Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÖSSUR Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar,
hefur með skýrum
hætti lagt fram hug-
myndir sínar um
grundvöll frjáls-
lyndrar velferð-
arstjórnar að loknum
næstu kosningum.
Áherslur þær sem
hann hefur borið fram
í formannskjöri Sam-
fylkingarinnar hafa
mælst ákaflega vel fyr-
ir meðal almennings.
Þar eru ekki umbúðir
á ferðinni heldur efn-
ismikið innihald.
Í örstuttu máli ættu verkefni
frjálslyndrar ríkisstjórnar að vera
þau að tryggja hagsæld og jöfnuð í
samfélagi sem hann hefur kallað
hinn gullna þríhyrning sterks at-
vinnulífs, traustrar velferðar og öfl-
ugrar menntunar. Sú ríkisstjórn á að
standa undir nafni með því að vera
ríkisstjórn fjölskyldunnar og
barnanna, ríkisstjórn sem virðir hina
öldruðu og berst gegn
fátækt og misrétti. Rík-
isstjórn sem hlúir um
leið að atvinnulífinu með
því að ýta undir smáfyr-
irtæki og einyrkja.
Skýrar áherslur Öss-
urar og um leið Sam-
fylkingarinnar eru
besta svarið við græðgi
markaðsaflanna sem nú
leikur eins og eldur um
samfélagið. Það er góð
vísbending um framtíð
Samfylkingarinnar – og
landsmanna – í hversu
góðan jarðveg stefnu-
mótun hans hefur fallið.
Nýtt grunnviðhorf
Grunnviðhorfið og meginbreyt-
ingin í hugsunarhætti stjórnvalda
þarf að vera að Íslendingar hafi ekki
efni á því að missa fólk í fátækt, úr-
ræðaskort og athafnaleysi. Það þarf
að vera pláss fyrir alla. Allir hafa
hlutverki að gegna. Allir verða að
geta lifað með reisn hver sem staða
þeirra er. Áherslur Össurar þjóna
þessu markmiði.
Mikilvægt er í þessu sambandi að
við hvikum ekki frá þeirri stefnu
jafnaðarmanna að fullt jafnræði ríki
fyrir alla til heilbrigðisþjónustu óháð
efnahag, og að við forðumst að lenda
í þeim öngstrætum sem aðrar þjóðir
hafa hafnað í á þessu sviði vegna
einkavæðingar.
Sérstök áhersla formannsins á
málefni aldraðra í kosningabarátt-
unni er mjög í þeim anda sem hann
hefur starfað m.a. með virkri þátt-
töku sinni í stofnun 60+ félaga innan
Samfylkingarinnar. Mikil áhersla
hans á bætt kjör aldraðra mun skipta
verulegu máli fyrir þá þegar jafn-
aðarmenn setjast í ríkisstjórn. Þessi
sterka áhersla á grunngildi jafn-
aðarstefnunnar fellur mér afar vel í
geð.
Traust heimssýn
Í öryggis- og varnarmálum er for-
maður Samfylkingarinnar góður og
traustur fulltrúi jafnaðarstefnunnar
á alþjóðavísu. Í Evrópumálum hefur
hann túlkað stefnu Samfylking-
arinnar af raunsæi. Ég tek sér-
staklega undir áherslur hans um að
Íslendingar forðist að ganga klofnir
að samningaborði eins og frændur
okkar í Noregi heldur leggi allt kapp
á að ganga sameinaðir til leiks. Í um-
ræðunni vegna formannskjörsins
hefur hann lýst því að loftslagsvand-
inn verði meðal helstu stórverkefna
stjórnmálanna á Íslandi næstu árin.
Þetta er pólitík sem snýst um grund-
vallaratriði. Þar er Össur sér-
staklega vel til þess fallinn að veita
forystu vegna þekkingar sinnar og
ekki síður reynslu úr farsælu starfi
sem umhverfisráðherra á sínum
tíma.
