Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Gunnjóna Una byggir rannsóknina áspurningalista sem hún lagði fyrir100 einstaklinga í fjórtán bænahóp-um þar sem þeir voru beðnir að meta eigin líðan. Af þeim svöruðu 89. Til sam- anburðar voru 100 spurningalistar lagðir fyrir fólk sem starfar ekki með bænahóp og biður ekki reglulega. „Ég sá enga aðra leið en að fá fólk til að meta sjálft hvernig því líður svona dags daglega,“ segir Gunnjóna Una. „Og ég var svo heppin að vera með HL-prófið en það eru 32 spurningar á kvarða sem ætlað er að meta heilsutengd lífsgæði.“ Kvarðinn er þróaður af Tómasi Helgasyni, Júlíusi K. Björnssyni, Kristni Tómassyni og Snorra Ingimarssyni og byggist á sjálfsmati tvö þúsund heilbrigðra Íslendinga. „Þátttakendur voru á öllum aldri með mismunandi menntun og stöðu í þjóðfélaginu,“ segir hún. Spurt var um heilsufar, einbeitingu, depurð, samskipti, fjárhag, þrek, kvíða, líkamsheilsu, verki, sjálfsstjórn, svefn og almenna líðan. Marktækur munur reyndist vera á líðan þeirra sem biðja reglulega og þeirra sem ekki biðja. Þeir sem biðja eru alls staðar yfir með- altali kvarðans nema á kvarðanum veikir og er því athyglisvert að þeir telja sig búa við betri líkamlega heilsu en samanburðarhópurinn. „Ég lagði til samanburðar sömu spurningar fyrir fólk í sjálfboðavinnu og meðal annars fyrir konur í sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum í Reykjavík,“ segir Gunnjóna Una. „Þetta voru eldri konur sem voru að vinna muni fyrir basar félagsins. Þær voru greinilega mjög ánægðar með það sem þær voru að gera og fengu sjálfar mikið út úr því. Þær voru að vinna saman fyrir aðra og mældust talsvert hærra á kvarðanum en fólkið í bænahópunum.“ Rannsóknin er BA-verkefni Gunnjónu Unu í félagsráðgjöf en hún útskrifaðist fá Háskóla Ís- lands í vor. „Ég var bankastarfsmaður áður en ég ákvað að fara í þetta nám,“ segir hún, „og þegar kom að lokaverkefninu vildi ég vinna einhverja rann- sókn. Ég hef sjálf kynnst krabbameini, fyrst ár- ið 1988 og seinna árið 1996, og sótti nokkra fundi hjá einum af stuðningshópum Krabba- meinsfélagsins. Það var eitt sinn á fundi í hópn- um að talið barst að bæninni og áhrifamætti hennar eftir erindi sem krabbameinslæknir hélt. Læknirinn hristi höfuðið og sagði að bæn hefði engin áhrif. Ég sá að þessi viðbrögð hans vöktu mikla reiði hjá sumum í salnum. Fólk varð óánægt og einhverjir sögðu að ekki mætti taka trúna af fólki. Það væri stundum það eina sem eftir væri. Þetta atvik kom í huga minn þegar ég fór að hugsa um BA-ritgerðina. Ég fór að hugleiða hvort hægt væri að rannsaka áhrif bænarinnar. Ég hef aldrei verið sérstaklega trúuð manneskja og lítið notað bænir en ég hef hugleitt og finnst það gera mér gott.“ Gunnjóna Una segist hafa kynnt sér ýmsar erlendar rannsóknir um áhrif bænar og hug- leiðslu. „Fólk hélt því fram að þetta væru ein- hverjar kerlingabækur þangað til birt var nið- urstaða rannsóknar R.C. Byrd í Southern Medical Journal árið 1988 á 393 sjúklingum á hjartadeild ríkisspítalans í San Francisco,“ seg- ir hún. „Sjúklingunum var skipt af handahófi í tvo hópa og var beðið fyrir öðrum í bænahring utan spítalans. Hvorki sjúklingar né hjúkr- unarfólk vissu að verið var að gera þessa til- teknu rannsókn þótt sjúklingarnir hefðu veitt samþykki sitt fyrir að rannsóknin yrði gerð. Niðurstaðan sýndi að sjúklingum sem beðið var fyrir vegnaði mun betur en hinum og var mun- urinn meiri en svo að tilviljun ein gæti ráðið. Þá sáu læknar að fyrirbæn hafði sannarlega áhrif.“ Gunnjóna Una bendir á að heilabylgjur hafi verið þekktar fyrir 1920 þegar þýski vís- indamaðurinn Bergera fann þær og flokkaði í fjóra flokka; beta, alfa, þeta og delta. Þetta eru veikar rafsegulbylgjur sem eru mælanlegar. Þegar einstaklingur er virkur og vakandi (beta) mælast 14–28 rið á sekúndu, í afslöppun og hlut- lausu hugarástandi (alfa) mælast 7–14 rið á sek- úndu. Í mjög djúpri slökun eins og bæn (þeta) mælast 4–7 rið á sekúndu og í djúpum svefni (delta) mælast 1–4 rið á sekúndu. „Rannsóknir Herberts Bensons, hjartalækn- is við Harvard-háskóla, sýna að við það að slaka á og endurtaka bæn lækka heilabylgjur úr 14– 28 riðum niður í 4–7 rið á sekúndu og um leið notar fólk 17% minna súrefni og hjartsláttur hægist um þrjú slög á mínútu,“ segir Gunnjóna Una. „Þetta er mæl- anlegt. Nýjar þýskar rannsóknir sem byggj- ast á heilamyndatöku sýndu að þegar trúaður einstaklingur las „Drottinn er minn hirð- ir, mig mun ekkert bresta“ þá ljómuðu svæði í nýberki og hvirfilsvæði heilans en ekkert gerð- ist þegar trúlausir lásu textann. Svæðin örv- uðust ekki. Þetta sýnir tengsl trúar og líkama og hvað trúin hefur mikið að segja.“ Gunnjóna Una vitnar í tvíblinda rannsókn O’Laoiers við Harvard-háskóla á 406 ein- staklingum, en niðurstöður hennar sýndu að þeir sem beðið var fyrir sýndu framfarir á þeim sviðum sem beðið var fyrir, svo sem sjálfs- trausti, kvíða og þunglyndi. „En svo var farið að rannsaka þá nítján einstaklinga sem önnuðust fyrirbænirnar og þá kom í ljós að þeirra ávinn- ingur var meiri en þeirra sem beðið var fyrir. Þarna sá ég að hugsanlega væri hægt að gera rannsókn á áhrifamætti bænarinnar,“ segir Gunnjóna Una.  TRÚ | Marktækur munur á líðan þeirra sem biðja reglulega og þeirra sem ekki biðja Áhrifamáttur bænarinnar er ótvíræður Morgunblaðið/Golli Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hefur rannsakað áhrifamátt bænarinnar. Reuters Þegar farið var að rannsaka þá sem önnuðust fyrirbænir kom í ljós að þeirra ávinningur var meiri en þeirra sem beðið var fyrir. Niðurstaða rannsóknar Gunn- jónu Unu Guðmundsdóttur, fé- lagsráðgjafa hjá Krabbameins- félagi Íslands, á áhrifum bænarinnar á þá sem biðja hef- ur vakið verðskuldaða athygli. Rannsóknin sýnir að þeim sem biðja reglulega í bænahópum fyrir öðrum líður mun betur en þeim sem ekki biðja. Læknirinn hristi höfuðið og sagði að bæn hefði engin áhrif. Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.