Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 33 MINNINGAR ✝ Ingólfur Pálssonfæddist á Fossi á Síðu 21. ágúst 1927. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Ási í Hveragerði 30. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Páll Jónsson bóndi í Blesahrauni á Síðu og síðar húsasmiður í Hveragerði, f. á Maríubakka á Síðu 27.7. 1891, d. 29.12. 1973, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. í Skaftárdal 18.5. 1893, d. 6.12. 1980. Systkini Ingólfs eru: Guðný, f. 12.10. 1916, búsett á Akureyri, Jón Þórarinn bóndi á Prestbakka á Síðu, f. 18.9. 1917, d. 7.8. 1993, Ragnar húsvörður á Kirkjubæjarklaustri, f. 10.4. 1920, Guðjón Kristinn rafvirkjameistari Kristjánsdóttir, f. 14.10. 1960, Ing- ólfur, f. 22.2. 1988, Auður, f. 20.9. 1992, móðir þeirra er Guðný Sig- ríður Gunnarsdóttir, f. 7.5. 1963, og Finnur, f. 15.7. 2002, móðir hans er Málfríður Mjöll Finnsdótt- ir, f. 15.6. 1978, sambýliskona Þórðar. 3) Guðrún aðalbókari hjá Þjóðleikhúsinu, f. 18.9. 1963. Börn Guðrúnar eru: Róbert, f. 1.9. 1982, faðir hans er Magnús Pétursson f. 31.5. 1959, Pétur Snorri og Tómas Rúnar, faðir þeirra er Pétur Bene- diktsson, f. 18.12. 1963, eiginmað- ur Guðrúnar. Ingólfur ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Blesahrauni (Efri-Mörk) þar sem þau stunduðu búskap. Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1953. Meistari hans var Magnús Hanneson í Volta. Ingólf- ur starfaði sem sjálfstæður raf- verktaki og meistari í Hveragerði til 1985 og eftir það sem rafvirkja- meistari og verkstjóri við Dvalar- heimilið Ás þar í bæ til ársins 1999. Útför Ingólfs fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í Hveragerði, f. 3.10. 1924, og Hulda Mar- grét, f. 30.1. 1935, bú- sett í Reykjavík. Fyrri kona Ingólfs var Guðbjörg Hall- grímsdóttir, f. 1.4. 1924. Þau skildu barn- laus. Hinn 27.3. 1954 kvæntist Ingólfur Steinunni Runólfs- dóttur frá Dýrfinnu- stöðum í Skagafirði, f. 9.11. 1926, dóttur Runólfs Þorbergs Jónssonar, f. 25.3. 1881, d. 23.7. 1937, og Maríu Jóhannesdóttur, f. 16.4. 1892, d. 24.6. 1986. Börn Ingólfs og Steinunnar eru: 1) Páll Rúnar, f. 18.2. 1958, d. 11.4. 1963. 2) Þórður læknir í Búðardal, f. 5.3. 1960. Börn Þórðar eru Steinunn, f. 19.5. 1982, móðir hennar er Helga Elsku Ingólfur og afi. Í dag er komið að kveðjustund. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur. Þú varst alltaf stór og mikilvægur hluti af okkar lífi. Þú hefur verið feginn að fá að sofna því þú varst búinn að vera svo mikið veik- ur. Núna líður þér örugglega betur. Minningarnar eru margar og ljúf- ar. Allar heimsóknirnar til ykkar Steinu ömmu í Hveragerði og þegar þið komuð til okkar til Svíþjóðar, í Búðardal og síðast í Borgarnes. Það var yndislegt að koma til ykkar og sérstaklega gott að fá að gista. Ég minnist þess sérstaklega, meðal margs annars, þegar nafni þinn fædd- ist í Svíþjóð. Þú varst svo glaður þeg- ar hann fékk nafnið þitt og þú vildir helst stökkva upp í næstu flugvél og koma strax til okkar. Sterk nærvera þín, óendanleg væntumþykja og hjartahlýja veitir okkur huggun í sorginni og um leið viljum við þakka þér fyrir samveruna með eftirfarandi orðum: Ennþá hlýnar ævitíð, allur dvínar tregi. Ljósin skíni ljúf og blíð, lýsi þínum vegi. Þig í Drottins forsjá fel, til friðarsælu heima. Minninguna mun ég vel, um mannkostina geyma. (Sv.S.P.) Elsku Steina amma, Þórður (pabbi), Rúna og fjölskyldur, Ingólfur afi mun alltaf vera með okkur í minn- ingunni. Guðný S. Gunnarsdóttir (Sirrý), Ingólfur og Auður. Komið er að kveðjustund þar sem ég kveð kæra frænda minn, Ingólf