Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKULDIR meðlagsgreiðenda við Innheimtustofnun sveitarfélaga námu samtals um 10,3 milljörðum króna um áramótin. Framreiknaðar námu skuldirnar, með dráttarvöxt- um, rúmlega 13 milljörðum króna. Alls 12.229 manns greiddu meðlag um áramótin. Þar af voru 6.543 í vanskilum eða 53,4% allra meðlags- greiðenda. Þriðjungur þeirra átti í verulegum erfiðleikum, svo sem vegna gjaldþrots og árangurslausra fjárnáma. Þetta kom fram í svari félags- málaráðherra, Árna Magnússonar, við fyrirspurn þingmanna Samfylk- ingarinnar, á Alþingi í gær. Þing- mennirnir sögðu þetta sláandi tölur. Vandinn væri stór og grípa þyrfti til aðgerða. Lögðu þeir m.a. til að ráð- herra léti gera úttekt á ástæðum þessara vanskila. Félagsmálaráðherra benti á að um 40% þeirra sem væru á vanskila- skrá hefðu gert sérstakan samning við Innheimtustofnun sveitarfélaga, skv. lagabreytingu frá árinu 1996, um að þeir greiði lægri upphæð, en til fellur mánaðarlega, sökum fé- lagslegra erfiðleika. Sé staðið við samninginn í að minnsta kosti þrjú ár er heimilt að afskrifa höfuðstólinn að hluta eða að öllu leyti. „Við hljótum fyrst og fremst að leita leiða til að komast til móts við þarfir þessara skuldara,“ sagði ráð- herra. „Það getur Innheimtustofnun gert og það hefur hún gert.“ Ráð- herra sagðist vita dæmi þess að menn væru að greiða þessar skuldir sínar í áratugi. Það væri vissulega mjög alvarleg staða. „En það er samt sem áður þannig að þessi skylda hvílir á herðum meðlags- greiðenda og undan henni verður ekki vikist.“ Gat á velferðarkerfinu? Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðun- um um þessar upplýsingar að hann teldi að ákveðið „gat“ væri á velferð- arkerfinu. Hann tók dæmi af at- vinnulausum einstaklingi sem greiddi meðlög með þremur börnum og fengi 90 þúsund krónur í bætur á mánuði. Hann sagði að það sem eftir stæði, þegar búið væri að greiða meðlögin, rúmlega sextán þúsund krónur með hverju barni, dygði skammt. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði sömu- leiðis að hugsanlega væri „gat“ á velferðarkerfinu. Hún sagði að fylgj- ast þyrfti grannt með þessum hópi meðlagsgreiðenda sem ekki stæði í skilum. „[...]Við höfum skoðað mjög sterkt stöðu einstæðra mæðra en við höfum svolítið gleymt þessum hópi.“ Katrín Júlíusdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Helgi Hjörvar, þing- menn Samfylkingarinnar, sögðu brýnt að gripið yrði til aðgerða. Það væri ekki eðlilegt að meðlagsgreið- endur væru almennt í vanskilum. Um 53,4% allra meðlags- greiðenda eru í vanskilum Skuldir við Inn- heimtustofnun sveitarfélaga um 10,3 milljarðar Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Skapa fötin bankamanninn á morgun Kárahnjúkavirkjun | Tíðar bilanir, erfitt berg og vatnsagi hafa tafið risabor- ana þrjá sem heilbora aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar verulega það sem af er ári. Borun aðrennslisgang- anna er einn meginþáttur Kára- hnjúkavirkjunar. Skv. bortölum sem Landsvirkjun birtir á heimasíðunni karahnukar.is virðist sem borunum gangi nú að meðaltali allt að fjórðungi hægar við verkið en í fyrra. Mjög er þó misjafnt hvernig borunum vinnst, en bornum sem vinnur sig inn eftir Fljótsdalsheiði frá Axará og að Háls- lóni hefur gengið hvað hægast. Alls er búið að heilbora 16,6 km af aðrennslisgöngunum en þau verða 48,3 km löng. Fyrsti borinn hóf borun í apríl í fyrra í aðkomugöngum í Glúmsstaðadal. Bor 2 hóf borun í júlí sama ár í aðkomugöngum við Axará og bor 3 í aðkomugöngum á Teigs- bjargi í september í fyrrahaust. Bergið torvelt Um 180 metra afköst á viku þykja meðalafköst risabors og hafa þau undanfarnar vikur og mánuði verið frá 0 metrum og upp í rúma 270 metra hjá bor nr. 2 þegar mest var. Borinn á Teigsbjargi hefur átt góða spretti og virðist hafa mætt minnstri mótstöðu. Bergið á leið bors nr. 2 inn eftir Fljótsdalsheiði hefur verið mjög erfitt. Þeim bor hefur gengið hvað verst og verið að bora samsíða jarð- lögum sem ýmist eru mjög laus í sér eða afar hörð og torveld og farið mik- ill tíma í bergstyrkingar. Vatnsinn- streymi í göngin sem bor 3 er í hefur verið töluvert í vetur og vor, stundum um 300–400 sekúndulítrar innst í göngunum. Hefur þurft að stöðva borinn og þétta bergið með tímafrek- um aðgerðum. Komið hefur fyrir að borinn hafi nánast ekki hreyfst úr stað svo dögum skiptir. Borarnir, einkum færiböndin aftan úr þeim sem flytja bergmylsnuna út göngin og á efnishauga hafa margbilað. „Á heildina litið eru þessir borar að standa undir væntingum við íslenskar aðstæður og meðalafköstin hafa verið í takt við áætlanir,“ segir Sigurður Arnalds hjá Landsvirkjun. „Það er nokkuð rými undir lokin til að taka við hugsanlegum seinkunum, auk þess sem hvenær sem er væri hægt að hraða greftri ganganna með hefð- bundnum borunum og sprengingum, en hluti þessara ganga er unninn þannig. Vinna Arnarfells austan við Snæfell er dæmi um það, þeir grafa á móti einni borleiðinni og einnig er verið að bora og sprengja á móti bor númer 1. Á síðasta ári var borað og sprengt frá Hálslóni á móti bor núm- er 3, það var reyndar vegna þess að sá kafli verður heilfóðraður með steypu. Þetta lítur því í heildina nokkuð vel út, en auk þess eru úrræði til reiðu ef bergið reynist erfitt seinna á árinu.