Morgunblaðið - 07.05.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.05.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 31 MINNINGAR orðheppin. Fjör og kátína einkenndi hana alla tíð. Hún ljómaði þegar hún sagði okkur frá fjölskyldu sinni og engum gat dulist hve mikils virði hún var henni. Óvænt og fyrirvaralaust er hún Jóhanna horfin af sjónarsviðinu. Á kveðjustund er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa átt vináttu hennar. Forsjóninni þakka ég þá nærgætni að leiða hana á brott með sömu reisn og hún lifði og lifir í minningu okkar. Með söknuð í hjarta kveð ég kæra vinkonu og frænku og við Davíð vottum Sigga og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Þóra Sveinsdóttir. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur, er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlegt hlær, hlýja í handartaki hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi fegurð og yl. Þetta fallega ljóð eftir Úlf Ragn- arsson hefur leitað á hug minn síðan mér barst sú harmafregn að Jó- hanna Jóhannsdóttir hefði látist skyndilega. Hvers vegna dettur mér þetta ljóð í hug þegar ég minnist hennar? Augu Jóhönnu ljómuðu allt- af af gleði og elsku, handartak henn- ar var hlýtt. Hún gaf öðrum fegurð og yl. Það var ávallt bjart yfir Jó- hönnu og í kringum hana. Það var haustið 1965 sem við hitt- umst fyrst. Hún var gift frænda mín- um Sigurði R. Símonarsyni. Báðar áttum við von á fyrsta barni og tók- um þátt í slökunarnámskeiði fyrir ófrískar konur. Ég sat í biðsalnum og fletti blöðum þegar klappað var á öxl mína og nafn mitt nefnt. Hjá mér stóð ljóshærð og hressileg kona. Hún sagðist þekkja mig af mynd sem hún hafði séð hjá ömmu minni Lovísu Brynjólfsdóttur á Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd. Þessi fyrstu kynni mín af Jóhönnu voru eftirminnileg vegna þess hversu glaðleg og hreinskilin hún var. Mér er einnig minnisstætt að tveimur ár- um síðar hitti ég í fyrsta sinn föður minn, Einar Jóhannsson skipstjóra, á heimili þeirra Jóhönnu og Sigurðar í Hafnarfirði. Þá var ég orðin hálfþrítug. Þau hjónin skildu að í brjóstum okkar pabba bærðust við- kvæmar tilfinningar. En á þessu góða heimili hófust ánægjuleg kynni okkar pabba. Fjölskyldur okkar Jóhönnu áttu margar samverustundir. Börnin okkar voru á svipuðum aldri. Það var gott að heimsækja þau hjónin. Gest- risni þeirra var sérstök. Þau voru ófá þorrablótin sem við sóttum saman í Glaðheimum. Á gleðistundum var jafnan mikið sungið enda þau hjónin söngelsk í meira lagi. Sigurði Rúnari, Jóhanni, Lovísu, Sigurði Hrafni, foreldrum og öðrum nánustu ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Lovísa Einarsdóttir. Það voru ótrúlegar fréttir sem bárust okkur að morgni Sumardags- ins fyrsta. Jóhanna okkar var látin, Jóhanna sem alltaf var svo hress og kraftmikil. En svona getur lífið breyst á örskotsstundu. Við kynntumst Jóhönnu fyrst þeg- ar hún og Sigurður fluttu til Vest- mannaeyja og hún hóf störf í leik- skólanum Rauðagerði. Eftir stutta viðkomu í Kirkjugerði kom hún til okkar í leikskólann Sóla. Þá voru skemmtilegir tímar í gangi hjá okk- ur. Við vorum á fullu að taka upp Hjallastefnuna og laga okkur að því mikla og skemmtilega starfi sem henni fylgir. Jóhanna kom þar inn með sinn mikla kraft og jákvæðni sem smitaði svo sannarlega út frá sér. Það var engin lognmolla þar sem Jóhanna var heldur mikill kraft- ur sem einkenndist af gleði, ákveðni og jákvæðni. Við hittum Jóhönnu síðast á Hjallaráðstefnu sem haldin var í Hveragerði í október s.l. Það voru yndislegar samverustundir sem við komum til með að geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð, ásamt öllum þeim minningum sem við eigum um hana Jóhönnu okkar. Við viljum kveðja Jóhönnu með Vikivökum, ljóði Jóhannesar út Kötlum: Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða – draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin – mundu að það er stutt hver stundin stopult jarðneskt yndið þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma – segðu engum manni hitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjarta mitt! Megi góður Guð fylgja og styrkja fjölskyldu og vini Jóhönnu í sorginni. Sólasystur Vestmannaeyjum. A sama tíma og landsmenn fögn- uðu sumri á sumardaginn fyrsta kvaddi Jóhanna skólasystir okkar úr Fósturskóla Íslands, þetta jarðlíf. Við óvænt fráfall hennar viljum við, nokkrar