Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 33
FRÉTTIRMINNINGAR
Páll Hjaltason og
Mary Pat Íslandsmeist-
arar paratvímenningi
Það mættu 27 pör til keppni á Ís-
landsmótinu í parakeppni sem fram
fór um helgina. Mary Pat og Páll
Hjaltason sigruðu nokkuð örugg-
lega.
Hjónin Ljósbrá Baldursdóttir og
Matthías Þorvaldsson urðu í öðru
sæti og í því þriðja urðu Inda Hrönn
Björnsdóttir og Jón Baldursson.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ, fimmtud. 5.5. Spilað
var á 9 borðum. Meðalskor 216 Ár-
angur N-S
Björn Pétursson - Gísli Hafliðason 284
Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmundss. 236
Oliver Kristóferss. - Sæmundur Björnss. 233
Árangur A-V
Tómas Sigurjónsson - Friðrik Jónsson 279
Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 262
Alda Hansen - Jón Lárusson 243
Árleg sveitakeppni milli FEBK og
FEB í Reykjavík, var haldin í Ás-
garði, Glæsibæ, mánud. 2.5. Tíu
sveitir tóku þátt frá hvorum aðila.
Úrslit urðu þau að FEBK sigraði
með 162 gegn 135
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fimmtudag var eins kvölds tví-
menningur, óvenjulega fámennur.
Efstu pör:
Georg Sverrisson - Ragnar Jónsson 103
Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurjónss. 102
Hlynur Vigfússon - Ómar Óskarsson 94
Síðasta spilakvöld vetrarins verð-
ur fimmtudaginn 12. maí og verður
þá spilaður tvímenningur. Jafnframt
verða afhent verðlaun fyrir spila-
mennsku vetrarins.
Firmakeppni Brids-
sambandsins framundan
Laugardaginn 21. maí nk. verður
Firmakeppni BSÍ haldin, en þetta
skemmtilega mót hefur legið niðri
um nokkurra ára skeið.
Spiluð verður sveitakeppni, stuttir
leikir, spilatími frá 11 til 17.30 í Síðu-
múla 37. Þátttökugjald er 25 þús. kr.
á sveit og eru veglegar veitingar
innifaldar allan daginn.
Spilað er um gullstig og eru
óreyndir spilarar sérstaklega vel-
komnir.
Ef ekki næst í heila sveit hjá sama
fyrirtækinu, má taka inn varamenn
svo framalega að þeir séu ekki með
fleiri en 150 meistarastig.
Hafið samband við skrifstofu BSÍ,
s. 587 9360, ef spurningar vakna um
skilyrði til þátttöku eða eitthvað ann-
að.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sigurvegararnir í paratvímenningnum um helgina. Frá vinstri: Matthías
Þorvaldsson og Ljósbrá Baldursdóttir. Þá sigurvegaranir Mary Pat og Páll
Hjaltason og lengst t.h. Inda Hrönn Björnsdóttir og Jón Baldursson.
Elsku Sigríður, með
þessu ljóði sendum við
þér hinstu kveðju, með
kæru þakklæti fyrir
allt, sem þú hefur gert
fyrir okkur í gegnum tíðina og þið
Siggi bæði. Þið báruð okkur alltaf
fyrir brjósti og sérstaklega bræður
okkar eftir að pabbi dó.
Fyrir gengin spor og gamla góða
daga þökkum við þér, elsku Sigríður.
Með röðli dagsins rís ég upp af svefni,
er rauður loginn gyllir stafn og þil.
Með söng í hjarta nafnið þitt og ég nefni
og nýt þess eins og guð að vera til.
Þú lýstir mér að ströndum stórra sæva,
þótt storma hreppti ég og veður hörð.
Þín sorg er mín, þín gleði öll mín gæfa,
þinn guð er minn, þitt land mín fósturjörð.
(Davíð Stefánsson.)
Innilegar samúðarkveðjur til
fólksins þíns.
Margrét og systkinin
frá Litlalandi.
Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekkert um þig, ó, móðir góð? –
Upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður?
(Matthías Jochumsson.)
Sigríður Magnúsdóttir, mágkona
mín, var gjarna kölluð Sigga Magg.
