Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
Rómuð
gestasýning!
Græna landið
Eftir Ólaf Hauk Símonarson
Gestasýning frá Þjóðleikhúsinu
Fös 13. 5 kl. 20
Lau 14. 5 kl. 15
Leiklistarnámskeið í sumar.
Námskeið fyrir alla aldursflokka.
Nánari upplýsingar á
www.leikfelag.is
Skráning stendur yfir.
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Lau 28/5 kl 20
Síðasta sýning
HÉRI HÉRASON snýr aftur -
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Fi 12/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 - UPPSELT,
Lau 14/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 19/5 kl 20,
Fö 20/5 kl 20 - UPPSELT, Lau 21/5 kl 20,
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20,
Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Fö 13/5 kl 20, Su 22/5 kl 20,
Fi 26/5 kl 20
Síðustu sýningar
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20
Síðustu sýningar
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds
Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS
Fö 13/5 kl 20, Lau 14/5 kl 20
Síðustu sýningar
TERRORISMI e. Presnyakov bræður
Fi 12/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Lau 14/5 kl 14 - UPPSELT, Su 22/5 kl 14 - UPPSELT,
Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT, Su 5/6 kl 14 - UPPSELT,
Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17,
Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14,
Su 26/6 kl 14
PURPURI - TÓNLEIKAR FABULU
Margrét Kristín Sigurðardóttir
Fi 12/5 kl 21:00
AUTOBAHN Á LISTAHÁTÍÐ
Leiklestur nýrra þýskra verka
Þri 17/5 kl 17 Falk Richter og Theresia Walser
Mi 18/5 kl 17 Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund
Umræður við höfunda á eftir
Ókeypis aðgangur
sýningunum í Boreas og unnið náið
með skipuleggjendunum. Ekki síst
hefur Svavar Pétur Eysteinsson,
kenndur við Skakkamanage, unnið
mikið með þeim Hugin Þór, Geir-
þrúði og Bryndísi hvað varðar skipu-
lag á sýningunum. „Síðan var búið til
band sem er kallað Representative
Man sérstaklega fyrir þessar sýn-
ingar,“ bætir Huginn Þór við.
Óvissuástand endurspeglað
Kalda stríðið og hinn svart-hvíti
hugsunarháttur sem einkenndi það
tímabil er útgangspunktur Purga-
tory-verkefnisins. Að sögn Hugins er
pælingin sú að yfirfæra þann hugs-
unarhátt yfir á myndlistarheiminn.
„Það var eiginlega líka þannig á
sýningunni í Berlín. Við tökum kalda
stríðið fyrir sem einhvers konar
valdastrúktúr og hvernig það er í
raun og veru uppbyggt milli góðs og
ills. Myndlistina setjum við inn sem
hið óræða svæði sem skapast þar á
milli – hvað er í raun að gerast á milli
HUGINN Þór Arason var annar
tveggja ungra myndlistarmanna sem
hlutu styrk úr sjóði kenndum við
Guðmundu Andrésdóttur myndlist-
armann síðastliðið sumar, en þá var
veitt í fyrsta sinn úr sjóðnum. Styrk-
inn hlaut Huginn Þór meðal annars
til undirbúnings verkefnis sem kall-
ast Purgatory: The Father, The Son
and The Holy Ghost. Afrakstur verk-
efnisins eru þrjár samnefndar sýn-
ingar í galleríinu Boreas í Brooklyn í
New York sem heita eftir heilagri
þrenningu og var sú síðasta opnuð í
byrjun apríl. Sýning byggð á þeim
þrem sýningum verður síðan opnuð í
Nýlistasafninu í Reykjavík um næstu
helgi undir yfirskriftinni Hreins-
unareldur: Strange Attractors,
Deliberate Disguises.
Þrískiptar sýningar
Huginn Þór er sýningarstjóri
Purgatory ásamt tveimur öðrum ís-
lenskum myndlistarmönnum, Bryn-
dísi Ragnarsdóttur og Geirþrúði
Finnbogadóttur Hjörvar, en saman
vinna þau undir merkjum Signal in
the Heavens, sem er heiti á sýningu
sem þau settu upp í Berlín í byrjun
árs í fyrra.
