Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GH -S N 05 05 00 6 í dag, laugardag. Vorbúhnykkurinn er í fullum gangi og þess vegna verður mikið um að vera í verslun okkar í dag, laugardag. Það verður opið frá 11 til 16. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. Heitt á könnunni. Það verður opið fyrir MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá 20 félagsmönnum í Samfylkingarfélagi Vestmanna- eyja. „Við undirritaðir félagsmenn í Samfylkingarfélagi Vestmanna- eyja styðjum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur „Alla leið“. Andrés Sigurvinsson, Björn Elí- asson, Elías Björnsson, Guðrún Erlingsdóttir, Gylfi Sigurðsson, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Hörður Þórðarson, Jóhanna Inga Jóns- dóttir, Jón Hauksson, Kristín Val- týsdóttir, Magnea Bergvinsdóttir, Olga Færseth, Óðinn Hilmisson, Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, Ólöf Margrét Magnúsdóttir, Sigrún Bjarnadóttir, Smári Jökull Jóns- son, Steinunn Jónatansdóttir, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, Örn Hilm- isson.“ 20 Eyjamenn sem styðja Ingibjörgu Sólrúnu Á ÁRSFUNDI Veiðimálastofnunar í gær, spáði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur góðri laxveiði í sum- ar. Þrátt fyrir að engin traust spálíkön séu til, þá sagði Guðni að útfrá veiði síðasta árs, þegar tals- verð aukning varð frá árunum á undan, vænar smálaxagöngur og metveiði í nokkrum ám, mætti bú- ast við auknum stórlaxagöngum í sumar. Þá segir Guðni að búast megi við því að smálaxagöngur verði svipaðar eða jafnvel heldur meiri. Ekki séu merki um fækkun göngu- seiða og endurheimtur úr sjó virð- ast hafa hækkað; það bendi til þess að ástand sjávar sé með betra móti. Stórlaxi verði sleppt Guðni býst við því að aukningin á stórlaxi muni fremur koma fram í ám á Norður- og Austurlandi, þar sem stórlaxahlutfall er jafnan hærra en gerist á Vestur- og Suð- urlandi. Vonast hann því til að draga fari úr fækkun á stórlaxi, en göngur stórlaxa og veiði hafa farið minnkandi á síðustu tveimur ára- tugum. Fram kom að á síðustu árum hafi sífellt aukist að stangaveidd- um laxi sé sleppt aftur í árnar, og er hlutfallið nú um 16%. Enn hærra hlutfalli er sleppt af tveggja ára laxi, eða um 25%. Hvetur Guðni veiðimenn til að halda áfram að hlífa stórlaxinum, til að viðhalda erfðaþættinum. Tók Óðinn Sig- þórsson, formaður Landssambands veiðifélaga undir þau orð, og sagði að veiðimenn þyrftu að gera enn betur í sleppingum á stórlaxi. Guðni ræddi einnig um vaxandi sjóbirtingsveiði í mörgum ám og býst hann við að hún aukist enn frekar. Morgunblaðið/Golli Í kjölfar góðs laxveiðisumars í fyrra, spáir Guðni Guðbergsson fiskifræð- ingur öflugum stórlaxagöngum í sumar og svipuðum smálaxagöngum. Spáir góðri lax- veiði í sumar STANGVEIÐI PERSÓNUVERND ítrekaði í gær í bréfi til sam- göngunefndar Alþingis gagnrýni á ákvæði frum- varps samgönguráðherra um breytingar á fjar- skiptalögum. Persónuverndar leggst gegn ákvörðun sam- göngunefndar að láta 9. grein frumvarpsins standa óbreytta en hún kveður á um aðgang lög- reglu að upplýsingum um svonefndar IP-tölur tölva sem tengdar eru Netinu. Fram kemur í bréfinu að nefndin rökstyður þessa ákvörðun m.a. með vísan til þess að mik- ilvægt sé að greinin standi óbreytt, þar sem nú- gildandi ákvæði laga um meðferð opinberra mála hafi í dómaframkvæmd verið túlkuð þannig að lögregla hafi ekki getað fengið upplýsingar um IP-tölur nema við broti því sem til rannsóknar væri lægi annað hvort 8 ára fangelsi eða um væri að ræða ríka almanna- eða einkahagsmuni. Nái þetta ákvæði ekki fram að ganga verði lögreglu gert ókleift að aðhafast vegna brota á netinu nema í alvarlegustu tilvikum. Rökréttara að áskilja dómsúrskurð fyrir aðgangi lögreglu Persónuvernd er ósammála þessum rökstuðn- ingi. ,,Mun rökréttara er, að mati Persónuvernd- ar, að áskilja dómsúrskurð fyrir slíkum aðgangi lögreglu að persónuupplýsingum fremur en að víkja frá almennt viðurkenndum og stjórnar- skrárvörðum réttindum manna til að njóta frið- helgi um einkalíf sitt. Í þessu sambandi er enn minnt á að hafa ber í huga grundvallarrétt ein- staklinga til að njóta friðhelgi um einkalíf sitt, sem varinn er af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, og þær meg- inreglur réttarríkisins sem eiga m.a. að standa vörð um þann