Össur stýrði Samfylkingunni
gegnum mótvind af aðdáunarverðri
seiglu og snerpu. Í dag siglir flokk-
urinn þöndum seglum undir hans
forystu. Það er ekki síst vegna þess
að Össur hefur af öryggi og lagni
dregið upp skýrar línur í sameig-
inlegri stefnu Samfylkingarinnar.
Formaðurinn kann lagið á að koma
boðskapnum til skila út í samfélagið.
Það kann ég að meta.
Skýrar línur
flokks og formanns
Guðmundur Árni Stefánsson
styður Össur sem formann
’Skýrar áherslur Öss-urar og um leið Sam-
fylkingarinnar eru besta
svarið við græðgi mark-
aðsaflanna sem nú leik-
ur eins og eldur um
samfélagið.‘
Guðmundur Árni
Stefánsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
LÁTLAUST hefur dunið yfir þjóð-
ina að nú hafi skattar verið lækkaðir
verulega og kaupmáttur aukist. Um
10.000 eldri borgarar voru með um
og undir 110.000 kr. á mánuði árið
2004 þ.e. um þriðjungur ellilífeyr-
isþega. Þannig má líta á dæmigerðan
ellilífeyrisþega með grunnlaun, fulla
tekjutryggingu, en
engan tekjutrygging-
arauka og með tæpar
46.000 kr. úr lífeyr-
issjóði á mánuði sem
samtals gera 110.500
kr. á mánuði. Kaup-
máttur ráðstöf-
unartekna hans þ.e.
kaupmáttur eftir tekju-
skatta hefur lækkað
um 6,5% frá árinu 1988
til 2004.
Skattbyrði á lægri
tekjur hefur líka aukist
á þessum árum, mest
vegna þess að nú er
greiddur skattur af
sömu rauntekjum og
voru skattlausar áður.
Persónuafsláttur og
skattleysismörk hafa
ekki fylgt hækkun á
verðlagi né á tekjum.
Þannig greiðir sá sem
hafði 100.000 kr í raun-
tekjur árið 1988 ekki
krónu í skatt af tekjum
sínum en greiðir nú af
sömu rauntekjum
9.400 kr á mánuði.
Skattbyrði hans hefur
því aukist úr 0,0% árið 1988 í 9,4% ár-
ið 2005 þó tekjurnar hafi ekkert
hækkað umfram verðlag.
Á meðfylgjandi töflu má sjá sam-
anburðinn fyrir 100 þúsund króna
rauntekjur öll árin.
Hér má sjá samanburðinn fyrir
100 þúsund króna rauntekjur öll árin.
Tekjur á verðlagi Skattleysis- Skattar sem
hvers árs mörk hlutfall tekna
1988 42.957 44.182 (1) 0,0%
1995 71.129 58.416 (2) 7,5%
2005 100.000 75.062 (3) 9,4%
1) sama upphæð
2) 73.158 } Skattleysismörkeins og verðlag3) 102.858
Hafa skal í huga að skattleys-
ismörk hafa ekki hækkað sem skyldi
eins og verðlag á þess-
um tíma, eins og sjá má
á töflunni. Þau ættu að
vera tæplega 28.000 kr.
hærri á mánuði en þau
eru í dag hefðu þau
fylgt verðlagi frá upp-
hafi staðgreiðslukerfis
skatta.
Í annan stað ber að
nefna áhrif tekjuskerð-
ingar og skattlagningar
árið 2005 (sjá línurit,
Áhrif skerðinga og
skattlagningar 2005).
Tekjuskerðing og
skattar nema á milli
66,9-74,9 %. Það er nið-
urlægjandi að mis-
munur upp á tæpar
95.000 kr. á tekjum frá
lífeyrissjóði leiðir til
þess að þeir er hafa
greitt í lífeyrissjóð í 40
ár fá aðeins tæpar
26.000 kr. í tekjur frá
sjóðnum í raun vegna
skerðingarákvæða og
skatta velferðarkerf-
isins. Ríkissjóður spar-
ar sér stórfé en aðrir
tapa. Lofað hefur verið gulli og
grænum skógum árið 2040 en fáir
meðal þeirra eldri munu sjá þær
lendur, t.d. verður 68-kynslóðin ní-
ræð!
