Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 37 DAGBÓK MST-meðferðin beinist að gervöllu um-hverfi barnsins/unglingsins og viðhjá Barnaverndarstofu leggjum þvímikla áherslu á að leita eftir þátttöku barnaverndar, félagsþjónustu, skóla, heilsugæslu, lögreglu og annarra þeirra aðila sem koma að þeim vanda sem hér um ræðir. Því má segja að ráðstefnan sé fyrir allar starfsstéttir sem hafa með börn/unglinga að gera í starfi sínu,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um ráðstefnuna á Hótel Loftleiðum á morgun, fimmtudag. Aðalfyrirlesari er dr. Scott Henggeler sálfræð- ingur, sem er forvígismaður MST-kerfisins, ásamt samstarfsmönnum og sem þróað hefur þessa meðferð, ásamt Terje Ogden, prófessor við Óslóarháskóla, sem hefur haft með höndum ár- angursmat á innleiðingu MST í Noregi undan- farin ár. „MST – Multisystemic Treatment, eða fjöl- þáttameðferð, er hnitmiðuð meðferð, sem beinist að gervöllu félagslegu umhverfi barns/unglings, fjölskyldu, vinahóp, skóla, tómstundum o.s.frv. Aðferðin byggir á þekktum félagsmótunarkenn- ingum og viðfangsefnið er að vinna gegn þeim áhættuþáttum sem valda og viðhalda óæskilegri hegðun. Það sem gerir aðferðina sérstaka og öðruvísi en aðrar aðferðir hér á landi er hvernig henni er komið á og hvernig henni er beitt, en ekki beinlínis hugmyndafræðin sem að baki liggur. Samkvæmt MST-aðferðinni er talið mjög mikil- vægt að unglingarnir dvelji á eigin heimili á með- an meðferð fer fram í stað þess að safna þeim saman í hópa. Fjölskyldan hefur meðan á með- ferðinni stendur aðgang að meðferðaraðila allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Meðferðarað- ilinn sinnir eingöngu sínum fjölskyldum, sem geta verið 4–6 samtímis, og engu öðru á meðan. Þá byggir framkvæmdin að verulegu leyti á sam- starfi við skóla barnsins, en jafnframt er mikil- vægt að aðrir aðilar, svo sem heilsugæsla og lög- regla, styðji við framkvæmdina,“ segir Bryndís. „Aðferðinni hefur undanfarin ár verið beitt við margvíslegum öðrum vanda, t.d. hegðunarerfið- leikum sem rekja má til geðraskana, uppeldis- venjum foreldra sem hafa vanrækt börn sín eða beitt þau harðræði. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á árangri þessarar aðferðar, sem sýna einmitt mun betri ár- angur heldur en t.d. árangur af stofnanameðferð, og verða þær kynntar á ráðstefnunni ásamt rann- sókn frá Noregi sem einnig lofar góðu. Eftir að aðferðin er komin af stað mun hún verða ódýrari en stofnanameðferð og getur þjón- ustað mun fleiri börn heldur en gert er með vistun á meðferðarheimili, sem engu að síður þurfa að vera áfram í einhverri mynd,“ segir Bryndís. Barnaverndarstofa | Forvígismaður MST-kerfisins kynnir það og árangur þess Fjölþættari og hnitmiðaðri meðferð  Bryndís Guðmunds- dóttir er fædd í Reykja- vík 1955. Nám við HÍ í uppeldisfræði 1985, námsráðgjöf 1993 og kennsluréttindum 1997. Stundaði nám í fjölskyldumeðferð 1986–1989. Hefur starfað við meðferð og kennslu síðan 1977 á Unglingaheimili ríkis- ins, Unglingaathvarfi Reykjavíkurborgar, Skólaheimilinu Egilsá í Skagafirði, Meðferðar- heimilinu Stóru-Gröf/Bakkaflöt í Skagafirði. Núverandi starf er deildarsérfræðingur á meðferðardeild Barnaverndarstofu samfleytt síðan 1997. 