Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði þegar hann ávarpaði
tugi þúsunda manna, sem fögn-
uðu honum ákaft á Frelsistorginu
í Tbilisi í gær, að Georgíumenn
hefðu sannað fyrir heimsbyggð-
inni að staðföst þjóð gæti risið
upp gegn kúgun og öðlast frelsi
með friðsamlegum hætti. Mikhail
Saakashvili, forseti Georgíu,
þakkaði Bush fyrir stuðning
Bandaríkjastjórnar við „rósabylt-
inguna“ í landinu fyrir hálfu öðru
ári og hvatti til þess að efnt yrði
til nýrrar „Jalta-ráðstefnu“ til að
breiða út lýðræði og frelsi í lönd-
um við Svartahaf og víðar í heim-
inum.
Bush sagði í ræðu sinni að „öll
ríki“ þyrftu að virða fullveldi og
óskert landsvæði Georgíu og
virtist einkum skírskota til Rússa
sem stjórnin í Tbilisi hefur sakað
um að styðja aðskilnaðarsinna í
tveimur georgískum héruðum,
senda þeim vopn og peninga.
„Hugrekki ykkar fyllir lýðræð-
issinna hugmóði og sendir skila-
boð sem bergmála út um allan
heim: framtíðin ber í skauti sér
frelsi allra þjóða og manna á
jörðinni,“ sagði Bush á Frels-
istorginu í Tbilisi. „Þið komuð
hér saman vopnuð engu öðru en
rósum og sannfæringarkrafti
ykkar og kröfðust frelsis. Og
vegna þess að þið létuð til skarar
skríða er Georgía nú fullvalda og
frjálst ríki og ljósviti frelsis fyrir
þennan heimshluta og alla heims-
byggðina.“
„Heimsbyggðin hefur undrast
breytingarnar sem orðið hafa frá
Bagdad til Beirút til Bishkek. En
fyrir purpurarauðu byltinguna í
Írak, appelsínugulu byltinguna í
Úkraínu, eða sedrusviðarbylt-
inguna í Líbanon, var gerð rósa-
bylting í Georgíu.“
Sovéskar hersveitir leystu upp
fjölmennan mótmælafund á
Frelsistorginu árið 1989 og tugir
þúsunda manna söfnuðust þar
saman í rósabyltingunni árið
2003 þegar Edúard Shevard-
nadze, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, var
steypt af stóli forseta í Georgíu.
Fagnað sem rokkstjörnu
Talið er að um 150.000 manns
hafi verið á Frelsistorginu og ná-
lægum götum þegar Bush flutti
ræðuna og fagnaðarlæti fólksins
þóttu minna einna helst á tón-
leika rokkstjörnu. Fólkið hrópaði,
hélt á fánum Bandaríkjanna og
Georgíu, blómum og kortum af
löndunum tveimur.
Fyrr um daginn ræddi Bush
við Mikhail Saakashvili og hrós-
aði honum fyrir umbætur sem
hann hefur komið á frá því að
hann var kjörinn forseti Georgíu
í janúar í fyrra. Bush fagnaði út-
breiðslu lýðræðis í fyrrverandi
sovétlýðveldum og sagði að Rúss-
ar þyrftu ekki að óttast þá þróun.
„Ég er viss um að Rússar við-
urkenni að þeir hafi hag af því að
hafa lýðræðisríki við landamær-
in.“
Rússar hafa haft áhyggjur af
vaxandi áhrifum Bandaríkjanna í
sovétlýðveldunum fyrrverandi.
Bandaríkjastjórn studdi rósabylt-
inguna í Georgíu og síðar appels-
ínugulu byltinguna í Úkraínu og
ráðamenn í Kreml óttast að
markmið Bush sé að grafa undan
áhrifum Rússa í grannríkjunum
sem þeir hafa litið á sem „bak-
garð“ Rússlands.
