Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Suður-Afríka er paradís ájörðu fyrir ferðamenn. Veð-urfar er með besta móti.Landslag, gróðurfar og dýralíf er fjölbreytt. Fólkið er gest- risið og tala flestir ensku og verðlag á vöru og þjónustu er mjög lágt fyrir Íslendinga,“ segir Stefán Helgi Vals- son, sem ílengdist í Höfðaborg í heil þrettán ár þar sem hann nam m.a. ferðamálafræði og starfaði sem leið- sögumaður hjá þarlendum ferðaskrif- stofum. Greiðar flugsamgöngur eru til Jó- hannesarborgar og Höfðaborgar frá London, Amsterdam og Frankfurt og er algengt að flugfargjaldið alla leið frá Íslandi nemi um 100 þúsund krón- um þó lægstu fargjöld geti farið allt niður í 60 þúsund krónur. Suður-Afríka er, eins og nafnið gefur til kynna, syðsta land Afríku. Það er stórt á íslenskan mælikvarða eða um ellefu sinnum stærra en Ís- land. Fjarlægðin milli tveggja helstu borga landsins, Jóhannesarborgar og Höfðaborgar, er svipuð og frá Reykjavík til Lundúna. Nágrannar í norðri eru Namibía, Bótsvana, Sim- babve og Mósambik. Strandlengjan, sem er um 2.500 km löng, er bæði fjölbreytt og falleg. Atlantshaf að vestan og Indlandshaf að austan mætast suður af landinu. Mjó láglendisræma liggur með- fram allri ströndinni. Við taka tvö þúsund til fjögur þúsund metra háir fjallgarðar og þegar þeim sleppir tek- ur við hásléttukrans, sem liggur í 1.000–1.700 metra hæð yfir sjáv- armáli áður en landið lækkar til norð- urs í áttina að Khalahari-eyðimörk- inni. Öfugar árstíðir við Ísland Að sögn Stefáns þurfa ferðamenn, sem hyggjast sækja landið heim, að gefa veðurfari gaum áður en lagt er í’ann þar sem árstíðir á suðurhveli jarðar eru öfugar við okkar. Því gæti verið tilvalið fyrir Íslendinga að halda jólin á ströndum S-Afríku. Veðurfar þar væri hins vegar breytilegt eftir landsvæðum. Á meðan regntíminn stæði yfir í Jóhannesarborg frá októ- ber til mars, kæmi rigningin til Höfðaborgar í maí til ágúst. Með- alhitinn í þessum borgum væri hins vegar svipaður eða um 20°C á sumrin og um 13°C á veturna. „Besti tíminn til að ferðast til Höfðaborgar er frá október til mars. Hins vegar ef markmiðið er að skoða villt dýr í Krüger-þjóðgarðinum er betra að fara í júní, júlí eða ágúst. Þá er þægilegra hitastig, minna af mosk- ítóflugum og auðveldara að sjá dýrin vegna þess að þau hópast við helstu vatnsból vegna lítillar úrkomu á þess- um tíma árs.“ Þjóðir og ættbálkar Um 45 milljónir manna búa í Suð- ur-Afríku skv. opinberum tölum og þótt stjórnmálamenn tali stundum eins og ein þjóð búi í landinu, fer því víðs fjarri því íbúarnir skiptast í hópa eftir litarhætti, að sögn Stefáns. Svartir Suður-Afríkubúar eru um 35 milljónir, hvítir um 4,3 milljónir, lit- aðir um fjórar milljónir og fólk af ind- verskum uppruna rúm ein milljón. Í ofanálag skiptast svo svartir upp í fjórar þjóðir: Sotho, Nguni, Shanga- an-Tsonga og Venda. Innan þessara þjóða eru fjölmargir ættbálkar. Xhosa og Zulu ættbálkarnir tilheyra báðir Nguni-þjóðinni. Nelson Mand- ela, fyrsti svarti forseti S-Afríku, er Xhosa og Shaka Zulu, frægasti höfð- ingi landsins, er Zulu. Höfðaborg er án efa fallegasta borg S-Afríku. Yfir borginni gnæfir eitt þúsund metra hátt fjall, sem heit- ir