Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 11. október
1943. Hún andaðist á
gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi 21. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar Jó-
hönnu eru Jóhann
Ingvar Gíslason, f.
27.8. 1917 og Hrefna
Elíasdóttir, f. 24.2.
1920. Systkini henn-
ar eru Ásta, f. 28.6.
1940, Óskar, f. 25.10.
1947, Sigurður Gísli,
f. 18.9. 1950 og Kristín, f. 12.6.
1957.
Jóhanna giftist 18.9. 1965 Sig-
urði Rúnari Símonarsyni, f. 8.4.
1942. Foreldrar hans eru Margrét
Jóhannsdóttir, f. 20.3. 1922, d.
25.3. 1985 og Símon Kristjánsson,
f. 18.9. 1916. Börn Jóhönnu og Sig-
urðar Rúnars eru 1) Jóhann, f.
13.2. 1966, kona hans er Ingunn
1963 þar sem hún vann við skrif-
stofustörf en hóf síðan nám í Fóst-
urskóla Íslands þaðan sem hún
lauk prófi árið 1979 og starfaði
eftir það lengst af sem leikskóla-
kennari. Jóhanna bjó ásamt eigin-
manni og börnum í Hafnarfirði og
Mosfellsbæ og eftir að hafa farið
til Svíþjóðar til náms og starfa
fluttist fjölskyldan til Egilsstaða
þar sem þau bjuggu í sex ár. Hjón-
in fóru síðan aftur til náms til Sví-
þjóðar og eftir heimkomuna sett-
ust þau að í Vestmannaeyjum. Þau
fluttu síðan til Voga á Vatnsleysu-
strönd á síðasta ári. Söngur var Jó-
hönnu mikið áhugamál og var hún
jafnan félagi í kórum ásamt manni
sínum. Þau hjónin ferðuðust mikið
bæði hér á landi og í útlöndum.
Sérstaklega voru henni ferðalög
til Norðurlanda hugleikin. Fé-
lagsmál voru henni einnig mikil-
vægur vettvangur og starfaði hún
m.a. í kvenfélögum þar sem hún
bjó og tók virkan þátt í starfi
manns síns innan Rótarýhreyfing-
arinnar jafnframt því sem hún var
félagi í Oddfellowreglunni.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu-
strönd í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Karen Sigurðardótt-
ir, f. 9.9. 1967. Börn
þeirra eru Selma Rík-
ey, f. 28.5. 1990, Vikt-
or, f. 27.8. 1992 og
Júlía Magney, f.
3.7.2004. 2) Lovísa, f.
10.5. 1969, gift Thors-
ten Henn f. 13.10.
1969. 3) Sigurður
Hrafn, f. 10.10. 1971,
kvæntur Írisi Bettý
Alfreðsdóttur, f. 4.1.
1969. Börn þeirra eru
Hanna Bára Andrés-
dóttir, f. 10.1. 1988,
Sigurður Grétar Sig-
urðsson, f. 18.2. 1996 og Jóhann
Ingvar Sigurðsson, f. 7.12. 1997.
Jóhanna ólst upp í Vestmanna-
eyjum og lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Vestmannaeyja. Á
unglingsárum fór hún í lýðháskóla
í Svíþjóð og síðar fór hún til Bret-
lands þar sem hún stundaði m.a.
enskunám. Jóhanna fluttist ásamt
foreldrum sínum til Reykjavíkur
Hve undarlegt er að vita, að um
leið og vetur kveður og vorið er allt
um kring, að þá skuli Jóhanna verða
kvödd burt úr þessum heimi. Það er
eins og það sé verið að reyna á þol-
rifin í okkur. Erum við að taka eftir
nýjabruminu og gróandanum, fugla-
söngnum og hlýnandi sunnanvindi?
Ekki getum við alltaf sett hlutina í
samhengi í lífinu og okkur finnst
ekki alltaf mikið réttlæti í því sem
gerist. Okkur er sjálfsagt ekki ætlað
að skilja alla hluti og þess vegna eru
sumir hlutir sárari og erfiðari en
aðrir.
Í dag kveðjum við okkar kæru
mágkonu sem var tekin úr okkar
hópi full af orku og lífsgleði eins og
hún var alltaf.