Georgía gangi í NATO
Bush kvaðst enn fremur vera
hlynntur því að Georgía fengi að-
ild að Atlantshafsbandalaginu
(NATO).
Forsetinn bauðst til að aðstoða
við að leysa deiluna um Suður-
Ossetíu og Abkhasíu en lagði
áherslu á að það væri fyrst og
fremst verkefni leiðtoga Georgíu
og aðskilnaðarsinna í uppreisnar-
héruðunum.
Bush kvaðst hafa rætt við Vla-
dímír Pútín Rússlandsforseta um
þá kröfu stjórnar Georgíu að
Rússar legðu niður tvær her-
stöðvar sínar í landinu. Hann
benti á að Rússar hafa samþykkt
að kalla herliðið heim og kvaðst
vongóður um að samkomulag
næðist um hvenær það yrði gert.
Varnarmálaráðherra Rússlands
hefur sagt að það geti tekið fjög-
ur ár að reisa nýjar stöðvar fyrir
herliðið og vígvélar þess en
Georgíumenn vilja ekki bíða svo
lengi.
Vill ráðstefnu um
útbreiðslu lýðræðis
The Washington Post birti í
gær grein þar sem Saakashvili
hvatti til þess að haldin yrði „ný
Jalta-ráðstefna“ til að kveða
niður „drauga fortíðar okkar“ frá
ráðstefnu Franklins D. Roose-
velts, þáverandi Bandaríkja-
forseta, Jósefs Stalíns, leiðtoga
Sovétríkjanna, og Winstons
Churchills, forsætisráðherra
Bretlands, í Jalta á Krímskaga í
febrúar 1945.
Saakashvili sagði að sam-
komulag leiðtoganna þriggja
hefði leitt „miskunnarlausa
harðstjórn yfir milljónir manna“.
Skipting Evrópu og Járntjaldið
heyrðu nú sögunni til og komið
hefði verið á lýðræði á meg-
inhluta þeirra landsvæða, sem
Sovétríkin undir stjórn Stalíns
báru úr býtum.
Saakashvili lagði til að meg-
inverkefni nýju ráðstefnunnar
yrði að styrkja lýðræðið í þessum
heimshluta í sessi og nefndi
Georgíu og Úkraínu í því
sambandi.
Leysa þyrfti deiluna um Suð-
ur-Ossetíu og Abkhasíu sem hann
sagði að hefðu ekki enn öðlast
„frelsið sem önnur héruð Georgíu
njóta“. Forsetinn hefur gagnrýnt
rússnesk stjórnvöld fyrir að
styðja aðskilnaðarsinna í hér-
uðunum tveimur.
„Moldóva, líkt og Georgía, þarf
nú að kljást við uppreisnarhérað
sem heldur velli með sovéskum
vopnum og gróða af ólöglegri
starfsemi sem byggist á smygli á
vopnum, eiturlyfjum og konum,“
sagði Saakashvili. „Þetta eru síð-
ustu sárbeittu flísar sovétveld-
isins.“
Forsetinn lagði enn fremur til
að á ráðstefnunni yrði samið um
aðgerðir til að stuðla að lýðræði
og frelsi í Hvíta-Rússlandi og
víðar í heiminum, til að mynda á
Kúbu, í Zimbabve og Búrma.
Reuters
Saakashvili, forseti Georgíu (t.v.), og Bush Bandaríkjaforseti veifa til mannfjöldans á Frelsistorginu í Tbilisi þar sem Bush flutti ræðu í gær.
