Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 35 MINNINGAR ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. fé- lagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi eftir guðsþjónustu í efri sal í boði sóknarnefndar. BÚSTAÐAKIRKJA: Vorhátíð barna- og æskulýðsstarfs Bústaðakirkju. Loka- samvera barnastarfsins kl. 11. Að lok- inni helgistund verður samvera úti á kirkjuplaninu, þar sem farið verður í leiki og grillað. Allir sem hafa tekið í þátt í barnaguðsþjónustum, TTT- starfinu ásamt öðru starfi kirkjunnar í vetur eru velkomnir og mega taka með sér gesti. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Dýrfirðingafélagsins, sem heldur sitt árlega messukaffi að guðs- þjónustu lokinni. Dýrfirðingar aðstoða við helgihaldið með lestri bæna og ritn- ingarlestra. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 Vorhátíð barnanna. Margt skemmtilegt á dag- skrá. Kl. 20 kvöldmessa, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan tíma. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Samskot í Líknarsjóð. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar að lokinni guðsþjónustu. Sr. Guðný Hall- grímsdóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Frank M. Halldórsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Bára Friðriksdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Hópur úr Mót- ettukór syngur. Organisti Hörður Ás- kelsson. Gesta-lúðrasveit frá Bandaríkj- unum leikur fyrir messuna og í messunni, sópransöngkonan Melanie Adams syngur einsöng í messunni. Kl. 17 verður Minningarstund í kirkjunni á vegum biskups Íslands vegna þess að nú eru 60 ár frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organ- isti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Landakoti: Guðsþjónusta kl. 11.30– 12.30, sr. Birgir Ásgeirsson, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Vogaskóla syngur undir stjórn Ágústu Jónsdóttur. Prestur Jón Helgi Þórarins- son. Organisti Jón Stefánsson. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Vorhátíð Laugarneshverfis. Öll félög og stofnanir sem ábyrgð bera á mótun barna og unglinga í hverfinu sameinast undir kjörorðinu „Laugarnes á ljúfum nótum“. Fjöldi atriða, frjáls að- gangur og þátttaka á stóru svæði um- hverfis kirkjuna og innandyra (sjá fréttatilkynningu). Kynnar hátíðarinnar verða Halldór Gylfason og Katla Þor- geirsdóttir. Laugnesingar fjölmennið. Kl. 20.30 kvöldmessa maímánaðar. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur, kór Laugarneskirkju leiðir gospelsönginn, Bjarni Karlsson sóknar- prestur þjónar ásamt Sigurbirni Þor- kelssyni meðhjálpara, Laufeyju Waage, Geir Brynjólfssyni, Pétri Sigurðssyni og fleira safnaðarfólki. Messukaffi Sigríð- ar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni, auk þess sem boðið verður fram til fyrirbæna við altari kirkj- unnar. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safn- aðarheimilið. Messa kl. 14 á vegum Ís- firðingafélagsins – kaffisala. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskyldu- samvera kl. 11. Starfsfólk úr barna- starfi Seltjarnarneskirkju leiða stund- ina. Söngur, leikir, sögulestur, málun og barnakór Seltjarnarness syngur. Eft- ir stundina er gestum boðið inn í safn- aðarheimili kirkjunnar í léttar veitingar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Veislu- kaffi fyrir nýja félaga. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20, ath. breyttan messu- tíma, tónlist í umsjón Karls Möller, Önnu Sigríðar og Fríkirkjukórsins. ÁRBÆJARKIRKJA: Fylkismessa kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta þar sem Rebbi refur og Gulla gæs láta sig ekki vanta. Grillaðar pylsur fyrir utan safnaðarheim- ilið að stundinni lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Uppskeruhátíð barnastarfsins verður haldin með fjöl- skylduguðsþjónustu kl. 11. Í messuna mætir trúðurinn Geiri gleðigaur. Barna- kórinn syngur lög úr söngleiknum „Með hamingjuna í handarkrikanum“. Eftir messuna verður grillveisla og leikir. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prest- ur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digranes- kirkju, B-hópur. Vorferð sunnudaga- skóla og 6–9 ára starfsins kl. 11. Létt- ur málsverður í safnaðarsal eftir messu (sjá nánar www.digranes- kirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Göngumessa. Safnast saman við Elliðaárstífluna (gegnt Árbæjarsafninu) kl. 10. Gengið þaðan upp Elliðaárdal að Fella- og Hólakirkju þar sem verður helgistund kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti Peter Máté. Kór kirkjunnar leiðir söng. Boðið upp á akstur frá kirkju að stíflu að helgistund lokinni. Vorferð sunnudagaskólans. Farið verð- ur frá kirkjunni kl. 10.50 og komið til baka um kl. 15. Grillaðar pylsur í boði kirkjunnar. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Elínborg Gísladóttir predikar og sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Bragason. Aðal- safnaðarfundur er í kirkjunni eftir messu. Boðið verður upp á léttan há- degisverð. HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Þorvaldur Halldórsson, tónlistar- maður, leikur undir létta og skemmti- lega tónlist. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa- vogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Fjölskyldu- dagskrá í safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3. Söngur, leikir og sögur. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta hesta- fólks kl.14. Sr. Valgeir Ástráðsson pré- dikar. Kirkjukór Seljakirkju syngur. Organisti Jón Bjarnason. Hestafólk safnast saman frá hesthúsahverfunum í Víðidal, Fjárborg, Heimsenda, And- varavöllum og Gustssvæðinu. Lagt af stað úr Víðidalnum kl. 13, farið um Heimsenda og að Seljakirkju. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun- guðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Nýir safnaðarmeðlimir kynntir. Friðrik Schram kennir um efnið: Af hverju er Íslenska Kristskirkjan lúthersk? Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrir- bænum. Gísli Jónsson hefur vitnisburð. Friðrik Schram predikar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp: Samkomur laugardaga kl. 11. Bænastund miðvikudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaginn 8. maí: Hjálpræðisherinn á Íslandi 110 ára, kl. 17 afmælisveisla fyrir hermenn og samherja. Kl. 20 hátíðarsamkoma, Inger og Einar Höyland tala. Mánudag- inn 9. maí kl. 15 heimilasamband. All- ar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagrahvarfi 2a: Samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Þriðjudaginn 10. maí er bænastund kl. 20.30. Föstudag- inn 13. maí er unglingastarf kl. 20. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Bænastund kl. 16.30–16.45. Tónlist 16.45–17. Samkoman hefst kl. 17. Ræðumaður sr. Ragnar Gunnarsson, skólaprestur. Söngur og stuttmynd. Barnagæsla meðan á samkomunni stendur. Hvatur sér um heitan mat á fjölskylduvænu verði eftir samkomuna. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Ruth Guðmundsdóttir Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Fyrirbænir í lok samkomu. Barnakirkja meðan á samkomunni stendur. Bæna- stund laugardagskvöld kl. 20. Miðviku- daginn 11. maí kl. 19 er aðalfundur safnaðarins, reikningar munu liggja frammi klukkutíma fyrir fundinn. Bænastundir alla virka morgna kl. 7–8. filadelfia@gospel.is www.gospel.is KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30 Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. „Ár altarissakrament- isins“: Tilbeiðslustund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Maímánuður er settur sérstaklega und- ir vernd heilagrar Maríu meyjar og til- einkaður henni. Haldin er bænastund á hverjum miðvikudegi og föstudegi kl. 17.40. Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á mánudögum frá kl. 19. til 20. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. „Ár altarissakramentisins“: Til- beiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Laugardagur 7. maí. Kl. 12 Stúlknakór Landakirkju, æfing í Safnaðarheimili Landakirkju. Kl. 15 ferming í Stafkirkjunni. Sunnudagur 8. maí. Kl. 11 guðsþjón- usta á mæðradegi. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H Guð- jónssonar. Dagurinn er kirkjudagur Rb.st. Vilborgar og munu félagskonur lesa ritningarlestra í guðsþjónustunni. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organ- isti: Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestar. Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Fjölskyldu- hátíð í Kaldárseli. Hljómsveit Fríkirkj- unnar spilar. Farið verður í leiki en full- orðna fólkinu boðið í gönguferð um nágrenni sumarbúðanna. Þá verður grillveisla en kaffi og veisluborð fyrir fullorðna fólkið. Dagskráin hefst kl. 11 og þeim sem ekki koma á eigin bílum uppeftir er bent á rútuferð frá kirkjunni kl. 10.30. ÁSTJARNARSÓKN, í samkomusal Hauka, Ásvöllum. Lokasamvera barna- starfsins kl. 11–12. Leikir, söngur og fl. Aðalsafnaðarfundur Ástjarnarsóknar 8. maí kl. 12–14. Samveran hefst á sameiginlegri súpumáltíð, síðan venju- leg aðalfundarstörf og kosningar. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti: Jó- hann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson, ásamt leikmönnum. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Bessastaðakirkju kl. 14. Álftaneskórinn, kór kirkjunnar syng- ur við athöfnina og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Við athöfnina þjóna sr. Hans Markús Hafsteinsson og Gréta Konráðsdóttir djákni. Prestarnir. EYRABAKKAKIRKJA: Messa kl. 13. Ferming. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn strax að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kosningar. GLERÁRKIRKJA: Vorhátíð, kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta. Sr. Arn- aldur Bárðarson og Pétur Björgvin Þor- steinsson djákni leiða helgihaldið. Barnakór og unglingakór Glerárkirkju leiða söng undir stjórn Ástu Magn- úsdóttur kórstjóra. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Að guðsþjónustu lok- inni leikur Marimbahópur Oddeyrar- skóla nokkur lög, boðið verður upp á pylsur og meðlæti. Leiktæki á staðn- um. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Laugardagur 7. maí: Menn með mark- mið verða með morgunverðarfund kl. 10 á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10. Sunnudaginn 8. maí, hjálpræð- issamkoma kl. 11, gestir frá Noregi: Oberstl. Einar og Inger Höyland. Einar er yfirmaður safnaðarstarfsins í Nor- egi, Íslandi og Færeyjum og Inger er yfirmaður kvennasamtaka innan hers- ins í Noregi, Íslandi og Færeyjum. Þau munu tala og syngja. Sunnudagaskóli kl. 11. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Orgeltónlist og helgistund kl. 17 Jörg E. Sondermann leikur orgelverk meistaranna. Ritning- arlestur og bænargjörð. Kyrrð og íhug- un. Heilsustofnun NLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. VÍKURKIRKJA Í MÝRDAL: Fermingar- guðsþjónusta kl. 13.30. Ferming og altarisganga. Organisti: Kristín Waage. Kór Víkurkirkju syngur. Guðspjall dagsins: Þegar huggarinn kemur ( Jóh. 16.) ✝ Hugrún SelmaHaraldsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 16. apríl 1944. Hún lést á heimili sínu Hulduhóli 1 á Eyrarbakka hinn 30. apríl síðastliðinn. Kjörforeldrar hennar voru Jónína Aldís Þórðardóttir frá Hólmi á Stokkseyri, f. 6. júlí 1923, d. 7. des- ember 1999, og Har- aldur Guðmundsson, f. 7. mars 1922, frá Tjarnarkoti á Stokks- eyri. Systir Selmu, dóttir Jónínu Aldísar og Haraldar, er Þórunn Ágústa, f. 1946. Jónína Aldís og Haraldur slitu samvistum, er Selma var enn barn að aldri. Árið 1947 giftist Jónína Aldís Helga Vigfússyni, f. 21. desember 1910, d. 21. nóvember 1987, frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Stjúpsystkin Selmu, börn Aldísar og Helga, eru: Sigrún, f. 1948; Vig- fús, f. 1950; Magnús, f. 1952; Sess- elja Katrín, f. 1953; Jóhanna Björk, f. 1955; Steinunn, f. 1957; Óskar Helgi, f. 1958; Friðmundur Heimir, f. 1961; Sigríður Ragn- hildur, f. 1962; og Jón Lárus, f. 1965. Haraldur er kvæntur Höllu Guð- mundsdóttur frá Siglufirði og á með henni tvær dætur, Maríönnu, f. 1948, og Guðmundu, f. 1956. Kynmóðir Hugrúnar Selmu var María Þórunn Gíslína Gestsdóttir, f. 8, nóvember 1920, d. 1. nóvem- ber 1994. Selma var tvíburi. Systir hennar, Stella Sólborg Sigurðar- dóttir, býr á Selfossi. Hálfbróðir þeirra er Gestur