“ Úrræði möguleg ef tafir við heilborun við Kárahnjúka reynast of miklar Tíðar bilanir og vatnsagi Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði við eldhúsdagsum- ræður á Alþingi í gærkvöldi að ekki væri hægt að hætta við gerð Héð- insfjarðarganga, því að þau væru loforð sem fyrir löngu hafi verið gefið. „Það er skylda stjórnmálamanna að standa við gefin fyrirheit, það er útilokað í mínum huga að bjóða út verk á borð við Sundabraut, sem borgaryfirvöld eiga enn eftir að ákveða hvar eigi að liggja. Það er líka útilokað í mínum huga að svíkja þau loforð, sem stjórnvöld hafa fyrir löngu gefið um gerð Héð- insfjarðarganga, og er ég sann- færður um að bæði arðsemi þeirra og mikilvægi þeirra fyrir atvinnu- lífið og ferðaþjónustuna birtist þeg- ar til lengri tíma er litið,“ sagði hann. Sturla sagði, aðspurður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld, að ávallt hefði verið gert ráð fyrir því að Héðinsfjarðargöng yrðu tvíbreið. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyr- ir tvöföldum göngum. Þau eru það löng. Það var því mat okkar og Vegagerðarinnar að annað væri ekki forsvaranlegt en að göngin væru tvöföld. Allar kostnaðaráætl- anir hafa verið miðaðar við það.“ Sturla sagði einnig aðspurður að arðsemi ganganna hefðu verið reiknuð út frá mörgum forsendum, m.a. út frá einbreiðum göngum og tvíbreiðum göngum. „Stærsti þátt- urinn í arðsemi þessarar fram- kvæmdar liggur hins vegar í hags- bótunum fyrir fólkið sem ekki verður auðveldlega reiknað með beinum venjulegum arðsemisút- reikningum.“ Ekki hægt að svíkja loforð um Héðins- fjarðargöngin Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson í ræðustóli á Alþingi í gærkvöld. Halldór Blöndal er í forsæti og við hlið hans Þorsteinn Magnússon. BJARNI Benediktsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, sagði í eld- húsdagsumræðu á Alþingi í gær- kvöldi, að það væri spurning hvort ákjósanlegra hefði verið að tryggja almenningi möguleika á því að taka þátt í einkavæðing- arferli Símans, með beinum hætti, frá upphafi. Orðrétt sagði hann: „Virðingarvert er að við fram- kvæmd einkavæðingarinnar sé lögð megináhersla á að rík- issjóður fái hæsta mögulega verð fyrir fyrirtækið. Hins vegar er spurning hvort ákjósanlegra hefði verið ef almenningi hefði verið tryggður möguleiki á því að taka þátt í einkavæðingarferlinu, með beinum hætti, frá upphafi.“ Hugsanlega ákjósanlegra að tryggja almenningi beina þátttöku STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra segir að breytingartillögur Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, við tillögu sína að samgönguáætlun fyrir næstu fjögur árin, skapi engan frið. Þvert á móti skapi þær ófrið. Gunnar hefur, eins og fram hefur komið, gagnrýnt samgönguáætlun ráðherra harðlega. Hann leggur m.a. til í breytingartillögum sínum að fjár- magn til vegamála verði fært frá Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra til höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt leggur hann til að hætt verði við byggingu Héðinsfjarðar- ganga. „Ég tel að þetta sé mjög vond til- laga og að hún skapi engan frið, ef það er tilgangurinn, ég tel að hún skapi miklu fremur ófrið,“ sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. „Í tillögunni eru hugmyndir um nið- urskurð tiltekinna verkefna sem eru óraunhæfar.“ Samgönguáætlun ráðherra nær til vegamála, hafnamála og flugmála. Í nefndaráliti meirihluta samgöngu- nefndar, eru lagðar til óverulegar breytingar, á áætlun ráðherra. Minnihluti nefndarinnar segir m.a. í nefndaráliti sínu að í tillögu ráðherra sé lagður til verulegur niðurskurður frá gildandi áætlun. „Heildarniður- skurðurinn er fjandsamleg aðgerð fyrir alla byggð í landinu og er höf- uðborgarsvæðið þá ekki undanskilið,“ segir minnihlutinn í áliti sínu. Þar segist hann einnig leggja sérstaka áherslu á „öflugar tengingar við höf- uðborgarsvæðið eins og Sundabraut“. Atkvæði verða greidd í dag. Segir tillög- ur Gunnars ekki skapa neinn frið STEFNT er að því að fundum Al- þingis verði frestað í dag til sept- emberloka. Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag. Þrjátíu og tvö mál eru á dagskrá þingsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmörg mál verði afgreidd sem lög frá Alþingi, m.a. frumvarp viðskiptaráðherra til nýrra sam- keppnislaga og samgönguáætlun samgönguráðherra. Þingi frestað í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.