Sýningarnar í Boreas-galleríinu í
Brooklyn, sem rekið er af Scott
Laugenour, kunnum áhugamanni um
íslenska myndlist, eru sprottnar af
þeirri sýningu og fengu þau til liðs við
sig sautján myndlistarmenn frá Ís-
landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð,
Ísrael og Þýskalandi og þrjár íslensk-
ar hljómsveitir; Benna HemmHemm,
Skakkamanage og Representative
Man, við gerð sýninganna þriggja.
„Upphaflega verkefnið okkar í Berlín
var sett upp á svipaðan hátt og hér í
New York, að því leyti að þá voru
þrjár sýningar í gangi,“ sagði Huginn
Þór þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann í New York. „Ein
þeirra var í vinnurými sem Ingo Fro-
lich rekur í Berlín, ein var í Gallery
Blumen sem skartgripahönnuður
nokkur rekur og er við hliðina á heim-
ili Egils Sæbjörnssonar. Hann hjálp-
aði okkur mikið, bæði við undirbún-
inginn og að komast í sambönd við
fólk. Sú þriðja var í rými sem nefnist
Neue Dokumente og grúppa sem
heitir Honeysuckle Group rekur. Þar
vorum við með tónleika og gjörning
sem Daníel Björnsson, Garðar Rúnar
Garðarsson og Þórunn Eymund-
ardóttir gerðu. Þau elduðu nauta-
tungur og bjuggu til kokkteilsósu úr
Gunnars-majonesi, og bjuggu til rosa
fínar snittur sem þau buðu svo upp á.
Síðan voru þau með vídeó og hljóð frá
matreiðslunni, þegar þau voru að
skera tungurnar og svo framvegis.“
Á sýningunum í New York ákvað
hópurinn að halda þeirri uppbygg-
ingu að hafa þrjár sýningar – og það-
an kemur nafnið um hina heilögu
þrenningu; faðir, sonur og heilagur
andi. „Við snerum við þeim strúktúr
sem við höfðum gert þarna í Berlín –
höfðum þrjár sýningar á sama stað í
staðinn fyrir að hafa þrjár sýningar á
mismunandi stöðum,“ segir Huginn
Þór og bætir við að tónlistarfólki hafi
einnig verið gert hátt undir höfði á
góðs og ills og hvaða áhrif hefur svo-
leiðis strúktúr?“ nefnir Huginn sem
dæmi um þær spurningar sem sýn-
ingarstjórarnir veltu fyrir sér.
Á sama hátt tengist yfirskrift sýn-
ingarinnar, Purgatory, þessum sömu
pælingum. „Purgatory þýðir hreins-
unareldur og það er skilgreint sem
biðstöðin áður en þú ferð í himnaríki
eða helvíti. Purgatory er því líka bara
jarðlífið – það sem er núna. Við setj-
um því líka samasemmerki milli þess
óvissuástands, hvort þú ert að fara til
himnaríkis eða helvítis, og kalda
stríðsins, þegar fólk beið eftir því að
gott eða vont myndi vinna. Og það
sem vann, sem er kannski kapítalism-
inn, er hann eitthvað góður eða vond-
ur?“
Huginn segir að einmitt þetta
óvissuástand hafi verið það sem fyrst
og fremst kemur fram á sýningunni,
enda hafi það verið markmiðið. „Til
þess völdum við myndlistarfólk sem
okkur finnst annaðhvort vera að gera
óræða hluti, eins og til dæmis Björk
Guðnadóttur sem gerir fallegar og til-
finningalegar abstraksjónir, eða
myndlistarmenn eins og Snorra Ás-
mundsson, sem er mjög beinskeyttur
í list sinni og vill segja allt. Við reyn-
um sem sagt að flækja hlutina og
skapa þetta óvissuástand sem við er-