rétt. Minnt er á að að jafnaði tekur ekki nema einn til tvo daga, hér á landi, að fá slíkan úrskurð. Þá er minnt á að slíkt skerðir á engan hátt rannsóknarhagsmuni þar sem ip-tölur eru skráðar og aðgengilegar. Hefur ekki verið sýnt fram á nokkur veigamikil rök fyrir því að víkja frá meginreglunni um að dómsúrskurð þurfi,“ segir m.a. í bréfi Persónuverndar til sam- göngunefndar Alþingis í gær. Persónuvernd ítrekar gagnrýni á frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum Vikið frá viðurkenndum rétti til friðhelgi einkalífs DÓRA Sif Tynes, forstöðu- maður lögfræði- og stjórn- sýslusviðs Og Vodafone, undr- ast vinnubrögð við afgreiðslu fjarskiptalagafrumvarps sam- gönguráðherra. Hún er ósátt við hversu mikið kapp er lagt á að afgreiða það á yfirstand- andi þingi. Og Vodafone fékk u.m.b. viku til að gefa samgöngu- ráðuneytinu umsögn um frumvarpið og samgöngu- nefnd veitti svo félaginu tvo til þrjá daga til að semja um- sögn til nefndarinnar, að sögn hennar. Stenst gagnvart friðhelgi einkalífs? Dóra Sif segir að þótt þing- nefndin hafi eitthvað átt við ákvæði frumvarpsins um varðveislu IP-gagna sem fjallar um skyldu fjarskipta- fyrirtækja til að veita lög- reglu aðgang að gögnum, þá standi grundvallarspurningin óhögguð um hvort þetta að- gengi að persónuupplýsingum standist gagnvart réttindum manna til að njóta friðhelgi einkalífs. „Ég fæ ekki séð að menn hafi gefið þessu gaum og leit- ast við að svara því hvort þetta sé í lagi. Ég er ekki sannfærð um að rannsóknar- hagsmunir séu svo ríkir að þeir geti rutt friðhelgi einka- lífsins úr vegi,“ segir hún. Og Vodafone gerir einnig m.a. athugasemdir við ákvæði um tveggja ára biðtíma áður en Póst- og fjarskiptastofnun getur kveðið á um skyldu til samninga um svonefnt reiki, en með því á að vera tryggt að farsímafyrirtæki eigi að- gang að farsímanetum ann- arra fyrirtækja þegar upp- bygging eigin aðstöðu er talin óraunhæf. Dóra Sif segir að ef nýr að- ili komi inn á farsímamark- aðinn þýði þetta ákvæði um tveggja ára biðtíma að reiki- skylda verði lögð til hliðar eins og við þekkjum hana í dag. Að mati hennar væri skyn- samlegast að fresta afgreiðslu frumvarpsins og fara nánar yfir málið í samráði við hags- munaaðila og skoða álitamál sem varða persónuvernd mun betur. Lögfræðingur Og Vodafone Gagnrýn- ir vinnu- brögðin ALMENNINGUR ehf. fékk útboðs- gögn um Símann afhent í gær en að sögn Orra Vigfússonar, eins tals- manna Almennings ehf., eru gögnin trúnaðarmál og hann má ekki upplýsa hvað þau innihalda. Almenningur ehf. vildi fá gögnin sem fyrirtækið Morg- an Stanley útbjó afhent og um leið umboð til að mega kynna þau fjár- festum sem hafa áhuga á Símanum. „Nú förum við yfir þessi gögn í stjórn- inni og þau hjálpa okkur að meta mál- ið og skoða hvernig staðan er og hvaða framtíðarhorfur eru þarna. Við erum að undirbúa tilboð og ræða við ýmsa fjárfesta,“ segir Orri en honum þætti eðlilegra að almenningur mætti sjá gögnin í upphafi ferlisins. Jörundur Valtýsson, ritari einka- væðingarnefndar, segir að til að fá út- boðsgögnin í hendur þurfi að undir- rita trúnaðarsamning. Einstaklingar geti fengið gögnin en ljóst þurfi að vera að alvara sé að baki. Jörundur segir að þar sé helst litið til fjárhags- legs styrks viðkomandi auk þess sem keppinautar Símans megi ekki fá gögnin í hendurnar enda séu þar trúnaðarupplýsingar um fyrirtækið. Hann segir að fjöldi hópa og einstak- linga hafi fengið gögnin í hendurnar og telur að þeir skipti tugum. Almenningur ehf. kominn með útboðsgögnin FORSETI Ind- lands, dr. A.P.J. Abdul Kalam, kemur í opinbera heimsókn til Ís- lands í lok maí- mánaðar, en með heimsókninni er hann að endur- gjalda opinbera heimsókn forseta Íslands til Ind- lands fyrir nokkrum árum. Forseti Indlands kemur með fríðu föruneyti í eigin farkosti 29. maí og fer héðan 1. júní, en auk Íslands mun hann einnig heimsækja Sviss og Rússland, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Abdul Kalam er fæddur í fylkinu Tamil Nadu á Indlandi árið 1935. Hann braust til mennta og lærði flugvélaverkfræði í Madras og er einn aðalhöfundur að flug- og geim- ferðaáætlun Indlands. Hann er jafn- framt einn virtasti vísindamaður landsins og er heiðursdoktor við þrjátíu háskóla. Forseti Indlands í opinbera heimsókn A.P.J. Abdul Kalam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.