Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 15 ERLENT Washington. AP, AFP. | Janis Karpinski, fyrrverandi yfir- maður Abu Ghraib-fangelsisins í Írak, hefur verið lækk- uð í tign inn- an Banda- ríkjahers eftir að hafa verið fundin sek um að vanrækja skyldur sín- ar og fyrir búðahnupl. Karpinski er hæst setti liðs- maður Bandaríkjahers sem hefur þurft að gjalda fyrir illa meðferð á föngum í Abu Ghraib sem komst upp um á síðasta ári. Þrír aðrir hátt settir her- foringjar, þeirra á meðal Ric- ardo Sanchez, yfirmaður her- afla Bandaríkjanna í Írak á þessum tíma, voru hreinsaðir af sök innan hersins en fimm lægra settum yfirmönnum var einnig refsað. Segist vera blóraböggull Bandaríkjaforseti, George W. Bush, undirritaði skipunina þar sem Karpinski er lækkuð í tign en hún missir nú titilinn stórfylkisforingi og verður að höfuðsmanni. Þýðir þetta að ferli hennar innan hersins er í raun og veru lokið. Sjálf hefur Karpinski neitað ásökunum um búðahnupl og segist ennfremur vera blóraböggull þegar kemur að Abu Ghraib-hneykslinu. Karpinski lækkuð í tign Janis Karpinski Ramallah. AFP, AP. | Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu- manna, hélt velli í sveitarstjórnar- kosningum á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í fyrradag samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtar voru í gær. Fatah fékk 56% atkvæða í kosn- ingunum en Hamas-samökin 33%. Úrslitin þykja varnarsigur fyrir Fatah-hreyfinguna þar sem talið var líklegt fyrir kosningarnar að Hamas- samtökin tækju mun meira fylgi frá henni. Úrslitin staðfesta þó einnig stöðu Hamas-samtakanna sem áhrifamik- ils stjórnmálaafls á palestínsku sjálf- stjórnarsvæðunum. Þau hlutu flest atkvæði í fjórum af fimm stærstu sveitarfélögunum þar sem kosið var að þessu sinni. Kjörstjórnin sagði að Fatah hefði fengið flest atkvæði í 50 af 84 sveit- arstjórnum og Hamas 28. Minni fylkingar sigruðu í fjórum sveitar- félögum og úrslitin voru óráðin í tveimur. Um 82% kjörsókn Litið var á kosningarnar sem próf- stein á vinsældir Hamas fyrir kosn- ingar til heimastjórnarþings Palest- ínumanna 17. júlí næstkomandi. Erfitt er þó að túlka niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna þar sem talið er að ýmis staðbundin málefni hafi ráðið miklu um úrslitin. Forystumenn Hamas sögðust hafa vonast til þess að fá meira fylgi. Þeir véfengdu bráðabirgðatölurnar í nokkrum stórum sveitarfélögum en sögðust ætla að virða úrslit kosning- anna. Búist er við að þau verði til- kynnt formlega á morgun. Abbas hefur reynt að fá Hamas- samtökin til að láta af vopnaðri bar- áttu gegn Ísraelum og breytast í stjórnmálaflokk. Hann óttast þó að vaxandi pólitísk áhrif Hamas geti hindrað friðarumleitanir þar sem samtökin hafa hafnað friðarviðræð- um við Ísraela. Yfir 400.000 Palestínumenn voru á kjörskrá og kjörsóknin var um 82%. Alls voru 2.519 manns í framboði, þar af 399 konur. Fatah hélt velli í sveitar- stjórnarkosningum Hamas sigraði þó í stórum sveitarfélögum AP Stuðningsmenn Fatah-hreyfingarinnar fagna úrslitum sveitarstjórnarkosninga í bænum Beit Lahiya á Gaza- svæðinu þegar þau voru tilkynnt í gærmorgun. Fatah fékk 56% atkvæðanna samkvæmt bráðabirgðatölum. STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa fundið tólf áður óþekkt tungl á braut um Satúrnus. Vitað er nú um alls 46 tungl á braut um plánetuna. Tunglin sem fundust síðast eru lít- il, óregluleg í lögun og langt frá plán- etunni. Það tekur þau um það bil tvö ár að fara einn hring í kringum hana. Fréttavefur breska ríkisútvarps- ins, BBC, skýrði frá þessu. Tunglin tólf komu í ljós í fyrra og sáust með Subaru-sjónaukanum sem er á Hawaii. Í síðasta mánuði var uppgötvunin síðan staðfest með Gemini North-sjónaukanum, sem einnig er á Hawaii. Talið er að tunglin tólf hafi mynd- ast í víðáttumiklu smástirnabelti milli Mars og Júpíters en aðdrátt- arafl Satúrnusar hafi togað þau til sín. Júpíter er sú reikistjarna í sól- kerfinu sem hefur flest tungl, eða 63, sem vitað er um. Úranus hefur 27 og Neptúnus 13. Fundu tólf tungl við Satúrnus Kyoto. AFP. | Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Japans, varaði í gær Norður-Kóreumenn við því að deilunni um kjarnavopn þeirra yrði vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem myndi þá ræða hugs- anlegar refsiaðgerðir, ef þeir hæfu ekki samningaviðræður að nýju. Utanríkisráðherrann varaði við þessu eftir að skýrt var frá því að fram hefðu komið vísbendingar um að Norður-Kóreumenn væru að búa sig undir að sprengja kjarnorku- sprengju í tilraunaskyni í fyrsta skipti. N-Kóreu- menn var- aðir við ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.