skólasystur, minnast henn- ar með fáeinum orðum. Það var haustið 1976 sem við sett- umst saman á skólabekk hópur kvenna á misjöfnum aldri sem höfðu sömu markmið þ.e. að verða fóstrur. Sumar okkar komu beint úr fram- haldsskóla en aðrar höfðu verið á at- vinnumarkaðnum eða að koma sér upp fjölskyldu árin á undan. Jó- hanna var í þeim hópi og jafnframt með þeim elstu. Jóhanna var fljót að tileinka sér námið og tók virkan þátt í umræðum og kom skoðunum sínum á framfæri og hlustaði jafnframt á skoðanir annarra. Hún var einnig dugleg að taka þátt í félagslífinu sem fylgdi skólastarfinu. Jóhanna var hrókur alls fagnaðar og átti oft frumkvæðið að ýmsum uppákomum sem lífguðu upp á tilveruna. Á þriðja og jafnframt síðasta ári í náminu var ákveðið að fara í námsferð til Banda- ríkjanna. Mikil vinna fór í að safna fyrir ferðinni og voru ýmsar hug- myndir framkvæmdar til að afla fjár. Ekki lét Jóhanna sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og var okkur eft- irminnileg. Síðastliðið vor voru tuttugu og fimm ár síðan við útskrifuðumst úr skólanum og var ákveðið að halda upp á það með ferð vestur á firði en ein skólasystir okkar býr þar. Jó- hanna lét sig ekki vanta í hópinn, kát og hress að vanda og við áttum mjög skemmtilegar samverustundir í þeirri ferð. Að lokum vottum við eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og kveðjum Jóhönnu með þakklæti í huga. Skólasystur í B-bekk Fóstur- skóla Íslands 1976–’79.  Fleiri minningargreinar um Jóhönnu Jóhannsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Októvía; Guðrún Sigursteinsdóttir. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Okkar ástkæri, SÆMUNDUR GUÐVINSSON blaðamaður, sem lést á gjörgæsludeild Landspítala Foss- vogi mánudaginn 2. maí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 15.00. Stefán Þór Sæmundsson, Björg Sigurvinsdóttir, Valur Sæmundsson, Hafdís G. Pálsdóttir, Skarphéðinn Sæmundsson, Irene Gook, Nína Hafdís, systkini hins látna og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem auð- sýndu okkur samúð og kærleik vegna andláts ÓSKARS ÁGÚSTSSONAR. Sérstakar þakkir til þeirra sem gerðu honum síðustu fjögur ár léttbærari. Megi hönd almættis leiða ykkur öll. Dísa, börn og barnabörn, Mánagötu 27, Reyðarfirði. Ástkær sonur minn, faðir okkar, bróðir og mágur, JOCHUM MAGNÚSSON, lést á Almenna sjúkrahúsinu í Malmö, Svíþjóð, sunnudaginn 1. maí. Júlía Jónsdóttir, Sigríður Karen Jochumsdóttir, Marís Þór Jochumsson, Jóhanna Júlía Jochumsdóttir, Margrét Rósa Jochumsdóttir, Þorvaldur Jakob Jochumsson, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Sigurður Gizurarson, Sigrún Magnúsdóttir, Stefán Brynjólfsson, Valgerður Magnúsdóttir, Sölvi Ragnarsson, Sigurður Friðrik Magnússon, Hafdís H. Bárudóttir, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúp- móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HUGRÚN SELMA HARALDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju í dag, laugardaginn 7. maí, kl. 14.00. Grétar Zophóníasson, Hörður Sigurðsson, Aldís Marteinsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Vilhjálmur Magnússon, Metta Elísabet Grétarsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Kristín Grétarsdóttir, Gestur Jón Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elsku dóttur okkar, systur og barnabarns, ERNU MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Fannafold 245, Reykjavík. Þorgerður Björg Pálsdóttir, Guðmundur Karl Marinósson, Sigrún Huld Guðmundsdóttir, Marinó Þ. Guðmundsson, Erna Guðmundsdóttir, Páll Þórhallsson, Hildigunnur Halldórsdóttir. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, EYJÓLFUR KRISTINN LEMANN ALFREÐSSON, lést miðvikudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. maí kl. 15.00. Lilja Bóthildur Alfreðsdóttir, Haraldur Gunnar Borgfjörð, Grace Borgfjörð, Margrét Ósklín Alfreðsdóttir og frændsystkini. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdasonur, tengdafaðir, stjúpi og afi, HEIÐAR ALBERTSSON vélstjóri, Laugalind 3, Kópavogi, andaðist á Landspítala Hringbraut miðviku- daginn 4. maí. Útförin auglýst síðar. Margrét Sigurðardóttir, Ingibjörg Heiðarsdóttir, Guðmundur Jónasson, Lilja Björk Heiðarsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Jón Grétar Heiðarsson, Hólmfríður Björnsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, stjúpbörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.