Bush ákaft fagnað þegar hann flutti ræðu á Frelsistorginu í Tbilisi
Lýsti Georgíu sem ljós-
vita frelsis í heiminum
Georgíuforseti vill „nýja Jalta-ráðstefnu“ til að breiða út lýðræði
’Framtíðin ber í skautisér frelsi allra þjóða og
manna á jörðinni.‘
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BRESKA læknafélagið (BMA) hvatti
í gær til þess að börn þar í landi verði
framvegis bólusett gegn lifrarbólgu
af B-stofni. Í yfirlýsingu sem BMA
sendi frá sér, og sagt er frá á vef
breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að
útbreiðsla sjúkdómsins hafi tvöfald-
ast á síðasta áratug og því sé skyn-
samlegt að hefja almenna bólusetn-
ingu gegn honum. Bent er á að
bólusetningin sé mjög örugg og að
hún komi jafnframt í veg fyrir alvar-
lega lifrarsjúkdóma sem geta verið
afleiðingar lifrarbólgu B, þar á meðal
krabbamein í lifur.
Árið 1997 mælti Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin (WHO) með því að
börn skyldu bólusett gegn lifrarbólgu
B og er það gert víða á Vesturlöndum.
Slík bólusetning hefur þó ekki verið
tekin upp í Bretlandi því þar hefur
tíðni lifrarbólgu B verið lág og nokkuð
stöðug. Í tilkynningu frá breska heil-
brigðisráðuneytinu segir að sérfræð-
ingar hafi lagt til að „bæta bólusetn-
ingar meðal helstu áhættuhópa, svo
sem barna sem eiga móður sem er
smituð af lifrarbólgu B, sprautusjúk-
linga og sam- og tvíkynhneigða
karla,“ og að það hafi verið gert.
Hættan af lifrarbólgu
B talin lítil hér á landi
Hér á landi eru börn ekki almennt
bólusett gegn lifrarbólgu B og segir
Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á
sóttvarnarsviði Landlæknisembættis,
að hið sama gildi á hinum Norður-
löndunum.
„Við höfum verið nokkuð samtaka í
þessu enda er lifrarbólga B ekki það
tíð í samfélaginu hér,“ segir Guðrún
og tekur jafnframt fram að umræða
um bólusetningar og hvaða sjúkdóm-
um skuli bólusetja börn gegn, sé alltaf
vakandi.
„Við höfum ekki metið það þannig
að það sé þörf á þessu í dag, en að
sjálfsögðu þarf að fylgjast stöðugt
með og athuga hvort það verði breyt-
ing á tíðni sjúkdómsins í samfélaginu
því þannig getur áhættan auðvitað
breyst.“
Varðandi tillögur WHO þar sem
mælt er með því að börn séu bólusett
gegn lifrarbólgu B segir Guðrún að
þegar um tilmæli af þessu tagi ræðir
verði hvert land að vega og meta hver
staða þess er með tilliti til viðkomandi
sjúkdóms. Hér á landi þyki hættan af
lifrarbólgu B almennt það lítil að
bólusetning nær aðeins til þeirra
barna sem talin eru í áhættuhópi. „Ef
móðir barns er með lifrarbólgu B, eða
ef lifrarbólga B er að öðru leyti í nán-
asta umhverfi barnsins, þá er það að
sjálfsögðu bólusett.“
Börn verði
bólusett
gegn lifr-
arbólgu B
Tilmæli breska
læknafélagsins
Tókýó. AP. | Stjórnvöld í Japan sögðust
í gær mundu vinna að lausn Japan-
ans, sem nú er í haldi mannræningja
í Írak, en fjölskylda hans hefur lýst
yfir stuðningi við þá ákvörðun stjórn-
valda að kalla ekki japanska herliðið
heim frá Írak vegna þessa máls.
Japananum, Akihiko Saito, var
rænt eftir að skæruliðar sátu fyrir
bílalest í Vestur-Írak. Krefjast þeir
þess, að japanska herliðið verði kvatt
heim en Japansstjórn vísar því á bug.
Undir þá afstöðu tók síðan bróðir
Akihitos, Hironobu, er hann kom
fram á blaðamannafundi í Tókýó í
gær. Baðst hann þá afsökunar fyrir
hönd bróður síns á þeim vandræðum,
sem hann hefði valdið.
Fjölskylda
gísls biðst
afsökunar
♦♦♦