Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 47
- BARA LÚXUS553 2075☎ Sýnd kl. 2 og 4 m. ísl. tali Sýnd kl. 2 og 4 m. ísl tali Frá leikstjóra Die Another Day Frá leiks óra other Day Sýnd kl. 8 og 10.15 b.i. 12. Frá leikstjóra Die Another Day Frá lei jóra Sýnd kl. 4 og 6  HJ. MBL Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 3.40 og 8 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 5.50 og 10.15 SV. MBL Sýnd kl. 3, 6 og 9. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 12 ÁRA Magnaður spennutryllir kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 16 ÁRA T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann  Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins!  KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 3, 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.45. B.I 16 ÁRA Heimsfrumsýning Heimsfrumsýning T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R . A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u Nýr og betri Hverfisgötu ☎ 551 9000 Miðasala opnar kl. 14.30i l r l. . MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 47 ÉG VEIT ekki hvort það var fortíð- arþrá eða meðfædd viðkvæmni sem gerði það að verkum að ljúfsár fiðr- ingur hríslaðist niður bakið á mér þegar gömlu Shadows-goðin Brian Bennett, Bruce Welch og Hank Marvin stigu á svið í Kaplakrika síð- astliðið fimmtudagskvöld og hófu þar leik, sem stóð í rúma þrjá klukkutíma. Þar streymdu gömlu melódíurnar fram hver af annarri, sérhver tónn á sínum stað og hljóm- urinn nákvæmlega eins og maður vildi hafa hann. Jafnvel gömlu góðu Shadows-sporin, sem fyrir utan- aðkomandi kunna að virka dálítið hallærisleg, voru tekin enda eru þau órjúfanlegur hluti af goðsögninni. Þeim Brian, Bruce og Hank til aðstoðar voru Mark Griffiths á bassa og Warren Bennett hljóm- borðsleikari, sem reyndar er sonur Brian Bennett trommuleikara. Sveitin hóf leikinn á Riders in the sky, Frightened City og Theme for young lovers. Síðan kom Peace Pipe og nostalgían helltist þá yfir mann eins og foss. Upp í hugann kom mynd þar sem undirritaður hafði gert sér ferð í hljómplötuverslun Fálkans til að kaupa fyrstu Shadows-plötuna. Ungur og glað- beittur afgreiðslumaður, Jón Þór Hannesson, leiddi viðskiptavininn í allan sannleika um The Shadows. Hann virtist vita bókstaflega allt um hljómsveitina og auk þess minnti hann dálítið á bassaleikarann Jet Harris. Jón Þór átti síðar eftir að verða bassaleikari í hljómsveitinni Tónum þar sem Garðar Guðmunds- son söngvari var í hlutverki Cliff Richard. Vel á minnst, það er rétt að upplýsa starfsmenn á fréttastofu Stöðvar 2 að Hank Marvin er ekki aðalsöngvari The Shadows. Hann er sólógítarleikari hljómsveitarinnar og sem slíkur goðsögn meðal allra sem eitthvert örlítið skynbragð bera á tónlist. Cliff Richard söng hins vegar með The Shadows á árunum 1958 til 1968, en þar fyrir utan áunnu þeir sér nafn sem einhver frumlegasta og vinsælasta instru- mental-hljómsveit dægur- tónlistarsögunnar. Þessi sérkenni komu berlega fram á tónleikunum í Kaplakrika, þar sem stærsti hluti lagalistans var spiluð lög í þeim anda sem The Shadows hafa gert ódauðleg. Ég held að það hafi verið í laginu Don’t cry for me Argentina sem það rann upp fyrir mér að gítartónninn sem Hank Marvin hefur skapað er líklega fullkomnasti gítartónn sögunnar. Og þegar Atlantis og Shinding fylgdu svo í kjölfarið gerði ég mér ljóst að Marvin hafði