Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSJÁRNEFND sem skipuð var af dómsmála- ráðherra til að kanna atriði varðandi sameiginlega forsjá og umgengni barna eftir skilnað eða sam- búðarslit, ítrekar í lokaskýrslu sinni til ráðherra fyrri tillögu sína um að sameiginleg forsjá verði meginregla við skilnað og sambúðarslit. Meðal annarra tillagna sem nefndin setur fram er að tryggt verði með skýrari hætti en verið hefur hvernig haga eigi umgengni barns og þess for- eldris sem það býr ekki hjá. Kveðið verði á um fyr- irkomulag slíkrar umgengni í sambúðarslita- og skilnaðarsamningum. Afgreiðslutími ekki viðunandi Nefndin var upphaflega skipuð 1997og skilaði áfangaskýrslu árið 1999. Ýmsum tillögum hennar var hrundið í framkvæmd við samþykkt barnalaga árið 2003. Í lokaskýrslu sinni bendir nefndin á að við endurskoðun barnalaga hafi engin breyting verið gerð á því að forsenda sameiginlegrar for- sjár sé ætíð samkomulag aðila. Setur nefndin á nýjan leik fram tillögu sína um að sameiginleg forsjá verði meginregla. Bent er á að tölur sýni að foreldrar hafi á síð- ustu fjórum árum í sívaxandi mæli samið um sam- eiginlega forsjá. „Forsjárnefnd telur [...] að taka eigi af skarið og lögfesta sameiginlega forsjá sem meginreglu og jafnframt að lögfesta að dómarar geti dæmt sameiginlega forsjá. Með því væru for- eldrum send skýr skilaboð af hálfu löggjafans um það að forsjá barna sé sameiginlegt verkefni beggja foreldra sem þeir eigi að axla sameiginlega þótt sambúð eða hjúskap þeirra sé lokið.“ Að mati nefndarinnar hefur m.a. komið í ljós að afgreiðslutími umgengnismála, bæði hjá embætt- um sýslumanna og hjá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, er lengri en viðunandi er. „Þá hefur starf nefndarinnar og sýnt að það mál sem heitast brennur á forsjárlausum foreldrum eru þau tilvik þegar umgengni er tálmað. Þrátt fyrir breytingar á barnalögum árið 2003 virðast úrræði fá þegar forsjárforeldri grípur til umgengnistálmana og sá langi tími sem meðferð umgengnismála tekur verður til þess að umgengnistálmanir geta staðið svo mánuðum skiptir án þess að nokkurra úrræða sé völ,“ segir í niðurstöðum nefndarinnar. Einnig eru ítrekaðar fyrri tillögur um hugsan- leg viðbrögð við ólögmætum umgengnistálmunum þess foreldris sem barn býr hjá. Að mati nefnd- arinnar virðist úrræðaleysi opinberra aðila vera algjört þegar um umgengnistálmanir er að ræða, „ekki síst þegar svo háttar til að sýslumaður hefur úrskurðað um umgengni en forsjárforeldrið hefur kært úrskurðinn til dómsmálaráðuneytis. Þegar forsjárforeldrið beitir umgengnistálmunum í þessari stöðu eru engin úrræði til því barnalögin leyfa ekki álagningu dagsekta fyrr en kærufrestur er liðinn eða dómsmálaráðuneytið hefur kveðið upp sinn úrskurð í kærumálinu. Á meðan fær for- sjárforeldrið, ef því svo þóknast, átölulaust að tálma umgengni svo vikum og mánuðum skiptir. Hér telur forsjárnefnd að frysting meðlags og barnabóta gætu verið áhrifamikið úrræði sem sýndi foreldri sem beitir umgengnistálmunum að það sé háttsemi sem ekki er liðin,“ segir í skýrsl- unni. Lagt er sérstaklega til að sambúðarslita- og skilnaðarsamningar geymi ákvæði um fyrirkomu- lag umgengni. Tryggja verði að skýrar sé gengið frá málum þannig að ekki verði gengið frá sam- búðarslitum eða hjónaskilnaði hjá sýslumanns- embættum nema skýrt liggi fyrir hvernig haga eigi umgengni barns og foreldris sem það býr ekki hjá. Þá telur nefndin nauðsynlegt að skoðað verði hvort ekki sé ástæða til að barnabætur skiptist á milli foreldra, jafnvel þótt foreldrar skilji eða slíti sambúð. Bent er á ýmis tilvik sem kalla á útgjöld þess foreldris sem barn býr ekki