Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. Tony Blair, forsætisráð-herra Bretlands, kemurskaddaður frá þingkosn-ingunum í fyrradag,
þrátt fyrir að hafa unnið þriðju
kosningarnar í röð. Það hefur
Verkamannaflokknum aldrei tekizt
áður. Raunar eru Blair og Margrét
Thatcher einu forsætisráðherrarnir
frá stríðslokum, sem hafa unnið
þrennar kosningar í röð. En enginn
forsætisráðherra, sem stýrt hefur
meirihlutastjórn, hefur heldur haft
jafnlágt hlutfall atkvæða að baki
sér; aðeins rúmlega 36% at-
kvæðanna. Verkamannaflokkurinn
tapaði þannig um 6 prósentustigum
frá kosningunum árið 2001.
Íhaldsmenn unnu lítillega á í
kosningunum og bættu við sig yfir
30 þingsætum. Frjálslyndir demó-
kratar bættu við sig um tug sæta,
en Verkamannaflokkurinn tapaði
hátt í fimmtíu. Meirihluti Blairs,
sem á síðasta þingi var 166 sæti,
skreppur þannig saman um u.þ.b.
100 sæti.
Þetta mun gera forsætisráð-
herranum erfiðara fyrir að koma
miðjupólitík sinni, sem kennd hefur
verið við nýja Verkamannaflokkinn,
í gegnum þingið því að a.m.k. 50 af
vinstrisinnaðri þingmönnum
flokksins eru reiðubúnir að greiða
atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum,
sem þeir telja of hægrisinnuð. Blair
gæti t.d. lent í vandræðum með
áform sín um að auka einkarekstur
í heilbrigðis- og menntakerfinu. Í
mörgum jaðarkjördæmum, þar sem
Verkamannaflokkurinn tapaði
þingmönnum, voru fulltrúar nýja
Verkamannaflokksins í framboði en
þingmenn úr vinstriarminum sitja
sem fastast í öruggum sætum.
Þannig styrkja kosningaúrslitin í
raun stöðu Gordons Browns fjár-
málaráðherra, sem þykir vinstri-
sinnaðri en Blair. Margir spá því nú
að Brown þurfi ekki að bíða lengur
en tvö ár eftir að verða forsætisráð-
herra.
Íraksmálið varð
tákn fyrir óánægju
Blair var grafalvarlegur þegar
hann flutti þakkarræðu í heima-
kjördæmi sínu, Sedgefield, á kosn-
inganótt. Hann sagði að það væri
ljóst að „brezka þjóðin vildi að
stjórn Verkamannaflokksins héldi
velli, en með skertan meirihluta“.
Forsætisráðherrann sagði að þetta
þýddi að forystumenn flokksins
yrðu að leggja við hlustir og hrinda
í framkvæmd þeim stefnumálum,
sem brynnu helzt á kjósendum, t.d.
í heilbrigðismálum, atvinnumálum
og löggæzlumálum.
„Ég átta mig á að Íraksmálið hef-
ur valdið deilum og klofningi í land-
inu en ég vona að nú getum við sam-
einazt á ný og horft til
framtíðarinnar – þar og hér,“ sagði
Blair.
Í sumum kjördæmum var aug-
ljóst að Verkamannaflokkurinn tap-
aði þingsæti vegna Íraksmálsins.
Hvergi var það skýrara en í Bethnal
Green og Bow í Austur-London þar
sem George Galloway, þingmaður-
inn litríki sem rekinn var úr Verka-
mannaflokknum fyrir tveimur ár-
um vegna andstöðu sinnar við
Íraksstríðið, velti Oonu King, nán-
um bandamanni Blairs, úr sessi í
kjördæmi, þar sem múslimar eru
stór hluti kjósenda. Í London missti
Verkamannaflokkurinn um fimmt-
ung þingsæta sinna, ýmist í hendur
íhaldsmanna eða frjálslyndra. Í öll-
um fjörutíu kjördæmum landsins,
þar sem múslimar eru fjölmennast-
ir, tapaði Verkamannaflokkurinn
fylgi til Frjálslyndra demókrata.