Ótal ljúfar minningar koma fram í
hugann. Við vorum miklir vinir í nær
63 ár. Konan mín og hún voru traust-
ir vinir í áratugi.
Sigga var alin upp í stórum systk-
inahópi á stóru og glæstu heimili.
Barnahópurinn varð fyrir þeirri
miklu sorg að missa sína ljúfu og
góðu móður, en Guð leggur líkn með
þraut og sendi góða og fórnfúsa
konu, sem gekk hópnum í móður-
stað. Börnin í Bæ vöndust á að vinna
eftir getu. Heimilið var afar gest-
kvæmt og mikil rausn í smáu sem
stóru.
SIGRÍÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Sigríður Magn-úsdóttir fæddist
á Bæ í Reykhólasveit
22. maí 1924. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni í
Reykjavík 29. apríl
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
10. maí.
Sigga fór á Hús-
mæðraskólann á Stað-
arfelli og kynntist þar
bróður mínum, Frið-
geiri. Þau giftu sig og
stofnuðu heimili í
Reykjavík. Það sýndi
sig strax hvílíkur dugn-
aðarforkur Sigga var.
Öllum vildi hún gott
gera. Þau eignuðust
fjögur yndisleg börn.
Sigga var blíð og góð
móðir, en ákveðin og
góður uppalandi. Þau
fluttu af Eiríksgötunni
og byggðu sér hús við
Langholtsveg. Allt gekk vel fyrir sig.
Reiðarslagið varð þegar bróðir minn
fórst í bílslysi. Sigga gafst ekki upp
og einbeitti sér að uppeldinu. Dugn-
aður hennar og útsjónarsemi voru
einstök og allt gert til að styrkja þau
og hugga með blíðu og fórnfýsi. Á
sumrin fór hún með þau að Bæ í
Króksfirði þar sem afinn og bústýr-
an ásamt systkinum Siggu umvöfðu
þessi yndislegu börn ástúð. Þar nutu
þau sveitasælunnar á rausnarheimili
og búa að því enn í dag.
Eftir nokkur ár kynntist Sigga
Sigurði Sveinssyni, sem gekk börn-
unum í föðurstað af einlægum kær-
leik sem lýsti innræti þessa mikla
drengskaparmanns betur en orð fá
megnað. Þau Sigga og Siggi giftu sig
og eignuðust eina dóttur, sem varð
enn einn augasteinninn. Heimilið var
einstaklega þægilegt og gestagang-
urinn var alltaf samur og jafn og allt-
af veizluborð hjá Siggu. Þau voru
samhent með eindæmum. Stór varð
hann enda hópurinn sem þáði góð-
gerðir og naut vináttu þessa ágæt-
isfólks. En nú gripu örlögin enn í líf
Siggu þegar hún missti sinn seinni
mann. Það er því óhætt að segja að
hún og fjölskylda hennar hafi orðið
fyrir mörgum áföllum. En þrátt fyrir
það sem nú var á hana lagt stóð
Sigga einsog klettur meðan heilsan
entist. Börnin og fjölskyldan fylgd-
ust vel með henni og allt var gert til
að létta henni lífið. Einnig ber að
þakka af alhug öllu því góða fólki og
læknum sem studdu hana síðustu ár-
in og gerðu henni lífið eins bærilegt
og mannlegur máttur fær áorkað.
Við hjónin, börn okkar og tengda-
börn kveðjum þig hinstu kveðju um
leið og við biðjum þér blessunar
Guðs í fyrirheitna landinu.
Margrét og Kristinn Sveinsson,
frá Sveinsstöðum.
Sigrún Sól
leikstýrði á Selfossi
Í FRÉTT um athyglisverðustu
áhugaleiksýningu ársins í blaðinu í
gær var greint frá fjórum sýningum
sem fengu sérstaka viðurkenningu.