Pálsson. Ingólfur, föðurbróður minn, var yngsti bróðir pabba. Ingólfur og Steinunn áttu hlýlegt og fallegt heim- ili. Börnin þeirra voru góðir vinir okk- ar. Ingólfur bjó með fjölskyldu sinni í sömu götu og við, hann hafði sama starf og pabbi og símanúmerið þeirra var næstum því eins og hjá okkur. Þetta var gott og tryggt því við vorum sama fjölskyldan. Ingólfur var ljúfur frændi og hann fagnaði okkur ákaft þegar við hitt- umst, við fengum að vita að við vær- um honum mikils virði. Það sem ein- kenndi Ingólf var dillandi hlátur sem nú er hljóðnaður, hlátur og glettni sem eru samofin æskunni. Minningarnar eru margar og ein- stakar og ógerningur að telja þær upp en mig langar að minnast á ferð sem við fórum mörg saman upp að Blesahrauni sumarið 2001. Ferðin var farin á sólríkum degi upp að æskuheimilinu sem nú er í eyði. Ing- ólfur og pabbi sögðu okkur frá dag- legu lífi á heiðabýlinu. Þeir rifjuðu upp lífsbaráttu afa og ömmu þarna á heiðinni sem hefur verið ótrúleg og þá opnaðist skilningur okkar á mörgu t.d. hvers vegna ferðir eru ekki farnar nema að fólk eigi eitthvert erindi. Ferðir niður að Klaustri hafa eflaust oft verið litlum fótum erfiðar. Ég leit inn um daginn til Ingólfs frænda, fann að ég kem alltof sjaldan. Ingólfur var mikið veikur. Blessuð sé minning hans. Ég sendi Steinunni, Þórði, Rúnu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og óska að góður Guð verndi ykkur og styrki. Bryndís G. Góður vinur minn er látinn. Ingólfi Pálssyni kynntist ég fyrst sumarið 1989 þegar ég starfaði í görðum Dval- arheimilisins Áss í Hveragerði. Ári síðar fluttumst ég og eiginkona mín til Hveragerðis og vann ég með Ing- ólfi í 9 ár. Hann sinnti starfi verk- stjóra í Ási af trúmennsku og sam- viskusemi frá 1985 til 1999. Hann og kona hans, Steinunn, tóku mér og Huldu opnum örmum og mér fannst þau taka börnum okkar sem barna- börnum sínum. Enda var Ingólfur alltaf kallaður Ingólfur afi á mínu heimili þó að við værum alls óskyldir. Ingólfur var afar bóngóður og ósjald- an hjálpaði hann til með að skutla börnunum eitthvað eða keyra mig um miðja nótt til Keflavíkur þegar ég fór til útlanda. Ekkert mál var iðulega svarið sem ég fékk, þegar ég bað hann um greiða. Ingólfur hætti að vinna í Ási haust- ið 1999. Hann hafði þó ávallt mikinn áhuga á að fylgjast með starfseminni og uppbyggingunni í Ási. Það var síð- ast í mars að við fórum yfir teikningar af væntanlegu þvottahúsi sem verður byggt í sumar. Hann átti heiðurinn af því árið 1995 að við breyttum tveimur húsum við Bláskóga í litlar einstak- lingsíbúðir, afar vel heppnuð fram- kvæmd og hefur verið yfirfærð á fleiri hús í Ási. Hann var á undan sinni samtíð með þessa hugmynd. Ingólfur sinnti afa mínum, Gísla Sigurbjörnssyni, vel í veikindum hans. Kom oft við og spjallaði um dag- inn og veginn og gerði hvað hann gat til að létta honum lund. Það var því af- ar dýrmætt fyrir mig að geta hjálpað Ingólfi vini mínum síðustu vikurnar í þessari jarðvist. Hann barðist við krabbamein og dvaldi eins lengi og hann mögulega gat heima hjá sér í góðri umsjá Steinunnar. Hinn 19. apríl sl. varð hann þó að gefa eftir og fluttist á hjúkrunarheimilið í Ási. Þar dvaldist hann til dauðadags og var verulega af honum dregið síðustu dagana. Ég kveð Ingólf Pálsson með sökn- uði og þakka honum kærlega fyrir góða samferð. Steinunni, Þórði, Rúnu, tengdafólki og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Gísli Páll. Elsku Ingólfur, þakka þér fyrir ómetanlega vináttu í gegn um árin. Að fá að búa hjá ykkur Steinu sem unglingur var mér svo lærdómsríkt. Vinátta ykkar hefur verið mér svo