Skattleysismörk,
skattar og
tekjuskerðing
Ólafur Ólafsson fjallar
um kjör eldri borgara
Ólafur Ólafsson
’Kaupmátturráðstöfunar-
tekna hans, þ.e.
kaupmáttur eft-
ir tekjuskatta,
hefur lækkað
um 6,5% frá
árinu 1988 til
2004.‘
Höfundur er fv. formaður Félags
eldri borgara í Reykjavík.
C# ) 6). $%
&&"4,:
;,.:## &#
2, 0 " (6
;,.:## &#
? &#, "
& D
/0"
D
)$
& &,.
/, &# #
$#%
&'!(
$#%
&'!(
$#%
&'!(
$#%
&'!()! #*+
+;>;-
U
- ,->
,;,
> ;=
U
++++
-,,>,
,-=
U
++=
+,=->-
+--=
U
+=+;>
ELSKUM við börnin okkar?
Þessa spurningu ætti ekki að þurfa
að bera fram. Því auðvitað eiga for-
eldrar að elska börnin sín. En er
það svo í dag? Skoðum það svolítið.
Við getum kannski breytt spurn-
ingunni og spurt: Hvað gerum við
fyrir börnin okkar? Og hugsum við
fyrst og fremst um það, hvað þeim
er fyrir bestu? Eða látum við eigin
þarfir, langanir og líðan ráða ferð-
inni, hvernig við kom-
um fram við þau?
Svona má spyrja
endalaust. En allar
spurningar kalla á
svör.
Við vitum þó flest
að í dag er erfitt að
lifa og ala upp börn,
því þjóðfélagið sem
við búum í, neyslu-
þjóðfélagið, er frið-
laust. Því allt er hægt
að kaupa, ef menn
eiga peninga. Hafa
Vísa eða yfirdrátt.
Svo er afþreyingin
yfirflæðandi. Þar má nefna sjón-
varpið, tölvuna, tölvuleikina, tón-
listina, bíóin, leikhúsin, utanlands-
ferðirnar og nefndu það bara. Og
síðast en ekki síst, stórmarkaðirnir,
sem eru ornir að nokkurs konar
velmegunarkirkjum þangað sem
fólk fer á þeirri forsendu, að það
eigi það skilið frá guði að eignast
þetta eða hitt. Eins og þessi og
hinn. Og þetta gerir það að verkum
að fólk fyllist af réttlátu kaupæði.
Og þá er ekki spurt hvort maður
sé ríkur eða fátækur. Þetta gerir
það að verkum að erfitt verður að
hugsa rökrétt.
Og talandi um kaupæðið. Af
hverju eru Bónusfeðgar og Hag-
kaupseigendur orðnir svona ríkir?
Það er vegna þess, að við kaupum
meira en við þurfum og höfum gott
af. Og það rennur svo sem gróði í
vasa þeirra.
Mig langar í þessu samhengi að
segja sögu af konu sem fór á nám-
skeið í heimilisbókhaldi, þar sem
þemað var; að kunna að spara. Þar
sem kennarinn sagði að það væri
ekki alltaf ódýrast að versla í Bón-
us, því spurningin væri um það,
hvað þú keyptir og hvort það væri
hreinn óþarfi. Þótt það væri ódýrt.
Því það væri betra að fara til kaup-
mannsins á horninu, ef þú kaupir
bara það sem þú þarft, en að eyða í
óhóf í Bónus. Hann benti nem-
endum í þessu tilliti á, að veita því
athygli, hvað fólk væri almennt að
kaupa í kúffullar kerrur, því oft
væri það alls konar draslmatur,
snakk, sælgæti og gosdrykkir, sem
það tíndi í kerrurnar.
Kona þessi hneykslaðist svo á
þessari kennslu, að hún hætti á
námskeiðinu. Því hún var mikil
Bónuskona. En svo fór hún í Bónus
og þá komu orð kenn-
arans upp í huga
hennar og viti menn,
það sem hún þá sá,
kom alveg heim og
saman við kennsluna.