Nafn höfundar og leikstjóra einnar
sýningarinnar féll niður en það var
Sigrún Sól Ólafsdóttir sem samdi og
leikstýrði verkinu Náttúran kallar
hjá Leikfélagi Selfoss. Beðist er vel-
virðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
VÍS hefur styrkt sumarbúðasjóð
Fjölskylduhjálpar Íslands um
200.000 kr. og mun framlag VÍS
veita átta börnum kost á að dvelja í
vikutíma í sumarbúðum. Myndin er
tekin við afhendingu gjafarinnar, á
henni eru: Ásgeir Baldursson, for-
stöðumaður viðskiptaþróunar VÍS,
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálpar Íslands, Guð-
rún Magnúsdóttir, Ragna Rósants-
dóttir og Finnur Ingólfsson,
forstjóri VÍS. Hjá Fjölskylduhjálp
Íslands er nú safnað fé að styðja
börn frá efnalitlum heimilum til
dvalar í sumarbúðir. Reikningur
Fjölskylduhjálpar Íslands er: 101-
26-66090 kt. 660903-2590.
Morgunblaðið/Golli
Styrkir Fjölskylduhjálpina
ÚTHLUTAÐ hefur verið öðru sinni
rannsóknastyrkjum úr Kvískerja-
sjóði, sem stofnaður var af umhverf-
isráðuneytinu til heiðurs systkinun-
um á Kvískerjum í Öræfum.
Úthlutað var þremur styrkjum að
þessu sinni. Dr. Páll Imsland jarð-
fræðingur fékk 410 þús. kr. styrk til
rannsókna á náttúrufari Suðaustur-
lands. Hyggst hann aldursgreina
ýmsa þætti jarðfræðilegrar þróunar
í lok síðasta jökulskeiðs ísaldar á
svæðinu og þær breytingar á afstöðu
lands og sjávar sem þeim fylgja.
Líffræðistofnun Háskóla Íslands
fékk 350 þús. kr. styrk til rannsókna
á búsvæðavali og afkomu óðinshana
og þórshana í Öræfum. Stefnt er að
því að niðurstöðurnar geri auðveld-
ara að fylgjast með stofnbreytingum
þessara tegunda í framtíðinni.
Þá fékk félagið Laxfiskar ehf. 485
þús. kr. styrk til rannsókna á sjóbirt-
ingi í Hornafirði og Skarðsfirði. Er
markmiðið að afla ákveðinna grunn-
upplýsinga um ferðir og fæðu sjó-
birtinga með hliðsjón af eiginleikum
fiskanna og árstíma.
Þrír styrkir úr
Kvískerjasjóði
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef-
ur ákveðið, að tillögu ráðgjafarnefnd-
ar, að veita styrki úr þróunarsjóði
grunnskóla að upphæð alls 12,5 millj-
ónir króna til 31 verkefnis, en sam-
tals voru umsóknir að þessu sinni 58.
Þróunarsjóður grunnskóla starfar
samkvæmt reglum sem menntamála-
ráðherra setur. Tilgangur sjóðsins er
að efla nýjungar, tilraunir og ný-
breytni í skipulagi náms, kennslu-
háttum, námsgögnum og mati í
grunnskólum. Fimm manna ráðgjaf-
arnefnd metur umsóknir og gerir til-
lögur til menntamálaráðherra um
styrkveitingar. Í nefndinni eru
fulltrúar frá Kennaraháskóla Ís-
lands, Háskólanum á Akureyri, sam-
tökum kennara og skólastjóra og
menntamálaráðuneyti.
Menntamálaráðherra hefur ákveð-
ið að ný forgangssvið Þróunarsjóðs
grunnskóla árið 2006 verði „Að læra
að læra, vinnubrögð og verklag í
námi og jafnréttisfræðsla í skóla-
starfi“.
31 styrkur úr
Þróunarsjóði
grunnskóla FÉLAGAR í Þristavinafélaginu, fé-
lagi sem hefur að markmiði að styðja
áframhaldandi rekstur DC-3 flug-
véla Landgræðslunnar, eru nú að
nálgast fjórða hundraðið. Stofnfund-
ur félagsins var 4. mars og þeir sem
hafa skráð sig í félagið síðan teljast
stofnfélagar. Fresturinn verður
framlengdur til 3. júní. Unnt er að
skrá sig með því að fara inn á vefsíðu
Landgræðslunnar, land.is, eða senda
tölvupóst á dc3@land.is.