Graeme Trayner, sérfræðingur
hjá rannsóknafyrirtækinu Opinion
Leader Research, segist telja að
Íraksstríðið sem slíkt sé ekki helzta
ástæðan fyrir fylgistapi Verka-
mannaflokksins, heldur fremur að
almenningur sé tekinn að þreytast
á Blair og stjórn hans eftir tvö kjör-
óttaðist. Patrick Dunleavy
málafræðiprófessor við
School of Economics, seg
sem Íhaldsflokkurinn nái
bil 200 þingsætum geti
Howard líklega haldið emb
toga flokksins ef hann v
hjálpar honum að fá meira
ael Foot fékk 1983, í vers
lægingu Verkamannafl
segir Dunleavy í samtali v
unblaðið. „En íhaldsmenn
að leggjast í rækilega nafla
Simon Atkinson, sérfr
hjá skoðanakannanafyr
MORI, tekur í sama
„Íhaldsmenn háðu áran
baráttu í jaðarkjördæmu
þeir munu þurfa að leita
því hvort það sé nóg – h
eigi að halda áfram á söm
eða hvort þeir þurfi að ger
ar breytingar á stefnu flok
höfða meira til miðjunnar t
unnið kosningar.“
Árangur Íhaldsflokksin
líklega að Howard getur
sjálfur hvenær hann segir
gær tilkynnti hann að han
láta leiðtogaembættið af
kjörtímabilinu til yngri
hann yrði orðinn of gamal
kosningabaráttu, 67 eða
Hann hygðist bíða eftir því
urinn gerði upp hug sinn
hvort hann vildi breyta r
um leiðtogakjör, en víkja fy
manni „fyrr en síðar“.
Howard sagði í ávarpi
hann væri stoltur af kosn
tímabil. „Það má segja að Íraksmál-
ið hafi orðið að tákni fyrir ákveðið
vantraust almennings á Blair og
Verkamannaflokknum. Það endur-
speglar líka óþolinmæði fólks, sem
finnst að umbætur í opinberri þjón-
ustu hafi gengið of hægt og það
tengist tilhneigingu Verkamanna-
flokksins að treysta um of á áróð-
ursmeistara og fara stundum að-
eins á skjön við sannleikann,“ segir
Trayner í samtali við Morgunblað-
ið.
Howard ræður starfslokum
sínum sjálfur
Michael Howard, leiðtogi Íhalds-
flokksins, þykir ekki fara eins illa út
úr kosningunum og margir höfðu
spáð. Þótt fylgisaukning íhalds-
manna sé mjög lítil frá síðustu
kosningum bæta þeir við sig um 30
þingsætum, sem sýnir hversu ár-
angursrík barátta íhaldsmanna í
ýmsum jaðarkjördæmum varð.
Beztum árangri náði Íhaldsflokkur-
inn í London og víðar í Suðaustur-
Englandi, þar sem hann bætti við
sig um 2,5 prósentustigum.
Íhaldsmönnum tókst þannig bet-
ur en t.d. Frjálslyndum demókröt-
um að nýta sér kosningakerfið.
Hins vegar var einnig eitthvað um
það, sem Verkamannaflokkurinn
hafði óttazt fyrir kosningar, að flótti
kjósenda frá Verkamannaflokknum
til Frjálslyndra leiddi af sér sigur
íhaldsmanna í viðkomandi kjör-
dæmi, þótt ekki væri það í sama
mæli og Verkamannaflokkurinn
Skrámaður si
Gordon Brown Michael HowarCharles Kennedy
Fréttaskýring | Þótt árangur Tonys Blairs forsætisráðherra í kosningu
orðið fyrir áfalli og Blair á erfiða daga fyrir höndum. Ólafur Þ. Stephen
Tony Blair heldur á syni sínum, Leo, á tröppunum við bústað for
honum á hægri hönd er Cherie Blair og þá synirnir Euan og Nick
ÁRANGUR BLAIRS
Á valdatíma Margrétar Thatcherhefði það bara verið óraunveru-legur draumur í huga leiðtoga
Verkamannaflokksins að ná að vinna
kosningar í Bretlandi þrisvar í röð. Nú
er það ekki draumur, heldur veruleiki.