1. f4 d5 2. Rf3 Rc6 3. e3 Rf6 4. Be2 Bg4 5. d3 e6 6. h3 Bf5 7. Rbd2 Dd7 8. Re5 Dd6 9. Rdf3 h6 10. Bd2 Bg6 11. a3 Rd7 12. Rxg6 fxg6 13. Rh4 Re7 Staðan kom upp á skákmóti öðlinga sem Taflfélag Reykjavíkur stóð að fyr- ir nokkru. Lárus H. Bjarnason (1650) hafði hvítt gegn Birgi Aðalsteinssyni. 14. Rxg6! Hh7 hvítur hefði unnið ridd- arann til baka eftir 14... Rxg6 15. Bh5 Kf7 16. Dg4 e5 17. Bxg6+ Dxg6 18. Dxd7+ með unnu tafli á hvítt. 15. Rxe7 Bxe7 16. Bh5+ Kd8 17. Bc3 Bh4+ 18. Kd2 Bf6 19. Dg4 Bxc3+ 20. bxc3 De7 21. Bg6 hvítur hefur nú peði yfir og betra tafl. Um síðir tókst honum að innbyrða vinninginn. 21...Hh8 22. Hhf1 Rf6 23. De2 Kd7 24. d4 a6 25. e4 dxe4 26. Bxe4 Rxe4+ 27. Dxe4 c6 28. Hfb1 b5 29. a4 Dd6 30. g3 Hhb8 31. axb5 Hxb5 32. Hxb5 Hc8 33. Hb7+ Hc7 34. Hxc7+ Dxc7 35. De5 Dxe5 36. fxe5 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Eyktarmót. Norður ♠K43 ♥K987652 S/En- ginn ♦2 ♣G4 Vestur Austur ♠98752 ♠DG10 ♥103 ♥ÁDG4 ♦108763 ♦G95 ♣9 ♣K106 Suður ♠Á6 ♥– ♦ÁKD4 ♣ÁD87532 Í flestum íþróttagreinum er hægt að setja upp skilyrði þar sem sérfræðingar og áhugamenn geta keppt á jafnrétt- isgrunni. Í golfi er vandamálið leyst með forgjöf, en besta leiðin til að jafna leik- inn í brids er að setja saman pör þar sem annar spilarinn er sérfræðingur, en hinn áhugamaður. Þannig má búa til skemmtileg mót. Liðsmenn Eyktarsveitarinnar og nokkrir starfsmenn byggingafyrirtæk- isins, sem kostar sveitina, settu fyrir skömmu upp slíkt Eyktarmót með 16 spilurum – átta sérfræðingum og átta áhugamönnum. Í Eyktarsveitinni spila sex menn, svo tvo lánsmenn úr hópi sér- fræðinga þurfti til að fylla upp í töluna og var annar þeirra Ásmundur Pálsson. Hann kemur við sögu í spili dagsins, en hinn sérfræðingurinn er Aðalsteinn Jörgensen. Áhugamennirnir eru Pétur Guðmundsson forstjóri Eyktar ehf. og Bergþór Kárason verkstjóri: Vestur Norður Austur Suður Aðalsteinn Ásmundur Bergþór Pétur – – – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 grönd !? Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 lauf Pass Pass Dobl Redobl Pass Pass Pass Forstjórinn vekur á Standard-laufi og stekkur svo í tvö grönd við hjarta- svari Ásmundar. Punktarnir eru réttir, en skiptingin ekki. Ásmundur býst við minnst tvílit í hjarta og hyggst ljúka sögnum með fjórum hjörtum, en þá spyr Pétur um ása. Frá bæjardyrum norðurs er hjarta samþykktur tromplit- ur, svo Ásmundur valdi að sýna hjarta- kónginn með fimm tíglum (eitt lykilspil). En þegar Pétur sagði næst sex lauf, sá Ásmundur ekki ástæðu til að taka fram fyrir hendurnar á makker og passaði. Bergþór verkstjóri hélt á ÁDGx í hjarta á eftir blindum og ýmsu öðru góðgæti og lét eftir sér að dobla – taldi víst að forstjórinn hefði villst af beinu brautinni. Það var snarlega redoblað og Ásmundur stóðst freistinguna að breyta í sex hjörtu. Tólf slagir voru auðteknir með því að trompa einn tígul í borði. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Tilfinningasvelti MIKIÐ er talað um breytta kyn- hegðun unglinga. Tíð makaskipti eru æ algengari og þykir ekkert tiltöku- mál að sofa saman á fyrsta stefnu- móti. Breytt mynd á sér líka stað varðandi hvað er eðlilegt kynlíf og hvað ekki°, s.s. endaþarmsmök, hóp- kynlíf o.fl. Börnin okkar eru orðin of feit og mörg hver þurfa mikla at- hygli. Gæti verið að þessi breyting stafaði af tímaleysi nútímans og breyttum fjölskyldumynstrum? Það liggur í augum uppi að ef börn finna sig ekki í fjölskyldu þar sem ein- hverjum þykir vænt um þau og ef ekki er talað við þau hljóta þau