Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 41 DAGBÓK Út er komin þriðja ljóðabók, Fallnir englar, eftir Einar Má Kristjánsson. Bókin er með 51 ljóði og 17 myndum. Bókin fæst hjá Máli og Menningu, Laugavegi, Eymundson Austurstræti og einnig hjá höfundi í síma 869 0907. Bókin kostar 1500 krónur. Við það bætist póstkröfukostnaður. Í Tímariti Morgunblaðsins um helgina segir Ragnhildur Gísla- dóttir frá vinningum og von- brigðum á ferlinum, Bergmáli og tónskáldadraumum. Í Tímariti Morgunblaðsins Heilsumiðstöðin Heilsuhvoll heldur opiðhús á morgun, sunnudag, milli klukk-an 14–17 í nýju húsnæði við Borgar-tún 33. Dagmar Eiríksdóttir er meðal félaga Heilsuhvols. Hvað er Heilsuhvoll? Á Heilsuhvoli eru samankomnir 18 meðferð- araðilar sem hafa allir lokið fullu námi og eru með tilskilin réttindi í sínu fagi. Þarna er mikil þekking og viska saman komin og er markmið okkar að bæta líðan og efla heilsu þeirra sem til okkar leita með heilsunuddi, hómópatíu, Alexandertækni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, nála- stungum, ilmkjarnaolíum, osteópatíu, sjúkra- nuddi, snyrtifræði og svæða- og viðbragðsfræði. Hvaða þýðingu hafa nýsamþykkt lög um starf- semi græðara? Lögin eru mikið fagnaðarefni fyrir alla græð- ara, en græðarar eru þeir sem starfa við heil- brigðisþjónustu utan hins almenna heilbrigð- iskerfis. Þetta er viðurkenning af hálfu hins opinbera en hingað til hefur lagaleg staða græð- ara verið óviss og neytendur átt erfitt með að meta þjónustu þeirra þar sem enginn lagalegur munur hefur verið gerður á þeim sem tekið hafa stutt kynningarnámskeið eða þeim sem hafa lokið margra ára námi frá viðurkenndum skólum. Ég fagna þessu sérstaklega fyrir hönd okkar nála- stungumeðhöndlara því hingað til hefur nánast hver sem er getað notað nálastungur í sinni með- höndlun, og hefur verið erfitt að standa vörð um fagmennsku og góða menntun. Við höfum unnið að því að tryggja fagmennsku innan okkar fag- hópa, til dæmis með stofnun Nálastungufélags Ís- lands fyrir tveimur árum. En lögin stuðla enn frekar að því að tryggja öryggi þeirra sem nýta sér þjónustu græðara og gæði þjónustunnar sem veitt er. Hvernig getur fólk leitað sér þekkingar á óhefð- bundnum meðferðarúrræðum? Til dæmis á heimasíðu okkar, heilsuhvoll.is, þar sem finna má fróðleik um þær meðferðir sem boð- ið er upp á ásamt forvitnilegum greinum. Við er- um einnig með símatíma virka daga milli kl. 13– 15. Hversu algengt er að fólk leiti sér óhefðbund- inna meðferðarúrræða? Ég heyrði því fleygt að um 24% þjóðarinnar leiti sér nú óhefðbundinnar meðferðar, en fyrir tíu árum var það um 10%. Fólk vill bera ábyrgð á eig- in heilsu og er að vakna til vitundar um alla þá möguleika sem hægt er að nýta sér til betra lífs. Það er svo dásamlegt að úrvalið sem er í boði veitir öllum möguleika á að finna sér meðferð og meðferðaraðila við hæfi. Oft er líka gott að flétta saman fleiri en einni meðferð þannig að þær styðji hver aðra. Heilsa | Heilsumiðstöðin Heilsuhvoll heldur opið hús Að bæta líðan og efla heilsu  Dagmar Jóhanna Ei- ríksdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er með próf frá Bænda- skólanum á Hvanneyri og Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Árið 