Tony Blair hefur náð árangri fyrir
hönd flokks síns, sem engum öðrum
leiðtoga Verkamannaflokksins hefur
tekizt.
Mesta afrek Blairs er að nútímavæða
Verkamannaflokkinn, færa hann inn á
miðjuna og berja úr honum vinstrivit-
leysuna, sem árum saman gerði að
verkum að kjósendur töldu flokknum
ekki treystandi, allra sízt í efnahags-
málum og varnar- og öryggismálum.
Auðvitað hefur Blair að miklu leyti náð
þessum árangri með því að horfast í
augu við að hann yrði að taka upp
stefnuskrá Thatchers að verulegum
hluta; a.m.k. að vinda ekki ofan af þeim
umbótum í átt til frjálsara markaðs-
hagkerfis sem Thatcher og fylgismenn
hennar komu á.
Blair hefur verið óhræddur við erf-
iðar ákvarðanir á borð við að koma á
skólagjöldum í háskólum. Það er raun-
ar búið að snúa brezkri pólitík á haus
þegar Verkamannaflokkurinn berst
fyrir því að fullorðið fólk taki einhvern
þátt í kostnaðinum við nám sitt, en
Íhaldsflokkurinn vill afnema öll skóla-
gjöld. Hann hefur sömuleiðis verið
ófeiminn við að hvetja til þess að fjölga
rekstrarformum í mennta- og heil-
brigðiskerfinu og auka einkarekstur,
þótt velferðarkerfið sé áfram fjár-
magnað með almannafé.
Aukinheldur hefur Verkamanna-
flokknum tekizt að halda þannig á efna-
hagsmálum að Bretar hafa nú um skeið
búið við samfelldan hagvöxt og hag-
felldar aðstæður að mörgu leyti, þótt
ýmsar blikur séu á lofti, t.d. vegna halla
á fjárlögum.
Hinn mikli árangur Tonys Blair og
Verkamannaflokksins hefur gert að
verkum að jafnaðarmannaflokkar víða í
Evrópu – ekki sízt þeir, sem eru í
stjórnarstöðu – horfa til Bretlands í leit
að fyrirmynd að því hvernig þeir geta
sjálfir sótt inn á miðjuna og öðlazt
nægilegt fylgi til að komast í ríkis-
stjórn. Samfylkingin á Íslandi er ekki
undantekning. Þar tala menn mikið um
þær umbætur, sem Blair hefur komið á,
en verr gengur að koma frjálslyndum
hugmyndum í anda Blairs inn í stefn-
una.
Blair tók þá ákvörðun að taka þátt í
innrásinni í Írak ásamt Bandaríkja-
mönnum. Sú ákvörðun virðist að ýmsu
leyti hafa komið honum í koll í kosning-
unum nú. Samt leikur enginn vafi á að
Blair taldi hana rétta – og það var rétt
að steypa Saddam Hussein af stóli.
Blair gerði hins vegar þau mistök að
segja ekki allan sannleikann varðandi
forsendur innrásarinnar og efnavopna-
eign Íraka. Það hafa brezkir kjósendur
ekki kunnað að meta.
Þótt Blair hafi nú fengið endurnýjað
umboð til að stjórna Bretlandi – að vísu
með aðeins um 36% atkvæða – eru ýmis
ljón á vegi hans. Vinstrimenn í þing-
flokki hans eru vísir með að gera hon-
um lífið leitt eftir að þingmeirihlutinn
skrapp saman. Líklegt er að hann verði
að afhenda Gordon Brown fjármálaráð-
herra stjórnartaumana ekki miklu síð-
ar en á miðju kjörtímabilinu.