um að einhverju leyti að reyna að
spegla, og til þess völdum við mjög
breiðan hóp af fólki sem við höfum
kynnst.“
Á síðustu sýningunni af þremur í
Boreas-galleríinu, The Holy Ghost,
sýnir Huginn Þór sjálfur ásamt fimm
öðrum myndlistarmönnum, auk tón-
listargjörninga Berglindar Ágústs-
dóttur, Kolbeins Hugasonar og
Skakkamanage. Verk hans sjálfs á
sýningunni er byggt á hans eigin
klæðaskáp. „Ég tók öll fötin mín, tók
upp sniðið að þeim og saumaði þau úr
hvítu efni. Síðan málaði ég þau í sömu
litum og þau eru,“ segir hann og bæt-
ir við að tilfinningin að fara á þennan
hátt í gegn um eigin fataskáp hafi
verið dálítið sérstök. „Það er kannski
svolítið freudískt að taka sjálfan sig
og kópera sig. En síðan snýr þetta
líka að því hvort föt séu að segja
sannleikann, eða eru þau bara himna
sem þú setur á þig? Ég var líka að
hugsa um hvað væri venjulegt, og
þetta venjulega, sem maður hugsar
um dags daglega.“
Afrakstur í Nýlistasafninu
Purgatory-verkefnið verður síðan
dregið saman í Nýlistasafninu um
næstu helgi, þar sem sýnendur sýna
annaðhvort sama verk og þeir sýndu í
Boreas-galleríinu eða gera nýtt verk
undir sömu formerkjum. Munu allir
sýnendur og gerendur sýninganna
þriggja í New York taka þátt og segist
Huginn spenntur að sjá verk frá öllum
sýningunum á sama stað. „Það er rosa
gaman að fá tækifæri til að draga sýn-
ingarnar saman í eina heild og sjá
lokaniðurstöðuna svona beint fyrir
framan mann,“ segir hann að síðustu.
Frá og með næstu helgi gefst fólki
sem sagt tækifæri til að pæla í ýms-
um spurningum er snerta trú, mynd-
list og völd út frá verkum nokkurra
myndlistar- og tónlistarmanna, þegar
Hreinsunareldur: Strange Att-
ractors, Deliberate Disguises verður
opnuð í Nýlistasafninu.
Myndlistin milli
góðs og ills
Hreinsunareldurinn og hin heilaga þrenning
koma við sögu í Nýlistasafninu á Listahátíð í
Reykajvík frá og með næstu helgi. Inga María
Leifsdóttir ræddi við einn af sýningarstjórum
verkefnisins Purgatory: The Father, The Son
and The Holy Ghost, Hugin Þór Arason, um til-
drög þess og framkvæmd.
www.signalintheheavens.com
ingamaria@mbl.is
Skipuleggjendur verkefnisins, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar,
Huginn Þór Arason og Bryndís Ragnarsdóttir.
Nærmynd af verki Hugins Þórs: „Tie yourself to a tree
with roots, you are going nowhere.“
„Joe“, nefnist þetta neonljósaverk eins af erlendu lista-
mönnunum á sýningunni, Raouls Schmidt.
Unnar Örn Auðarson Jónasson við
undirbúning á verki sínu.
Björk Guðnadóttir, Ditte Lyngkaer Pedersen, Hugleikur Dagsson,
Johanna Domke, Narve Hovdenakk, Ragnar Jónasson, Bryndís
Ragnarsdóttir, Deville Yoel Cohen, Geirþrúður Finnbogadóttir
Hjörvar, Ingi Rafn Steinarsson, Marcus Hinterthür, Snorri Ásmunds-
son, Örn Helgason, Carl Boutard, Darri Lorenzen, Florian Knispel,
Huginn Þór Arason, Hulda Rós Guðnadóttir, Raoul Schmidt, Benni
Hemmhemm, Berglind Ágústsdóttir, Kolbeinn Hugason, Ólafur
Björn Ólafsson og Skakkamanage.
Þátttakendur í Hreinsunareldinum: