Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bergmál Ragnhildar á morgun FRUMVARP Ágústs Ólafs Ágústs- sonar, þingmanns Samfylkingarinn- ar, um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrota gegn börnum undir fjórtán ára aldri var afgreitt frá alls- herjarnefnd þingsins í gær. Allsherj- arnefnd er þó tvíklofin í málinu. Meirihluti hennar, þ.e. þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokks, telur of langt gengið með því að fella niður fyrning- arfrest í öllum kynferðisbrotum gegn börnum. Hann leggur þess í stað til, sem fyrsta skref, að viðmiðunarald- urinn, þ.e. það aldursmark sem fyrn- ing hefst í slíkum brotum, verði færð- ur úr fjórtán árum í átján. Minnihluti nefndarinnar, þ.e. þingmenn Sam- fylkingarinnar, leggur hins vegar til að frumvarp Ágústs Ólafs verði sam- þykkt óbreytt. Gert er ráð fyrir því að nefndaráliti meirihlutans og minnihlutans verði dreift á Alþingi í dag eða eftir helgi. Jónína Bjartmarz, þingmaður Fram- sóknarflokks og varaformaður alls- herjarnefndar, ritar undir nefndarálit meirihlutans með fyrirvara. Hún kveðst í samtali við Morgunblaðið áskilja sér rétt til þess að leggja fram frekari breytingar á frumvarpinu við aðra umræðu þess. Ekki er þó víst, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, að það takist að afgreiða frumvarpið og væntanlegar breytingartillögur við það á þessu vorþingi. Í núgildandi lögum er kveðið á um það að sakir geti fallið niður að ákveðnum tíma liðnum, vegna fyrn- ingar. Sérstaklega er kveðið á um það að fyrningarfrestur vegna kynferðis- afbrota gegn börnum hefjist ekki fyrr en frá þeim degi er brotaþoli nái fjór- tán ára aldri. Fyrningartími er frá fimm árum upp í fimmtán ár; hann fer m.ö.o. eftir refsingu brotanna. Samkvæmt núgildandi lögum eru öll kynferðisbrot gegn börnum fyrnd við 29 ára aldur. Nái breytingar meirihlutans fram að ganga fyrnast þau hins vegar við 33 ára aldur. Heldur áfram baráttunni Ágúst Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mikill sigur væri unninn með því að ná málinu út úr nefnd, en þar hefði það „sofnað“ á síðasta þingi. „Það eru hins vegar mjög mikil vonbrigði að stjórnar- meirihlutinn skyldi ekki viðurkenna sérstöðu þessara brota með því að gera þau ófyrnanleg. Um það snýst málið.“ Minnihluti allsherjarnefndar segir m.a. í nefndaráliti sínu að eðli málsins samkvæmt komi umrædd brot gagnvart börnum oft mjög seint fram í dagsljósið. Ágúst Ólafur vonast til þess að meirihluti þingmanna sýni frumvarp- inu skilning í lokaafgreiðslu þess og samþykki það óbreytt. „Ég mun halda áfram þessari baráttu og reyna að sannfæra þingmenn um að þessi brot eigi að vera ófyrnanleg.“ Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar þingsins, segir að meirihlutinn telji of langt gengið að fella niður fyrningarfrest í öllum kyn- ferðisbrotum gegn börnum. Hann segir að til séu aðrar og heppilegri leiðir til að ná því markmiði sem að er stefnt með frumvarpinu. Til dæmis sé hægt að taka út alvarlegustu kynferð- isbrotin og afnema fyrningarfrestinn einungis í þeim málum. Meirihlutinn beinir því til dómsmálaráðuneytisins að skoða þessi mál samhliða endur- skoðun hegningarlaganna. Bjarni segir að með fyrrgreindri breytingartillögu meirihlutans, um að færa aldursmörkin upp um fjögur ár, sé verið að koma til móts við þau sjón- armið að brotaþolar, þ.e. börn undir átján ára aldri, séu almennt ekki bún- ir að ná þeim þroska sem þarf til að gera sér grein fyrir alvöru brotsins. „Við leggjum líka áherslu á að haga okkar löggjöf í þessu efni í einhverju samræmi við það sem gerist til að mynda á hinum Norðurlöndunum. Þar hafa menn valið að miða við átján ára aldur.“ Refsiramminn hækki? Jónína Bjartmarz kveðst ekki geta stutt frumvarp Ágústs Ólafs óbreytt m.a. vegna þess að í því sé enginn greinarmunur gerður á því um hvers konar kynferðisbrot sé að ræða. Hún segir mikinn mun á þessum brotum. Það komi m.a. í ljós þegar refsiramm- inn sé skoðaður. Hann sé frá tveggja ára og upp í sextán ára fangelsi. Væg- ustu brotin geti verið kynferðisleg áreitni, sem fram fari einu sinni, en þyngstu brotin geti verið samræði eða önnur kynferðismök, sem fram fari jafnvel árum saman. „Ég tel að rök séu fyrir því að afnema fyrning- arfrestinn í grófustu brotunum en sé ekki rökin fyrir því að afnema hann í þeim vægustu. Það þjónar ekki hags- munum þolenda grófustu brotanna að leggja þetta allt undir einn hatt.