Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í dag er borin til hinstu hvílu elskuleg móðursystir mín Kristín Stefánsdóttir sem lést 30. apríl í hárri elli. Á kveðjustund reikar hugurinn og ótal minningar koma fram. Ég var í sveit á heimili Kristínar á Hnappavöllum frá unga aldri til unglingsára eins og algengt var á árum áður. Það var farið strax er skóla lauk á vorin og ekki komið suður aftur fyrr en skóli hófst að hausti. Þetta var því töluverður tími á hverju ári sem dvalið var fjarri foreldrafaðmi. Þarna var mitt annað heimili öll æskuárin hjá afa, systkinum mömmu og mág- konu hennar. Það er vart hægt að hugsa sér betra hlutskipti en að fá að alast upp á tveimur heimilum þar sem öryggi og hlýja réðu ríkj- um. Kristín tók á móti mér á hverju vori og var mér sem önnur móðir öll sumrin á Hnappavöllum. Hún var skapstór hún frænka mín og það gustaði oft af henni enda heimilið stórt þar sem hún stýrði heimilisverkum ásamt Sigrúnu mágkonu sinni. Hún lagði mér lífs- reglurnar eins og góðum uppal- KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR ✝ Kristín Stefáns-dóttir fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 3. septem- ber 1911. Hún lést á Hjúkrunarheimili Skjólgarðs á Horna- firði 30. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Þorláksson, f. á Hnappavöllum 1878, d. 1969, og kona hans Ljótunn Páls- dóttir, f. í Svínafelli í Öræfum 1882, d. 1955. Kristín var þriðja elst í hópi ellefu systkina, tvö dóu í frumbernsku. Auk henn- ar eru nú látin Páll Arnljótur, Guðrún, Þóra Ingibjörg, Helgi og Þorlákur en eftir lifa Sigríður, Páll Sigurður og Þórður. Útför Kristínar verður gerð frá Hofskirkju í Öræfum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. anda sæmir og kenndi mér að vanda til allra verka sama hve laun heimsins yrðu að verki loknu. Sumrin liðu við leik og störf og Kristín átti stóran þátt í þeirri sólskinssögu. Það var yndislegt að skríða í mjúkan faðm- inn hennar og fá að stinga höndunum í handarkrika til að hlýja sér. Og standa við skilvinduna eftir mjaltir á kvöldin og fá að snúa sveifinni með henni og syngja hátt og snjallt „Stína var lítil stúlka í sveit“. Kristín hafði fallega söngrödd og söng mikið og fannst mikilvægt að ungt fólk skemmti sér á heilbrigðan hátt við dans og söng. Kristín var alin upp og mótuð í skaftfellskri bændamenningu í besta skilningi þar sem allir lögð- ust á eitt við að láta búskapinn ganga sem best. Lífsstarf hennar voru húsmóðurstörf á Hnappavöll- um en á yngri árum fór hún í vinnumennsku og í vetrarvinnu til Reykjavíkur. Henni var ekki gefin góð sjón og hefti það hana sem varð til þess að hún gat síður sinnt útiverkum. Lítill tími var fyrir áhugamál en hún var söngelsk og ræktarsöm um málefni forfeðra sinna og ættingja. Hún hafði trúarlega sannfæringu um gæsku Guðs og forsjá og söng í kirkjukór Hofskirkju. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði við góða umönnun starfsfólksins. Það var langt á milli okkar og við hittumst of sjaldan hin síðari ár. Ég er þakklát fyrir yndislega samveru- stund sem við áttum um síðustu páska. Þó hún væri hætt að þekkja mig var höndin jafn hlý og faðm- urinn jafn mjúkur. Hún sagðist vera tilbúin að kveðja því hún væri fyrir löngu hætt að gera nokkurn skapaðan hlut og heilsan ekki nógu góð. Ég kveð kæra móð- ursystur mína með söknuði og virðingu og þakka henni samfylgd- ina. Blessuð sé minning hennar. Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þetta var eitt af mörgum vers- um sem Kristín kenndi okkur í barnæsku. Það var ekki stórt her- bergið hennar á Míðbæ en þar var endalaust pláss fyrir smáfólk og nóg til af hjartagæsku hjá gest- gjafanum. Og ótrúleg þolinmæði gagnvart hvísli og pískri þegar erfitt var að sofna um bjartar sumarnætur. Kristín var oft ströng við okkur (að okkur fannst þá!) en bætti það svo upp með hjartahlýju sinni og oft tók hún þátt í glensinu hjá okkur líka. Og oft var kveðist á fyrir svefninn en þar var hún okkur margfalt fróð- ari því hún kunni mikið af vísum. Hún hafði fallega söngrödd og söng með kirkjukór Hofskirkju í tugi ára. Einnig tók hún mikinn þátt í starfi Ungmennafélags sveitarinnar á yngri árum. Á Miðbæ var ætíð mannmargt heimili sem Kristín hugsaði um með miklum myndarbrag ásamt systur sinni og mágkonu. Kristín var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum hvort sem það voru manneskjur eða dýr, hún mátti ekki neitt aumt sjá, þá var hún fljót til hjálpar. Var hún oft fenginn til nágrann- anna ef veikindi voru. Við systk- inin búum enn að því að hún kenndi okkur að hjálpa kindunum við sauðburð en það var hún lagin við og kom mörgum kindum til bjargar sem ekki gátu borið. Enda höfðum við krakkarnir tröllatrú á hjúkrunarhæfileikum hennar og þær voru ófáar heimsóknir sem hún fékk af smáfólki með væng- brotna fugla og slitna orma, því hún Kristín gat læknað allt! Í dag kveðjum við kæra frænku með þökk fyrir allt og vonum að þú sért búin að hitta ástvinina þína horfnu. Blessuð sé minning þín. Stefanía Ljótunn Þórðardóttir, Guðmundur Bergur Þórðarson. ✝ Helga FriðrikaStígsdóttir fæddist á Horni í Hornvík 24. ágúst 1926. Hún lést á heimili sínu Hlíf I á Ísafirði laugardag- inn 30. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jóna Eileifina Jóhannes- dóttir, f. 1. sept. 1892, d. 15. mars 1984, og Stígur B.V. Haraldsson, f. 13. sept. 1892, d. 8. sept. 1954. Helga átti átta systkini. Þau eru: Har- aldur, f. 1914, Bergmundur, f. 1915, d. 1994, Sigrún Kristjana, f. 1919, d. 1995, Arnór Aðal- steinn, f. 1922, Rebekka, f. 1923, Anna, f. 1925, Guðný, f. 1928, d. 1964, maki Berglind Árnadóttir, f. 3. febr. 1961, börn þeirra eru Sandra Dís, f. 1982, Birkir Örn, f. 1994, og Elvar Ari, f. 1996. 4) Jóna Ragnhildur, f. 6. maí 1969, maki Ciwan Haco, f. 17. ágúst 1957, börn þeirra eru Árni, f. 1993, Lorin, f. 2000, og Rósa, f. 2002. Helga ólst upp á Horni og bjó þar til ársins 1946 er foreldrar hennar brugðu búi og fluttu til Ísafjarðar. Árið 1959 hóf Helga búskap í Grunnavík ásamt manni sínum. Bjuggu þau þar til ársins 1962 en þá lagðist byggð af í Grunnavík. Fluttust þau síðan í Brautarholt í Skutulsfirði og bjuggu þar til ársins 1996 er þau fóru í þjónustuíbúð aldraðra á Hlíf á Ísafirði. Helga starfaði við umönnun aldraðra og við fiskvinnslu áður en hún hóf búskap en seinustu starfsárin vann hún á elliheimili á Ísafirði. Útför Helgu verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1972, og Stígur, f. 1930. Eiginmaður Helgu var Ragúel Hagalíns- son frá Grunnavík, f. 12. apríl 1921, d. 19. nóv. 1999. Foreldrar Ragúels voru Hagalín Stefán Jakobsson og B. Rannveig G. Guð- mundsdóttir. Helga og Ragúel eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Rannveig, f. 9. maí 1960, maki Amad Hajo, f. 12. mars 1955, börn þeirra eru Salar, f. 1981, Sípan, f. 1987, og Fannar, f. 1990. 2) Hallfríður, f. 1. júlí 1962, börn hennar eru Helga Björg, f. 1981, Andri Páll, f. 1984, og Jakob Heiðar, f. 1989. 3) Stefán Hagalín, f. 16. júní Síðustu dagar hafa verið erfiðir. Hún amma á Ísó er farin frá okk- ur. Það hafa fallið mörg tár. Ég vil ekki trúa þessu, hugurinn fer á fulla ferð og góðar og fallegar minningar hrúgast upp. Það er bú- ið að taka hana ömmu mína frá mér og ég fæ engu um það ráðið. Ég talaði við hana fyrir nokkrum dögum og hún var að spyrja mig hvenær ég ætlaði nú að fara að kíkja til hennar vestur. Ég lofaði henni því að ég kæmi í júní þegar ég fengi sumarfrí og hún hlakkaði svo til. Hún hringdi nú reglulega til að athuga hvort ég ætlaði ekki að fara að koma til hennar og af og til spurði hún mömmu. En elsku amma ég kem víst fyrr en áætlað var og fæ að sofa heima hjá þér og hafa það notalegt með öllu dótinu þínu. Held að ég átti mig ekki á þessu öllu fyrr en ég kemst vestur og þar er engin amma. Hún