Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 11
FRÉTTIR
VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli
Ísfélags Vestmannaeyja og Sæ-
valds Pálssonar útgerðarmanns
um að Ísfélagið kaupi skip Sæ-
valds, Berg VE. Ægir Páll Frið-
bertsson, framkvæmdastjóri Ís-
félagsins, segist vonast til að
niðurstaða fáist á næstu dögum.
Bergur er með rúm 2% loðnu-
kvótans, 2,3% kolmunnakvótans og
2% í norsk-íslenzku síldinni og
munu þessar heimildir fylgja skip-
inu, en Sævald mun halda eftir bol-
fiskheimildum skipsins og hugsan-
lega verður greitt fyrir skipið og
heimildirnar með bolfiskkvóta.
Kaupverð fæst ekki gefið upp.
Ef af kaupunum verður, sem
verður að teljast líklegt, mun Ís-
félagið gera út sjö skip, þar af
fimm á uppsjávarveiðar. Snorri
Sturluson VE og Heimaey VE eru
á bolfiskveiðum en Antares VE,
Guðmundur VE, Sigurður VE og
Júpiter VE verða á uppsjávarveið-
um ásamt Berg VE. Þá hefur verið
tekin ákvörðun um að leggja
Hörpu VE.
Ekki náðist í Sævald Pálsson í
gær til að fá upplýsingar um áform
hans og hvers vegna hann er að
selja skipið. Bergur var smíðaður
árið 1967. Hann var lengdur og yf-
irbyggður 1977, endurbyggður
1997 og loks lengdur árið 2000.
Hann mælist nú 574 brúttórúm-
lestir og bar áður nöfnin Magnús
NK, Hrafn Sveinbjarnarson III
GK og Valaberg GK.
Bergur er með 283,4 tonn þorsk-
kvóta og 22,4 tonn af usa og smá-
ræði af nokkrum fleiri tegundum.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Ísfélagið að kaupa Berg VE
ÁGÆTIS kolmunnaveiði var hjá ís-
lensku skipunum í apríl, alls fengu
þau 58.500 tonn í mánuðinum á móti
29.500 tonnum í fyrra. Veiðin hófst
lítillega í mars en þá veiddust 5.600
tonn á móti 3.800 tonnum í mars í
fyrra. Maímánuður hefur und-
anfarin ár verið besti einstaki mán-
uðurinn og veiddust þannig 96.000
tonn í maí í fyrra.
Frá þessu var greint í Morg-
unkorni Íslandsbanka, en þar segir
enn fremur: „Hafa ber í huga að ytri
þættir eru útgerðum óhagstæðir nú,
löng sigling er á miðin, mjölverð er
nokkru lægra í íslenskum krónum
m.v. á sama tíma í fyrra og loks er
olíuverð talsvert hærra nú. Afkoma
af veiðunum er því sennilega slakari
en á sama tíma í fyrra.
Úthlutaður kvóti fyrir árið 2005
var ákveðinn 345 þús. tonn en til
samanburðar var veiðin í fyrra 422
þús. tonn. Ákvörðun um kvótann í ár
verður endurskoðuð síðar á árinu.
HB Grandi hefur mestra hagsmuna
að gæta við kolmunnaveiðarnar en
félagið ræður um 21% af kvótanum,
næst kemur Eskja með 19% og svo
Síldarvinnslan með 15%. Ef næst að
veiða úthlutaðan kvóta í ár og miðað
við afurðaverð má reikna með því
að aflaverðmæti kolmunnans verði
um 2,3–2,4 milljarðar króna.“
Alls hefur tæplega 150.000 tonn-
um af kolmunna verið landað á ver-
tíðinni, þar af um 83.000 tonnum af
erlendum skipum. Mestu hefur verið
landað hjá Síldarvinnslunni á Seyð-
isfirði, 35.300 tonnum. Eskja á Eski-
firði kemur næst með 24.600 tonn,
þá Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
með 24.300 tonn, Ísfélag Vest-
mannaeyja er með 23.800 tonn, Síld-
arvinnslan í Neskaupstað með
19.400 tonn og Fabrikkan á Djúpa-
vogi hefur tekið á móti 9.600 tonn-
um. Aðrir eru með minna.
! "
#$ % & % "'
"' "
#$ % &
Góð veiði á kolmunna
ÚR VERINU
„ÍSLAND hefur verið fyrirferðarmikið í Evr-
ópuumræðunni í Noregi á seinustu árum. Því
er haldið fram í umræðunni í Noregi að Ísland
muni mjög fljótlega sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu. Fjölmiðlar og þeir sem
hlynntir eru aðild að ESB halda þessari „ís-
lensku röksemd“ mjög á lofti. Ég þekki ekki
mikið til íslenskra stjórnmála en veit þó svo
mikið að raunveruleikinn er sá að Ísland mun
ekki ganga mjög fljótlega í ESB. Sennilega er
því líka haldið fram með svipuðum hætti í um-
ræðunni á Íslandi að aðild Noregs að Evrópu-
sambandinu sé yfirvofandi. En það er alls ekki
rétt.“
Þetta segir Jo Stein Moen, cand.mag. og
varaformaður norsku samtakanna Nei til EU,
sem berjast gegn aðild Noregs að Evrópu-
sambandinu. Félagsmenn samtakanna eru um
þessar mundir um 27 þúsund talsins.