hjá. Mikilvægt er að gefið verði út kynningarefni um sameiginlega forsjá að mati nefndarinnar og að lögð verði áhersla á hraðari afgreiðslu forsjármála. Nefndina skipuðu Dögg Pálsdóttir, hrl. formað- ur, Ólafur Þ. Stephensen aðstoðarritstjóri, til- nefndur af karlanefnd Jafnréttisráðs og Oddný Vilhjálmsdóttir skrifstofustjóri, tilnefnd af Kven- réttindafélagi Íslands. Forsjárnefnd skilar dómsmálaráðherra tillögum um sameiginlega forsjá og umgengni barna og foreldra Kveðið verði á um umgengni þegar gengið er frá skilnaði Frysting meðlags og barnabóta geta verið áhrifamikil úrræði TENGLAR ........................................................................ www.mbl.is/itarefni omfr@mbl.is ÞRISTURINN, DC-3 flugvélin Páll Sveinsson, leikur eitt aðalhlutverkið í sumar í hátíðahöldum þegar þess verður minnst að 60 ár eru liðin frá því að millilandaflug Íslendinga hófst. Icelandair skipuleggur dagskrá í Skotlandi, Danmörku og Noregi og verður vélinni flogið til þessara landa í júlí, auk þess sem hún verður á flug- sýningu í Duxford við London. Þristavinafélagið sér um sjálft flugið og verður vélin máluð í litum Ice- landair í tilefni þessara hátíðahalda. Jón Karl Ólafsson, sem er að taka við sem forstjóri Icelandair, segir að tilvalið hafi þótt að fá Þristinn til að fljúga til Skotlands af þessu tilefni. Vélin hafi leikið stórt hlutverk í sam- göngusögu Íslendinga og þjónað landsmönnum í farþegaflugi og síðan í landgræðslu. Segir Jón Karl að sam- ið hafi verið við Þristavinafélagið um að annast flugið og muni flugmenn, sem m.a. hafi sinnt áburðarfluginu síðustu árin, fljúga vélinni. Aðaldagskrá í Glasgow Fyrsta flugferðin var milli Reykja- víkur og Largs Bay í Skotlandi og var flogið út á Catalina-flugbáti 11. júlí 1945 og til baka daginn eftir, sex tíma flug hvora leið. Flugstjóri var Jó- hannes R. Snorrason, Smári Karls- son flugmaður, Sigurður Ingólfsson vélamaður og Jóhann Gíslason loft- skeytamaður. Farþegar voru fjórir á útleiðinni. Þristinum verður flogið til London fyrstu dagana í júlí og verður hann á flugsýningu í Duxford helgina 9. og 10. júlí. Aðalhátíðahöldin fara síðan fram á flugvellinum í Glasgow að morgni þriðjudagsins 12. júlí en þá verður einnig á vellinum B757-þota Icelandair. Eftir það er ætlunin að fljúga bæði til Kaupmannahafnar og Óslóar en þangað var einnig flogið sumarið 1945. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins og flugstjóri hjá Icelandair, segir að ekki verði vanda- mál að manna vélina í verkefnið. Áætlað sé að halda til London þegar vel viðrar kringum 6.–8. júlí. Flugið muni taka um 7 tíma. Hann segir þristinn Pál Sveinsson án efa eiga eft- ir að vekja athygli í Duxford. Fáar slíkar vélar séu í notkun og sérstaða íslensku vélarinnar sé sú að hún hafi alltaf verið í verkefnum en ekki ein- ungis til sýningarflugs eins og flestar hafa verið síðustu árin. Sextíu ár í sumar frá því Íslendingar hófu millilandaflug Þristurinn í hátíðar- dagskrá í Glasgow Morgunblaðið/RAX Landgræðsluvélin Páll Sveinsson á flugi við Þingvallavatn í gær, en þá hófst áburðarflugið. FRAMKVÆMDIR við breikkun og færslu hringvegarins í Svínahrauni eru á áætlun, að sögn Sigurðar Ósk- arssonar, framkvæmdastjóra hjá verktakafyrirtækinu KNH ehf., sem er aðalverktaki. Þær ná yfir 5 kíló- metra kafla á hringveginum í Svína- hrauni, breikkun og nýbyggingu ásamt mislægum vegamótum við Þrengslaveg. Framkvæmdir hófust í vor og eru áætluð verklok í sept- emberlok. Að sögn Sigurðar er búið að leggja vegstæðið í gegnum hraunið, en framundan er að ná veginum í rétta hæð, áður en malbiks- framkvæmdir hefjast síðar í sumar. Þá er vinna við breikkun vegarins niður að Litlu