Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 126. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Af hverju ekkert tónlistarhús? Ashkenazy skilur ekkert í Íslend- ingum en segist bjartsýnn | Menning Úr verinu, Íþróttir, Kópavogur Úr Verinu| Aflakóngurinn Gunnlaugur á Erling KE Íþróttir | Eiður skoraði á Old Trafford  Ólafi Víði sagt upp hjá HK Kópavogur Blaðauki í tilefni af 50 ára afmæli bæjarins EGYPSKA þingið samþykkti í gær með mikl- um meirihluta stjórnarskrárbreytingu sem ætlað er að gera stjórnarandstæðingum kleift að bjóða sig fram til forseta. En sett eru ströng skilyrði, meðal annars verður stjórn- málaflokkur forsetaefnis að hafa stuðning minnst 5% fulltrúa í báðum þingdeildum; stjórnarflokkurinn ræður nú þorra sætanna. Flokkur verður að hafa starfað í minnst fimm ár til að geta boðið fram forsetaefni. Vilji óháður borgari bjóða sig fram verður hann að fá meðmæli alls 250 kjörinna fulltrúa í efri og neðri deild þingsins eða héraðsstjórn- um. Breytingin verður fljótlega lögð í þjóð- aratkvæði en sumir stjórnarandstæðingar hvetja almenning til að hunsa atkvæða- greiðsluna. Andstaðan gagnrýndi harðlega neytisins, Tom Casey, sagði í gær að frum- kvæði Mubaraks að því að leyfa fleiri mönnum að bjóða sig fram væri fagnaðarefni. En fara yrði vandlega yfir tillöguna og vildi Casey því ekki tjá sig um hana að svo stöddu. Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn (NDP), flokk- ur Mubaraks, er í reynd einráður í Egypta- landi þótt fáeinum fulltrúum annarra flokka sé leyft að starfa á þingi. Margir höfðu spáð því að stjórnarsinnar myndu ekki gefa einok- unaraðstöðu sína upp á bátinn baráttulaust en reyna að útvatna tillögurnar, ef til vill með þegjandi samþykki Mubaraks forseta. Shaaban Hafez el-Shafaie, þingmaður fyrir stjórnarflokkinn, var hreinskilinn í gær þegar hann var spurður álits á gremju stjórnarand- stæðinga. „Fólk verður að hugsa rökrétt. Þið skuluð ekki ímynda ykkur að ég muni gefa ykkur vopnið sem þið munuð nota til að drepa mig,“ sagði el-Shafaie. skilyrðin fyrir framboði. „Þeir [ráðamenn] vilja ekki lýðræði, þeir vilja ekki frjálsar kosningar, þeir vilja sitja til eilífðar- nóns,“ sagði George Is- hak, talsmaður hreyfing- arinnar Kefayah [Nóg komið] sem berst gegn því að Hosni Mubarak forseti verði endurkjörinn. Hann hefur verið við völd í 24 ár en sagði óvænt í ræðu í febrúar að leyfa bæri fleiri frambjóð- endum að gefa kost á sér. Mubarak hefur verið undir þrýstingi frá George W. Bush Bandaríkjaforseta sem hef- ur hvatt til lýðræðisumbóta. En einnig hafa flokkar stjórnarandstöðunnar, sem alls eru 15, efnt til mótmæla á götum úti síðustu mán- uði. Talsmaður bandaríska utanríkisráðu- Leyft að bjóða sig fram gegn Mubarak Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hosni Mubarak METÞÁTTTAKA er í fjallgöngu á hæsta tind lands- ins um hvítasunnuna á vegum Ferðafélags Íslands. Um 100 manns eru á leið á Hvannadalshnúk í Öræfa- jökli sem enn heldur tign sinni sem hæsti tindur landsins þrátt fyrir að hafa lækkað um fáeina metra samkvæmt nýjustu mælingum í fyrra. Hann er 2.111 metrar á hæð og verður ekki efast um aðdráttarafl hans. Að sögn Haralds Arnar Ólafssonar fararstjóra eiga margir sér þann draum að komast á hæsta tind lands- ins og segist hann finna fyrir gríðarlegum fjallgöngu- áhuga um þessar mundir. „Hér er um að ræða fólk á öllum aldri, allt frá unglingum upp í fólk á áttræð- isaldri,“ segir hann. „Fólk þarf að vera í nokkuð góðri þjálfun fyrir ferð af þessu tagi. Besta æfingin felst í að ganga á fjöll og það er ágætt til viðmiðunar að geta gengið á Þverfellshorn Esjunnar á klukkustund þótt enginn skuli örvænta þótt honum takist það ekki. Ferðafélagið leggur mikið upp úr öryggismálum og setur það skilyrði að allir hafi meðferðis mann- brodda með ísöxi og klifurbelti. Það má búast við opn- um sprungum og því verða öryggislínur notaðar.