Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kirkjureið til Seljakirkju HIN árlega kirkjureið til Selja- kirkju verður sunnudaginn 8. maí. Lagt af stað úr hesthúsahverfunum kl. 13. Í Víðidal verður komið sam- an hjá skiltinu, í Gustshverfinu við reiðskemmuna. Hóparnir hittast við Heimsendaafleggjarann. Guðs- þjónusta hefst kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Barnakórinn syngur undir stjórn Önnu Mar- grétar Óskarsdóttur. Kirkjukórinn leiðir söng. Organisti er Jón Bjarnason. Við kirkjuna er gerði með gæslu. Að lokinni guðsþjónust- unni er kaffi í safnaðarsalnum. Lofgjörð í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 8. maí verður lof- gjörðarguðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 11 með Þorvaldi Halldórssyni. Þorvaldur er Hjallasöfnuði að góðu kunnur en hann hefur undanfarna vetur komið reglulega og leikið undir léttan og skemmtilegan sálmasöng. Þetta verður lokaheim- sókn hans að sinni og því tilvalið að mæta til kirkju og lofa Guð í gleði. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Vorhátíð Laugarneshverfis Á MORGUN, sunnudaginn 8. maí. kl. 14–16: koma Laugarnesbúar saman undir kjörorðinu „Laugar- nes á ljúfum nótum“. Öll félög og stofnanir sem ábyrgð bera á mótun barna og unglinga standa saman að þessari þriðju vorhátíð, en hinar tvær hafa báðar heppnast mjög vel. Kynnar hátíðarinnar verða hverf- isbúarnir og Halldór Gylfason og Katla Þorgerisdóttir. Þorvaldur Halldórsson mun standa á kirkju- tröppunum og flytja ljúfar dæg- urperlur á meðan allar bílskúrs- hljómsveitir hverfisins halda „underground tónleika“ í safnaðar- heimilinu. Foreldrafélög skólanna munu grilla, mömmumorgnakonur sjá um kaffitjald sem Þróttarar reisa í tilefni dagsins. Skátarnir munu sjá um hoppukastalann sem Blómaval skaffar, ungliðahreyfing Sjálfsbjargar mun stýra hjólastól- arallýi, lögreglan sýna farartæki og hund og ræða við börnin, unglin- ar í hverfinu munu sjá um reiðhjól- arallý, andlitsmálningu og hafa eft- irlit með leiktækjum frá ÍTR, sunnudagaskólinn verður á sínum stað og lúðrasveitin og líka barna- kórinnauk þess sem leikskólabörn syngja á kirkjutröppum. Boðið verður upp á fimleikasýningu og æfingar, karatesýningu, fótbolta, útileiki, skákáskoranir gegn skák- meisturum unglinga í Laugalækjar- skóla og tveggja hæða strætisvagn KFUM verður á svæðinu. Nú er komið að kvöldmessu maímánaðar í Laugarneskirkju, og í framhaldi hennar verður messað öll sunnu- dagskvöld fram á sumar. Það er Djasskvartett Gunnars Gunnars- sonar sem leikur og kór Laugarnes- kirkju leiðir gospelsönginn. Bjarni Karlsson sóknarprestur þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni með- hjálpara, Laufeyju Waage, Geir Brynjólfssyni, Pétri Sigurðssyni og fleira safnaðarfólki. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður að messu lokinni, auk þess sem boðið verður fram til fyrirbæna við altari kirkjunnar. Athugið að messan hefst kl. 20. 