Moen mun flytja erindi á opnum fundi
Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í
Evrópumálum, í dag. Þar mun hann fjalla um
stöðu Evrópusambandsmálanna í Noregi og
svara þeirri spurningu hvort líklegt sé að
Norðmenn gangi í ESB á næstu árum.
Norðmenn hafa tvívegis hafnað aðild að
Evrópusambandinu og forvera þess Evrópu-
bandalaginu, í þjóðaratkvæðagreiðslu 1972 og
1994. Moen segir samtökin Nei til EU búa sig
undir þriðju baráttulotuna þegar hún renni
upp, en það verði þó í ekki í nánustu framíð.
Meirihluti Norðmanna andvígur
aðild skv. síðustu könnun
Að mati hans er framvinda Evrópumálanna
í Noregi og á Íslandi nátengd en það sé þó
engan veginn sjálfgefið að Norðmenn muni
sækja um ESB-aðild þó svo færi að Íslend-
ingar gengju í sambandið á næstu árum.
„Það er auðvitað Íslendinga sjálfra að
ákveða hvað þeir gera en ég mun berjast gegn
aðild Noregs óháð því hvað Íslendingar gera.
1994 höfnuðu Norðmenn aðild aðeins einum
mánuði eftir að Svíar samþykktu að ganga inn
og tvemur mánuðum eftir Finnar gerðu slíkt
hið sama. Ég er því alls ekkert viss um að
Norðmenn muni ganga í sambandið þó svo
færi að Íslendingar samþykktu það.“
Moen segir að afstaða Norðmanna til ESB í
skoðanakönnunum hafi að jafnaði skipst nokk-
uð jafnt með og á móti aðild en í seinustu
könnun hafi þó komið fram að afgerandi
meirihluti væri andvígur því að Noregur
sækti um Evrópusambandsaðild í þriðja sinn.
Norðmenn ganga til þingkosninga í sept-
ember næstkomandi og segir hann mjög lík-
legt að Evrópumálin verði meðal stærri mála í
kosningaumræðunni. Hann telur hins vegar
mjög litlar líkur á að Norðmenn muni kjósa
um Evrópusambandsaðild á næsta kjörtíma-
bili, sem lýkur árið 2009. Tveir kostir séu á
myndun ríkisstjórnar eftir kosningar, stjórn
miðju- og hægriflokka eða stjórn miðju- og
vinstriflokka og aðeins tveir stjórnmálaflokk-
ar, sem eru hvor á sínum vængnum, séu
hlynntir aðild Noregs að ESB.
Ungliðar í Verkamannaflokknum
andvígir aðild að ESB
Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðu
til málsins, um 65% eru hlynnt en 35% á móti
því að Norðmenn gangi í ESB. Athygli vekur
að ungliðahreyfingin innan Verkamanna-
flokksins (AUF) er alfarið á móti aðild að sam-
bandinu. Moen segir sögulegar skýringar á
þessu en hann var um árabil varaformaður
ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins.
Hann tekur fram að ekki megi rugla saman
andstöðu við Evrópusambandið og afstöðunni
til Evrópu. Þó ungir jafnaðarmenn í Noregi
séu andvígir inngöngu í ESB séu þeir engu að
síður Evrópusinnaðir.
Moen segir að félög ungs fólks eigi sér
sterkar rætur innan norskra stjórnmálaflokka
og AUF, ungliðahreyfingin í Verkamanna-
flokknum, hafi alla tíð verið mjög sterkt afl
innan flokksins, eða allt frá stofnun hans fyrir
rúmum 100 árum. „Þegar fyrsta þjóðarat-
kvæðagreiðslan fór fram um aðild Noregs að
Evrópubandalaginu árið 1972 var AUF mjög
virk í baráttunni gegn því að Norðmenn sam-
þykktu aðild. Þetta endurtók sig í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni 1994,“ segir hann.
Meginafstaða ungliðanna er sú að sögn
Moens að þeir líta svo á að Evrópusambandið
sé smám saman að verða eitt af helstu stór-
veldum heimsins. Noregur sé aftur á móti lítið
land sem gegni mikilvægu sjálfstæðu hlut-
verki í alþjóðasamfélaginu, við brúarsmíði á
milli ríkra og fátækra ríkja heimsins og við að
stuðla að friði á átakasvæðum s.s. í Miðaust-
urlöndum og á Sri Lanka. Með aðild að Evr-
ópusambandinu yrði Noregur aðeins hluti af
einni rödd sambandsins. „Þetta er einnig
spurning um lýðræði,“ segir Moen. „Það er
vissulega mjög langt á milli byggðanna í
Norður-Noregi og Oslóar en fjarlægðin er
ennþá meiri til Brussel. Það er Norðmönnum
sérstaklega mikilvægt að þeir sem fara með
stjórn mála séu kjörnir beint af fólkinu sjálfu.