dýrmæt og yndislegri hjón eru vand- fundin. Minning um góðan vin deyr aldrei. Mér þótti svo vænt um þig og ég bið góðan Guð að geyma þig nú. Elsku Steina mín, þú varst klett- urinn hans, dugnaður þinn við að ann- ast hann í veikindum hans var ein- stakur. Ég votta þér, börnum þínum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur, Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Sigríður Benediktsdóttir. Í dag kveðjum við kæran frænda, hann Ingólf í Hveragerði. Margar minningar koma í hugann, t.d. veiði- ferðir, ferðir á æskuslóðir í Blesa- hraun og í Skaftafell þar sem gamli bærinn var skoðaður og bræðurnir rifjuðu ýmislegt upp. Þegar við byggðum okkur hús voru rafmagnsmál sett á Ingólf og svo var það líka þegar sumarhúsið var byggt, þá kom frændi sjálfur á staðinn og stjórnaði. Kæri frændi, takk fyrir alla hjálp- ina, hlýju og umhyggju við okkur í gegnum árin. Guð geymi þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku Steina, Rúna, Þórður og fjöl- skyldur, sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Rúnar Páll og fjölskylda. Við hjónin kynntumst Ingólfi fyrir nokkrum árum í gegnum Þórð son hans og Fríðu, bróðurdóttur Rósu Hrannar. Ingólfur hafði einstaklega hlýja og góða nærveru. Hann var glaðlyndur og einlægur. Það var gam- an að hitta hann og spjalla um hvað sem stóð hjartanu næst hverju sinni. Ingólfur tókst á við erfið veikindi af æðruleysi og gat rætt þau af sömu einlægni og annað sem bar á góma. Nú þegar við kveðjum Ingólf hinstu kveðju er okkur efst í huga þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Við geymum minn- ingu um gegnheilan og góðan mann sem að við erum ríkari að hafa kynnst. Blessuð sé minning hans. Steinunni, Þórði, Fríðu, Rúnu, Pétri og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rósa Hrönn Haraldsdóttir og Lýður Ólafsson. Ingólfur Pálsson vinur minn og fé- lagi er látinn. Þó að aldursmunur okk- ar Ingólfs hafi verið allnokkur tókst með okkur góð vinátta. Við bjuggum lengst af í sömu götunni sem heitir Bláskógar. Okkar kynni voru aðalega í pólitíkinni, en Ingólfur var virkur fé- lagi í sjálfstæðisfélaginu Ingólfi hér í Hveragerði alla tíð. Hann gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum og var alla tíð mikill sjálfstæðismaður. Við Ing- ólfur fórum á marga landsfundi sam- an og í dag hlaðast upp þær góðu minningar sem við áttum meðal ann- ars á þeim fundum. Þá var oft kátt á hjalla. Það væri efni í heila bók ef ég ætti að segja frá öllum þeim góðu stundum. Ég minnist þeirra stundar þegar ég fékk mér göngutúr á föstudags- kvöldum og kíkti inn hjá Ingólfi og Steinunni. Þau voru svo gestrisin í alla staði. Við Ingólfur fengum okkur svolítið í staupinu og leystum þjóð- málin eins og að drekka vatn. Oftast vorum við sammála eins og vera ber. Ingólfur skilur eftir sig mikið tóm hjá eiginkonu sinni og sínum nánustu. Hann var ákaflega góður við sína fjöl- skyldu enda mjög barngóður, það eru góðir menn. Með þessum fáu orðum kveð ég þig, kæri vinur. Elsku Steinunn og fjölskylda, ég og mín fjölskylda send- um ykkur innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi ykkur öll. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Helgi Þorsteinsson. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú. Aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) Að leiðarlokum kveð ég kæran fé- laga, Ingólf Pálsson. Í litlu byggðarlagi skipar hver ein- staklingur stóran sess. Ingólfur var einn af þeim sem með störfum sínum og gjörðum í áratugi tók þátt í upp- byggingu bæjarfélagsins. Hann var sjálfstæðismaður og vann félagi sínu vel til fjölda ára. Í ölduróti stjórnmál- anna getur oft gefið hressilega á bát- inn og þá er gott að eiga menn eins og Ingólf að. Hann var stofnfélagi í Bæj- armálafélagi Hveragerðis og tók virk- an þátt í starfi þess. Þegar sjálfstæðismenn sameinuð- ust á ný var hann öflugur liðsmaður í því starfi sem þá fór í hönd, meðal annars hafði hann yfirumsjón með kosningaskrifstofu flokksins við síð- ustu sveitarstjórnarkosningar. Við andlát Ingólfs höfum við misst góðan liðsmann. Samverustundirnar voru fjölmargar við starf og leik, minning- arnar eru góðar. Ég hitti Ingólf á heimili hans og Steinunnar fyrir stuttu. Þá var ljóst að hverju stefndi, líkamlegir kraftar voru þrotnir en hugurinn var enn sá sami og viljinn mikill. Þótti honum verst að geta ekki verið með okkur í kosningabaráttunni komandi vor. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd sjálfstæðismanna í Hveragerði þakka Ingólfi samfylgdina um leið og ég sendi Steinunni, Þórði, Guðrúnu og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Aldís Hafsteinsdóttir. Vinur minn er sofnaður. Þegar ég hugsa um Ingólf kemur upp einstak- leg hlý tilfinning. Ég man sérstakleg eftir þéttu hlýlegu handtakinu, glettninni í augunum og stríðnislegu brosinu. Ingólfur var alltaf kátur og stutt í kímnina. Ég minnist þess að hafa dvalið á heimili hans í tíma og ótíma sem barn og unglingur. Þetta var mikið fyrirmyndar heimili sem þau Ingólfur og konan hans hún Steinunn héldu og þau miklir höfð- ingjar heim að sækja. Ingólfur var bóngóður með afbrigðum og hjálp- semin var einn af hans kostum. Ég man svo vel svo margt sem þeir bröll- uðu saman Sigurður Auðunsson, afi minn og Ingólfur, mestan partinn í kringum sauðfé, sem voru þeirra ær og kýr. Þetta voru göngur og réttir, heyskapurinn, sauðburðurinn og það sem að slíku snýr. Já það var alltaf sólríkt í kringum þessa menn í Hveragerði, alla vega man ég það ekki öðruvísi. Margar voru ferðirnar sem ég og Þórður vinur minn og sonur Ingólfs fórum í „bæinn“ til Reykjavíkur á þessum árum með Ingólfi það þótti mikið sport að fara í þannig ferð á bláa Sunbeam bílnum. Það væri hægt að halda lengi áfram af nógu er að taka en hér eru bara nokkur minning- arbrot. Steinunn, Guðrún og Þórður þið hafið misst mikið en örvæntið ekki. Einhvern tímann í nánustu framtíð fer fram upprisa þeirra sem sofnaðir eru (Jóhannes guðspall 5:28,29 og 11:23,24, Jobs bók 14:14,15). Þetta er loforð guðs og guð getur ekki logið. (Hebreabréfið 6:18) þá verða fagnað- ar fundir. En þangað til það skeður ætla ég að ylja mér við minningu góðs drengs. Það er ekki ónýtt að hafa slíka minningu í veganesti í lífinu bæði þegar vel og illa gengur Ég tel mig lánsaman mann að hafa kynnst Ingólfi Pálssyni. Hann reyndist mér góð fyrirmynd og ómetanlegur fyrir mína fjölskyldu. Ég hef vitnað örstutt í Biblíuna hér að framan. það er hugg- un harmi gegn að skoða þau loforð sem þar eru gefin. Að endingu langar mig að vitna í 1. Korintubréfið 15:26 en þar stendur: „Dauðinn er síðasti óvinurinn sem verður að engu gerður.“ Sigurður Dagbjartsson. INGÓLFUR PÁLSSON Ástkær eiginkona mín, MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Skálagerði 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni miðvikudagsins 4. maí. Magnús Benjamínsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför frænku okkar, ÖNNU SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Skólastíg 11, Akureyri. Baldur Ingimarsson, Björn Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Marianne Olsen, Laufey S. Jónsdóttir, Daði Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.