Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 43 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu - BARA LÚXUS553 2075☎Nýr og betri Hverfisgötu ☎ 551 9000 Miðasala opnar kl. 15.007 3 Sýnd kl. 8 og 10.15 b.i. 12. Sýnd kl. 6  HJ. MBL Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 5.50 og 8 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 10.15 SV. MBL Sýnd kl. 6 og 9.  Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins!  KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10.20 B.I 16 ÁRA Frá leikstjóra Die Another Day kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 16 ÁRA Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann r tr llir Forsetinn er í lífshæt u og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann MasterCard korthafar fá frítt á sýningu gegn framvísun kortsins. MASTERCARD FORSÝNING KL. 8 DIARY OF A MAD BLACK WOMAN ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS Forsýnd kl. 8 MIÐASALAN Á STAR WARS EPISODE III ER HAFIN Í KVIKMYNDAHÚSUM HEIMSFRUMSÝND 20. MAÍ UM LAND ALLT FORSALAN ER HAFIN Á STÆRSTU MYND ÁRSINS ALLT UM SÝNINGARTÍMANA á bio.is Tryggið ykkur miða í tíma. Forðist biðraðir. LEIKARAPARIÐ Jennifer Garner og Ben Affleck á von á sínu fyrsta barni í nóvember, ef marka má fréttir fjölmiðla vestanhafs nú um helgina. Talskona Garners, Nicole King, svar- aði ekki hringingu AP-fréttastofunnar vegna málsins. Ken Sunshine, upplýs- ingafulltrúi Afflecks, vildi ekki heldur ræða málið. Í apríl var því haldið fram í fjölmiðlum að Garner og Affleck væru trúlofuð, en hvorugt þeirra vildi staðfesta þær fregn- ir. Parið kynntist við tökur á myndinni Daredevil, en fór ekki að vera saman fyrr en í fyrra. Fjölgun hjá Ben og Jen? AP Garner og Affleck eiga von á barni ... mögulega. Mikil gróska hefur verið íheimildamyndagerð á Ís-landi undanfarin ár. Myndir um Hlemm, Lalla Johns, Bubba, íslenska hesta og mýs, Mjóddina, fegurðarsamkeppnir, Ham, pönkið, Bítlabæi, íslenska þjóðarsál og fleiri, hafa fengið prýðilega aðsókn í kvikmynda- húsum og ekki annað að sjá en að bjartir tímar séu framundan í grein- inni. Heimildaþættir hafa einnig verið fyrirferðamiklir í íslensku sjónvarpi og hafa þættir eins og Sönn íslensk sakamál og Einu sinni var notið mikilla vinsælda sjón- varpsáhorfenda. Storm ehf. hefur verið at- kvæðamikið í heimildamyndafram- leiðslu ýmiss konar og Margrét Jón- asdóttir er ein þeirra sem hefur staðið vaktina á þeim bænum: „Á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu er heimildamynd sem heitir upp á ensku, Shanghaing Days eða Háseta vantar á bát og fjallar um það tímabil í sögu íslenskrar tog- araútgerðar þegar mikil mannekla var á íslenskum togurum vegna vin- ælda síldarverkunar. Togaraflotinn tók þá á það ráð að „sjanghæja“ mönnum um borð í skipin. Það þýddi að stýrimennirnir þræddu þá staði þar sem menn komu saman til að drekka, ásamt því að fara í fangelsin í bænum þar sem þeir nutu aðstoðar lögreglunnar við að manna togar- ana. Í myndinni ræðum við við menn sem voru „sjanghæjaðir“ um borð og togaraskipstjóra sem sáu um að „sjanghæja“ þessum mönnum. Út- gerðareigendur segja sína skoðun á þessari aðferð og svo er rætt við gamla lögregluþjóna hér í borginni sem aðstoðuðu togaraskipstjórana. Þessi aðferð þekktist úti um allan heim, bæði breski og bandaríski kaupskipaflotinn voru mannaðir að stórum hluta á þennan hátt og í stórum hafnarborgum víðsvegar um heiminn áttu menn fótum sínum fjör að launa. Þetta er allt byggt á gömlu efni en við gerum ráð fyrir að end- urgera ýmis smáatriði. Þetta er mynd sem er búin að vera í vinnslu hjá okkur ansi lengi en nú er komið að því að klára hana. Einnig erum við að vinna aðra mynd í samstarfi við Bergstein Björgúlfsson kvikmyndatökumann og Kristinn Hrafnsson hjá Orðspori sem kallast Börnin í Breiðuvík og fjallar um upptökuheimili drengja sem var rekið á Vestfjörðum frá sjötta áratugnum og framundir 1973. Mjög dramatísk saga um týnd- ar sálir en um sjötíu prósent drengjanna sem voru á þessu heimili enduðu inni á Litla-Hrauni vegna alvarlegra glæpa. Í myndinni segja þeir sögu sína og einnig fólk sem stóð að þessu heim- ili.“ Auk annarra heimildamynda sem Storm hefur lokið við eru tvær barnaheim- ildamyndir og mynd sem kallast Hættur hafsins eða Wild Seas of Ice- land og fjallar um sjómannslíf við Ís- landsstrendur. Sú mynd hefur þegar verið sýnd á evrópsku Discovery- sjónvarpsstöðinni og verður tekin til sýningar hér á landi innan skamms. Ólafur Torfason kvikmyndafræð- ingur telur að heimildamyndagerð sé í mikilli uppsveiflu, bæði hér á landi og annars staðar. „Það má til dæmis sjá á því að á kvikmyndahá- tíðum koma þessar myndir til jafns við leiknar kvikmyndir og eiga al- veg jafnmikla möguleika á að vinna aðalverðlaunin. Í raun má segja að það sé eins konar víxlverkun í gangi á milli þessara greina því að í dag má sjá að æ fleiri heimildamyndir sem eru „character driven“ eða per- sónudrifnar, á meðan leiknu kvik- myndirnar sækja í heimildamynda- stílinn til að ná fram trúverðugleika.“ En telur Ólafur að framtíðin sé björt í þessum geira, hér á landi? „Það er ákveðin krísa í gangi á milli kvikmyndagerðarmanna og sjónvarpsstöðva sem hefur orðið til þess að heimildamyndir eru gerðar fyrir minni og minni pening en ég er samt mjög bjartsýnn og mér finnst menn hafa verið að gera mjög góða hluti.“ Sjanghæ og týndar sálir ’Mjög dramatísk sagaum týndar sálir en um sjötíu prósent drengj- anna sem voru á þessu heimili enduðu inni á Litla-Hrauni vegna alvarlegra glæpa.‘ AF LISTUM Höskuldur Ólafsson Hlemmur: Á jaðri íslensks samtíma. hoskuldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.