var að segja mér frá kaffinu sem hún fór í hjá Grunnvíkingafélaginu og hvað hún hitti margt fólk og hafði það svo fínt. Alltaf nóg að gera hjá henni. Hún var svo hress þegar ég talaði við hana og svo glöð. Maður brosir alltaf allan hringinn þegar maður er að tala við hana. Alltaf stutt í grín og glens, enda er óhætt að segja að hún hafi verið mikill prakkari. En svo var hún svo hjálp- söm. Vaknaði snemma á morgnana til að vitja margra á Hlíf. Hjálpaði jafnvel einhverjum að komast á fætur, skrapp í búðina og sótti póstinn. Einfaldlega alltaf reiðubú- in að aðstoða aðra. Þegar hún kom suður til okkar byrjaði hún alltaf á því að fara í búðina og keypti laga- köku. Svo elskaði hún það þegar við pöntuðum pizzu eða keyptum hamborgara, nú eða fórum á rúnt- inn. Hún amma söng mikið og oft tók hún nokkur dansspor með. Þeir eru ófáir rakkarnir sem hún hefur spil- að við okkur krakkana og oft sátu þær systur hún og Rebekka á kvöldin og spiluðu. Þegar ég var lítil fannst mér svo æðislegt að koma vestur og vera í Brautarholti hjá ömmu og afa. Það var svo margt hægt að gera þar, dunda sér í kjallaranum með afa, búa til bú fyrir neðan húsið, fara niður í fjöru að vaða og leika sér í kringum hús- ið. Mér fannst svo gaman að vera heima með ömmu í hádeginu því þá vorum við tvær eftir að afi fór í vinnu og við fengum okkur plokk- fisk. Svo röltum við stundum í Ljónið, fórum í göngutúr inni í firði og kíktum stundum í heimsóknir. Stundum fórum við inn í bæ og löbbuðum þar um. Man að við fór- um á pósthúsið og fórum alltaf framhjá bakaríinu. Uppáhaldið mitt þar var koss og bað ég alltaf um einn svoleiðis þegar við fórum framhjá. Undantekningarlaust stökk hún á mig og kyssti mig og sagði að nú væri ég búin að fá kossinn. En svo var nú farið inn í bakarí og ég fékk alltaf kossinn minn. Nú er hún amma mín komin til hans Ragúels afa. Hann að spila á harmonikuna og hún að syngja með. Það var nú ekki að ástæðu- lausu sem hún var kölluð dansandi og syngjandi amma mín. Alltaf glöð, kát og hress. Syngjandi og dansandi um alla íbúð. „Sigga litla í lundinum græna, hæ fadderí fadde rallala.“ Á föstudaginn fæ ég svo að sjá þig, elsku amma mín, í síðasta skipti og fæ að kyssa þig síðasta kossinn. Sakna þín óendanlega mikið, elsku besta amma mín. Þín Helga Björg. Helga Stígs var ótrúleg kona og ef til væru fleiri eintök eins og hún væri heimurinn betri. Líf hennar einkenndist allt af því að gefa frek- ar en að þiggja. Hjúkra öðrum og fóstra aðra frekar en að skara eld að sinni köku. Alltaf var pláss hjá henni og Ragúel fyrir gesti, á þeim sannaðist að ef pláss er í hjartanu fyrir fólk þá er pláss í húsinu. Brautarholtið var ekki stórt í fer- metrum talið en þar var alltaf pláss fyrir þá sem þurftu á því að halda og ég sem unglingur var ein af þeim. Það er erfitt að lýsa konu eins og Helgu, hún var svo skemmtileg. Það var ekkert vol eða væl í kring- um hana, þó svo að lífið væri auð- vitað ekki endilega alltaf eins og hún vildi helst óska þess, þá var hún ekkert að velta sér upp úr því. Það er mikilsverður eiginleiki að geta tekið lífið mátulega alvarlega og ég vona að þegar ég verð orðin gömul, geti ég orðið svona pínulítið óþekk amma eins og hún var og haft gaman af því að sprella í sam- ferðamönnunum. Hennar verður sárt saknað hér hjá okkur Henrý, nú kemur enginn og pantar bjór og brennivín, án þess að meina neitt með því auðvitað, en spilar rakka og fær kaffi, Baylies og smá lúr yf- ir sjónvarpinu á eftir. Við erum ekki mikið fyrir að tala um hvernig okkur líður í þessari fjölskyldu en nú þegar ég hugsa um að Helga eigi ekki eftir að sitja hjá okkur í Fjarðarstrætinu líður mér skringi- lega og víst er að þegar ég heyri sungið ,, Ég leit eina lilju í holti“ mun ég hugsa til hennar. Við Helga grínuðumst stundum með að fyrst hafi hún fengið mig í arf, og svo ég hana, hún gerði mig að sannarlega ríkari með viðhorfi sínu