Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur KRÍAN er farin að gera vart við sig um allt land eftir mikið langflug frá vetrarstöðvum sínum. Tæpar þrjár vikur eru nú síðan þessa sumarboða varð fyrst vart á þessu vori á Höfn. Mikill kríuhópur flögraði um við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í gær þegar ljósmyndari átti þar leið um. Morgunblaðið/RAX Kríumergð á Seltjarnarnesi GUNNAR I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins og verðandi bæjarstjóri í Kópa- vogi, segir að eftir tíu til fimmtán ár kunni nálægt 50.000 manns að búa í bænum. „Þá verður allt niðurlandið byggt og bæjar- félagið í jafnvægi með alla innviði þjónust- unnar,“ segir Gunnar í samtali við blaðauka, sem Morgunblaðið gefur út í dag í tilefni af hálfrar aldar afmæli Kópavogs. Hansína Björgvinsdóttir bæjarstjóri seg- ir að tilefnislaus hræðsla við þróun og þétt- ingu byggðar sé algeng. „Fólk á oft erfitt með að sjá sitt nánasta umhverfi taka breytingum. En í borgarsamfélagi Kópa- vogs, Reykjavíkur og sveitarfélaganna allra hér í þéttbýlinu verður að gera kröfu um arðbæra notkun landsins og um leið verður að fórna valkostinum um sveitasamfélagið.“ 50.000 manns í Kópavogi 2020?  Kópavogur/C2 HAGNAÐUR af rekstri Burðaráss á fyrsta fjórðungi þessa árs var ríflega 4,6 milljarð- ar króna en var á sama tíma í fyrra tæplega 5 milljarðar. Þar sem Burðarás er eignar- halds- og fjárfestingarfélag er afkoma þess að stórum hluta háð sveiflum á mörkuðum og má rekja stóran hluta hagnaðarins til hækkunar á verði innlendra hlutabréfa. Greiðslur arðs vegna eignar í öðrum fé- lögum námu tæplega 1,3 milljörðum króna. Eimskipafélag Íslands, sem er helsta dótturfélag Burðaráss, skilaði um 70 millj- ónum í hagnað á tímabilinu en tapaði 49 milljónum á sama tíma í fyrra. Hagnaður Burðaráss 4,6 milljarðar ♦♦♦ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Ís- lands hefur kært mann fyrir að koma fyrir gasbyssu í hólma á Breiðafiði í þeim tilgangi að koma í veg fyrir arnarvarp. Að sögn Þór- ólfs Halldórssonar, sýslumanns á Patreksfirði, er rannsókn á málinu lokið. Hann sagði að sá sem grun- aður væri um að eiga byssuna hefði viðurkennt að hafa komið henni fyr- ir. Ákvörðun hefði ekki verið tekin um hvort gefin yrði út kæra eða málinu lokið með öðrum hætti. Gasbyssan fannst við reglubundið eftirlit með arnarvarpi í apríl. Sýslumaður lét fjarlægja byssuna í kjölfar kæru NÍ. Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur sagði að reglubundnir hvellirnir úr byssunni, sem minntu á hagla- byssuhvelli, hefðu fælt ernina frá varpi en einnig aðra fugla svo sem, ritu og grágæs sem voru að búa sig undir varp. Ernir hefðu reynt að verpa í umræddum hólma og nokkrum aðliggjandi hólmum í all- mörg ár, án þess að koma upp ung- um. „Þessi aðferð er ekki talin duga til lengri tíma til að fæla frá því að fuglarnir venjast þessu. Þessi hólmi er hins vegar svo lítill að þetta er eins og að skjóta af byssu við eyrað á manni,“ sagði Kristinn Haukur. Samkvæmt reglugerð er heimilt að styggja burtu erni sem ekki eru í varpi og þá má m.a. nota gas- byssu. Skilyrðið er að byssan sé höfð a.m.k. 2 km frá varpstað. Kristinn Haukur sagði að þessi byssa hefði verið fimm metra frá varpstað. Að mati Náttúrufræði- stofnunar væri þetta skýrt lögbrot. Fyrir nokkrum árum var bóndi við Breiðarfjörð ákærður fyrir að raska arnarvarpi. Hann var fundinn sekur í héraðsdómi en sýknaður í Hæstarétti vegna þess að dómurinn taldi orðalag í lagatextanum óljóst. Í kjölfarið breytti Alþingi lögunum. Kristinn Haukur tók fram að sá sem hefði komið fyrir gasbyssunni væri ekki sami maður og var kærð- ur fyrir að raska