Jóhanna var alltaf kát og það fór
aldrei framhjá neinum ef Jóhanna
var á staðnum, þvílíkur var kraft-
urinn og gleðin alltaf í kringum
hana, svo ekki sé nú minnst á ef
Rúnar bróðir var með í ferð. Auðvelt
er að ímynda sér að ekki hafi verið
auðvelt fyrir Jóhönnu að koma inn í
fjölskylduna þar sem Rúnar er elst-
ur og við öll litum upp til hans eins
og gengur og gerist, en Jóhanna
small inn í hópinn eins og hún hafi
aldrei verið annars staðar.
Mamma sagði eitt sinn þegar hún
leit í bolla fyrir Rúnar: „Konan þín
verður með fíngerðan fót og notar
litla skó.“ Oft var hent gaman að því
að Jóhanna fékk alltaf bestu skóna á
útsölunum þegar eingöngu litlu
númerin voru eftir eða í barnadeild-
unum.
Þau Jóhanna og Rúnar hafa búið
víða á sínum búskaparárum, þau
byrjuðu að byggja í Vogunum en eft-
ir það hafa þau víða komið. Sum-
staðar var búið ansi þröngt, en það
var ekkert mál fyrir Jóhönnu að láta
fara vel um alla og alltaf var jafn
notalegt að koma til þeirra, hvort
sem híbýlin voru stór eða smá. Jó-
hanna og Rúnar voru mjög samhent
í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur,
yfirveguð í hverju sem var, þau unnu
saman sem ein manneskja og voru
meira en bara hjón, einnig miklir fé-
lagar og vinir. Í fyrrasumar byggðu
þau sér glæsilegt hús í Vogunum, og
fluttu þangað. Þau voru komin heim
aftur, og ekki mátti betur sjá en að
þau væru mjög ánægð með það. Við
hin vorum það líka, ekki síst Sævar
og Dísa sem fengu þau sem ná-
granna í næstu götu, þá áttu þær
góðar stundir saman svilkonurnar
Jóhanna og Dísa í göngutúrunum
sem gáfu þeim mikið. En Guð má
vita hvað þær ekki sögðu á leið sinni,
því þar sem þær tvær hittust var
aldrei vandræðaleg þögn.
Við minnumst Jóhönnu í fjöl-
skylduboðum með barnaskarann í
kringum sig að spila, syngja eða
bara segja sögur. Börnin okkar eiga
góðar minningar um lífsglaða og
skemmtilega frænku sem vildi og
nennti að sinna þeim, og kom það
ekki á óvart þegar Jóhanna fór í
skóla til að verða fóstra.
Margar voru gleðistundirnar sem
við áttum öll saman, ógleymanleg er
heimsókn okkar systkinanna og
pabba til Vestmannaeyja, það var
ekkert mál að taka á móti fólki í aug-
um Jóhönnu og Rúnars, hún sagði
bara: „Við höfum þetta bara svona
og svona“ og þá var það ákveðið.
Fáir voru betri í að skipuleggja
hlutina. Við áttum saman góða
kvöldstund í fyrravetur hjá þeim í
nýja húsinu, þar sem við héldum
systkina-þorrablót sem var afskap-
lega notalegt og skemmtilegt.
Söngurinn var alltaf í miklu uppá-
haldi hjá Jóhönnu alla tíð og tókum
við yfirleitt lagið saman ef við hitt-
umst, þá var Jóhanna hafsjór af text-
um og skemmtilegum lögum og ekki
spillti fyrir þegar Rúnar og strák-
arnir spiluðu undir.
Endalaust er hægt að telja upp
skemmtilega hluti og atvik, en það
lifir í minningunni.
Minningabrotin og burtflogin stund
og bjartasta vonin um fagnaðarfund
er gull sem við geymum í ranni.
Nú eigum við þvílíkan allsnægtasjóð
og auðugust erum af þessari þjóð.
En þrautin er innra með manni.
Hve lengi er auðvelt að ylja sér við
þær indælis stundir er fékk okkar lið?
Skarð er nú höggvið í hópinn.
(gis.)
Elsku bróðir, Jói, Lóa, Sigurður
Hrafn og fjölskyldur, Guð styrki
ykkur á erfiðum stundum.
Sævar, Þórdís, Lovísa, Ingi,
Sigrún og fjölskyldur.
Á tæplega sextíu ára gömlum ljós-
myndum má sjá tvenn ung hjón,
hvor um sig með tvær litlar dætur.
