Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ótrúlegt tilboð til Costa del Sol í maí. Bjóðum nokkrar íbúðir á þessum glæsilega gististað á frábæru verði. Sama verð, hvort sem 2, 3 eða fjórir eru saman í íbúð (enginn barnaafsláttur). Skelltu þér til Costa del Sol í maí og búðu vel á meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 49.990 Flug. skattar, gisting og íslensk fararstjórn, m.v. 2, 3 eða 4 saman í íbúð á Principito Sol í viku 18. eða 25. maí. Netverð á mann. Costa del Sol Sértilboð á Principito Sol í maí frá kr. 49.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina SUMARTILBOÐ BUXUR - BOLIR - PILS - JAKKAR Há dú jú læk Iceland, Oprah??? Á fyrstu þremurmánuðum ársinsvoru gefin út 563 ný atvinnuleyfi til útlend- inga. Það jafngildir því að rúmlega sex ný leyfi hafi verið afgreidd á dag. Þetta er mikil aukning á skömmum tíma. Árið 2003 voru að meðaltali gefin út 1,5 ný leyfi á dag. Ef þessi þróun heldur áfram út ár- ið verða gefin út yfir 2.200 ný atvinnuleyfi á þessu ári. Til samanburðar voru gefin út 1.374 ný leyfi í fyrra og 563 árið 2003. Flest ný atvinnuleyfi voru gefin út árið 2000, eða 1.663 leyfi. Í nýrri skýrslu Vinnumála- stofnunar segir að fjöldi veittra atvinnuleyfa gefi vísbendingar um almenna eftirspurn eftir vinnuafli. Eftirspurnin hafi aukist á síðasta ári og eigi eftir að aukast enn á þessu ári. Ef undan séu skilin at- vinnuleyfi sem tengjast byggingu virkjana og stóriðju á Austurlandi hafi útgáfa nýrra tímabundna at- vinnuleyfa fjölgað úr um 500 í um 1.000 á síðasta ári. Aukning í flestum greinum Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að aukning sé í útgáfu atvinnuleyfa í flestum greinum. Aukin eftir- spurn sé eftir vinnuafli í hefð- bundnum atvinnugreinum eins og fiskvinnslu, byggingagreinum og fleiri greinum. Atvinnuleysi fari hratt minnkandi og framboð á lausum störfum einnig. Atvinnu- rekendur eigi því greinilega í erf- iðleikum með að manna laus störf. Í skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að reikna megi með mikilli fjölgun útgáfu atvinnuleyfa vegna erlends vinnuafls á árinu 2005. Framboð á innlendu vinnu- afli til að starfa við stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2005–2007 sé lítið, einkum hvað varðar vana byggingaverkamenn, iðnaðarmenn, bílstjóra og véla- fólk. „Því má gera ráð fyrir að þörf verði fyrir útgáfu á milli 1.200 og 1.800 leyfa til stóriðjufram- kvæmda. Þörf er fyrir stærstan hluta leyfanna á árinu 2005 og framan af árinu 2006.“ Í skýrslunni segir að ekki sé reiknað með að takist að manna innanlands nema um 10% af þörf- inni fyrir bílstjóra, vélamenn og iðnaðarmenn, en gera megi ráð fyrir að um þriðjungur þess verkafólks sem þörf verði fyrir megi manna með innlendu vinnu- afli. „Þá er gert ráð fyrir að milli 5 og 10% af þörfinni fyrir erlent vinnuafl fáist af gamla Evrópska efnahagssvæðinu, en allt umfram það verði að sækja til hinna nýju ríkja EES eða til annarra ríkja ut- an EES, sem krefst útgáfu at- vinnuleyfa.“ Með hinum nýju EES-ríkjum er átt við ríkin í Austur-Evrópu sem nýlega hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu. Sækja þarf um atvinnuleyfi fyrir fólk frá þessum löndum til 1. maí 2006, en þá breytast reglurnar. Gissur sagði að upphaflega hefðu menn reiknað með að mun fleiri Íslendingar myndu starfa við virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka. Nú séu aðeins um eða innan við 20% starfsmanna Ís- lendingar. Hann sagðist vonast eftir að hlutfallið yrði hærra við byggingu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. „Það hafa verið ís- lensk fyrirtæki í jarðvegsfram- kvæmdum og ýmsu, en núna fer virkilega að reyna á hvort fæst fólk í byggingaframkvæmdirnar. Bechtel hefur verið að auglýsa mikið eftir fólki, en það hefur ekki gengið nægilega vel. Fyrirtækið er nú á fullu við að leita að fólki úti í Póllandi.