“ Jónína segist því áskilja sér rétt til að leggja fram breytingartillögu við aðra umræðu um frumvarpið sem miðist að því að afnema fyrningar- frestinn í grófustu brotunum gagn- vart börnum. Hún segir þó einnig koma til greina að bíða með frekari breytingu á núgildandi lögum fram til haustsins í ljósi þess að mikill vilji sé til þess að hækka refsirammann í kynferðisbrotum gagnvart börnum og gera aðrar breytingar á kynferð- isbrotakafla hegningarlaganna.Verði sú endurskoðun t.d. til þess að mesta refsing hækki t.d. í ævilangt fangelsi leiði það til þess að fyrningarfrestur- inn falli brott. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, stendur einnig að áliti meirihluta allsherjarnefndar. Hann segir, eins og Jónína, að kyn- ferðisbrotin séu misalvarleg og að ekki sé rétt að afnema fyrningarfrest- inn í þeim öllum. „Það má þó gera verstu brotin ófyrnanleg með því að hækka refsirammann,“ segir hann. Frumvarp um afnám fyrningarfrests afgreitt úr allsherjarnefnd, en ekki var samstaða í nefndinni Tillaga um að lengja frestinn um 4 ár Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Ágúst Ólafur Ágústsson Bjarni Benediktsson ÞINGMENN lýstu yfir miklum áhyggjum af aukinni lyfjanotkun barna í umræðum á Alþingi í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra tók undir þær áhyggju- raddir. „Ég deili þeim áhyggjum sem þeir [þingmennirnir] hafa af þessari þróun,“ sagði hann. Ráð- herra tók þó fram að lyf gætu verið nauðsynleg í mörgum tilfellum. „En ég vildi beina því til fólks almennt að vera á verði í þessum efnum.“ Hann sagði ennfremur að innan ráðuneytisins væri vilji til þess að efla sálfræðiþjónustuna í gegnum heilsugæsluna. „Við höfum eflt hana eftir því sem við höfum haft fjár- hagsramma til.“ Einhvers staðar er pottur brotinn Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, var málshefj- andi umræðunnar í gær. Tilefni hennar var nýlegt skriflegt svar ráðherra við fyrirspurn hennar um lyfjanotkun barna. Í svarinu kemur m.a. fram að notkun metýlfenídats- lyfja hafi aukist umtalsvert hér á landi á undanförnum árum en slík lyf eru aðallega gefin börnum sem hafa verið greind með athyglisbrest og ofvirkni. Ásta sagði að þessi þróun væri ekki eðlileg. Einhvers staðar væri pottur brotinn. Þingmaðurinn vitn- aði í grein sem birtist í Morgun- blaðinu í mars sl. og sagði: „Níu mánaða stúlkubarn var sett á forða- töfluna rítalín SR í forvarnaskyni vegna þess að fjögurra ára bróðir hennar hafði greinst ofvirkur og verið settur á lyf, þrátt fyrir að framleiðandi lyfsins taki fram að það sé ekki ætlað börnum undir sex ára. Þetta kemur fram hjá fjöl- skylduráðgjafanum Karen Kinchin í Morgunblaðinu í mars sl. en fyrir fjórum árum varaði hún við þeirri þróun sem kemur fram í svari ráð- herra ef ekki yrði brugðist við.“ Farin að sjúkdómsvæða eðlilega hegðun barna? Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Ástu. Jón Gunnarsson, samflokksmaður hennar, sagði að þessi mikla aukning á notkun lyfja hlyti að vekja áleitnar spurningar. „Getur verið að við séum farin að sjúkdómsvæða eðlilega hegðun barna?“ spurði hann. „Getur verið eðlilegt ef barn er ódælt, til vand- ræða í skóla og fyrirferðarmikið, eins og það var kallað hér í gamla daga, að þá sé ráðið það að ávísa á lyf, ávísa á dóp? Er það það sem við viljum sjá? Ég held ekki.“ Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði óhugnan- legt að lesa fyrrgreint svar ráð- herra. Hún vitnaði einnig í umfjöll- un Tímarits Morgunblaðsins, frá því um síðustu helgi, þar sem greint var frá því að notkun serótónín- geðdeyfðarlyfja hefði margfaldast jafnt og þétt á síðustu árum. „Á hvaða leið erum við? Er ekki hægt að leita einhverra annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geð- deyfðarlyf?“ spurði hún. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sagði um ískyggilega þróun að ræða. „Ég held að við þurfum að líta til fjöl- skyldunnar, hvernig hún hagar lífi sínu, hvernig vinnutíma er hagað hér á landi og hvernig byggð er upp ákaflega mikil pressa á foreldrana.“ Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að ekki mætti gleyma því að lyf gætu verið ágætislausn. „Það er afar brýnt að við tökum heildstætt á þessum málum og við þurfum líka auðvitað að varast það að foreldrar fái sektarkennd yfir því að hafa börn sín á lyfjum, ég hvet til þess að við dettum ekki í þann pyttinn.“ Hafa áhyggjur af auk- inni lyfjanotkun barna Morgunblaðið/Golli Alþingismenn eru önnum kafnir þessa dagana enda styttist í að þing- störfum ljúki í vor. Í dag hefst þingfundur kl. hálfellefu og eru 24 mál skráð á dagskrá þingsins, m.a. umræða um samkeppnismál. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.