Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ● SÍMINN hf. hefur selt 2,7% eign- arhlut sinn í Straumi fjárfesting- arbanka hf. og á nú ekkert í félaginu. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að söluhagnaður Sím- ans af eignarhlutnum í Straumi hafi numið um 700 milljónum króna fyrir skatta. Söluhagnaðurinn er færður á fyrsta ársfjórðungi 2005. Síminn selur í Straumi ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa er á höttunum eftir pólska flugfélaginu LOT, að því er segir í frétt á vefmiðl- inum Warsaw Business Journal. Vitnað er í fjár- málastjóra Luft- hansa, Karl Lud- wig Kley, sem segir að vegna góðrar afkomu fé- lagsins hafi það áhuga á að yf- irtaka LOT. Tals- menn LOT hafa hins vegar ekki viljað tjá sig um þetta mál. Lufthansa vill yfirtaka LOT FARÞEGUM litháska ríkisflug- félagsins Lithuanian Airlines fjölg- aði um nærri helming á síðasta ári og hefur á fyrstu þremur mánuðum árs- ins jafnframt fjölgað verulega. Tals- vert tap varð þó á rekstri félagsins í fyrra. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Eignarhalds- félagið Fengur gert tilboð í flug- félagið sem nú stendur til að einkavæða. Lithuanian Airlines (LAL) er rík- isflugfélag Litháens. Það var stofnað 20. september 1991 og er alfarið í eigu ríkisins. Meginstarfsemi félags- ins eru farþegaflutningar, póstflutn- ingar og farmflutningar á áætlunar- leiðum. Um 45% umferðar um alþjóðaflugvöllinn í Vilnius, höfuð- borg Litháens, er á vegum LAL, auk þess sem félagið rekur þar hvers- konar þjónustustarfsemi. LAL byggir á gömlum grunni enda má rekja flugsögu Litháa allt aftur til ársins 1919. Skipulagt áætl- unarflug í Litháen hófst síðan árið 1921 og árið 1938 var fyrsta flug- félagið stofnað. Þegar Sovétríkin hertóku Litháen árið 1941 tók sov- éska flugfélagið Aeroflot að sér allt áætlunarflug í landinu. En þegar Litháen endurheimti sjálfstæði sitt árið 1991 var LAL stofnað. Á árun- um frá 1991 til ársins 2002 voru áætl- unarleiðir félagsins endurskipulagð- ar, félagið hætti að mestu að fljúga til Sovétríkjanna fyrrverandi en hóf að fljúga til borga Vestur-Evrópu. Á sama tíma endurnýjaði félagið flug- vélaflota sinn, lagði rússneskum flugvélum en hóf að nota vélar sem smíðaðar voru á Vesturlöndum. Í dag flýgur LAL frá Vilnius til 15 áfangastaða í Evrópu; Amsterdam, Barcelona, Berlín, Brussel, Kaup- mannahafnar, Dublinar, Frankfurt, Helsinki, Kænugarðs, London, Madrid, Mílanó, Moskvu, Parísar og Stokkhólms. Fyrirhugað er að hefja flug til St. Pétursborgar í sumar. LAL rekur fimm Boeing 737-500 þotur, tvær Boeing 737-200 þotur og tvær SAAB 2000 flugvélar. Farþegum fjölgar hratt LAL flutti alls 442 þúsund farþega á síðasta ári sem er mesti farþega- fjöldi félagsins í 12 ár og 42% aukn- ing frá árinu 2003. Til samanburðar má nefna að Icelandair flutti á síð- asta ári rúmlega 1,3 milljónir far- þega. LAL ætlar að á þessu ári fjölgi farþegum um 30%, þannig að þeir verði yfir 500 þúsund. Á fyrstu þremur mánuðum ársins flutti LAL yfir 100 þúsund farþega, sem er 59% aukning frá sama tímabili síðasta árs. Í marsmánuði voru farþegarnir nærri 39 þúsund talsins sem er 71% aukning frá sama mánuði síðasta árs. Engu að síður varð 2,6 milljóna evra, eða 216 milljóna króna, tap á rekstri félagsins á síðasta ári. Rekstrartekjur jukust þó um 6,7 milljónir evra á síðasta ári, voru ríf- lega 64 milljónir evra eða rúmir 5,3 milljarðar króna. Tapreksturinn skýrist hinsvegar af hærra eldsneyt- isverði og kostnaði vegna nýrra flug- leiða. Í fréttatilkyningu frá félaginu er haft eftir Vidas Žvinys, forstjóra, að með inngöngu Litháens í Evrópu- sambandið gerbreytist samkeppnis- aðstaða félagsins en um leið fjölgi tækifærum og áskorunum. Félagið hafi meðal annars breytt gjaldskrá sinni, aukið þjónustu og styrkt þann- ig stöðu sína sem stærsta flugfélag Litháens. Segir hann að félagið muni halda áfram að stækka, flugtíðni á núverandi áfangastaði verði aukin, nýjum áfangastöðum bætt við og far- gjöld lækkuð til að laða að fleiri far- þega. Ungt félag á gömlum grunni Ríkisflugfélag Litháens í örum vexti, farþegum fjölgar hratt sem og áfanga- stöðum Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is TILBOÐ sem SPRON gerði nýlega í 80% hlutafjár Hrings eignarhaldsfélags, sem á All- ianz Ísland hf., hefur verið sam- þykkt. SPRON verður þar með langstærsti hlutafjáreigandi í Hring en Sparisjóður Kópa- vogs á 20% hlut í félaginu sem verður áfram í eigu sjóðsins. Baugur Group er sem stendur stærsti hluthafi með 65% hluta- fjár. Tilboðið er háð fyrirvör- um, meðal annars um áreiðan- leikakönnun, og skal þeim vera aflétt í lok þessa mánaðar. „Við erum að skoða þá mögu- leika sem við teljum að geti fal- ist í þessu fyrirtæki og teljum að þarna geti verið um góðan fjárfestingarkost að ræða,“ sagði Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, í sam- tali við Morgunblaðið. Hann vildi ekki gefa kaupverðið upp. Tilboð SPRON í Allianz samþykkt ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu rúmum 2,2 millj- örðum króna. Viðskipti með hluta- bréf voru fyrir um 974 milljónir. Mest voru viðskipti með bréf Actavis. Mest hækkun varð á bréfum Ný- herja, 1,6%, og mest lækkun varð á bréfum Bakkavarar, 1,8%. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,32% og er nú 4.305 stig. Dræm viðskipti í Kauphöll STÆRSTA samvinnufélag Bret- lands, United Co-operatives, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa lýst áhuga á að yfirtaka stórverslana- keðjuna Somerfield, að því er fram kemur í frétt á vefmiðli BBC-frétta- stofunnar. Áður höfðu tveir hópar fjárfesta lýst áhuga sínum, annars vegar Baugur, kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, fjárfestingafélag- ið Apax Partners og bankinn Barcl- ays Capital, og hins vegar bræðurnir Richard og Ian Livingstone og jap- anski bankinn Nomura. Breska blaðið Independent sagði í síðustu viku að talið væri að báðir þeir hópar sem áður höfðu lýst áhuga á að yfirtaka Somerfield hefðu lagt fram tilboð sem væru um 1,1 milljarðs punda virði eða um 205 pens á hlut. Áhuginn á Somerfield eykst EIGNAVERÐ í landinu hefur hækkað um nær 580 milljarða að raunvirði á síðastliðnum 12 mánuð- um samkvæmt eignaverðsvísitölu greiningardeildar KB banka. Jafn- gildir það ríflega 48 milljarða króna hækkun á mánuði að meðaltali. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum KB banka í gær. Samkvæmt hálffimmfréttum er markaðsvirði eignaverðsvísitölunnar alls um 3.000 milljarðar króna og hefur vísitalan hækkað um 24% að raunvirði á tímabilinu og jafngildir það 580 milljörðum króna. Á milli febrúar og mars hækkaði vísitalan um 1%, sem jafngildir tæplega 30 milljörðum króna að raunvirði. Raunvirði fæst með því að draga frá verðbólgu sem þýðir að fyrir utan verðbólgu hefur vísitalan hækkað um 1% á tímabilinu febrúar-mars. Eignaverðsvísitalan vegur saman fasteigna-, hlutabréfa- og skulda- bréfaverð og má rekja hækkunina að mestu leyti til hækkana á fasteigna- markaði auk þess sem verð hluta- bréfa í Kauphöll Íslands hefur hækkað verulega á síðustu misser- um. Í kjölfar hækkana hafa auðsáhrif komið sem vöxtur einkaneyslu en í hálffimmfréttum er bent á að erlend- ir fjárfestar hafa verið umsvifamiklir á skuldabréfamarkaði og hlutabréfa- markaði þannig að hér er ekki um hreina eign landsmanna að ræða. Enn fremur eru fasteignir skuldsett- ar eignir og teljast þær því bæði til fasteigna og skuldabréfa en það sama gildir um skuldsettar yfirtökur á fyrirtækjum. Morgunblaðið/Golli Eignaverð hækkar mikið Hækkar ört Eignaverðsvísitala hefur hækkað um 24% á einu ári. ● SÉRFRÆÐINGAR á Wall Street velta því nú fyrir sér hvers vegna Kirk Kerkorian sé að fjárfesta svo mjög í General Motors en eins og fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag hefur hann boðið um 55 milljarða króna fyrir 5% hlut í félaginu. Kerkorian er þekktur fyrir að fjár- festa sjaldan til langs tíma og því eru upp getgátur þess efnis að hann vilji ná völdum til þess að geta bútað GM niður og selt félagið í hlutum. Hvað vakir fyrir Kerkorian? ÍSLENSKA hagkerfið er mun næm- ara fyrir vaxtabreytingum erlendis nú en það hefur áður verið, að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Vaxtaberandi erlendar skuldir námu 1.658 milljörðum um síðustu áramót og höfðu þá hækkað um 450 millj- arða á einu ári. Tæplega 20% er- lendu skuldanna eru í dollurum, að því er segir í Morgunkorni Íslands- banka. Þar sem seðlabanki Bandaríkj- anna hefur hækkað vexti sína um 2% á innan við ári má reikna með að vaxtagreiðslur Íslendinga hafi aukist um tæpa 7 milljarða króna. Þá er bú- ist við að vextirnir verði hækkaðir enn frekar á næstunni, eða um 0,6 prósentur fyrir árslok. Bætast þar við tæpir 2 milljarðar í vaxta- greiðslur Íslendinga til útlanda. Samtals bætast þá 9 milljarðar króna við greiðslur til útlanda og auka þannig viðskiptahallann við út- lönd samsvarandi, segir í Morgun- Vaxtagreiðslur auk- ist um 7 milljarða Morgunblaðið/Golli korninu. Stærsti hluti erlendu lán- anna er í evrum en seðlabanki Evrópu hefur haldið óbreyttum stýrivöxtum og reiknað er með að svo verði áfram. ( $) *   * +* $) ,-+ ,. /  0                  !"#   !$   % "&' (&  )* &# &  )#&  $&' (& % "&'  +,"  -# .    /0,.     /0 !. ,  &#(  1      ! 0 % "&'  2 &'  20 .&  3(&   $45& .6 &&     78,.  /%!  /" 9"# /"&'  /"0   :    ;:## &#0   &  < && "  &  =06 00 >/5(,#     !  (     ! ,"' ?:..     $&' 40 % "&'     ;5 5  "#  $%  @A?B /4    ,            > > >  >  > > > > > > > > >  ,: &#  :   , > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > C DE C > DE C > DE > > > C > DE C > DE > C > DE C > DE C > DE > C >  DE C DE > > > C > DE > C DE C > DE > > > > > > > > > > 2, "'    '# & ; "( 4 " '# F ) /"                       > > >  >   > > > > > > > > >             >     >               >         >  <    4 *G   ;2 H #&"  !."'            > > >  >   > > > > > > > > >  ;2> I  0 0"'&' " ".  ;2> /:"'  "  ",##. 0 :  "( , &  ;2> <,#& :  0 . 0#&& 9"#  ;2>  (, & G#,,&' 7 'J /KL      D D !;/? M N    D D A A -+N    D D )!N 7 ,  D D @A?N MO 3&,      D D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.