Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Agatha Þorleifs-dóttir fæddist í Nesi á Akranesi 27. maí 1928. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleifur Sig- urðsson frá Snartar- tungu í Lundar- reykjadal, f. 23. maí 1895, d. 8. júlí 1979, og Þuríður Daníels- dóttir frá Melkoti í Leirársveit, f. 14. ágúst 1905, d. 20. febrúar 1978. Þau eignuðust átta börn og var Agatha elst. Systkini hennar eru: Ingvar, f. 27. septem- ber 1929, d. 4. desember 1987; Anna, f. 22. september 1930; Sig- urður, f. 30. september 1931; Sæ- unn, f. 13. ágúst 1933; Steinunn, f. 3. ágúst 1938; Bergmann, f. 8. maí 1943; og Ingunn, f. 8. október 1946. Hinn 12. júlí 1947 giftist Agatha Bjarna Oddssyni frá Arnarstað á Akranesi, f. 3. nóvember 1925. Hrannar er Sveinn Ernstsson, f. 8. maí 1967. C) Berglind, f. 4. desem- ber 1971. Sonur hennar er Aron Bessi, f. 2. október 1996. Faðir hans er Vésteinn Gauti Hauksson. Berglind er í sambúð með Mark Wells í Englandi. D) Bjarni, f. 9. desember 1976. E) Hjördís, f. 18. maí 1982. Sonur hennar er Dagur Þór, f. 18. september 2001. Faðir hans er Jón Þór Jónsson. Sam- býlismaður Hjördísar er Jóhann Viðar Margrímsson, f. 28. mars 1980. Dóttir hans er Eva Maren, f. 24. mars 2001. 2) Þuríður Erla, f. 4. júní 1950, d. 25. apríl 1952. 3) Guð- björn Oddur, f. 5. júlí 1951. Kona hans er Ingibjörg Rósa Aðalsteins- dóttir, f. 4. apríl 1954. Börn þeirra eru: A) Bjarney, f. 21. september 1974. Sambýlismaður hennar er J. William Flores, f. 27. október 1969. Synir þeirra eru Leonardo Þór, f. 8. janúar 2001, og Rafael Andri, f. 27. október 2004. B) Margeir, f. 6. september 1979. Agatha og Bjarni byrjuðu að búa í Nesi eða Kirkjubraut 30. Síðan fluttu þau í nýbyggt hús á Vesturgötu 136, síðan bjó Agatha á Einigrund 4 og síðustu tíu mán- uði bjó hún á Dvalarheimilinu Höfða. Agatha verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hann lést af slysförum 27. júlí 1958. Foreldr- ar hans voru Oddur V. Hallbjarnarson, f. 16. júní 1892, d. 29. ágúst 1975, og Guðbjörg Bjarnadóttir, f. 5. september 1892, d. 15. október 1974. Agatha og Bjarni eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sigrún, f. 2.febrúar 1947. Hún var gift Jóni Baldri Þorleifs- syni, f. 7. nóvember 1944. Börn þeirra eru: A) Erla, f. 30. júlí 1966. Sambýlismaður hennar er Ragnar K. Gunnlaugsson, f. 13. mars 1962. Börn þeirra eru Gunn- laugur, f. 12. ágúst 1993, og Telma Hlíf, f. 24. ágúst 1997. Dóttir Erlu er Sigrún Agatha, f. 16. september 1987. Faðir hennar er Árni Jensen, f. 28. apríl 1967. B) Hrönn, f. 15. ágúst 1967. Hún giftist Garðari Agnarssyni, f. 7. febrúar 1965. Þau skildu. Synir þeirra eru Geir, f. 28. febrúar 1993, og Hugi, f. 21. nóv- ember 1997. Sambýlismaður Ágæta mamma mín. Ég fæddist 1947, svo fæddist Erla 1950 og svo Oddur 1951. Svo dó Erla tæplega tveggja ára úr krabbameini. Sex ár- um seinna dó pabbi af slysförum. Þá varst þú bara þrítug. Þú varst ákveðin í að standa þig. Þú vildir veg okkar Odds sem mestan. Ég man eftir þér að hnýta net í eldhús- inu heima. Svo var það svarti kjóll- inn og hvíta svuntan. Það fannst þér skemmtilegast, að vinna í veislum af öllu tagi. Svo voru það sjopp- urnar og mjólkurbúðirnar. Síðast varstu matráðskona í Kísiliðjunni í Hvalfirði. Þú áttir það til að hringja og spyrja: Hafið þið séð himininn núna, hvað hann er fallegur? Þú gekkst ófáar ferðirnar niður að vita til að taka myndir af briminu. Eða sólsetrinu. Reyndar var myndavélin alltaf með, hvert sem þú fórst. Svo flutti ég til útlanda með barnabörn- in þín sem þá voru þrjár stelpur. Þar vorum við í tæp þrjú ár. Það hefur nú ekki verið gaman fyrir ömmuna. Þá var ekki verið að hringja á milli landa eins og núna. Þá voru