Þau sitja í grasinu á björtum sum-
ardegi úti í Vestmannaeyjum. Kon-
urnar voru systur, nauðalíkar og
óaðskiljanlegar vinkonur. Þó að önn-
ur fjölskyldan byggi í Reykjavík og
hin í Vestmannaeyjum var mikill
samgangur milli heimilanna. Á þess-
um árum var lagður grunnur að
órjúfanlegri vináttu dætranna. Á
unglingsárum vorum við systurnar
úr Reykjavík stundum sumarlangt í
Eyjum og unnum í fiski og þær syst-
ur úr Eyjum dvöldu hjá okkur í
lengri eða skemmri tíma og voru au-
fúsugestir. Hún Jóhanna var ljós-
hærð og lagleg. Glettin og glaðvær,
hafði skoðanir á mönnum og mál-
efnum og lá ekki á þeim.
Hún kynntist Sigga og samrýnd-
ari hjón voru vandfundin. Varla var
hægt að nefna annað þeirra á nafn
án þess að nefna hitt. Við fjögur fór-
um í ótal útilegur með gítarinn og
góða skapið, og á veturna hittumst
við og spiluðum á spil fram á rauða
nótt. Síðan komu börnin og við vor-
um upptekin við barnauppeldi og að
koma þaki yfir höfuðið, höfðum
sjaldnar tækifæri til að hittast. Jó-
hanna og Siggi bjuggu um árabil er-
lendis og úti á landi. En ávallt þegar
við hittumst var eins og við hefðum
hist í gær. Hinn 10. apríl hittumst
við öll í fermingarveislu. Að vanda
lék Jóhanna á als oddi. Þau voru
nýbúin að koma sér fyrir í nýja hús-
inu, hún hætt að vinna, búið að panta
sumarleyfisferðina, brúðkaup fram-
undan, von á barnabarni. Við ráð-
gerðum næsta frænkufund sem átti
að vera í maí heima hjá henni í nýja
húsinu. Við frænkurnar ellefu, dæt-
ur fimm systra og eins bróður, höf-
um hist reglulega um árabil.
Ógleymanleg var ferð okkar til Eyja
fyrir nokkrum árum þar sem við
eyddum helgi í góðu yfirlæti hjá Jó-
hönnu og Sigga. Það var á þessum
stundum sem við kynntumst Jó-
hönnu best. Hún var opin, hlý og
JÓHANNA
JÓHANNSDÓTTIR
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR PÁLSSON
rafvirkjameistari,
Réttarheiði 4,
Hveragerði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
laugardaginn 30. apríl síðastliðinn, verður jarð-
sunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 7. maí kl. 13:30.
Steinunn Runólfsdóttir,
Guðrún Ingólfsdóttir, Pétur Benediktsson,
Þórður Ingólfsson, Málfríður Mjöll Finnsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AGATHA ÞORLEIFSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
miðvikudaginn 4. maí.
Jarðsett verður frá Akraneskirkju miðviku-
daginn 11. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð krabbameinssjúkra barna.
Sigrún Bjarnadóttir og fjölskyldur,
Guðbjörn Oddur Bjarnason, Ingibjörg Rósa Aðalsteinsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn, frænka
og vinkona,
LOVÍSA RUT BJARGMUNDSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 5. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sólveig Guðlaugsdóttir, Bjargmundur Grímsson,
Guðmundur Bjargmundsson, Kolbrún Bjargmundsdóttir,
Lovísa Rut Bjargmundsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar,
HULDU LAUFEYJAR DAVÍÐSDÓTTUR
frá Sigríðarstöðum,
Ljósavatnsskarði.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalsteinn, Davíð, Guðrún, Hermann Róbert,
Guðbjörg og Dóra Herbertsbörn.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir
okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og
afi,
HELGI HERMANNSSON
stýrimaður,
Heiðarbraut 1c,
Keflavík,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mið-
vikudaginn 4. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Valdís Þórarinsdóttir,
Hermann Helgason, Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir,
Jóhann Þór Helgason, Særún Rósa Ástþórsdóttir,
Pétur Örn Helgason, Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Jón Halldór, Soffía Axelsdóttir,
Áslaug Ólafsdóttir, Hermann Helgason,
Jóhanna Valtýsdóttir, Þórarinn Brynjar Þórðarson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
FANNEY G. JÓNSDÓTTIR,
Böðvarsgötu 12,
Borgarnesi,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
fimmtudaginn 5. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sólveig Harðardóttir, Björn Á. Þorbjörnsson,
Eygló Harðardóttir, Þorkell Þ. Valdimarsson,
Hulda Karítas Harðardóttir, Jose Antonio Rodriquez Lora,
Brynja Harðardóttir, Skúli G. Ingvarsson,
Jóhannes Gunnar Harðarson, Steinunn Baldursdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800