Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 17 ERLENT Frábær tilboð fyrir 10 manns eða fleiri www.esja. is Dugguvogi 8 Sími 567 6640 Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO Lappset - útileiktæki Wicksteed - útileiktæki Nifo - fyrir götur og torg Rhino - hjólabretta rampar Rabo “katalog” fyrir börn og þroskabraut Gúmmíhellur og “safety grass” www.johannhelgi.is sími: 565 1048 • Gsm 820 8096 Sláttutraktor Poulan Pro 17,5 Hö Vökvaskiptur Grassafnari www.slattuvel.com Síðumúli 34,Inngangur frá Fellsmúla Sími 5172010 Tilboð 299.000.- SUMARIÐ & GARÐURINN TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, lauk í fyrrakvöld við myndun nýrrar stjórnar með ýmsum breytingum á skipan í embætti aðstoðarráðherra. Eru þær ekki umfangs- miklar í sjálfu sér en val Blairs á tveimur mönnum hefur þegar vakið hörð viðbrögð og óánægju innan Verkamannaflokksins. Mörgum, ekki síst samflokksmönnum hans, finnst sem Blair hafi misst af gullnu tækifæri til að stokka ærlega upp í ráðherra- liðinu og taka svo til orða, að enn einu sinni sé verið að bjóða upp á sama grautinn í sömu skálinni. Beinist reiðin fyrst og fremst að skipan tveggja manna, þeirra Andrews Adonis, náins ráðgjafa Blairs, sem verður aðstoðarmenntamálaráðherra, og lyfjaauð- kýfingsins Pauls Draysons en hann verður aðstoðarvarnarmálaráðherra. Báðir sitja þessir menn í lávarðadeildinni fyrir tilstilli Blairs en hafa aldrei verið kjörnir á þing. Hefur skipan þessara manna kynt undir þeirri gömlu gagnrýni, að Blair líkist fremur Bandaríkjaforseta en breskum forsætisráð- herra í því að vilja heldur hafa í kringum sig hirð utanþingsmanna en kjörna fulltrúa úr eigin flokki. Óttast um afdrif grunnskólans Adonis nýtur lítilla vinsælda, jafnt innan flokks sem utan, meðal annars fyrir að hafa beitt sér fyrir hækkun skólagjalda og fyrir tilraunir til að einkavæða menntamálin að hluta. Phil Willis, talsmaður Frjálslynda flokks- ins í menntamálum, sagði í gær um Adonis, að hann forðaðist jafnan eins og heitan eld- inn að ræða við fólk á vettvangi, kennara, foreldra og samtök þeirra, en beitti sér af þeim mun meiri krafti við að innleiða banda- rískar hugmyndir í breska skólakerfið. John Cortice, stjórnmálafræðingur við Strat- hclyde-háskólann í Glasgow, tekur undir það og segir, að búast megi við vaxandi kurr í Verkamannaflokknum vegna skipunar Adon- is. Margir líti svo á, að honum sé ætlað að hrinda í framkvæmd „umbótum“ Blairs og „eyðileggja“ grunnskólakerfið, eitt merkasta afrek Verkamannaflokksins eftir stríð. Örlátur auðjöfur Óánægjan með skipan Draysons er ekki minni. Hann er mikill aðdáandi Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Íhaldsflokksins, en hefur verið örlátur á fé við Verkamannaflokkinn. Sex vikum eftir að hann var skipaður lávarður gaf hann flokkn- um 50.000 pund, rúmar sex millj. ísl. kr., og fyrir tveimur árum gaf hann honum 100.000 pund, rúmlega 12 millj. kr. Skömmu áður hafði líftæknifyrirtæki hans fengið samning við stjórnvöld um framleiðslu á bóluefni við bólusótt. Gerald Howarth, talsmaður Íhalds- flokksins í varnarmálum, sagði í gær, að ekki færi á milli mála hverjir væru helstu verð- leikar Draysons í augum Blairs. Brown vill bíða Blair skipaði raunar ekki bara sína menn í stöður aðstoðarráðherra, heldur einnig menn nána Gordon Brown. Hefur það vakið nokkra óánægju meðal stuðningsmanna forsætisráð- herrans, sem telja, að nú hefði hann átt að nota tækifærið og skipa sína menn yfir alla línuna. Núverandi skipan sé aðeins ávísun á áframhaldandi málamiðlanir og aðgerðaleysi. Um þessi mál er að sjálfsögðu rætt fram og aftur í breskum fjölmiðlum og ekki allir á einu máli. Sumir, til dæmis Alice Miles, dálkahöfundur Times, gera ekki mikið úr „uppreisninni“ gegn Blair innan Verka- mannaflokksins. Telja þeir, að hún muni hjaðna fljótt þegar þingstörfin eru komin á skrið og spá því, að Blair sé ekkert á förum á næstunni. Ein af ástæðunum fyrir því sé líka sú, að Gordon Brown hafi engan áhuga á að taka við flokknum strax. Á næsta ári bíði flokksins mjög erfið mál, til dæmis ákvarð- anir í eftirlauna-, útsvars- og kjarnorkumál- um og hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Sagt er, að Brown telji skynsamlegast að láta Blair um að leiða þau til lykta. Þrýst á um afsögn Howards Í þessum þrengingum Verkamannaflokks- ins hefur það verið sumum flokksmönnum dálítil huggun, að ástandið hjá erkifjendun- um, Íhaldsflokknum, er engu betra. Eftir að Michael Howard boðaði afsögn með fyrir- vara um breyttar reglur um leiðtogakjör má heita að flokkurinn sé eins og höfuðlaus her enda fjölgar þeim daglega, sem krefjast þess, að hann segi af sér strax. Líklegt er, að einhver botn fáist í það alveg á næstunni og fyrsti formannsframbjóðandinn er nú kom- inn fram. Er þar um að ræða Liam Fox, tals- mann Íhaldsflokksins í utanríkismálum. Er það stefna hans helst, að breski Íhaldsflokk- urinn taki Repúblikanaflokkinn bandaríska sér til fyrirmyndar og beiti sér fyrir einka- væðingu á flestum sviðum opinberrar þjón- ustu. Óánægja með val Blairs á aðstoð- arráðherrum Sakaður um að hygla vinum sínum utanþings á kostnað kjörinna fulltrúa eigin flokks Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Reuters Tony Blair ásamt Cherie, eiginkonu sinni. Flest bendir til að næstu misseri geti orðið honum erfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.