárvallasýsla | Unnið er að undirbún- ingi endurheimtar náttúrulegra birki- skóga og kjarrs á stórum samfelldum svæðum í nágrenni Heklu. Nefnist verk- efnið Hekluskógar og hefur þann megintil- gang að verja land fyrir áföllum vegna gjóskugosa. Hugmyndafræði Hekluskóga gengur meðal annars út á að nýta aðferðir náttúr- unnar til útbreiðslu gróðurs út frá fræupp- sprettum sem komið verður á legg á víð og dreif um svæðið, að því er fram kemur á vef Landgræðslunnar, land.is. Einnig verður unnið að uppgræðslu til að stöðva jarðvegseyðingu og binda yfirborðið. Hugmyndin um Hekluskóga er um fimm ára gömul og hefur verkefnishópur innan Landgræðslunnar unnið að þróun þess um nokkurt skeið. Skipuð hefur verið samráðsnefnd um verkefnið þar sem eiga sæti fulltrúar frá Landgræðslunni, Skóg- rækt ríkisins, Suðurlandsskógum, Skóg- ræktarfélagi Árnesinga, Skógræktarfélagi Rangæinga, Landgræðslusjóði og landeig- endum. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn kynningarfundur í Gunnarsholti um Hekluskóga fyrir eigendur og umráðahafa lands á svæðinu. Unnið að undirbúningi Hekluskóga Akranes | Stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hefur ákveðið að ráða Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismann, í stöðu framkvæmda- stjóra. Sextán sóttu um stöðuna. Guðjón fékk þrjú atkvæði en Brynja Þorbjörnsdóttir á Kala- stöðum tvö. Akraneskaupstaður og sveitahrepparnir fjórir í Borgarfirði sunn- an Skarðsheiðar standa að dvalarheimilinu. Ás- mundur Ólafsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri á árinu. Auglýst var eftir umsækjendum með einhverja þekkingu á stjórnsýslusviði, sem hafi góða bókhaldsþekkingu og hæfni hvað mannleg samskipti varðar. Þá var tekið fram að framkvæmdastjórinn skuli vera búsettur á svæðinu. Guðjón ráðinn framkvæmda- stjóri Höfða Guðjón Guðmundsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.