Hún fór því og játaði
þetta fyrir kenn-
aranum, og hélt áfram
á námskeiðinu.
Og svo er það sagan
af manninum sem
sagði; að í hvert sinn
sem Bónus og líkar
verslanir auglýstu til-
boðsverð á kjötvörum,
hlypi konan hans til
og keypti í nokkra poka. Samt væri
frystikistan full og því vandamál að
koma þessu fyrir, nema að henda
því gamla. Og annað verra, það
væri alltaf verið að borða kjöt.
Ef þetta er nú rétt og satt, að
við foreldrar högum okkur svona.
Þá má spyrja; hvort þetta bitni þá
ekki á börnunum? Er þá ekki kom-
in skýringin á offituvandamáli
barna í dag? Ef þau eru fóðruð á
skyndibita, ruslfæði, sælgæti og
kók. Og kjötáti í ofanálag. Erum
við þá að gera börnum okkar gott?
Að ala þau upp á þann hátt, að það
verði þeim til bölvunar.
Og er það að elska börnin sín, að
gefa þeim allt sem þau vilja, svo
sem tölvur, sjónvörp og græjur,
svo þau geti lokað sig inn í her-
bergjum, þar sem þau sitja eða
liggja og glápa, eftirlitslaus, og
fara vart út úr húsi? Og efnið sem
horft er á, er oftast ofbeldi, með
klámívafi, vegna þess að á því er
mesta framboðið og mest spenn-
andi. Og ef þau þurfa út, eru þau
keyrð. Og hver verður svo afleið-
ingin? Að börnin verða þróttlaus og
áhugalaus. Þetta brýtur niður hina
eðlilegu fjölskyldumynd, sem bygg-
ist á samfélagi í leik og starfi.
Margur hugsar kannski, að þetta
sé nú ofstækistal og fjarri öllum
veruleika, en því miður, þá er þetta
orðið svo í okkar þjóðfélagi. Þetta
eru ekki mínir hugarórar, heldur
bláköld staðreynd.
Breska læknatímaritið The
Lancet greindi nýlega frá umfangs-
mikilli rannsókn um afleiðingar
þess er börn horfa á ofbeldi í sjón-
varpi, á myndbandi og í tölvu-
leikjum. Þar komust menn að því,
að það hefur mikil skammtímaáhrif
á ung börn. Og að það eykur hætt-
una á ofbeldisfullri hegðun og veld-
ur þeim ómeðvituðum ótta. Þar
segir einnig, að vegna alls úrvals-
ins, sem nú stendur heimilunum til
boða, sjái börnin oft ofbeldisfullt
efni, sem ekki passar við aldur
þeirra og þroska. Foreldrar og aðr-
ir umsjónamenn barna ættu því að
sýna sömu gát gagnvart þessu og
gert er með lyf og eiturefni. Kæru-
leysi hvað þetta varðar, ofbeldi og
kynlífssenur, er í raun ekkert ann-
að en ill meðferð á börnum. Einnig
veldur þetta ofbeldi tilfinningaólgu
hjá börnunum og eykur líkur á
hegðunarvandamálum.
Sálfræðingarnir sem unnu þessa
könnun benda líka á, að ástandið
innan fjölskyldu barnanna og í
nánasta umhverfi geti ráðið miklu
um afleiðingar.
Og í lokin. Má þá ekki úr þessu
öllu lesa að umhyggja okkar fyrir
börnunum og elska, er ekki byggð
á kærleika, sem hugsar fyrst og
fremst, hvað börnum okkar er fyrir
bestu, fyrst svona er komið fyrir
okkur. Eða hvað? Meti nú hver
fyrir sig.
Elskum við
börnin okkar?
Hafsteinn Engilbertsson
fjallar um nútímasamskipti
foreldra og barna ’… er það að elskabörnin sín, að gefa þeim
allt sem þau vilja, svo
sem tölvur, sjónvörp og
græjur, svo þau geti lok-
að sig inn í herbergjum,
þar sem þau sitja eða
liggja og glápa, eftirlits-
laus …?‘
Hafsteinn
Engilbertsson
Höfundur er viðgerðarmaður.