Yfir Blair vofir sömuleiðis þjóðarat-
kvæðagreiðslan um stjórnarskrá Evr-
ópusambandsins, sem gæti reynzt
stjórn hans þung í skauti. Hann getur
aðallega vonað að Frakkar slái stjórn-
arskrána af áður en kemur til atkvæða-
greiðslu í Bretlandi.
Ýmsir spá því að verði Brown for-
sætisráðherra, muni hann sveigja
stefnu Verkamannaflokksins til vinstri
á ný. Það kynni að friða einhverja á
vinstrivæng flokksins. En um leið
myndi það gefa Íhaldsflokknum ný
sóknarfæri á miðju brezkra stjórnmála.
Það verður trauðla aftur snúið á göngu
gamals vinstriflokks inn í nútímann.
ÓHENTUGIR TIL ALMENNRA NOTA
Nokkuð hefur verið fjallað um pall-bíla, kosti þeirra og galla, að und-
anförnu. Enda þarf enga sérfræðinga
til að merkja hversu mjög þeim hefur
fjölgað á götum höfuðborgarsvæðisins,
þrátt fyrir að þetta séu ef til vill þeir
bílar sem síst henta í borgarumferð-
inni. Enginn efast heldur um að
ástæða þessarar umtalsverðu fjölgun-
ar sé sú að kaupendur pallbíla njóta
sérstaks afsláttar á vörugjaldi, sem
þýðir að álagning á þá er umtalsvert
lægri en á aðra bíla sem nýttir eru til
einkanota.
Í umfjöllun í sérblaði Morgunblaðs-
ins um bíla í gær kom ýmislegt athygl-
isvert fram um galla þessarar tegund-
ar bíla fyrir þá sem ekki nota þá til
þess sem þeir eru ætlaðir; þ.e.a.s.
flutnings á miklu hlassi eða sem drátt-
arbíla. Þá galla má án efa heimfæra
upp á fleiri tegundir en þá sem þar var
til umfjöllunar.
Var m.a. bent á hversu bíllinn er
laus að aftan, enda mjög þungur að
framan, en „því [fer] víðsfjarri að
gengið sé út frá því við framleiðslu
hans að hann sé nýttur sem fjölskyldu-
bíll, eins og margir hér á landi virðast
samt hafa talið sér trú um“. Jafnframt
er bent á hversu ómeðfærilegur slíkur
bíll er en þeir pallbílar sem um ræðir
eru talsvert breiðari en jafnvel stærstu
jeppar, fyrir utan hvað þeir eru langir.
Fyrir nokkru sendi Landvernd frá
sér fréttatilkynningu sem fjallað var
um í bílablaði Morgunblaðsins í lok
apríl, en þar segir að Landvernd hafi
„gagnrýnt það misræmi sem gildir
varðandi álagningu vörugjalds á bif-
reiðar og [telji] að undanþágan sem
gildir um pallbíla gangi þvert á stefnu
ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum“,
og vísar til eldsneytisþarfar þeirra.
Einnig er bent á að forsendan fyrir því
að vörugjald á pallbíla sé einungis 13%
sé sú að þeir eru flokkaðir sem vinnu-
bílar, en ekkert eftirlit er þó með því
hvort bílarnir eru nýttir til atvinnu-
rekstrar eða einkanota.
Svo virðist sem hér hafi myndast
óviðunandi gloppa í kerfinu, sem full
ástæða er til að girða fyrir. Notkun
pallbíla er að sjálfsögðu fyllilega rétt-
lætanleg í þeim tilvikum þar sem bíll-
inn þjónar því hlutverki sem hann er
hannaður fyrir. En þegar pallbílar eru
farnir að þjóna sem fjölskyldubílar í
borgarumhverfi er vissulega réttmætt
að kanna hvort ekki væri betra að hið
opinbera hagaði álögum sínum þannig
að fólk sæi sér frekar hag í því að
kaupa sparneytna og umhverfisvæna
bíla; bíla sem minna fer fyrir á göt-
unum og valda minni skaða ef eitthvað
fer úrskeiðis.