arnarvarpi fyrir nokkrum árum. Maðurinn væri með æðarvarp og hefði borið fyrir sig að hann hefði talið sig vera í rétti að verja varpið. Kristinn Haukur sagði að vel liti út með arnarvarp að þessu sinni. Alls væri vitað um 55 arnarpör en þau yrðu líkast til um 64 þegar upp yrði staðið, fleiri en nokkru sinni frá því farið var að fylgjast reglulega með arnarstofninum fyrir nærri hálfri öld. Kristinn Haukur sagði að reyndar væri búið að vera nokkuð kalt síðustu daga. Við- kvæmasti tíminn væri hins vegar um mánaðamótin maí/júní þegar ungarnir færu að klekjast úr eggj- unum. Ernir eru nú loks að breiðast út fyrir hin hefðbundnu arnarsvæði vestanlands, en vitað er um eitt par á Suðurlandi og tvö pör við Húna- flóa. Þá hefur borið óvenjumikið á ungum örnum norðanlands og aust- an sem ekki þarf að koma á óvart í ljósi þess hve margir arnarungar hafa komist á legg á undanförnum árum. Gasbyssa við arnarhreiður Ljósmynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson Gasbyssan var í litlum hólma þar sem ernir hafa áður reynt að verpa. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MARKAÐS- og hagsmunasamtökin Cruise Ice- land vinna um þessar mundir að því að fá erlend skemmtiferðaskip til þess að sigla umhverfis Ís- land sumarlangt. Gengur hugmyndin út á að skemmtiferðaskip sigli hringinn á vikutíma og skipti um farþega á sjöunda degi ferðarinnar, en farþegar skipsins myndu koma til landsins með flugi. Sífellt fleiri skemmtiferðaskip hafa komið til landsins síðustu árin og í ár verða fyrri met slegin þegar 180 skip munu hafa hér viðkomu. Nærri helmingur þeirra hefur viðdvöl í Reykjavík, um 60 á Akureyri og 20 á Ísafirði en skipin hafa iðulega viðkomu í tveimur til fimm höfnum á landinu. Ágúst Ágústsson, stjórnarformaður samtak- anna Cruise Iceland og markaðsstjóri Faxaflóa- hafna, segir að hugmyndin um að fá skip til að sigla kringum landið heilt sumar komist vonandi til framkvæmda næsta sumar. Segir hann Ísland eitt aðalaðdráttaraflið í skemmtiferðum um Atl- antshafið og hafa farþegar mikinn áhuga á að stoppa lengur hérlendis. „Í spurningakönnun sem lögð var fyrir farþega skemmtiskipa á Akureyri síðasta sumar voru farþegar spurðir að því hvort Ísland hafði áhrif á að fólk kaus að fara í ferðina. Mikill meirihluti farþega sagði stopp á Íslandi hafa ráðið úrslitum um að það ákvað að fara í ferð- ina. Þannig að Ísland er vissulega ákveðið að- dráttarafl fyrir ferðamenn í dag,“ segir Ágúst og tekur fram að einnig sé til skoðunar hjá samtök- unum með hvaða hætti hægt verði að fá hluta þeirra skemmtiskipa sem hingað koma til að staldra lengur við í höfnum hérlendis en einn dag, sem algengast er nú. 180 skemmtiferðaskip til landsins í sumar  Farþegar/6 GUNNLAUGUR Þór Ævarsson og áhöfn hans á Erling KE 140 mok- fiskuðu á vetrarvertíðinni. Afli upp úr sjó varð hvorki meiri né minni en tæp 1.300 tonn frá áramótum til 2. maí. Líklega hefur enginn netabátur fiskað annað eins í vetur. Afli var misjafn, allt frá litlu upp í 50 tonn. „Megnið af aflanum tókum við á tímabilinu frá því seinnipart febrúar og út apríl, en vorum reyndar aðeins á hálfri ferð síðari hlutann. Við end- urnýjuðum ekki netin og vorum með fáar trossur í sjó, enda vorum við komnir fast að þúsund tonnunum í marz,“ segir Gunnlaugur. Uppistaðan í aflanum er þorskur, 85% og því hefur þénustan verið ágæt, en þessu fylgir mikil vinna hjá strákunum. Saltver tekur megnið af aflanum, saltar þorskinn, en meðafl- inn fer á markað. Áhöfnin á Erling KE var fengsæl í vetur. Guðbjörn og Sigurður veiddu ásamt félögum 1.300 tonn. Mokafli í netin  Erling KE/B3  Hagnaður/14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.