Við lítum svo á að Evrópusambandinu sé í
raun stjórnað af litlum valdakjarna. Ungum
jafnaðarmönnum í Noregi hugnast það ekki.“
– Mun samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið þjóna hagsmunum Norðmanna á
næstu árum að þínu mati?
„EES-samningurinn hefur sína veikleika en
að okkar mati er hann þó gjörólíkur aðild að
ESB þar sem hann nær ekki yfir mörg stór-
pólitísk málefni. Það á sér stað umræða í Nor-
egi um samninginn og til þessa hefur verið
breið pólitísk samstaða um að EES-samning-
urinn sé af hinu góða fyrir Norðmenn. Mín
samtök, Nei til EU, eru hins vegar gagnrýnin
á EES-samninginn, þó andstaða okkar beinist
fyrst og fremst að ESB,“ segir Stein Moen.
Opinn fundur Heimssýnar í dag er haldinn
á Grand Hóteli í Reykjavík og hefst hann kl.
15.
JO Stein Moen er
cand. mag. í sagn-
fræði og félags-
fræði. Hann er
varaformaður að-
ildarfélags norska
Verkamanna-
flokksins í St.
Hanshaugen í Osló
og varaformaður
norsku samtak-
anna Nei til EU.
Hann var sömu-
leiðis varafor-
maður AUF, ung-
liðahreyfingar
Verkamanna-
flokksins á árunum 1996 til 2000. Hann var
pólitískur ráðgjafi ríkisstjórnar Jens Stolten-
bergs í umhverfismálum 2000 til 2001 og póli-
tískur ráðgjafi Thorbjørns Jaglands utanrík-
isráðherra 1997.
Jo Stein Moen, varaformaður samtakanna Nei til EU, á fundi Heimssýnar
Norðmenn eru ekki á leið
inn í ESB á næstu árum
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hefur sam-
þykkt kröfu Skjás eins um lögbann á að
Helgi Steinar Hermannsson ráði sig til eða
starfi í þjónustu 365 – ljósvaka- og prent-
miðla, eða annarra fyrirtækja í eigu sömu
aðila í samkeppni við Skjá einn. Lögbannið
nær einnig til starfa hvort heldur er sem
launþegi, ráðgjafi, eða sjálfstæður verk-
taki, eða taki á nokkurn annan hátt þátt í
starfsemi slíkra fyrirtækja til 9. apríl 2006,
nema um sé að ræða verkefni á erlendri
grundu.
„Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við
væntingar Skjás eins enda var það mat
lögmanns Skjás eins að gögn málsins bendi
ótvírætt til þess að ráðning Helga sé ský-
laust brot á ráðningarsamningi hans við
Skjá einn og jafnframt brot á 27. grein
samkeppnislaga.
Málinu verður nú vísað til héraðsdóms
til staðfestingar,“ segir í yfirlýsingu frá
Magnúsi Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra
Skjás eins.
Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður
Helga, segir að úrskurðurinn breyti litlu
enda hafi alltaf staðið til að Helgi sinnti
verkefnum á erlendri grundu. Guðmundi
þykir þó langt gengið í úrskurðinum enda
komi fram að Helgi megi ekki starfa hjá
365-prentmiðlum eða í nokkrum störfum
fyrirtækja í eigu sömu aðila og 365 ljós-
vakamiðla. Guðmundur bendir á að prent-
miðlar séu venjulega ekki í samkeppni við
ljósvakamiðla og veltir fyrir sér hversu
langt sé gengið í skilgreiningu á öðrum
störfum í eigu sömu aðila.
Guðmundur segir að staðfesti héraðs-
dómur lögbannið muni Helgi líklega áfrýja
til Hæstaréttar.
Sýslumaður
samþykkir lögbanns-
kröfu Skjás eins
LÖGREGLAN í Borgarnesi stöðvaði 50 flutn-
ingabíla í sérstöku umferðareftirliti með
stórum bílum í gær og gerði athugasemdir
hjá nokkrum þeirra vegna skráningarblaða í
ökurita bifreiðanna. Einnig voru gerðar at-
hugasemdir við rekstrarleyfi hjá sumum öku-
mannanna. Að öðru leyti voru flestir með allt
sitt á hreinu að sögn lögreglunnar.
Eftirlitið er liður í stóru samstarfsverkefni
lögregluembætta á Vesturlandi. Í því taka
þátt lögreglan í Reykjavík, Búðardal, Borg-
arnesi, Snæfellsnesi og Akranesi. Eftirliti
með stórum bílum verður haldið áfram í dag,
laugardag, og í framhaldinu verður hefð-
bundið eftirlit í sumar.
50 flutningabílar
stöðvaðir í Borgarnesi