1995 lauk hún fjögurra ára námi frá The College of Oriental medicine í Sussex og var síðan einn vetur í London School of Acupuncture þar sem hún lærði nálastungumeðhöndlun á börnum. Dagmar býr á Vatnsleysuströnd með manni sínum, Hall- dóri Hafdal Halldórssyni trillukarli, og börnum þeirra Hólmfríði Kríu og Katli Huga. 70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 7. maí, er sjötug Rannveig S. Guðmundsdóttir frá Ásbjarnarnesi, Vestur-Húnavatnssýslu, Bröttukinn 20, Hafnarfirði. Rannveig verður að heiman. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Björn S. Lár-usson framkvæmdastjóri sam- félagssamskipta hjá Bechtel-verk- takafyrirtækinu, Vesturgötu 41 á Akranesi, er fimmtugur í dag, laug- ardaginn 7. maí. Hann tekur á móti gestum í sal ÍA á Jaðarsbökkum á Akranesi á milli 4 og 7 í dag. 50 ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 10.maí verður Sævar G. Jónsson, Greniási 8, Garðabæ, fimmtugur. Vegna þeirra tímamóta taka hann og fjölskylda hans á móti gestum að Garðaholti, laugardaginn 7. maí frá klukkan 20. Ósammála pirruðum símnotanda MÉR finnst svo mikið kvartað yfir smáhlutum í okkar blessaða þjóð- félagi að ég verð að koma með smá hrós – þannig líður mér bara betur og vonandi geta fleiri tekið undir með mér. Fyrir það fyrsta hef ég þurft að leita aðstoðar Símans oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, bæði gegnum síma og tölvupóst. Í hvert sinn hef ég fengið pottþétta þjónustu og þótt ég sé ,,númer 16 í röðinni“ gengur sú röð yfirleitt fljótt, fyrir utan að þetta er gjaldfrjálst númer og ég get dúllað mér við lest- ur eða eitthvað á meðan ég bíð. Þol- inmæðin sem mér hefur verið sýnd í hálfvitaskap mínum varðandi ein- földustu mál, er til fyrirmyndar. Varðandi Svanhildi-Opruh- Íslendinga-málið, þá rökstuddi sú fyrrnefnda mál sitt afar vel í Kast- ljósinu. Við ættum að þekkja banda- rískt sjónvarp betur en svo að draga ályktanir út frá því eingöngu, við horfum jú nógu déskoti mikið á það og ættum því að þekkja það. Spurn- ing um að fá Þórunni Lárusdóttur til að tjá sig líka, þar sem hún hefur líka fengið á sig skot. Að endingu vill ég þakka RÚV fyrir góða dagskrá og fyrir snilldargóða stöð sem spilar eingöngu klassík og djass á FM 87,7. Ég borga afnotagjöldin mín með ánægju fyrir svona dagskrárgerð. Önnur kona og ánægð. Öryrkjamálið ÉG HEF verið að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að gera ör- orkubótakerfið hjá TR réttlátara og einfaldara í sniðum? Það vita allir að margir þeirra sem þiggja örorkubætur taka að sér ýmis störf til að drýgja tekjurnar og öll þekkjum við einhvern (minnsta kosti einhvern sem þekkir einhvern) sem er gerandi eða þiggjandi í því ferli. Nú ætlar TR eins og Don Quixote forðum að blása til sóknar gegn þessu fólki. Spurningin er hvort sú herferð skili nokkrum árangri, í mesta lagi eykur það á depurð ör- orkubótaþeganna. Er ekki einfaldara að útrýma þessum vanda með einfaldri kerf- isbreytingu sem fælist í því að þegar einstaklingur sem metinn hefur ver- ið x% öryrki, getur valið um tvennt, þ.e. að þiggja bætur og heita því svo að vinna ekki launaða vinnu, en hins vegar að í stað þess að fá greiddar bætur, fái hann hærra VSK þak en við hin sem erum heilbrigð og geti á þann hátt á löglegan máta séð sér og sínum farborða. Reikna ég með að langflestir muni þiggja þennan kost, enda eru margir örorkubótaþegar vel færir um að inna af hendi ýmiss konar verk án þess að það hafi áhrif á veikindi þeirra, bara ef þeir fá að ráða sínum vinnutíma og verklagi sjálfir. Við venjulega fólkið getum þá einnig keypt þessa þjónustu löglega, fengið reikninga fyrir veitta þjón- ustu og leitað réttar okkar ef þjón- ustan stenst ekki kröfur. Auðvitað munu einhverjir reyna að njóta bóta áfram og vinna en þeir verða mun færri og vinnan fyrir TR þ.a.l. léttari. Lárus Rúnar Ástvaldsson. Prjónakonur ÓSKA eftir því að komast í samband við prjónakonur, hvort sem er hand- eða vélprjón. Upplýsingar í síma 552-0655. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kynning á stafagöngu verður föstudaginn 13. maí kl. 12. Jóna Hildur íþróttakennari kemur með stafina sína. Útivist fyrir alla mánudaga og mið- vikudaga í sumar. Bólstaðarhlíð 43 | Handverkssýning verður í Bólstaðarhlið 43, dagana 8. og 9. maí. Á sunnudaginn syngur dreng- jakvartettinn Vallargerðisbræður og á mánudaginn er tískusýning. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, laug- ardagur 7. maí, kl. 13–17. Handverkssýn- ing eldri borgara. Heitt á könnunni. Félag einhleypra | Fundur verður í kvöld, laugardagskvöld, að Hverfisgötu 105, Síðasti fundur vetrarins. Félag kennara á eftirlaunum | Aðal- fundur og skemmti- og fræðslufundur kl. 13.30 í Húnabúð, Skeifunni 11. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Hand- verkssýning verður á handverki eldri borgara í Kópavogi laugardaginn 7, og sunnudaginn 8 maí, kl, 14–17. Vöfflukaffi. Félagsstarf Gerðubergs | „Litaljóð“, myndlistarsýning Lóu Guðjónsdóttur op- in kl. 13–17, listakonan er á staðnum. Upplýsingar um starfsemina er á staðn- um og í s. 575 7720 virka daga kl. 9– 16.30 og gerduberg.is. Hraunbær 105 | Handverkssýning verð- ur sunnudaginn 8. maí frá kl.13 –17 og mánudaginn 9. maí frá kl. 9–17. Margir fallegir munir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Listæfing kl. 9–12. Gönguhópur Háaleitishverfis kl. 10. Boðið upp á teygjuæfingar og vatn að lokinni göngu. Upplýsingar í síma 568–3132. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu strax að lokinni guðsþjónustu kl. 11. Venjuleg aðalfundarstörf, kosningar. Grafarvogskirkja | Barnamessuferð Grafarvogskirkju laugardaginn 7. maí. Lagt af stað frá Grafarvogskirkju og Borgarholtsskóla kl. 10. Farið að Hraun- gerðiskirkju nálægt Selfossi. Boðið upp á grillaðar pylsur og gos í félagsheimili sveitarinnar. Komið verður til baka kl. 14. Háteigskirkja | Dagur opinnar kirkju verður í Háteigskirkju laugardaginn 7. maí frá 14 til 18. Listadagskrá: til að safna fé fyrir nýju orgeli kirkjunnar. Mjög fjölbreytt dagskrá. Eftirfarandi listafólk kemur fram: Stórsveit Nix Noltes, Krist- inn H. Árnason, dansatriði frá Ball- ettskóla Eddu Scheving, barnakór Háteigskirkju, Ellen Kristjánsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Örnólfur Krist- jánsson, Helga Steinunn Torfadóttir og Sigrún Harðardóttir, Douglas Brotchie. Frjáls framlög í orgelsjóðinn. Kaffisala á staðnum. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.