Morgunblaðið - 07.05.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 45
MENNING
SÝNINGIN Fyrirheitna landið
verður opnuð í Þjóðmenningarhús-
inu í dag en hún segir frá ferðum
fyrstu Íslendinganna, sem settust
að í Vesturheimi. Þetta voru
mormónar sem settust að í Utah
fyrir 150 árum. Heilmikil dagskrá
verður við opnunina en Davíð
Oddsson utanríkisráðherra opnar
sýninguna með ávarpi.
Þessir fyrstu Íslendingar höfðu
látið skírast til mormónakirkj-
unnar, sem boðaði að nýja Zion
væri í Utah-ríki í Bandaríkjunum.
„Sýningin Fyrirheitna landið varp-
ar ljósi á trúarlegan grunn
mormónanna, rekur ferð Þórðar
Diðrikssonar (1828–1894) um haf
og land og gefur innsýn í það sam-
félag sem Íslendingarnir byggðu
og urðu hluti af ytra,“ segir í til-
kynningu frá Þjóðmenningarhús-
inu.
Jóhanna Bergmann er leið-
sögumaður Þjóðmenningarhússins.
„Ég hef gaman af því að opna sýn-
inguna á þessum tímamótum þegar
150 ár eru liðin frá því að fyrstu
Íslendingarnir settust að í Vest-
urheimi. Það er talsverð athygli í
þjóðfélaginu á þessar vesturferðir
og það er áhugi á málefninu. Það
er gaman að því að merkja þennan
tíma vesturferðanna sem hefur
ekki verið í kastljósinu,“ segir hún.
Sagan sem er rakin með sýning-
unni hefst um 1850 en vesturferð-
irnar eru oftast tengdar tímabilinu
1870–1914.
„Þetta er tuttugu árum áður en
Kanadaferðirnar komu til. Þarna
eru líka aðrar ástæður að baki
ferðunum. Það var ekki slæmt
efnahagsástand í þeim héruðum
sem flestir Íslendingar tóku
mormónatrú, í Vestmannaeyjum
og Suðurlandi. Það er klárlega
ekki verið að leggja í þessa lang-
ferð í von um betri veraldleg gæði
heldur eru andlegar ástæður að
baki,“ segir hún. Sýningin var
fyrst sett upp í Vesturfarasetrinu
á Hofsósi árið 2000 en er nú aðlög-
uð sýningarsölum Þjóðmenning-
arhússins. Efni sýningarinnar var
unnið í samvinnu Vesturfaraset-
ursins og Íslendingafélagsins í
Utah. Reykjavíkurborg flutti sýn-
inguna til Reykjavíkur og styrkir
borgin jafnframt uppsetningu
hennar í Þjóðmenningarhúsinu.
Hönnuður sýningarinnar er Árni
Páll Jóhannsson og grafískur
hönnuður er Áslaug Jónsdóttir.
„Það er líka gaman að því að
Þjóðmenningarhúsið taki að sér að
opna sýningu sem hefur áður verið
úti á landi. Við erum hús allrar
þjóðarinnar og ekkert sem segir að
allt þurfi að vera fyrst í Reykja-
vík,“ segir hún.
Ferð til Utah í sumar
Gaman er að greina frá því að
Þjóðræknisfélag Íslendinga gengst
fyrir ferð til Utah í sumar en þar
verða hátíðarhöld í tilefni af því að
150 ár eru liðin frá því að fyrstu
Íslendingarnir settust þar að.
„Þjóðræknisfélag Íslendinga er
með öfluga starfsemi. Félagið hélt
aðalfund hér í húsinu í nóvember
síðastliðnum og hundrað manns
sóttu hann. Þetta er fimmta árið
sem félagið stendur fyrir svona
sumarferðum og fólk flykkist í þær
hundruðum saman,“ segir Jó-
hanna.
Sýningin Fyrirheitna landið
verður í Þjóðmenningarhúsinu
næstu tvö ár og gefst því gott
tækifæri til að kynna sér þessa
menningu. Jóhanna bendir á að
næsta vetur verði tilbúin dagskrá
fyrir skólahópa sem vilja koma að
kynna sér þennan kafla í Íslands-
sögunni.
Ávörp við opnunina flytja auk
Davíðs, Almar Grímsson, formaður
Þjóðræknisfélags Íslendinga, Dav-
id A. Ashby fyrir hönd Íslendinga-
félagsins í Utah, Bergur E.
Ágústsson, bæjarstjóri Vest-
mannaeyja, og Valgeir Þorvalds-
son, forstöðumaður Vesturfaraset-
ursins. Jafnframt syngur Ólafur
Kjartan Sigurðarson við undirleik
Jónasar Ingimundarsonar.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningin Fyrirheitna landið um Íslendinga sem fluttu vestur um haf opnuð í dag
Fyrstu
vesturfararnir
Málverk eftir Carl Christen Anthon Christensen, sem sýnir hóp skandinavískra mormóna á leiðinni vestur.
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Vesturfaraýningin Fyrirheitna
landið verður opnuð í Þjóðmenn-
ingarhúsinu kl. 14 í dag með ræðu-
höldum og tónlistarflutningi.
www.thjodmenning.is
www.inl.is