Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG HELD AÐ ÞEIR SEM HORFA Á SJÓNVARP SÉU TÖLUVERT GÁFAÐRI EN ÞEIR SEM LESA BÆKUR AF HVERJU SEGIRÐU ÞAÐ ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SKIPTA UM BÓK MEÐ FJARSTÝRINGU ER ÞAÐ NOKKUÐ? ÁGÆTIS RÖK SLÆMAR FRÉTTIR SNOOPY SÍÐASTA BRÉF SEM ÞÚ SENDIR KÆRUSTUNNI ÞINNI Á HUNDABÝLINU KOMST EKKI TIL SKILA... HÚN ER FARIN... HÚN VAR SELD! NEI!!! ÆTLARÐU AÐ FARA AFTUR MEÐ TUSKUDÝRIÐ ÞITT Í SKÓLANN? JÁ EN GERA HINIR EKKI GRÍN AÐ ÞÉR? JÚ, TOMMI GERÐI ÞAÐ... EN ÞAU ERU HÆTTI ÞVÍ... AF HVERJU? HVAÐ KOM FYRIR TOMMA? HOBBES ÁT HANN HANN HEFÐI MÁTT FARA Í BAÐ © DARGAUD Bubbi og Billi ÉG ER KONUNGUR SLÉTTUNAR. ÉG LÆÐIST Á MÓTI VINDI TIL ÞESS AÐ FÓRNARLAMBIÐ FINNI EKKI LYKTINA AF MÉR ÉG ER ÓSÝNILEGUR Í GRASINU... OG ALLT Í EINU HEFST ÁHLAUPIÐ ÞETTA ER BARÁTTA UPP Á LÍF OG DAUÐA REGNDROPI? FLEIRI REGNDROPAR REGNTÍMABILIÐ ER BYRJAÐ AFSAKIÐ GAMLI, EN ÞAÐ ER KOMINN STURTUDAGUR ÉG ER AÐ KOMA MEÐ MEIRA VATN REGNTÍMABIL VÆRI TÖLUVERT BETRA EN ÞVOTTADAGUR Dagbók Í dag er miðvikudagur 11. maí, 131. dagur ársins 2005 Þú ert ljót og leið-inleg…og farðu burtu, við viljum ekki hafa þig… Eitthvað á þessa leið hljóma laglín- urnar sem þriggja ára dóttir Víkverja syngur þessa dagana með miklum tilþrifum. Fyrir síðustu helgi hafði Víkverji efa- semdir um lagið sem dóttirin upplýsti hann um að væri úr Ávaxta- körfunni. Viltu fara með mig á Ávaxta- körfuna spurði hún ennfremur og Víkverji lét tregur til- leiðast. Með hálfum huga fór hann með stúlkuna sína í Austurbæjarbíó en þegar sýningin hófst féllu bæði hann og stúlkan í stafi. Sýningin er virkilega skemmtileg, lögin eru lífleg og umgjörðin á svið- inu einföld en litrík. Þar að auki er tekið á viðkvæmu efni, einelti, með góðum árangri. Börnin horfa náttúrulega aðdáun- araugum á Selmu í hlutverki appels- ínunnar, Birgittu Haukdal í hlut- verki gulrótarinnar og Jónsa sem ananas en hinir sem fara með hlut- verk í sýningunni standa sig líka mjög vel. Núna liggur við að Víkverji söngli með stelpunni sinni um þessa ljótu og leið- inlegu og Víkverji hvetur aðstandendur til að gefa Ávaxtakörf- una út á DVD þegar sýningum lýkur. Tón- listina er þegar hægt að kaupa og hún er komin á óskalistann hjá telpunni. x x x Um síðustu helgiskrapp Víkverji svo í Hveragerði þar sem hann borðaði hádegismat á Heilsustofnun NLFÍ. Hann gekk um staðinn með ættingja sínum sem þar dvelur í nokkrar vikur og skoð- aði hvað í boði er. Hann komst að því að þarna væri fyrsta flokks aðstaða. Þeim sem dvelja þarna er meðal annars boðið upp á allskyns nudd, ýmiskonar leikfimi, heilsuböð og leirböð, miserfiðar gönguferðir, sund, sérstaka nuddpotta, slökun, heilsusamlegt mataræði og fræðslu- fundi um allt milli himins og jarðar sem snertir heilsu, bæði líkamlega og andlega. Víkverji er viss um að margir koma endurnærðir til baka eftir heimsókn á þennan stað. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Cannes | Virtasta kvikmyndahátíð heims hefst í dag. Cannes-hátíðin, sem haldin er í 58. skipti, fer fram í Cannes í Frakklandi. Á myndinni sjáum við fólk rölta um á ströndinni og í bakgrunninum eru risavaxin auglýsingaskilti um hátíðina, sem kvikmyndaáhugafólk hefur beðið eftir. Reuters Cannes hefst í dag MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: „Þegi þú, haf hljótt um þig!“ Þá lægði vindinn og gerði stillilogn. (Mark. 4,39).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.