skrifuð bréf. Og svo gafstu mér öll bréfin sem ég hafði skrifað þér. Þú gafst okkur svo mikið. Og alltaf voru börnin mín velkomin til þín. Þeim fannst svo gaman að vera hjá ömmu á Akranesi. Þú varst dugleg og drífandi kona. Þegar þú fékkst blóðtappann fyr- ir nokkrum árum, hætti líkaminn að vilja fylgja huganum. Það fannst þér slæmt. Að geta ekki rokið af stað eins og áður. Erla sagði við dánarbeð þinn: Það eru forréttindi að hafa átt „ömmu á Akranesi“. Takk fyrir allt, mamma mín. Sigrún. Eitt er víst, allir upplifa sömu til- finningarnar, hverrar þjóðar og hverrar trúar menn eru. Við gleðj- umst og syrgjum, vonum og þráum, brosum og grátum, hræðumst og berjumst áfram, fæðumst og deyj- um. En svona er bara lífið. Þú fékkst svo sannarlega að finna fyrir öllum tilfinningalegum þáttum lífsins, elsku amma mín. Fyrst eign- aðist þú mömmu aðeins 19 ára göm- ul og síðan kom Erla þremur árum síðar, sú gleði ríkti þó stutt þegar þessi litli gleðigjafi greindist með krabbamein rétt orðin árs gömul, hún var lögð inn á Landakotsspít- alann og þar máttir þú bara sjá hana í gegnum glugga án þess að hún sæi þig. Þetta hefur verið erf- iður tími fyrir þig, elsku amma, og svo bara dó hún. Lífið hélt þó áfram og stuttu síð- ar fæddist ykkur afa lítill glókollur, hann Oddur frændi. Þið byggðuð ykkur fallegt heimili við Vesturgöt- una, kjallara, hæð og ris. En sagt er að stutt sé á milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Því kynntist þú í annað sinn þegar mamma var tólf ára og Oddur sex ára. Afi varð fyrir slysi og lést. Eft- ir stóðst þú rétt 30 ára með tvö börn að sjá um, elsku amma mín. Með sorg í hjarta barðist þú áfram með börnin þér við hlið eins vilja- sterk og ákveðin kona og þú varst gastu gefið börnunum þínum allt sem þér datt í hug. Pollýanna er réttnefni fyrir ömmu eins og þig, þú blést oft á góð ráð og kjaftasögur, fórst frekar eigin leiðir en varst samt alltaf tilbúin að rétta út hjálp- arhönd ef þurfti. Sokkar og vett- lingar flugu af prjónunum hjá þér og oftar en ekki komum við við á pósthúsinu með sokka og vettlinga sem þú sendir til þeirra sem vant- aði. Ég var svo lánsöm að fæðast inn í litlu fjölskylduna þína og gerði þig að ömmu 38 ára gamla. Ég rétt náði eins árs afmælinu áður en Hrönn systir bættist við. Við fluttum til Reykjavíkur en komum oft í heim- sókn og þú komst oft í bæinn. Reyndar voru bæjarferðirnar svo skemmtilegar að við Hrönn létum þig lofa okkur því að leggja ekki af stað fyrr en við værum komnar heim úr skólanum svo við kæmumst með. Snemma vorum við farnar að koma til þín á Skagann í næstum öllum helgarleyfum, páskaleyfum og sumarleyfum. Þú naust þess að hafa okkur hjá þér og þú kenndir okkur margt, meðal annars að prjóna, spila og að leggja kapal. Við fengum að taka þátt í því sem þú varst að gera, steikja kleinur og að þvo þvott í stóru rullunni með erm- ar brettar upp að öxlum og í gúmmístígvélum. Alltaf hefur þú haft tíma til að tala við okkur og á kvöldin sagðirðu okkur sögur eða við spiluðum og hlustuðum á út- varpið. Að eiga ömmu sem var eins og Pollýanna eru forréttindi og það gat líka verið nokkuð skondið. Eitt sinn á föstudaginn langa ákvaðstu að við ættum að fara eftir trúnni þann dag og nota ekkert oddhvasst. Það gekk ágætlega fyrst til að byrja með en þegar leið á daginn fór okkur Hrönn að leiðast þetta og vildum hætta en þú stóðst föst á þínu við máttum ekki skera brauð og not- uðum skeið til að smyrja með. Við gátum ekki prjónað eða saumað og allt sem okkur datt í hug að gera mátti ekki. Við fórum snemma að sofa það kvöld, en gleymum þessu aldrei. Ekki heldur þegar við bök- uðum fyrir bazar kvenfélagsins og ég missti kökuna í götuna, þá varst þú snögg að