Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. KONA hálsbrotnaði í bílveltu við Svartfell á Vopnafjarðarheiði í fyrrakvöld. Hún var í jeppa með kerru sem fauk út af veginum í vonskuveðri. Þrennt var í jeppanum og var fólkið flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. Konan var flutt með sjúkraflugi til Reykja- víkur um nóttina. Vegna slyssins var sjúkrabifreið kölluð út frá Egilsstöðum en ekki Vopnafirði þótt lengra sé frá Egilstöðum að Svartfelli en frá Vopnafirði. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni varð slysið á svæði Eg- ilsstaðalögreglunnar og því var svona stað- ið að málum. Hins vegar leitist Neyðarlín- an við að kalla út sjúkrabíla úr öðrum sýslumannsumdæmum ef slys verða svo nálægt nágrannasýslumörkum að óverj- andi sé að kalla út sjúkralið langt innan úr viðkomandi sýslu ef þannig háttar til. Lög- regla var hins vegar kölluð út frá Vopna- firði því mannekla var hjá Egilsstaðalög- reglunni. Lögreglumaður á Vopnafirði var í fríi þegar kallið kom en sinnti eigi að síður kallinu. Hálsbrotnaði í bílveltu GERA má ráð fyrir að gefa þurfi út 1.200–1.800 ný atvinnuleyfi vegna stóriðjuframkvæmda hér á landi og að stærstur hluti leyfanna verði gef- inn út í ár og framan af næsta ári, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Fjórfalt fleiri atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár en að meðaltali í fyrra. Þannig voru ný atvinnuleyfi 563 talsins fyrstu þrjá mánuði ársins, sem jafn- gildir því að sex atvinnuleyfi hafi að meðaltali verið gefin út á dag, en fjöldinn á árinu 2003 var eitt og hálft leyfi að meðaltali á dag. Líkur eru á að ný atvinnuleyfi til útlendinga geti orðið yfir 2.000 á árinu öllu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, segir að aukning sé í útgáfu atvinnuleyfa í flestum greinum. Aukin eftirspurn sé eftir vinnuafli í hefðbundnum atvinnugreinum eins lítið, einkum hvað varðar vana byggingaverka- menn, iðnaðarmenn, bílstjóra og vélafólk. Björn S. Lárusson, samskiptafulltrúi Bechtel á Íslandi, sem byggir álverið á Reyðarfirði, seg- ir að það sé stefna fyrirtækisins að ráða sem flesta Íslendinga til framkvæmdanna. Rann- sóknir þeirra sýni að þeir gætu náð 20% hlutfalli Íslendinga við framkvæmdirnar, en aðrir verði að koma frá útlöndum. Fyrirtækið hafi einkum leitað fyrir sér um starfsmenn í Póllandi og séu þeir allir ráðnir beint af Bechtel til starfa hér á landi, en ekki sé notast við vinnumiðlanir eða starfsmannaleigur. Björn bætti því við að þeir hefðu mikið aug- lýst eftir Íslendingum til starfa að undanförnu, en það hefði gengið treglega að ráða íslenskt starfsfólk til þessa. og fiskvinnslu, byggingagreinum og fleiri grein- um. Atvinnuleysi fari hratt minnkandi og fram- boð á lausum störfum einnig. Atvinnurekendur eigi því greinilega í erfiðleikum með að manna laus störf. Fimmtungur Íslendingar Í skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að reikna megi með mikilli fjölgun atvinnuleyfa vegna erlends vinnuafls á árinu 2005. Framboð á innlendu vinnuafli til að starfa við stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2005–2007 sé 1.200–1.800 ný atvinnuleyfi vegna stóriðjuframkvæmda Treglega gengur að ráða Íslendinga að álversframkvæmdum á Reyðarfirði Eftir Egil Ólafsson og Hjálmar Jónsson  Stefnir í metfjölda/8 HÆSTA tilboð sem bor- ist hafði í íþróttatreyju Eiðs Smára Guðjohnsen í gærkvöldi hljóðaði upp á 800 þúsund krónur. Eiður Smári var í treyj- unni þegar lið hans Chelsea vann Englands- meistaratitilinn í fót- bolta. Uppboðinu lýkur klukkan 13 í dag en það hófst 30. apríl sl. með lágmarksverði 25 þúsund krónum. Peningarnir sem verða greiddir fyrir treyjuna renna óskiptir til Neistans, félags hjartveikra barna. 800 þúsund fyrir treyju Eiðs? VERÐMÆTI fasteigna, hlutabréfa og skuldabréfa hefur aukist um 580 milljarða króna að raunvirði á síðustu tólf mánuðum samkvæmt eignaverðsvísitölu greiningar- deildar KB banka. Að meðaltali hefur vísi- talan því hækkað um 48 milljarða króna á mánuði. Á tímabilinu febrúar-mars hækk- aði vísitalan um 30 milljarða króna. Hækk- unina má rekja til hækkunar fasteignaverðs og hlutabréfaverðs. Eignaverð upp um 48 milljarða á mánuði  Eignaverð/12 SÓLVEIG Baldursdóttir myndhöggvari segir að listsköpun geti hjálpað sjúklingum í baráttu sinni við sjúkdóma. Í dag verður opnuð mynd- löngum. Verða þar til sýnis verk sem sjúkling- ar á spítalanum, á öllum aldri og af öllum deildum, hafa unnið á síðustu misserum./20 listarsýningin List og iðja í anddyri Barnaspít- ala Hringsins og á gangi sem liggur milli hans og aðalbyggingarinnar, alls um 200 metra Morgunblaðið/Árni Sæberg Listsköpun getur hjálpað sjúklingum EIGENDUR 65% hlutafjár í Þor- móði ramma-Sæbergi munu gera öðrum hluthöfum í félaginu yfir- tökutilboð samkvæmt ákvæðum 6. kafla laga nr. 33/2003 um verð- bréfaviðskipti. Samkvæmt yfir- tökutilboðinu verður verð hluta 3,85 kr. en það er hæsta verð sem aðilar samkomulagsins hafa greitt fyrir hluti félagsins á síðustu sex mánuðum. Í kjölfar yfirtökutilboðsins, sem er í umsjón Íslandsbanka, verður óskað eftir afskráningu Þormóðs ramma-Sæbergs úr Kauphöll Ís- lands og verða þá einungis tvö sjávarútvegsfyrirtæki eftir á skrá, en það eru HB Grandi og Vinnslu- stöðin. Voru flest 24 Fari svo hafa alls tólf sjávarút- vegsfyrirtæki horfið úr Kauphöll- inni á tæpum átján mánuðum, þar af fjögur á þessu ári, en hingað til hafa Tangi og Hraðfrystistöð Þórs- hafnar verið afskráð auk þess sem óskað hefur verið eftir afskráningu Samherja. Flest voru sjávarútvegsfyrir- tækin í Kauphöllinni árið 1999 en þá voru þau 24 talsins. Þormóður rammi á leið út af markaði synjunin á því mati manna- nafnanefndar að það færi gegn viðurkenndum nafnmyndunar- reglum í íslensku að skeyta saman tveimur eiginnöfnum, en nöfnin Anna og Lísa væru þegar á skrá yfir eiginnöfn stúlkna. Taldi nefndin því að nafnið bryti í bága við íslenskt málkerfi um mannanöfn. Þá kom fram í skýr- ingum nefndarinnar að slík nöfn yllu ákveðnum beygingarvand- kvæðum þar sem það leiddi af slíkri samsetningu að fyrri liður nafnsins beygðist. UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niður- stöðu, að mannanafnanefnd hafi ekki haft fullnægjandi laga- grundvöll til þess að hafna beiðni um eiginnafnið Annalísa. Beinir umboðsmaður þeim til- mælum til nefndarinnar að hún taki mál hjóna, sem vildu gefa dóttur sinni þetta nafn, fyrir að nýju komi fram ósk um það frá þeim. Mannanafnanefnd hafnaði beiðni hjóna um að gefa dóttur sinni nafnið Annalísa. Byggðist Mátti ekki hafna nafninu Annalísa SPRENGJA fannst í fjárhelli í Kálffelli ofan við Voga á uppstigningardag og var Landhelgisgæslunni gert viðvart. Sprengj- una fundu félagar í FERLIR, ferðafélagi rannsóknarlögreglumanna í Reykjavík. Fjárhellirinn er einn fjárhella Odds frá Grænuborg en bústaður Odds frá um 1900 þar skammt frá virtist nokkuð laus við aðskotamuni. Aðra sögu er að segja um fjárskjólin. Á þessum slóðum var eitt af æfingasvæðum hersins lengi vel. Sprengja fannst í fjárhelli ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.