Borðfjall og er friðlýst nátt- úruvætti og vinsæll útivistarstaður. Þegar evrópskir sæfarar litu fjallið fyrst augum frá sjónum, sýndist þeim það vera flatt að ofan. Þess vegna gáfu þeir því nafnið Borðfjall. Flestir ferðamenn í Höfðaborg nýta sér tæknina og svífa upp á fjallstoppinn í svissneskum kláfi á örfáum mínútum, en þeir sem vilja ganga, geta valið úr rúmlega 300 kortlögðum gönguleið- um, sem liggja upp á fjallið. Í upphafi byggðist borgin allt í kringum fjallið, sem var í senn vatnsforðabúr, timb- urgeymsla og heyhlaða. Um þrjár milljónir manna búa nú í Höfðaborg. Fyrst byggðist borgin við fjallsræt- urnar, en þegar landið þar var full- nýtt, dreifðist búsetan út á sand- sléttu, sem eitt sinn var á sjávarbotni.“ Mikill lífsgæðamunur Lífið í S-Afríku er um margt frá- brugðið því sem við þekkjum á Ís- landi. Mesta undrun vekur stétta- skiptingin og hinn gífurlegi lífsgæðamunur milli annars vegar götubúa og hins vegar íbúa víggirtra húsa með öryggisvörðum. Í landi þar sem opinberar tölur segja að atvinnu- leysi sé 40%, en allir vita að er hærra, er ekki skrýtið að glæpir eru tíðir. Öreigum stendur mörgum hverjum ekkert til boða annað en að sjá sér farborða með því að stela frá þeim sem meira mega sín, segir Stefán. Á dögum aðskilnaðarstefnunnar fóru fáir ferðamenn til S-Afríku nema helst til þess að heimsækja ættingja. Í dag ferðast þangað ferðamenn frá öllum heimshornum sem sækjast eft- ir því að sjá fjölbreytt gróður- og dýralíf og njóta hins góða loftslags og verðlags í landinu, segir Stefán. „Einkenni ferðaþjónustu í S- Afríku eru að nokkru leyti þau sömu og hérlendis. Í fyrsta lagi hefur alltaf verið frekar dýrt fyrir Evrópubúa að ferðast til S-Afríku vegna fjarlægða. Á hinn bóginn eru hótel, bíla- leigubílar, matur og afþreying mun ódýrari en við eigum að venjast. Í öðru lagi leggur mestmegnis ferða- vant fólk leið sína til S-Afríku og til Íslands.“ Gripdeildir og moskítóbit Að lokum var Stefán spurður hvað ferðamenn á þessum slóðum eigi sér- staklega að varast. „Fyrir óvarkára er Suður-Afríka hættulegt land. Morðtíðni í landinu er ein sú hæsta í heimi og þjófnaðir og gripdeildir daglegt brauð. Sum svæði eru þó, eðli sínu sam- kvæmt, hættulegri en önnur, t.d. fá- tækrahverfin í nágrenni borga. Óráð- legt er fyrir ferðamenn að heimsækja fátækrahverfin nema í fylgd kunn- ugra. Þá þarf að verjast mosk- ítóbitum með öllum tiltækum ráðum því moskítóflugur geta borið malaríu. Sérstaklega á þetta við ef ferðast er um Krüger-þjóðgarðinn á tímabilinu frá október til maímánaðar. Þoka læðir sér inn í miðborg Höfðaborgar. Stefán Helgi Valsson í Krüger-þjóðgarðinum með litla skjaldböku.  SUÐUR-AFRÍKA Paradís ferða- mannsins Mannlíf Suður-Afríku er með því allra fjölbreyttasta í veröldinni enda hafa menning og trúarbrögð frá öllum heimshornum blandast þarna saman. Stefán Helgi Valsson bjó í Höfðaborg í þrettán ár. join@mbl.is Manndómsvígsla Xhosa-drengja. Töfralæknir umsker drengi, sem eiga svo að sjá um sig sjálfir í óbyggðum í nokkra daga og læra siði ættbálksins til að komast í fullorðinna manna tölu. Lyfjabúð galdralæknis, en þeir njóta hylli margra S-Afríkubúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.