kaffistofunni vel á veg komin og er áformað að malbika þann hluta fljótlega eftir hvíta- sunnu. Um 30 manns starfa við verkið. Samkvæmt verklýsingunni verður Suðurlandsvegur breikkaður á þriggja kílómetra kafla frá Litlu kaffistofunni til austurs og síðan verður nýr vegur lagður norðar í Svínahrauni og styttir hann hring- veginn örlítið. Þá verða mislæg vegamót byggð við Þrengslaveg og verða þau nokkru vestar en núver- andi vegamót, auk stefnugreindra vegamóta við nýjan Hamragilsveg og einnig verða gerðar lagfæringar á aðkomu að Litlu kaffistofunni. Að sögn Sigurðar Óskarssonar er jarðefni sem notað verður að stærst- um hluta fengið úr Lambafelli. Kostnaðaráætlun verksins hljóð- aði upp á 361 milljón króna og bauð KNH ehf. lægst, eða 277,5 milljónir króna. Framkvæmdum við breikkun og flutning hringvegarins í Svínahrauni miðar vel Nýr vegur tekinn í notkun í lok september Morgunblaðið/RAX Búið er að leggja vegstæðið í gegnum hraunið, en malbiksframkvæmdir eru áformaðar síðar í sumar. GARÐAR Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, tekur heils hugar undir tillögur for- sjárnefndar og segir þær sam- hljóða stefnu félagsins. „Við höf- um barist fyrir þessu á okkar vettvangi. Það er okkar stefnu- mið að sameig- inleg forsjá eigi að vera meg- inregla,“ segir hann og bendir einnig á að til- laga um fryst- ingu meðlags og barnabóta- greiðslna sé gamalt baráttumál félagsins. Slík aðgerð myndi senda skýr skilaboð um að upp- eldi barna sé sameiginleg ábyrgð foreldranna, óháð því hvort for- eldrar barna búa saman eða ekki. Garðar minnir á að flestar til- lögurnar komu einnig fram í áfangaskýrslu nefndarinnar árið 1999 en aðeins nokkur atriði úr þeim hafi verið lögfest við setn- ingu barnalaga 2003. „Við von- umst til að það verði tekið tillit til þessara tillagna og að ekki verði staðið að málum eins og var gert við setningu barnalaga þeg- ar tekin voru nokkur atriði og þau samþykkt en meginatrið- unum var stungið undir stól.“ Nauðsynlegt að taka á öllum þessum þáttum Hann segir að í barnalögunum sé að finna langan kafla um með- lagsmál og hvernig standa eigi að innheimtu meðlagsins en hins vegar var orðið við tillögu félags- ins um að lögfesta ákveðna lág- marksumgengni milli barns og foreldris. „Því svaraði sifjalaga- nefndin í greinargerð við barna- lögin á þá leið að lágmarks- umgengni væri of mikil afskipti af einkalífi fólks. Við teljum mjög nauðsynlegt að tekið verði á öll- um þessum þáttum; meðlaginu, barnabótunum og umgengnismál- unum, til þess að tryggja að börnin hafi það sem best. Börnin geta ekki haft það gott ef ein- göngu annað foreldri þeirra vinn- ur uppeldi þeirra og útilokar hitt,“ segir hann. Tekur heils hugar undir til- lögurnar Garðar Baldvinsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær rúmlega fertugan karl- mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás í Hafnarfirði í fyrrasumar. Hann var dæmdur til að borga konu, sem fyrir barðinu á honum varð, 168 þúsund krónur í bætur. Ákærði fór í heimildarleysi inn um opnar svaladyr á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og sló hana í andlitið er inn var komið. Hann játaði brot sitt skýlaust og fyrir dómi sagð- ist hann iðrast gjörða sinna. Með brotinu rauf ákærði skilorð Hæstaréttardóms frá í október 2002 þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hegningarlaga- brot. Sveinn Sigurkarlsson héraðs- dómari dæmdi málið. Verjandi var Jóhannes Rúnar Jóhannesson hdl. og sækjandi Arnþrúður Þórarinsdóttir, fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði. Fimm mán- aða fangelsi fyrir árás og húsbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.