Þristavinir
nærri 400
megnið af síðustu öld. Þessar hetjur
kveðja nú – ein af öðrum. Við, afkom-
endur þeirra, stöndum elstu kynslóð
okkar í ævarandi þakkarskuld. Hún
hefur komið okkur í álnir og njótum
við sannarlega ávaxtanna af erfiði
þeirra.
Ein þessara hetja var til moldar
borin hinn 6. maí sl. Jón Baldur
Kristinsson var á 82. aldursári þegar
hann lést. Fæddur í Reykjavík,
stundaði ýmis störf, nam iðn sína,
bjó um hríð á Selfossi en megnið af
ævi sinni í Keflavík. Lífshlaup Jóns
var einkennandi fyrir hina dugmiklu.
Röskur vinnumaður, áræðinn, ósér-
hlífinn og opinn fyrir nýjum tæki-
færum. Auk hinnar miklu vinnu lét
Jón verulega til sín taka í félagsmál-
um enda einatt kjörinn til forystu
hvar sem hann kom. Hann var hinn
dæmigerði hugsjónamaður – ein-
staklingur sem lét sig varða sam-
félag sitt og fólkið. Samvinnustefnan
var hans leiðarljós. Á grunni hennar
lét Jón sig dreyma um bjarta framtíð
fyrir fólkið í landinu. Hann átti og
því láni að fagna að sjá marga af
draumum sínum verða að veruleika.
Við getum rétt gert okkur í hugar-
lund hvílíkar breytingar urðu á þjóð-
félagsháttum öllum á æviskeiði Jóns.
Vegna verka hans og samferða-
manna og ekki síður vegna trúfestu
við hugsjónir.
Jóni kynntist ég í starfi á vegum
Framsóknarflokksins. Nánast fram
á síðasta dag sótti Jón fundi til þess
að láta til sín taka. Orðræður hans
voru einatt beinskeyttar þar sem
skein skært í gegn hugsjón hins
heita samvinnumanns. Og ekki fór
hann í manngreinarálit – málefnið
réði. Ábendingar hans til kjörinna
fulltrúa voru gagnlegar í öllum til-
vikum. En ekki síst var skemmtilegt
að upplifa glettnina sem ávallt var til
staðar. „Nú þarf ég að skamma þig,“
hvíslaði hann stundum að manni á
fundum. Og svo komu gagnlegar
skammir sem þó enduðu alltaf með
hæfilegri kerskni. Fyrir hvort
tveggja er ég þakklátur.
Nú hefur Jón kvatt hérvist. Ekki
efast ég um að nú sækir hann fundi
annars staðar þar sem hann fylgir
eftir hugsjónum sínum og kryddar
samkomuna með beittum en
skemmtilegum ræðum.
Halldóru Kristínu, börnum þeirra,
tengdabörnum og afkomendum öll-
um sendi ég dýpstu hluttekningu við
fráfall Jóns B. Kristinssonar. Bless-
uð sé minning hans.
Hjálmar Árnason.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Minningar-
greinar
STJÓRN Félags ungra framsókn-
armanna Reykjavík suður fagnar
nýgerðum samningi Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suður-
nesja um orkusölu til Norðuráls.
Í ályktun frá félaginu er bent á
að u.þ.b. 1.000 manns munu starfa
að uppbyggingu orkuvera og álvers
og þegar framkvæmdum lýkur
munu um 30–40 manns vinna við
virkjanirnar. „Raforkusölusamn-
ingurinn er til tuttugu ára, og eru
væntanlegar útflutningstekjur
vegna þessa orkusamnings um 400
milljarðar. Sala á orku til Norður-
áls verður um 80 milljarðar á þess-
um árum.
Craig A. Davis, stjórnarformaður
Century Aluminium, hefur lýst
miklum áhuga á að vinna meira með
íslenskum orkufyrirtækjum og sér
hann fjölmörg tækifæri til viðskipta
hér á landi í náinni framtíð.
Það er ekki síst elju og atorku-
semi Alfreðs Þorsteinssonar, odd-
vita borgarstjórnar Reykjavíkur og
stjórnarformans Orkuveitunnar, að
þakka að þessi samningur er í
höfn,“ segir í ályktun félagsins.
Orkufyrirtæki
selja orku fyr-
ir 80 milljarða