Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 25 FERÐALÖG Hvers vegna Húnavatnssýslan? Það var útlit fyrir að þessa daga yrði gott veður í Húnavatnssýslunni svo við ákváðum að fara þangað. Elín er ákaflega veðurglögg og veit því hvert er best að fara. Aðstaðan á tjaldsvæðinu í Dæli í Víðidal er sérstaklega góð, þar er skjólgott og svo eru eigendurnir með upphitað þjónustuhús með aðstöðu til eldunar og borðhalds. Þar eru líka smáhýsi til leigu og gufubað er á tjaldsvæðinu. Svo er endalaust hægt að finna sér gönguleiðir og staði til að skoða á svæðinu. Í Hindisvík, sem er fremst á Vatnsnesi, var 18 stiga hiti, sólskin og logn á annan sumardag. Við ætl- uðum varla að geta farið þaðan. Ann- ars var hitinn um 12 til 15 stig yfir daginn en fór niður í núllið á nótt- unni. Eruð þið búin að fara víða? Við erum farin að ferðast um landið á annan hátt en áður, við skoðum það í raun og veru með stækkunargleri. Það er endalaust hægt að finna nýja staði, en maður þarf oft að spyrjast fyrir um þá. Sem betur fer hefur orð- ið mikil aukning í að merkja göngu- leiðir og gera kort. Manni endist ekki ævin í að skoða þetta fallega land okkar. Ferðist þið alltaf tvö saman? Litla ferðafélagið er hópur af vin- afjölskyldum sem hefur ferðast sam- an í 25 ár eða lengur og höfum við verið í því frá upphafi. Við förum einnig hvert í sínu lagi og misjafnt hversu lengi er haldið út. Við hjónin náum að fara í 25 til 35 nætur í úti- legur á ári. Fyrir tveimur árum urðu útilegunæturnar 42, sem okkur þótti afbragð. Í ár og í fyrra hófum við úti- legur á sumardaginn fyrsta en oftast áður ekki fyrr en í maí. Vorið er skemmtilegur tími, gróð- urinn er að blómstra og fuglasöngur er í hámarki. Á haustin er gaman að fara út fyrir upplýst þéttbýlið, sitja úti á myrkum kvöldum og skoða stjörnurnar og norðurljósin. Fólk getur notið þessara tveggja árstíða miklu betur en það gerir. Útilegutím- inn er í raun fimm mánuðir. Eitt sem þarf að hafa í huga þegar maður fer á þessum árstíma er að hringja á undan sér því oft er jarð- vegurinn svo blautur að ekki er hægt að hleypa bílum og vögnum inn á tjaldstæðin. Maður verður að haga sér eftir veðri og aðstæðum. Farið þið þá ekki til útlanda á sumrin? Við erum bæði mjög hrifin af nátt- úrunni og að fara í útilegu er okkar áhugamál yfir sumarið. Þótt það sé gaman að vera erlendis þá gætum við ekki hugsað okkur að vera neins- staðar annarsstaðar en í íslensku sumri. Það er ekkert sem jafnast á við það. Við höfum verið gift í 38 ár og höfum bæði mikinn áhuga á náttúrunni, heilsu og hreyfingu. Fyrirtækið sem við vinnum við, Sa- gamedica-Heilsujurtir ehf., tengir okkur líka við náttúruna. En við framleiðum náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn. Ferðinni er því oft heitið á landsvæði þar sem hvönnin er mest. Við hjónin erum heppin að geta stundað áhugamál og vinnu saman. Hvenær á svo að fara næst í útilegu? Næsta útilega verður líklega um komandi helgi. Við erum byrjuð að spá í veðurfarið og ef það leyfir þá verður farið, en það verður að vera þurrt og sæmilega hlýtt. Það eiga allir orðið svo góð tæki til að fara í útilegu og fólk á að nýta þau betur en það gerir. Svo er til svo mik- ið af fallegum tjaldstæðum. Nú er bara að vona að þetta verði gott útilegusumar og að við getum verið í útilegu fram í september eins og undanfarin ár.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Þráinn og Elín í fjörunni í Hindisvík. Fara í útileg- ur fimm mán- uði ársins Hjónin Elín Óskarsdóttir og Þráinn Þorvaldsson nota fimm mánuði ársins til að fara í útilegur. Á sumardaginn fyrsta skruppu þau með tjaldvagninn í Dæli í Víðidal í Húnavatnssýslu. Þráinn varð fyrir svörum. HEIMAVÖLLUR knattspyrnuliðs- ins Real Madrid, Bernabeu, getur verið aðdráttarafl fyrir marga ferðamenn sem koma til Spánar. Sama dag og leikir fara fram er hægt að kaupa miða í VIP-sæti og þegar ekki er verið að spila er hægt að fara í skoðunarferð um leikvanginn og snæða á veit- ingastað sem opnaður verður í þessum mánuði, að því er fram kemur í fréttabréfinu Spaniabullet- inen. Einnig er boðið upp á dagskrá fyrir yngri lið frá útlöndum þar sem liðið fær leiðsögn um völlinn og gefst kostur á að æfa með fyrr- um leikmönnum Real Madrid. Reyters Fótboltaáhugamenn sem ætla til Madrid í sumar að berja David Beckham augum geta nú sest niður á nýju veitingahúsi sem verður opnað í mán- uðinum á heimavelli liðsins. Nýr veitingastaður á heimavelli Real Madrid  MADRID Nánari upplýsingar á www.real- madrid.es Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Tölum íslensku. sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905 www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS LAUGARDAG FRÁ KL. 13-16 AÐ REYRENGI 22 533 4200 eða 892 0667 Húsið er byggt árið 1992, vandlega innréttað með parketi á stofu. Bað- herbergi er nýlega endurnýjað og flísalagt, baðkar, innrétting og sturtu- klefi. Ný og falleg innrétting ásamt tækjum í eldhúsi. Úr forstofu er inn- angengt í þvottahús og bílskúr. Á neðri hæð eru auk þess tvö svefnher- bergi. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi, snyrting, sjónvarpshol og setu- stofa. Innbygður bílskúr er ca 22 fm. Í garði er stór verönd með skjólgarði og miklum gróðri og trjám. Verð 34,5 millj.Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.