skaða. Þau sitja uppi með svelt til- finningalíf hlaðið sársauka sem þau reyna síðan að deyfa. Deyfingin gæti verið það að stunda kynlíf, borða óhóflega, neyta vímugjafa o.fl. Sam- félagið getur ekki tekið að sér að bera ábyrgð á uppeldi barna okkar þó að það hjálpi til að hluta. Það er- um við sjálf sem eigum börnin sem verðum að bera ábyrgð á því og gefa þeim þann tíma sem þau þurfa og að hlusta á þau. Ef þau fá ekki þann tíma með fjölskyldu sinni sem þau eiga rétt á hlýtur að vera hætta á að tíminn fari í að svala tilfinningasvelt- inu með stöðugt meira kynlífi, vímu eða of miklum mat. Ein hugsandi yfir breyttri hegðun. Um góðverk Alþingis og ríkisstjórnar ALÞINGI og ríkisstjórn hafa sýnt hvað hægt er að gera þegar mikið liggur við og samstaða næst um mál og allir vinna sem einn maður. Þar má til dæmis benda á mál Fischers, og þegar Alþingi tók lífeyrismál sín og æðstu embættismanna til flýti- meðferðar til bjargar þeim sem það taldi þá í mestum vanda stadda. Al- þingi sýndi þar einstakt fordæmi og áræði sem vakti verðskuldaða at- hygli. Því eru nú aðrir lífeyrisþegar vongóðir um að fá leiðréttingar á sínum kjörum en þar ræður að sjálf- sögðu vilji Alþingis, en þá mun einn- ig verða gætt hófs í því og ekkert bruðl eins og Alþingi og ríkisstjórn gáfu fordæmi um við lagfæringar á sínum kjörum. Þar sem ríkisstjórnin hefur þegar sýnt svona mikinn skiln- ing og áhuga á málum þeirra sem eiga í erfiðleikum verða menn að vera þolinmóðir. Ríkisstjórnin hefur sínar forsendur um forgang og framkvæmdaröðun við lausn þess- ara mála, þá er um leið hægt að sýna þeim sem eru í einhverjum vafa að „góðærið“ er staðreynd á Íslandi, nú þegar styttist í næstu kosningar. Lífeyrisþegi. Patti er týndur SÁ hörmulegi atburður gerðist að innikötturinn okkar datt niður af svölunum í Laufrima 20 hinn 22. apríl sl. og hefur ekki sést síðan. Patti er brúnn og ljósbrúnn síams- blandaður högni sem er geldur og ómerktur. Við höfum töluverðar áhyggjur af honum þar sem hann er tveggja ára inniköttur og ekki víst að hann spjari sig í villta lífinu. Einnig það að hann er orðinn eins og hver annar fjölskyldumeðlimur þ.e. bróðir okkar. Ef einhver hefur orðið hans var þætti okkur afskaplega vænt um að fá upplýsingar um það í síma 587-3569, 895-6935. Birna og Daníel, 11 og 9 ára, Laufrima 20. Hálsmen fannst GULLHÁLSMEN fannst við Drafnarfell. Upplýsingar í s. 864 2935. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn                                             !         $           %         " #    &         '                (  )      *+    ) *    ,  -)     ,   *#(   . ,.    !/                  " , .   0 1   2'3      4 ./ $       ",0  '  5 *     / /      #  5          * $   * 4   * , 6(  #  Á MORGUN, fimmtudaginn 12. maí, eru allra síðustu forvöð að sjá leikrit Harolds Pinters, Svik, í Borgarleikhús- inu. Í leikritinu er fylgst með framvindunni í lífi þriggja persóna – ástarþríhyrnings – og er atburðarásinni fylgt í öfugri tíma- röð allt fram að fyrsta stolna kossinum. Það eru leikararnir Hilmir Snær Guðnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Ingvar Sigurðsson sem fara með hlutverkin í leikritinu, en Edda Heiðrún Backman leikstýrir. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Á senunni, Sagnar ehf. og Leikfélags Akureyrar. Síðasta sýning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.