til lífsins. Hvíldu í friði, elsku frænka. Jóna Ben. Sumarið 1959 lágu leiðir okkar Helgu Stígsdóttur fyrst saman. Þá kom hún kaupakona að Sætúni í Grunnavík í Jökulfjörðum til Ragúels móðurbróður míns. Rag- úel hafði þá tekið við búinu af for- eldrum sínum þar sem faðir hans lést veturinn áður. Hver sem ásetningurinn hefur verið í upphafi þá fór Helga ekki aftur heldur gift- ust þau Ragúel og bjuggu saman þar til Ragúel lést fyrir rúmum fimm árum. Nú hafa þau sameinast á ný. Ragúel og Helga bjuggu í Sæ- túni til haustins 1962, en fluttu þá að Brautarholti í Skutulsfirði, eftir að tekin hafði verið sameiginleg ákvörðun íbúanna í Grunnavík að yfirgefa byggðina. Þar sem ég var í fóstri hjá afa mínum og ömmu fylgdi ég ömmu og var hjá Ragúel og Helgu á með- an búið var í Grunnavík. Eftir að þau fluttu til Ísafjarðar var heimili þeirra mitt annað heimili. Raunar var ég hjá þeim í öllum fríum og á sumrin þar til ég fór að stunda sjó- mennsku á sumrum jafnhliða skólanáminu að vetrum. Ég kynntist Helgu lítið fyrsta sumarið, enda var mannmargt á sumrin í Grunnavík. Brottfluttir Grunnvíkingar komu til lengri eða skemmri dvalar og börn voru send í sveit. Á veturna voru aðstæður heldur betur aðrar. Þá var fámennt í sveitinni, en fólkið hafði mikið og gott samband sín á milli. Fyrsta veturinn kynntist ég Helgu vel og hafa síðan fáar manneskjur staðið mér nær. Helga var alin upp norður á Horni í Hornvík, en hafði búið á Ísafirði í tæp 13 ár áður en hún flutti til Grunnavíkur. Ég lifði mig inn í sögur hennar af mönnum og málefnum. Af bjargferðum og til- svörum norður á Hornströndum og lífinu á Ísafirði. Allt þetta var mér framandi. Helga reyndist mér einstaklega vel og stóð alltaf með mér í hverju sem ég tók mér fyrir hendur. Ekki síst reyndi á það á unglingsárun- um, en á þeim árum gengur oft mikið á hjá okkur mönnunum þeg- ar við myndbreytumst úr barni í fullorðna manneskju. Það var reyndar mjög áberandi hve vel Helga kom að sér ungu fólki. Alla tíð laðaðist unga fólkið að henni. Stafaði það meðal annars af því hve hún var ung í anda, fordóma- laus og skilningsrík á mannlega hegðun. Helga var dugnaðarforkur til allra verka. Hún var snör í snún- ingum og kvik á fæti. Er hún mér sérstaklega minnisstæð að hlaupa á eftir kindum norður í Grunnavík og að hamast við útiverkin. Oft rifj- uðum við upp sögur úr smala- mennskunni í Grunnavík, einkum einar göngur á Staðarhlíðinni þeg- ar okkur láðist að taka með okkur nesti þannig að menn og skepnur voru orðin orkulaus í Hlössunum. Nú er komið að leiðarlokum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja þig, Helga mín, og þakka þér einstaka vináttu gegnum tíðina. Hvíl í friði. Smári Haraldsson. Mig langar að minnast vinkonu minnar Helgu Stígsdóttur og um leið manns hennar Raguels Haga- línssonar sem lést árið 1999. Þeim hjónum kynntumst við dóttir mín sumarið 1996 er við fluttumst til Ísafjarðar. Það sumar hóf ég störf á dvalarheimilinu Hlíf þar sem Helga og Raguel bjuggu og með okkur tókst strax góð vinátta. Á þessum þremur árum sem við bjuggum fyrir vestan áttum við margar yndislegar og ólgleyman- legar samverustundir. Þið voruð á þessum tíma eins og klettur í haf- inu fyrir mig á mjög erfiðum tím- um. Elsku Helga mín, nú í seinni tíð hefðum við mátt hittast miklu oftar en við gerðum en takk fyrir indælar samverustundir hjá þér síðastliðið sumar fyrir vestan. Óhætt er að segja að marga kunn- ingja eignast maður yfir ævina en fáa sanna vini, en það voruð þið í raun, og okkur mæðgum leið ávallt eins og við værum hluti af fjöl- skyldunni, elsku Helga og Raguel. En nú eruð þið saman á ný og haf- ið þökk fyrir allt og allt. Við viljum senda börnum þeirra, barnabörnum svo og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu ykkar. María Jónsdóttir og Hall- dóra E. Björgúlfsdóttir. HELGA FRIÐRIKA STÍGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.