“ Gissur sagði að aðstæður á Reyðarfirði væru allt aðrar og betri en upp við Kárahnjúka. Vinnusvæðið á Reyðarfirði væri í byggð og aðbúnaður allur góður. Björn S. Lárusson, samskipta- fulltrúi Bechtel á Íslandi sem byggir álverið á Reyðarfirði, segir að fyrirtækið hafi einkum leitað fyrir sér um starfsmenn í Póllandi og séu þeir allir ráðnir beint af Bechtel til starfa hér á landi, en ekki sé notast við vinnumiðlanir eða starfsmannaleigur. Vinnumálastofnun hefur ekki birt spá um fjölda atvinnuleyfa á þessu ári. Gissur sagði aðspurður erfitt að nefna nákvæma tölu. „At- vinnuleyfin geta örugglega skipt einhverjum þúsundum ef allt er talið, bæði leyfi sem er verið að endurnýja og ný leyfi.“ Í fyrra voru gefin út 3.750 ný og endurnýjuð atvinnuleyfi. Fréttaskýring | Vinnumálastofnun telur mikla fjölgun atvinnuleyfa fram undan Stefnir í met- fjölda leyfa Þörf er fyrir útgáfu á milli 1.200 og 1.800 leyfa til stóriðjuframkvæmda Yfir 80% starfsmanna sem starfa að bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar eru erlend. Vinnumálastofnun spáir 2,4% atvinnuleysi í ár  Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi á þessu ári verði ná- lægt 2,4%. Þetta er minna at- vinnuleysi en í spá fjármálaráðu- neytisins frá því í janúar sl. en þar var gert ráð fyrir 2,8% at- vinnuleysi. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi í haust verði komið niður í 2%, en aukist þá aftur til áramóta. Nú eru um 3.900 án vinnu á landinu öllu, en um áramót voru 4.661 á atvinnuleysisskrá. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is                     !  "    #     TILFINNINGATORGIÐ verður haldið á Hressó í dag á milli klukk- an 14 og 17. Ef veður leyfir verður það haldið í garðinum og hægt að bera tilfinningar á torg undir ber- um himni. Að þessu sinni verða óvenjulegar uppákomur á Tilfinningatorginu, því að nýrri sýn og nýjum skilningi verður brugðið á tilfinningar í fyrirlestri Sigurðar Bárðarsonar, og þá ætlar Steinunn Helgadóttir að selja tilfinningar. Kl. 14 talar Sigurður Bárðarson Avatarmeistari um viðhorf og til- finningar. Kl. 15 selur Steinunn Helgadóttir myndlistarmaður til- finningar, allar tilfinningar verða til sölu. Steinunn verður líka með hreinar tilfinningar en þær eru dýrari og eru seldar sér. Fólk er hvatt til að mæta, til að tala og hlusta, stutt eða lengi, í gamni eða alvöru, og gæða sér á ljúffengum veitingum á Hressó, og upplifa vorstemninguna í mið- bænum. Tilfinningar seldar á Tilfinn- ingatorgi STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur skrifað undir samn- ing um sölu hlutafjár ríkisins í Flugskóla Íslands til Flugtaks ehf., Air Atlanta hf. og Flugskólans hf. Flugskóli Íslands, sem varð til með setningu laga um skólann, sem afgreidd voru á Alþingi sumarið 1998, er nú einkavæddur með öllu. Fyrir árið 1998 var öll kennsla til bóklegra atvinnuflugmannsrétt- inda á hendi flugmálastjórnar. Á sama tíma annaðist flugmálastjórn einnig eftirlit með öllu flugi og þar með talið flugkennslu í landinu. Lögin frá 1998 voru sett í fram- haldi af aðskilnaði framkvæmda- valds frá löggjafarvaldinu sem og að tryggja áframhaldandi kennslu til atvinnuflugs í landinu. Auk ríkisins tóku Flugleiðir, Air Atlanta, Íslandsflug auk flugskól- anna Flugtaks og Flugmenntar þátt í stofnun og uppbyggingu skól- ans. Ríkið selur hlut sinn í Flugskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.