30 en Gunnar Gunnarsson, Sigurð- ur Flosason, Tómas R. Einarsson og Matthías M.D. Hemstock byrja að leika kl. 20. Messa og barnastarf í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 8. maí nk. verður messa og barnastarf í Hallgríms- kirkju. Sr. Bára Friðriksdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar að þessu sinni verður fólk sem í vetur hefur tekið þátt í 12 spora starfi Hallgrímskirkju. Fyrir messu og í messunni mun lúðra- sveitin The Augsburg College Band frá Minneapolis í USA leika. Hljóm- sveitin er á tónleikaferð hér en heldur svo til Noregs. Um þessar mundir er þess minnst að sextíu ár eru frá lokum síðari heimstyrjaldar. Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson boðar til sér- stakrar samkirkjulegrar minn- ingar- og bænastundar í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 8. maí kl. 17. til að minnast stríðsloka. Fulltrúar rómversk-kaþólskra, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og prestur af Keflavíkurflugvelli taka þátt í bænastundinni. Rabbíi mun tóna hina hebresku bæn fyrir hinum látnu, Kaddish, til minningar um þau sem létu lífið í helförinni. Fulltrúi íslenskra sjómanna sem sigldu í skipalestunum í heimsstyrj- öldinni síðari, les ritningarlestur. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra flytur ávarp og Módettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Vorhátíð barna- og æskulýðsstarfs SUNNUDAGINN 8. maí verður lokasamvera í barnastarfi Bústaða- kirkju og hefst hún kl. 11. Að lok- inni helgistund verður samvera úti á kirkjuplaninu, þar sem farið verð- ur í leiki og grillað. Allir sem hafa tekið í þátt í barnaguðsþjónustum, TTT-starfinu ásamt öðru starfi kirkjunnar í vetur eru hjartanlega velkomnir og mega taka með sér gesti. Almenn guðsþjónusta – messukaffi Dýrfirðinga GUÐSÞJÓNUSTA verður í Bú- staðakirkju klukkan 14 með þátt- töku Dýrfirðingafélagsins sem heldur sitt árlega messukaffi að guðsþjónustu lokinni. Dýrfirðingar aðstoða við helgihaldið með lestri bæna og ritingarlestra. . Kvennakirkjan í Langholtskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Langholtskirkju sunnu- daginn 8. maí kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Yfir- skrift messunnar er: „Heppnar er- um við að vera í kvennahreyfing- unni. í öðrum hreyfingum skjóta þau hvert annað.“ Kór Kvenna- kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheim- ilinu. Þriðjudaginn 10. maí kl. 20 hefst námskeið í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð og stendur í fjóra þriðjudaga í maí.Yfirskriftin er: „Synd kvenna er auðmýkt þeirra. En eigum við að hætta að sýna umhyggju?“ Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir fjallar um sögu kvennahreyfingarinnar og byggir á síðasta kafla bókar sinnar, Gleði Guðs. Soffía Guðmundsdóttir fjallar um þýðingu sína á köflum úr bók Betty Friedan, The Feminine Mystique og þær Björg Einars- dóttir og Rannveig Jónsdóttir segja frá þátttöku sinni í Rauðsokku- hreyfingunni. Þátttakendur mæti á staðinn. Kaffisala í Grensáskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 8. maí, verður haldin í safnaðarheimili Grensáskirkju árleg kaffisala Kvenfélags Grensássóknar og hefst hún strax að lokinni guðsþjónustu eða um kl. 15. Guðsþjónusta dags- ins er kl. 14. Sr. Guðný Hallgríms- dóttir annast helgiþjónustu, Kirkju- kór Grensáskirkju syngur og organisti Árni Arinbjarnarson. Börn úr Tónskóla Björgvins Þ. Valdimarssonar koma fram í guðsþjónustunni og leika á hljóð- færi sín. Eins og fyrr segir hefst kaffisalan strax að lokinni guðs- þjónustu. Allur ágóði rennur til Kvenfélagsins sem allt frá stofnun safnaðarins hefur lagt drjúgt af mörkum fjárhagslega til ýmissa brýnna verkefna í kirkju og safn- aðarstarfi.