Pálsson sem býr í Reykjavík. Selma hóf sambúð í Reykjavík með Sigurði Jóhanni Skúlasyni, f. 1938, d. 1985. Með honum eignað- ist Selma þrjú börn. Þau eru: a) Hörður, f 1962, hann á þrjár dætur, Hugrúnu, f. 1983, og Hrafnhildi, f. 1989. Móðir þeirra er Áslaug Fjóla Vil- hjálmsdóttir, f. 1964. Núverandi sambýlis- kona Harðar er Aldís Marteinsdóttir, f. 1967. Eiga þau eina dóttur, Jónínu Sif, f. 1997. b) Skúli Guð- laugur, f. 20. janúar 1963, d. 24. ágúst 1963. c) Kristín Þur- íður, f. 1964, gift Vilhjálmi Magn- ússyni á Stokkseyri, f. 1961. Krist- ín og Vilhjálmur eiga tvö börn. Þau eru: 1) Lena Dögg, f. 1981, í sambúð með Sverri Sveinssyni, f. 1979, og eiga þau tvo stráka, Aron Inga, f. 1999, og Skúla Dan, f. 2002. 2) Sigurjón Dan, f. 1987. Selma og Sigurður slitu sam- vistum. Selma bjó um tíma með Jakobi Guðbergssyni og eignuðust þau tvö börn saman, stúlku og dreng sem komið var í varanlegt fóstur. Hinn 29. september 1972 giftist Hugrún Selma eftirlifandi manni sínum, Grétari Zóphaníassyni, f. 25. janúar 1940, frá Stokkseyri. Lengst af bjuggu þau á Stokks- eyri, fyrst í Kjartanshúsi, síðan í Eyjaseli 10, þar til fyrir þrem ár- um. Þau hafa búið á Eyrarbakka síðastliðið eitt og hálft ár. Lífsstarf Selmu var hefðbundið fyrir íslenska erfiðiskonu, barna- gæsla í æsku, fiskvinnsla, umönn- un aldraðra og verslunarstörf. Síðustu sex ár ævi sinnar gat hún ekki stundað erfiðisvinnu vegna illvígrar slitgigtar. Útför Hugrúnar Selmu verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var að morgni sunnudagsins 1. maí að mér barst sú frétt að Selma væri látin. Ég kynntist Selmu fyrir rétt rúmum sex árum og komst fljót- lega í kynni við þann ótrúlega og absúrd húmor sem hún hafði. Hún átti það til að stuða fólk sem ekki þekkti hana með þessum húmor en þegar maður kynntist henni betur kom í ljós einstaklega viðkvæm manneskja. Hún var mikill dýravin- ur, einstakt snyrtimenni og lagði mikla natni við heimili þeirra hjóna. Maður var alltaf velkominn á heimili þeirra og ávallt gaman að koma til þeirra hjóna. Er mér sérstaklega minnisstæð ein heimsókn á heimili þeirra á Stokkseyri í blíðskaparveðri um mitt sumar. Við sátum úti á ver- önd og nutum frábærra veitinga eins og ávallt og spjölluðum um heima og geima. Allt í einu, í miðjum samræð- um, stekkur Selma upp og vildi endi- lega sýna mér hús eitt sem var til sölu og stóð autt. Þegar Selma hafði tekið einhverjar ákvarðanir varð henni ekki haggað þannig að við fór- um og skoðuðum húsið. Lýsti hún húsinu þannig fyrir mér að ég varð máttlaus af hlátri og eftir að við kom- um út úr húsinu varð mér fótaskort- ur á hlaðinu og datt. Var hún þá fljót að lýsa því yfir að þetta væri draug- urinn sem fylgdi húsinu og skyldum við hraða okkur í burtu. Hún var svo sannfærandi að ég trúði þessu strax og við hröðuðum okkur í burtu. Finnst mér þetta atvik lýsa Selmu eins og ég kynntist henni, ótrúlega kvikk, fljót að taka ákvarðanir og húmorinn ótrúlegur. Tak þú, svefn, í ástararma alla menn, sem þjást og harma. Legg þinn væng á lukta hvarma. Láttu öllum verða rótt. Leyf þeim, draumur, lengi að njóta lífsins, sem í vöku brjóta skipin sín í flök og fljóta fram hjá öllu. – Góða nótt! Þeim, sem fram hjá fegurð lífsins fara’ í vöku. Góða nótt! Ég votta Grétari og aðstandend- um mína dýpstu samúð. Herdís Hjörleifsdóttir. Í dag kveðjum við hana Selmu okkar sem fór svo skyndilega frá okkur. Margs er að minnast þegar að við hugsum til baka um þær stundir sem að við áttum með henni. Selma var okkur afar kær og alltaf tilbúin að taka á móti okkur þegar við kom- um til hennar með Lenu þegar við vorum á unglingsaldri og alveg örugglega oft mjög erfiðar en samt fundum við aldrei fyrir því. Okkur langar til þess að senda þennan sálm með þessum örfáu orðum sem gætu verið svo miklu fleiri: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Grétar, Krissa, Lena, Hörð- ur og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Linda Mjöll og Guðný Ósk. HUGRÚN SELMA HARALDSDÓTTIR MESSUR Á MORGUN Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Greinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.