hugsa, tókst hana upp þurrkaðir af henni og sagðir að við mættum ekki segja orð og á baz- arinn fór hún. Við Hrönn höfðum ekki augun af kökunni til að sjá aumingja þann sem myndi kaupa hana. Oft og mörgum sinnum fórum við með upprúllaðar pönnsur, kleinur, vínarbrauð eða snúða til strákanna á löggustöðinni. Okkur Hrönn fannst það frekar fyndið að kalla þessa karla stráka en við vorum börn. Þeir voru að vonum glaðir og í staðinn hringdir þú stundum í þá ef þig vantaði bílfar. Eins og fínu tónleikarnir í bíóinu, þú vildir ekki að við misstum af þeim og við klæddum okkur í okkar fínasta, ætluðum að labba af stað en það var einhver suddi úti svo þú hringdir í strákana og viti menn, kom ekki svarta maría og skutlaði okkur í bíóið. Elsku amma mín, ég hef aldrei skammast mín eins mikið á ævinni þegar löggubíllinn stoppaði fyrir framan bíóhúsið, röðin af fólkinu náði út fyrir húsið og aftan úr svörtu maríu stigum við eins og fangar með allra augu á okkur en þér fannst þetta hið besta mál og þakkaðir fyrir farið. Það skipti ekki máli hvað við drógum heim úr fjörunni, þú studd- ir uppátækin alltaf með því að lána okkur hluti sem okkur vantaði uppá eins og krukkur undir sílin og kóngulærnar. Í mörg ár varstu að vinna á hót- elinu bæði við að uppvarta og á barnum. Vorið áður en ég fermdist fannst þér bindindismanneskjunni tími til kominn að fara með mig á ball og sýna mér hvernig fólk hagar sér þegar það var drukkið. Svo eitt laugardagskvöldið örk- uðum við af stað sem leið lá niður á hótel. Þegar við komum inn skildir þú mig bara eftir og sagðir bíddu aðeins, þú bara kastaðir mér út í djúpu laugina. Ekki leið á löngu að það vatt sér að mér maður, dillaði sér og spurði hvort ég vildi dansa. Ég fór í hnút og þá sagði hann: Hey, hvað ertu annars gömul? Fjór- tán, sagði ég. Maðurinn fór í loft- köstum í burtu. Manstu? Við hlóg- um mikið að þessu. Ferðamáti þinn var harla óvenju- legur. Akraborgin, nei, Sæmundur á rútunni, já, stundum, nei oftar en ekki komst þú á puttanum í bæinn. Einu sinni fórum við í Akraborg- ina og við Hrönn voru með á leið uppeftir, þú varst svo kvíðin að við þyrftum að draga þig upp land- ganginn. Fyrsta manneskjan sem við hittum var Jóna hjúkrunarkona sem var líka í sinni fyrstu ferð og jafn kvíðin. Þegar við lögðum að bryggju á Akranesi þurftum við að ýta við ykkur því þið töluðuð svo mikið að þið tókuð ekkert eftir því að við vorum komnar á áfangastað. Ég var 18 ára þegar við unnum saman í stórri veislu í olíustöðinni í Hvalfirði, það var rosalega skemmtilegt. Eftir ballið þegar við komumst út var klukkan 4 um nótt- ina og svartamyrkur. Samstarfsfólk okkar bauð okkur far en, amma, auðvitað afþakkaðirðu farið af því að við vorum ekki að fara sömu leið og þau og sagðir að við færum bara á puttanum. Ég stóð eftir gapandi og horfði á eftir þér arka af stað út í myrkrið og spurði hvort þú værir ekki í lagi og reyndi að leggja eitt- hvað til málanna eins og að það væri nú ekki mikil umferð á þessum tíma sólarhrings. En þú sagðir: Þetta er allt í lagi, það kemur bíll og það gerðist einmitt og sem betur fer þá stoppaði hann líka. Eins og venjulega þurftirðu að vita allt um strákinn í bílnum og hans fólk. Hann var kurteis og tók þátt í sam- ræðunum en ég grunaði hann um að aka undir áhrifum og fékk það stað- fest þegar hann spurði hvort við værum með bílpróf og rogginn bentirðu á mig. Þá bað hann mig að taka við og keyra út á Skaga svo hann yrði ekki hirtur. Eftir þetta fórst þú ekki á puttanum nema þú þekktir þann sem keyrði. Elsku amma mín, það var sko engin lognmolla í kringum þig. Þú kenndir mér margt, vinnusemi, samviskusemi, heiðarleika svo fátt eitt sé nefnt, enda leitar hugur minn oft til þín og þessa tíma. Þeg- ar mig vantar lausn við uppeldi minna barna hugsa ég: Hvernig hefði amma gert? Ég get lofað því að þegar ég verð amma ætla ég að verða amma eins og þú. Með tár í hjarta og söknuði kveð ég þig, elsku amma mín, og vona að við hittumst aftur einhvern tíma. Þín Erla. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa um þig koma óteljandi minningar upp í hugann, skemmtilegar og góð- ar. Þegar ég var lítil sagðir þú alltaf að ég væri með Akranesveikina af því að ég vildi alltaf fá að koma til þín í öllum fríum. Mér leið svo vel hjá þér og þótti alltaf svo vænt um þig. Þú varst amma á Akranesi. Það var alltaf nóg að gera hjá þér en samt ekki of mikið. Þú fórst allra þinna ferða fótgangandi, meira að segja í sveitina með nesti! Og alltaf var myndavélin með. Ef þú gleymd- ir henni heima þá náðirðu í hana. Uppáhaldsmyndefni þitt var Akra- fjallið, himinninn við sólsetur og Langisandurinn. Ég á margar ótrú- lega fallegar myndir sem þú hefur gefið mér, þú varst nefnilega góður ljósmyndari. Mér þótti alltaf svo gott að vakna hjá þér og heyra í þér frammi. Ég vildi alltaf fá ristað brauð með smjöri og osti og kakómalt í morg- unmat hjá þér, það var miklu betra að borða þetta hjá þér en annars staðar. Og kleinurnar þínar og vín- arbrauðin, þetta var það besta sem ég fékk! Þú varst alltaf svo hreinskilin og sagðir þínar skoðanir við hvern sem var. Þú talaðir um allt við mig, líka þegar ég var barn. Það varst þú sem kenndir mér að prjóna, þér tókst það eftir að mamma og kennarinn höfðu reynt það. Svo sátum við saman og prjón- uðum. Geymslan þín var ævintýrastaður þar sem ótrúlegustu hlutir leynd- ust, það fannst mér líka síðasta haust þegar við vorum að hjálpa þér að tæma hana. Þá fengum við að kafa inn í hana eins og við vildum og sáum ýmislegt sem við höfðum aldrei séð áður. Þú áttir erfitt með að sætta þig við hvernig heilsan brást eftir að þú fékkst blóðtappann. Þú gast ekki lengur gert allt sem þig langaði. Ég man hvað þér þótti gaman að fá að fylgjast með Degi Þór þegar þú varst hjá okkur haustið 2003. Og hvað hann naut þess að leyfa þér að spilla sér þessar tvær vikur. Mér finnst verst hvað ég gaf mér lítinn tíma til að heimsækja þig síð- asta árið. Ég trúi því að nú sért þú hjá afa og Erlu, þú trúðir því sjálf að þú myndir hitta þau aftur. Takk fyrir allt, amma mín. Þín Hjördís. Amma, ég vil þakka þér fyrir all- ar okkar stundir saman. Ég á svo margar góðar minningar frá sumr- unum sem ég varði með þér á Skag- anum og inni í Hvalfirði. Það er allt- af svo gaman að koma uppá Skaga og ég fann alltaf hvað við vorum velkomin til þín. Það hvernig þú lifðir hefur kennt mér margt um mitt líf og ég er viss um að ég hef erft orkuna mína frá þér, allavega það hvað mér finnst gott að ganga. Þú munt lifa áfram í okkur, afkom- endum þínum. Bless, amma, og hafðu það gott, takk fyrir allt. Bjarni Baldursson. AGATHA ÞORLEIFSDÓTTIR Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR I. ÞÓRÐARSON múrarameistari, Espigerði 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 13. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Pála Jakobsdóttir, Íris Mjöll Valdimarsdóttir, Magnús B. Baldursson, Skúli Jakobsson, Kristinn Jakobsson, Hildur Birgisdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Krithóli, Skagafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki þriðjudaginn 3. maí síðastliðinn, verður jarð- sungin í kapellunni á Löngumýri laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Jarðsett verður að Víðimýri. Guðríður Björnsdóttir, Jónas Kristjánsson, Kjartan Björnsson, Birna Guðmundsdóttir, Bára Björnsdóttir, Ólafur Björnsson, Anna Ragnarsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.