skapað þennan tón innan við tvítugt. Og hér situr maður svo á tónleikum með The Shadows, næstum hálfri öld síðar, og tónninn hljómar eins full- kominn og manni fannst hann hljóma þá. Það er makalaust að upplifa þetta! Í hléinu hitti ég þá Ragnar Sig- urjónsson, trommuleikara Brimkló- ar, og Rúnar Júlíusson úr Hljómum frá Keflavík. Þeir voru báðir mjög sáttir við tónleikana og sögðu að gömlu átrúnaðargoðin stæðu fylli- lega undir væntingum. Raggi hafði á orði að þetta væri eiginlega ná- kvæmlega eins og hann hefði átt von á: „Ég held meira að segja að Marvin sé í sömu buxunum og hann var í kvikmyndinni The Young Ones,“ og Rúni bætti því við að þessi tónlist eltist ótrúlega vel og væri auðvitað fyrir löngu orðin sí- gild. Ég sagði þeim frá því að ég hefði verið svo mikill Shadows- aðdáandi á sínum tíma að ég hefði afneitað Bítlunum til að byrja með. Svo varð maður auðvitað að við- urkenna Bítlana, en ég sneri samt ekki baki við The Shadows. Plöturnar þeirra fóru upp í spari- hilluna, og rykið af þeim hefur oft verið dustað af síðan. „Þú hefur sem sagt áttað þig á því að það var nóg pláss á harða diskinum fyrir fleiri en eina tegund af tónlist,“ sagði Rúni og þetta er auðvitað alveg laukrétt hjá honum. Þótt maður hafi gengið í gegnum fjölmargar tónlist- arstefnur og alls konar kollsteypur á því sviði þarf maður ekki að af- neita einu til að hleypa öðru að. Þannig er það með tónlist The Shadows. Maður losnar ekki við hana frekar en skuggann, sem hefur fylgt manni alla tíð og á eftir að gera uns yfir lýkur. Þessi kvöldstund í Kaplakrika var einkar ánægjuleg og fyrir utan óað- finnanlegan tónlistarflutning var ljúfur og skemmtilega breskur húmor þeirra félaga til þess að létta mjög andrúmsloftið og gera þessa kvöldstund afslappaða og þægilega. Hvað eftir annað fékk maður gæsa- húð af hrifningu (eða var það bara nostalgían?). Ég get ekkert um það sagt á hvaða tímapunkti hrifning- arvíman reis hæst, hvenær ég fékk mest „til húðar“? Kannski var það í samspili þeirra Bruce og Hank á kassagítara í Nivram eða mögn- uðum rytmanum í Guitar Tango, eða bara þegar þeir félagar tóku hælsporið fræga í Foot Tapper? Trommusóló Brian Bennett í Little B var líka eftirminnilegt, þar sem kappanum tókst að fá salinn til að taka þátt í atriðinu. Aðeins ein leiðindi að lokum: Kaplakriki er ekki heppilegur stað- ur fyrir tónleikahald að mínum dómi. Það er varla boðlegt að láta fólk borga fúlgur fjár fyrir að sitja á grjóthörðum trébekkjum til hliðar við sviðið þannig að á löngum tón- leikum, sem þessum, er maður kom- inn með rasssæri og hálsríg í lok tónleika. Hitinn var líka óbærilegur, sal- ernisaðstaðan óviðunandi og þvagan uppi þar sem veitingar í hléinu voru bornar fram með því versta sem maður hefur lent í. Þetta undir- strikar auðvitað þörfina á boðlegu tónlistarhúsi hér á landi. Hljómburðurinn var hins vegar góður, enda getur ekkert klikkað í þeim efnum þegar snillingar á borð við The Shadows eru annars vegar. Hinn fullkomni tónn TÓNLIST Kaplakriki The Shadows í Kaplakrika, fimmtudaginn 5. maí, 2005. Sveitina skipuðu þrír forn- frægir liðsmenn The Shadows frá fyrri tíð: Hank Marvin sólógítar, Bruce Welch rytmagítar og Brian Bennett trommuleik- ari, ásamt Mark Griffiths á bassa og Warren Bennett á hljómborð. The Shadows  Sveinn Guðjónsson Ljósmynd/Albert Jakobsson Bruce Welch og Hank Marvin í ljúfri sveiflu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.