Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING F Y N D I Ð • F E R S K T • F J Ö R U G T • F A R S A K E N N T „Það er mikill uppgangur í Borgarleikhús- inu þessa daga og sýningin á Héra Héra- syni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu mætir gríðarlega sterkur til leiks.“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Brilljant leikhús!“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið LÉTTBJÓR „Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „..sýningin var ekki bara skemmtileg og gletti- lega sett saman heldur komst grafalvarlegur boðskapur hennar mjög vel til skila.“ Elísabet Brekkan / DV ISNORD er tónlistarhátíð sem leggur áherslu á íslenska/ norræna tónlist. Hátíðin verður haldin í Borgarneskirku um hvítasunnuhelgina. Ætlunin er að draga fram perlur frá íslenskum tón- skáldum í bland við það besta frá Norðurlöndunum. Ný íslensk tónlist verður á efnisskránni en ungt íslenskt tónskáld, Anna Sigríður Þor- valdsdóttir, hefur samið tvö ný sönglög við texta eftir Þorstein frá Hamri fyrir hátíðina. Verður það frumflutt á opnunartón- leikum hátíðarinnar föstudag- inn 13. maí kl. 20.30 af söngkon- unum Dagrúnu Hjartardóttur og Theodóru Þorsteinsdóttur sem einnig flytja m.a. sönglög eftir Rangström, Sibelius og Sigfús Einarsson við meðleik Jónínu Ernu Arnardóttur. Norski píanóleikarinn Helgi Kjekshus mun bæði leika ein- leik og spila með Auði Haf- steinsdóttir fiðluleikara. Tón- leikar þeirra verða laugardaginn 14. maí kl. 16.00 og munu þau m.a. leika verk eft- ir Jón Nordal, Sibelius, Sæve- rud og Grieg. Á laugardags- kvöldinu 14. maí kl. 20.30 munu Pamela De Sensi flautuleikari og Hannes Þ. Guðrúnarson gít- arleikari leika efnisskrá sem er að miklum hluta íslensk. Sunnudaginn 14. maí kl. 16.00 verða svo lokatónleikar IsNord tónlistarhátíðarinnar þar sem listamennirnir leggja saman í tónleika helgaða norska tón- skáldinu E. Grieg. Listrænn stjórnandi hátíð- arinnar er Jónína Erna Arn- ardóttir. Tónlistar- hátíð í Borgarnesi Isnord.is Það er alkunna hve lækn-ingamáttur listarinnar get-ur verið mikill. Vel skrifað orð, hrífandi hljómur eða heillandi myndlist getur stundum virkað eins og meðferð og hefur eflaust ófá skiptin lyft hugum þeirra sem þjást og glíma við erfiðleika, líkamlega sem andlega. Ekki síst getur listsköpunin sjálf haft jákvæð áhrif á líðan fólks; það er, að njóta ekki einungis verka annarra heldur leggja stund á list- sköpun sjálfur. Gott dæmi um það er hinn mikli fjöldi Íslendinga sem eru í kórum sér til ánægju – í því eigum við víst met rétt eins og í notkun sumra lyfja - og margir finna sér ýmis önnur viðfangsefni til að leggja stund á listræna sköp- un, til dæmis með hvers konar handverki og myndlist. Hér á landi þykir það sem sagt alveg eins sjálf- sagt að fólk rækti hið listræna hjá sjálfu sér eins og að það rækti lík- ama sinn.    Í dag verður opnuð myndlist-arsýning sem byggist einmitt á þessum forsendum, en það er sýn- ing á myndverkum og ýmsum list- munum eftir sjúklinga á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, sem hafa verið í iðjuþjálfun og listmeðferð síðustu misserin. Sjúklingarnir eru á öllum aldri og koma af mörgum deildum spítalans, og ber sýningin heitið List og iðja. „Með sýningunni er verið að vekja athygli á þessu kreatífa starfi sem fer fram á öllum hinum mörgu stöðum Landspítalans,“ segir Sól- veig Baldursdóttir myndhöggvari, sem er sýningarstjóri sýning- arinnar. „Afraksturinn kemur frá ýmsum stöðum, úr iðjuþjálf- unardeildinni, myndlistardeildinni sem er staðsett á göngu- og dag- deildinni á Kleppi, frá Barnaspít- alanum og öldrunardeildinni svo dæmi séu tekin.“ Að sögn Sólveigar eru verkin á sýningunni afar fjölbreytt eins og búast má við, og unnin í margskon- ar miðla. „Það eru skúlptúrar, mál- verk, keramikhlutir, bútasaumur, teikningar – nánast allt sem hægt er að vinna í,“ segir hún. Hún segist viss um að listsköpun geti hjálpað sjúklingum í baráttu sinni við sjúk- dóma. „Ég er sannfærð um að hún er mikilvægur þáttur í öllu því ferli sem fólk er að fara í gegn um. Hún er einn liður í því.“    Sýningin er staðsett í hinum fal-lega og vel heppnaða Barna- spítala Hringsins. Spítalinn sjálfur er auðvitað algjört listaverk fyrir hlutina sem eru framkvæmdir þar á hverjum degi, en hann er líka al- gjör upplifun fyrir augað, og þá ekki síst barnsaugað. Þar er til dæmis að finna eitt stórkostlegasta fiskabúr landsins og skemmtileg myndlistarverk eftir Sigurð Guð- mundsson; úti í garði er skúlptúr af tré og risastórum stól og inni í spít- alanum er meðal annars að finna nokkra af pússuðu hnullungunum sem eru líka við göngubrautina sem umlykur Reykjavík, „grjótið sem fékk koss“ eins og listamaðurinn orðaði það sjálfur þegar hann hreppti verðlaun um útilistaverk í Reykjavíkurborg árið 2000. En sýningin List og iðja er sem sagt staðsett í anddyri Barnaspítala Hringsins og á um 200 metra löngum tengigangi barnaspítalans og aðalbyggingu spítalans. Óvenju- legt listsýningarrými án efa, en mjög hentugt að sögn aðstandenda og vel við hæfi fyrir sýningu af þessu tagi. Því kannski munu enn fleiri njóta góðs af myndlistinni en þeir sem sköpuðu hana. Svona geta margföldunaráhrif listarinnar ver- ið mikil. Listsköpun er læknisráð ’Listsköpunin sjálf get-ur haft jákvæð áhrif á líðan fólks; það er, að njóta ekki einungis verka annarra heldur leggja stund á list- sköpun sjálfur. ‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningin List og iðja er sem sagt staðsett í anddyri Barnaspítala Hringsins og á um 200 metra löngum tengigangi barnaspítalans og aðalbyggingar spítalans. ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.