“ Fjölskyldu- guðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 8. maí verður fjölskyldusamvera í Seltjarnar- neskirkju, kl. 11. Stundin markar lok vetrarstarfsins og verður boðið upp á skemmtilega samveru. Starfsfólk úr barnastarfi kirkjunn- ar mun leiða stundina sem verður sniðin að unga fólkinu. Boðið verð- ur upp á meðal annars, leikrit, mál- un og tónlist. Barnakór Seltjarnar- ness mun einnig koma fram og syngja falleg lög. Eftir samveruna er gestum boðið inn í safnaðar- heimilið þar sem boðið verður upp á pylsur og safa. Starfsfólk Sel- tjarnarneskirkju vill nota tækifær- ið og þakka fyrir mikið og gott samstarf við börnin og foreldra úr barnastarfi kirkjunnar. Seljakirkja í sumarskapi 4 LEIKJANÁMSKEIÐ verða haldin fyrir börn á aldrinum 6–10 ára í Seljakirkju í sumar. Þau verða sem hér segir: 13.–16. júní, 20.–24. júní, 8.–12. ágúst, 15.–19. ágúst. Skrán- ing hefst 9. maí í síma kirkjunnar 567-0110 og þar eru frekari upplýs- ingar gefnar. Göngumessa í Fella- og Hólakirkju SAFNAST saman við Elliðaárstífl- una (gegnt Árbæjarsafninu) kl. 10. Gengið þaðan upp Elliðaárdal að Fella- og Hólakirkju. Stansað verð- ur á tveim stöðum og sagt frá um- hverfi árinnar. Gönguleið þessi er létt, en hægt er að koma í hópinn hvar sem er á leiðinni. Ungir hljóð- færaleikarar taka á móti göngu- fólki með lúðrablæstri áður en helgistund hefst í kirkjunni kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti Peter Máté. Kór kirkj- unnar leiðir söng. Boðið upp á akst- ur frá kirkju að stíflu að helgistund lokinni, fyrir þá sem skilja bíla sína eftir við stífluna. Vorferð sunnu- dagaskólans verður farin frá kirkj- unni kl. 10.50. Heimkoma áætluð um kl. 15. Grillaðar pylsur í boði kirkjunnar. Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði í Kaldárseli Á MORGUN sunnudaginn 8. maí verður fjölskylduhátíð Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði haldin í sumar- búðum KFUM í Kaldárseli. Hljóm- sveit Fríkirkjunnar mætir á stað- inn. Farið verður í leiki en full- orðna fólkinu boðið í gönguferð um nágrenni sumarbúðanna. Þá verður grillveisla en kaffi og veisluborð fyrir fullorðna fólkið. Dagskráin hefst kl.11 og þeim sem ekki koma á eigin bílum uppeftir er bent á rútuferð frá kirkjunni kl.10.30. Þetta er fimmtánda vorið sem slík fjölskylduhátíð er haldin í Kaldár- seli. Vorhátíð Breiðholtskirkju VORHÁTÍÐ Breiðholtskirkju verð- ur næstkomandi sunnudag 8. maí. Hátíðin markar lok barnastarfsins á þessu vori og hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu kl. 11. Við fáum skemmtilegan gest í heim- sókn, Geira Gleðigaur, en Geiri er hálfur trúður og hálfur maður, sem eitt sinn var fuglahræða og mun hann ræða við okkur um lífið og til- veruna. Að guðsþjónustunni lokinni verður boðið upp á leiki og aðra skemmtan í safnaðarheimilinu og grillaðar pylsur. Ef vel viðrar verð- ur einnig farið í útileiki og er því gott að koma vel klædd til útileikja. Kl. 13.30 munu barna- og unglinga- kórar kirkjunnar flytja söngleikinn „Með hamingjuna í handakrikan- um“ eftir Janeen Brady. Söngleik- urinn fjallar um vímuefni, vinátt- una og mikilvægi góðs sjálfsmats. Stjórnandi er Ásta B. Schram, sem einnig þýddi söngleikinn. Við vilj- um hvetja sóknarbúa, á öllum aldri, til að fjölmenna til þessarar hátíðar og sýna þannig í verki, að öll getum við, óháð aldri, glaðst og fagnað saman í húsi Drottins og átt þar uppbyggilega stund. Vorhátíð í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 8. maí verður haldin vorhátíð barnanna í Dóm- kirkjunni. Hátíðin hefst kl. 11 í kirkjunni þar verður brúðuleik- húsið hennar Hallveigar Thorla- cius, við munum syngja saman og eiga góða stund. Eftir stundina fá þeir sem vilja fígúrublöðrur og andlitsmálningu. Pylsur verða grillaðar og við njótum fallegs um- hverfis kirkjunnar og samfélags hvert við annað. Við vonum að sólin brosi við okkur og að allir mæti með sumarskapið. Öll fjölskyldan velkomin. Dómkirkjan. Fylkismessa og grill í Árbæjarkirkju OKKAR árlega Fylkismessa verður í Árbæjarkirkju sunnudaginn 8. maí. Byrjað verður með fjölskyldu- guðsþjónustu í kirkjunni. Leikhóp- urinn Perlan heiðrar okkur með nærveru sinni og sýnir okkur leik- verk. Rebbi refur og Gulla gæs mæta á svæðið. Grillaðaðar pylsur verða í safnaðarheimilnu – kosta þær 200 krónur og ávaxtasafi. Meistaraflokksstrákar og stelpur árita. Fylkismenn ungir sem aldnir – upp með sokkana og mætum í kirkjuna ykkar á sunnudag. Vorferð Safnaðarfélags Grafarvogskirkju GLJÚFRASTEINN - Kríunes. Mánudaginn 9. maí verður farið í hina árlegu vorferð Safnaðarfélags Grafarvogskirkju. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 19.30. Gljúfrasteinn heimili og vinnustað Halldórs Laxness,verður skoðaður með leiðsögn og fræðst verður um æfi og verk skáldsins. Kvöldkaffi verður drukkið í Kríunesi við Elliðavatn. Komið til baka um kl.22:30 og 23:00 Þátt- tökugjald er kr. 1.000,- (kvöldkaffið innifalið) Næstkomandi sunnudag 8. maí verður aðalsafnaðarfundur Grafar- vogssóknar. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Kór Graf- arvogskirkju syngur, organisti er Hörður Bragason. Að henni lokinni er aðalsafnaðarfundur. Aðalsafnaðarstörf fara fram á hefðbundinn hátt. Greint verður frá starfi kirkjunnar. Léttur hádeg- isverður. Sóknarnefnd Grafarvogs- kirkju. Ferming í Kvennakirkjunni. Fermt verður í Árbæjarkirkju laugardaginn 7. maí kl. 15. Prestur séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Fermd verður: Erla Dís Kjartansdóttir, Kaplaskjólsvegi 37. Ferming í Hafnarkirkju 8. maí kl. 14. Fermdur verður: Hafþór Imsland, Sandbakka 22, Höfn. Ferming í Víkurkirkju 8. maí kl. 13.30. Prestur sr. Haraldur M. Kristjánsson. Fermd verða: Aron Jens Sturluson, Sigtúni 8, Vík Eygló Guðmundsdóttir, Bakkabraut 4, 870 Vík Gunnar Sveinn Gíslason, Sigtúni 10, Vík Sara Lind Kristinsdóttir, Mýrarbraut 9, Vík Þorvaldur Björn Matthíasson, Suðurvíkurvegi 6, Vík. Ferming í Eyrarbakkakirkju 8. maí kl. 13. Fermdir verða: Barði Páll Böðvarsson, Túngötu 1. Júlíus Geir Halldórsson, Túngötu 23c. Ægir Guðjónsson, Eyrargötu 17. Ferming í Landakirkju (Stafkirkj- unni.) 8. maí kl. 15. Fermd verður: Þóra Björk Eggertsdóttir. Fermingar 7. og 8. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.