“ Hundrað manns á Hvannadalshnúk UMDEILT minnismerki um Helförina, útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum, var vígt í Berlín í gær. Bandaríkjamaðurinn Peter Eisenman hannaði minnismerkið sem er gert úr 2.711 stein- steypublokkum, sem mynda eins konar völundarhús á svæði á stærð við þrjá knattspyrnuvelli. Minnismerkið er við Brandenborgarhliðið í miðri borginni, skammt frá staðnum þar sem áður stóð kanslarahöll Adolfs Hitlers og byrgið þar sem hann svipti sig lífi vorið 1945. Gagnrýnt hefur verið að minnismerkið sé of abstrakt, engin nöfn eru á steinblokkunum. Þá er bent á að minnismerkið hefði átt að helga einnig öðrum þjóðum, t.d. sígaunum, sem nasistar sendu í gasklefana. Viðstaddir vígsluna voru auk allmargra gyðinga sem lifðu af Helför- ina þeir Gerhard Schröder Þýskalandskanslari og Wolfgang Thierse, forseti þýska þingsins. Sabina van der Linden, sem lifði af þegar Þjóð- verjar tóku þorp hennar í Póllandi og myrtu aðra úr fjölskyldunni, tal- aði fyrir hönd fórnarlambanna. „Kúgarar okkar hafa horfið og við lifð- um af. Það er sigur fyrir þjóð gyðinga og fyrir allar þjóðir,“ sagði hún. Reuters Minnismerki um Helförina vígt FORSJÁRNEFND leggur til í lokaskýrslu sinni til dómsmálaráð- herra að lögfest verði að sameig- inleg forsjá barna verði megin- regla við skilnað og sambúðarslit foreldra. Fram kemur í skýrslunni að hraðar breytingar hafi orðið á þessum málum á seinustu fjórum árum, þar sem í ljós hafi komið að foreldrar semji í sívaxandi mæli um sameiginlega forsjá. Þessi þró- un sýni að reynslan af sameig- inlegri forsjá sé góð og því beri að taka af skarið og lögfesta sameig- inlega forsjá sem meginreglu. Einnig verði lögfest að dómarar geti dæmt sameiginlega forsjá. Þá leggur nefndin til í skýrslunni að skýrt verði kveðið á um fyrir- komulag umgengni barns og þess foreldris sem það býr ekki hjá þegar gengið er frá sambúðarslit- um eða hjónaskilnaði hjá sýslu- mannsembættum. Nefndin lagði fram tillögur í áfangaskýrslu árið 1999 og var ýmsum þeirra hrundið í fram- kvæmd við setningu barnalaga 2003. Í lokaskýrslu sinni nú ítrek- ar nefndin nokkrar fyrri tillögur sínar m.a. um hugsanleg viðbrögð við ólögmætum umgengnistálmun- um foreldris sem barn býr hjá. Segir nefndin m.a. að frysting meðlags og niðurfelling barnabóta geti verið áhrifarík úrræði. „Um- gengnistálmanir eru þau mál sem heitast brenna á foreldrum barna sem fyrir slíkum tálmunum verða. Úrræðaleysi opinberra aðila virð- ist vera algjört í þessum tilvikum, ekki síst þegar svo háttar til að sýslumaður hefur úrskurðað um umgengni en forsjárforeldri hefur kært úrskurðinn til dómsmála- ráðuneytis,“ segir í skýrslunni. Uppeldi er á sameiginlega ábyrgð foreldra Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, tekur heils hugar undir tillögur nefndarinnar. „Það er okkar stefnumið að sam- eiginleg forsjá eigi að vera meg- inregla,“ segir hann. Garðar bend- ir einnig á að tillögur um frystingu meðlags og barnabóta þegar um ólögmætar umgengnistálmanir er að ræða, sé gamalt baráttumál fé- lagsins. Slíkt myndi senda skýr skilaboð um að uppeldi barna sé á sameiginlega ábyrgð foreldranna, óháð því hvort þau búa saman eða ekki. Sameiginleg forsjá barna verði meginregla Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Kveðið/4 Andermatt í Sviss. AFP. | Eigendur Andermatt Gott- hard Sportbahnen SA, skíðalyftustöðvar í Sviss, hafa gripið til óvenjulegs ráðs til að verja hluta Gurschen-jökuls við Andermatt. Hann hefur á und- anförnum 15 árum hopað um 20 metra frá einni af bækistöðvum fyrirtækisins sem hefur nú látið klæða um 2.500 fermetra af jöklinum með dúk sem á að draga úr bráðnun. Um er að ræða trefjaefni sem er 3,8 millimetrar að þykkt og á að hindra útfjólubláa sólargeisla í að bræða ísinn. Verður efnið síðan fjarlægt í haust. Talsmenn umhverfissamtakanna WWF gagnrýna framtakið og segja að ekki sé hægt að „leysa vanda- mál hnattrænnar hlýnunar með því að breiða yfir jökla“. Átta liðsmenn Greenpeace-samtakanna settu upp skilti á jöklinum þar sem hvatt var til þess að andrúmsloftið yrði verndað í stað þess að takast á við einkenni hlýnunar. Reuters Hvítur dúkur breiddur yfir Gurschen-jökul til að hindra bráðnun íssins í sumar. Taka jökul í fóstur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.